Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 9
Q „j, r iam ninAm itoad FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 > <.\ S Á 1 *.J>' . * .# # 41 * * d «v 0 * 4 # f * i 4 *♦ »« í* v*Ít -i ALÞYÐUBLAÐIÐ ú t I ö n d 9 Móðir með börn sín á götu í Guadalajara: Fjölskyldan er heilög í augum Mexíkana og það hefur flokksraeði PRI einnig verið. kjörtímabilið næstu sex árin. Það er tal- in vera áætlun sem er klæðskerasaum- uð fyrir miðstéttina. Og sem ræðst gegn spillingu og pólitískum greiðum. Helstu þættir í áætlun Zedillos eru taldir vera þessir: (1) Uppstokkun og umbætur í dóms- kerfinu. Zedillo vann meðal annars kosningamar á þessu loforði. (2) Umbætur á kosningakerfmu - meðal annars hvemig PRI verður gert opnari og lýðræðislegri flokkur. (3) Efnahagsmál: Zedillo mun lík- lega leggja til skattabreytingar sem hafa það að markmiði að efla innlend- an spamað og fjárfestingar í atvinnulífi - einmitt það sem litlir atvinnurekend- ur og minni fjárfestar hafa verið að berjast íyrir. Tími tækifæra Sveiflan niður á við í efnahagsmál- um Mexíkó er ekki aðeins harmleikur, heldur einnig tími tækifæra. Fólkið hefur misst trúna á gamla kerfið. En það er opið fyrir breytingum og nýjum leiðum. Það mun ekki ganga átakalaust fyrir sig. hagsmunaaðilar munu takast á. Fólk í Mexíkó virkar rólegt á yfir- borðinu. En undir niðri ríkir mikil óvissa og ótti. Fólk er hrætt við upp- lausn, stjómleysi og jafhvel byltingu. Flestir sem ég talaði við telja þó mjög litlar hkur á að svo verði. Efnahags- ástandið muni sennilega versna eitt- hvað enn, ná botninum og síðan muni landið rétta sig hægt og bítandi af. Og menn voru nokkuð sammála um að Zedillo muni sitja út kjörtímabilið. Framtíðin virðist því björt í Mexfkó ef landsmönnum tekst að aðlaga drauma sína að veruleikanum. Mexíkó verður ekki ný Kórea á nokkrum árum.. Það tekur tíma að þróa verkmenntun í landinu, skapa hagvöxt, eyða atvinnu- leysi og skapa gmnn að raunhæfum, innlendum spamaði. En allar spár um að Mexíkó sé að verða bananalýðveldi em rangar. Mexíkó á sér góða framtíð og bjarta ef þjóðinni tekst að opna efnahagslífið, minnka ríkisumsvifm í atvinnulífi, leysa upp forréttindahópa í atvinnu- og viðskiptalífi með því að setja á réttlátar leikreglur, koma á frjálsum og samkeppnishæfum við- skiptum við útlönd og byggja upp menntun og verkþekkingu í landinu. Forsendumar em góðar; landið er ríkt af auðlindum og þjóðarviljinn fyrir betri framtíð er mikill. En þessi þróun mun ekki verða átakalaus. Og þess vegna er stóra spumingin: Tekst Mex- íkönum að feta leiðina að bjartari lfam- tíð án þess að átök ýmissa hagsmuna- aðila og gamalla forréttindahópa steypi landinu út í blóðug átök og tefji ffam- þróunina um óákveðinn tíma? „Mexíkanar þurfa sjálfir að hafa fyr- ir því að skapa sér betri framtíð. Þeir þurfa að mennta sig betur og framar öllu - vinna meira og hraðar. Við verð- um að treysta á okkur sjálf til að kom- ast út úr þessari kreppu,“ sagði hótel- stýra við mig í ferðamannabænum Pu- erto Vallerta við Kyrrahafsströndina. Kannski að svarið sé bara svona ein- falt. ■ Spumingin er hvort efhahagsaðgerð- ir Zedillos gangi nógu langt. Hann hef- ur ekki boðað gagngera opnun á við- skiptalífinu og stjómkerfi eða aðgerðir gegn samtryggingu einkageirans og hins opinbera. Einkavæðingin er ekki ýkja víðfeðm í landi þar sem banka- kerfið er nær allt í ríkiseigu, sam- göngu- og samskiptakerfið einnig og stór hluti fyrirtækjanna. Ríkisfyrirtæki eins og PEMEX verður seint einka- vætt, vegna þess að það er tákn um sjálfstæði landsins. Annað dæmi um ríkisstyrktan rekstur er Conasupo. Það er ríkisstyrkt kerfi sem kaupir landbún- aðarvörur af bændum yfir markaðs- verði og selur til neytenda undir mark- aðsverði. Niðurgreiðir þar með bæði til bænda og neytenda. Conasupo kaupir auk þess vörur af einkageiranum og greiðir niður til neytenda. Consupo rekur stórar búðarkeðjur í Mexíkó und- ir sama heiti. Rökin fyrir rekstrinum em einfaldlega þau að þar með sé hald- ið niðri verði til neytenda með sam- keppni! Skyndihjálp við peningamálin. Efnahagsaðgerðir Zedillos skortir Biðlund miðstéttarinnar á þrotum Fjársterk yfirstétt hefur tíma til að bíða af sér bágt efnahagsástand. Þeir segja einfaldlega upp fólki, draga sam- an seglin og bíða. Miðstéttin hefur hins vegar ekki biðtíma. Hún hefur ekki burði til að standa af sér langvarandi samdráttartíma. Hún gæti hreinlega átt á hættu að þurrkast út í yfirstandandi efnahagskreppu. Miðstéttin er tiltölu- lega ný af náhnni sem þjóðfélagslegt afl í Mexíkó. Það má segja að miðstétt- in hafi orðið til á valdatíma Salinas. Miðstéttin er einkum verkmenntað fólk og minni atvinnurekendur. Þeir eru hræddir, reiðir en em í oddaaðstöðu hvað völd viðvíkur. Þeir trúðu á nýja tíma í Mexíkó. E1 Barazón er hreyfing miðstéttarfólks sem hefur á örskömm- um tíma orðið aflmesta hreyfing í Mexíkó. Miðstéttin styður Zedillo í baráttu hans gegn fámennisveldi, fyrir opnara þjóðfélagi og frjálsara efna- hagstífi. Zedillo hefur fyrst og fremst eina lausn að bjóða miðstéttinni: Stjóm- málalegar endurbætur. Hann er ólíkt Salinas, reiðubúinn að PRI tapi næstu þingkosningum. Landbúnaöarverkamaöur á ekrum á hálendi Mið-Mexíkó: Þýða efnahags- aðgerðir Zedillos aukinn kaupmátt fátækra launamanna eða eru þær fyrst og fremst roðnar fyrir hina nýju miðstétt? einna helst víðtækar endurbætur á mál- efnum launþegahreyfingarinnar og umbætur í velferðarmálum ásamt öðr- um róttækum kerfisbreytingum. Efnahagsaðgerðir Zedihos em fyrst og fremst skyndihjálp við peningamál- in til að vinna aftur tiltrú fjárfesta. Fé- lagslegar umbætur og umbætur í stjórnkerfi verða að bíða um sinn. I biðinni felst ákveðin hætta: Láti fé- lagslegar umbætur standa á sér, er hætt við að stjómarandstöðuflokkamir nái vopnum sínum og viðhaldi árásum á stjórnvöld með þeim afleiðingum að hið erfiða verkefni Zedillos verði nánast óleysanlegt. Það er einnig hætta á, að erlendir fjárfestar doki við meðan þeir bíða eftir félagslegum umbótum og breytingum á stjórnkerfinu sem tryggja þeim pólitískan stöðugleika í landinu. Því meira sem Zedillo hamast á spillingaröflunum, því meira fylgi vinnur hann meðal miðstéttarinnar. Og það er ekki óeðlilegt að spyija: Verður PRI miðstéttarflokkur framtíðarinnar? Komandi efnahagsáætlun Hið pólitíska umhverfi í Mexíkó hefur breyst á stuttum tíma. Stjómar- andstaða PRI var áður til skrauts en er nú að verða alvöru stjómarandstaða. Stjómarandstaðan hefúr unnið mörg fylki i fylkisstjórakosningum og á þessu ári er líklegt að fimm fylki í landinu komist í hendur stjómarand- stöðunnar. Spurningin sem margir spyija sig þessa dagana er, hvort PRI lifi þessar félagslegu og pólitísku breytingar af. Klofttar flokkurinn? Zedillo forseti mun leggja fram ffamtíðarsýn sína fyrir Mexíkó í maí- mánuði, efnahagsáætlun sína fyrir PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Útboð Landsímahús-endumýjun glugga Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboðum í endurnýj- un glugga og útihurða á austurhlið Landsímahússins við Kirkjustræti. Útboðsgögn verða afhent á fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 16 maí 1995, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar, þriðjudag- inn 6. júní 1995, kl. 11.00. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Laus er til umsóknar staða skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá og með 1. ágúst 1995. Ráðning verður tímabundin meðan skipaður skólameistari er í leyfi vegna setu á Alþingi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 8. júní 1995. Menntamálaráðuneytið, 11. maí 1995. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. ílokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokkl 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 Innlausnardagur 15. mEií 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 856.508 kr. 85.651 kr. 8.565 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 756.191 kr. 75.619 kr. 7.562 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.500.654 kr. 150.065 kr. 15.007 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.394.893 kr. 139.489 kr. 13.949 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.155.693 kr. 1.231.139 kr. 123.114 kr. 12.311 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.679.066 kr. 1.135.813 kr. 113.581 kr. 11.358 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. húsnæðisstofnun ríkisins || HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.