Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐID FOSTUDAGUR 12. MAI 1995 Hvernig framtíd mun þessi ungi snáði líta í landi sínu? Opið, lýðræðisríki með virkt margflokkakerfi eða áframhaldandi „eins flokks lýðræði" PRI? Minnispunktar frá Mexíkó - Ingólfur Margeirsson skrifar 2. grein Ráðist gegn risaeðlunum Emesto Zedillo, forseti Mexíkó, hefur skorið upp herör gegn spillingu og klíkuskap en leggur undir pólitíska framtíð eigin flokks, PRI, sem hefur verið einráður í landinu ítæpa sjö áratugi. Pólitískur veruleiki endurspeglar sjaldnast þjóðfélagslegan raunveru- leika. Stjórnmálalegar lausnir eru alltaf þær lausnir sem eru landinu eða al- menningi fyrir bestu. Þetta á ekki síst við í Mexfkó þar sem einn flokkur, PRI - Byltingarsinn- aði stofnanaflokkurinn - hefur ráðið einn ríkjum allt frá byltingunni fyrir 65 árum. Stundum hefur þetta tímabil ver- ið nefnt „eins flokks lýðræði" vegna þess að hinn sérstaki flokkur er hvorki venjulegur byltingarflokkur né hefð- bundinn einræðisflokkur. PRI stendur frammi fyrir meiri vanda í dag en nokkru sinni. Aukið lýðræði í landinu, kröfur um sanngjarnar leikreglur í kjöl- far NAFTA-samningsins við Banda- ríkin og Kanada og þrýstingur almenn- ings um hreinsun í stjómkerfinu munu breyta uppbyggingu og starfsemi PRI. Það er ekki ólíklegt að flokkurinn klofni í nokkra flokka eða minnki eftir því sem stjómarandstöðunni vex fískur umhrygg. PRI - sem áður hét PRN, Þjóðlegi byltingarflokkurinn - óx úr rústum byltingarinnar í lok annars áratugarins á þessari öld. Flokkurinn varð samein- ingartákn byltingaraflanna: Bænda, verkamanna og smákaupmanna. Kannski er það athyglisverðasta við mexfkönsku byltinguna, að hún bylti ekki samfélagi kapítalismans, heldur lénsskipulagi. í eðli sínu er því mexí- kanska byltingin mun lfkari Frönsku byltingunni en þeirri rússnesku. Byltingarflokkurinn var stofnaður í forsetatíð Plutarco Elías Calles (1924-28) og varð að stórveldi í for- setatíð Lázaro Cárdenas (1934-40) og Miguel Alemán (1946-52). Flokk- urinn var eins konar leið mexfkana frá upplausnarástandi byltingar til stöðug- leikaogjafhvægis. Byltingarflokkur f öðurlegs valds og þjóðarsáttar PRI hefur því aldrei verið byltingar- flokkur í þeim skilningi. Flokkurinn er undarleg samsetning af sterkum stjóm- arflokki, verkalýðshreyfingu, bændum og fésýslumönnum. Leiðtogar flokks- ins hafa alltaf þurft að gæta jafnvægis milli hagsmunahópanna sem mynda stoðir flokksins. Þannig hefur flokkur- inn ákveðið hvort verkalýðshreyfingin eigi að efna til verkfalla eða ekki, ræðir við vinnuveitendur, beri klæði á vopn- in og þar fram eftir götunum. Flokkur- inn hefur hins vegar aldrei afnumið frjáls viðskipti, samkeppni og mögu- leika einstaklingsins til að komast til auðs og valda. Flokkurinn hefur skap- að kapítalískar æðar í miðstýrðum þjóðarlfkama. Þjóðnýting auðlindanna eins og ol- íulindanna er óumdeild í dag. Þegar talið berst að hinu rfkisreknu olíufyrir- tæki PEMEX, sem stofnað var 1938 þegar oh'an var þjóðnýtt, svara Mexí- kanar ferðamanninum á þann veg, að auðvitað eigi þjóðin að eiga þessa auð- lind. Þeir líta á PEMEX lfkt og við ís- lendingar metum fiskveiðilögsöguna. PRI hefur í áranna rás orðið að stóru, miðstýrðu föðurvaldi í Mexfkó. Sumir segja það af hinu góða. Margir Mexíkanar sem ég ræddi við, sögðu sem svo, að ekkert pólitískt afl hefði getað tryggt stöðugleika og þjóðarsátt í rúma sex áratugi nema flokkur eins og PRI. „Sjáðu hin löndin í Suður-Amer- fku,- sögðu Mexfkanar gjarnan, „þar ríkir upplausn, sífelldar hallarbyltingar og fjarstýring frá Bandarfkjunum." Klíkur og mútugreiðslur En það er ekki sama við hvem mað-. ur ræðir í Mexíkó um PRI. 'Sumir hægrimenn sem ég ræddi við sögðu sem svo um PRI: Fyrir tilstuðlan flokksins einkennist efnahagur lands- ins og stjórnmálaástand af rfkissósíal- isma sem nálgast fyrrum Sovétrfkin að uppbyggingu. Vinstri menn segja hins vegar: PRI hefur skapað hráan kapítal- isma að gerð nítjándu aldar í Banda- rfkjunum. Það er engin löggjöf gegn hringamyndun og stærstu fyrirtækin í eigu örfárra „grupos", - kolkrabbafyr- irtækja sem aftur eru í eigu eignar- haldsfyrirtækja bankanna. Það er því erfitt að greina á milli einkageirans og opinberra umsvifa í viðskiptalífi, verslun og peningamálum landsins. Þar að auki bætist við pólitísk spilling sem flestum hefur þótt eðlileg og er hluti af hefð landsins, með rætur allt frá lokum spænska nýlentíutímans. „Mordida" er hugtak sem allir þekkja - mútugreiðslur eða greiði sem er eðlilegur hluti af viðskiptalífinu og jafhvel þáttur af dómskerfinu. í ffam- kvæmd þýðir þetta, að þú borgar emb- ættismönnum eða pólitfkusum fyrir að koma þfnum málum áleiðis í kerfinu. Annað hugtak er „Camarilla" sem þýðir klfka. Þetta er eins konar flókið net pólitískrar hollustu innan PRI þar sem stuðningsmönnum stjórnmála- manna er umbunað fyrir vel unnin störf með embættisveitingum og þar sem þeir sem komast til valda fyrir stuðning áhrifamanna í flokknum, vemda velunnara sína í ffamu'ðinni. PRI hefur verið miðstýrður valda- flokkur. Hann hefur skapað bákn emb- ættismanna og flokksgæðinga. Og þeg- ar lokinu hefur verið lyft af flokknum, rfkisstjómum fyrri ára og forsetavaldi, kemur ýmislegt í ljós. Zedillo reynir að hreinsa til Forseti Mexfkó fer með völd í sex ár samfleytt. Endurkjör er bannað með Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó: Boðar víðtækar stjómkerfisbreyt- ingar og uppstokkun í efnahags- málum. Mun flokkur hans PRI - Byltingarsinnaði stofnanaflokkur- inn - lifa þær breytingar af? lögum. Hingað til hafa forsetar lands- ins komið úr röðum PRI. Flokkurinn sameinast um sinn frambjóðanda og þótt kosningarnar eigi að heita frjálsar, liggur í augum uppi að enginn sigrar frambjóðanda PRI. Það er alvanalegt, að fráfarandi for- setí bendi á eftírmann sinn. Þetta gerð- ist í síðustu kosningum. Carlo Salinas de Gortiari forseti valdi Ernesto Ze- dillo sem eftirrnann sinn. Og Zedillo sigraði í kosningunum í fyrra. Ráðgjaf- ar Zedillo vildu fella pesóann strax að loknum kosningum. Það var ekki gert. Astæðan var stjórnmálaleg. Flokkurinn vildi ekki varpa skugga á hinn glæsi- lega feril fráfarandi forseta, Salinas, í efhahagsmálum. Auðvitað hefði Salin- as átt að taka til í efnahagsmálunum áður en hann fór frá og Zedillo hefði getað sest að hreinu borði. Þess í stað fékk hinn nýi forseti vandamálin öll í fangið. Við Zedillo blasti tvennt: Að hreinsa upp í hrúgunni og koma þannig upp um efhahagslegan óstjórn og ábyrgðar- leysi Salinas eða lenda sjálfur í súpunni og verða fórnardýrið. Hann valdi fyrri kostinn. Tímabundinn sigur í áróðursstríði Hinn pólitíski leikur Zedillos var að ráðast gegn spillingunni, alla vega á yfirborðinu: Handtökurnar á Raúl Sal- inas, bróður fyrrum forseta, og á fyrr- um aðstoðarríkissaksóknara, Mario Ruiz Massieu, hafa lagst vel í fólk. Raúl er ákærður fyrir að skipuleggja morðið á Jose Fransisco sem var ann- ar valdamesti leiðtogi PRI og bróðir Mario Ruiz. Salinas hafði hins vegar falið Mario Ruiz til að rannsaka morð- ið á bróður sínum. Nú er hann ákærður fyrir að hylma yfir meintri aðild Raúls í morðinu og að auki grunaður um að hafa þegið milljónir dollara í mútur af fíkniefnabarónum. Carlo Salinas fyrrum forseti gekk af göflunum þegar handtökumar voru framkvæmdar. Tilskipun Zedillos var gegn öllum hefðum flokksvináttunnar og samtryggingarinnar. Zedillo hafði brotið hina óskrifuðu Camarilla-reglu um að þú vemdir þann sem gerir þér greiða eða kemur þér til valda. Zedillo hefur þar með snúist að hluta til gegn „risaeðlunum"T flokknum. Hann hefur unnið áróðursstríðið, alla vega tímabundið. Salinas hefur orðið að sökudólgnum og gerður útlægur þótt hann neiti því í undarlegu viðtali í New York ekki alls fyrir löngu. Umdeildur forseti Nú hefur Zedillo snúið sér að efha- hagsvandanum; fyrst og fremst gegn hruninu á gjaldeyrismarkaði. Zedillo hefur verið gagnrýndur fyrir ómarkvissa efnahagsstjórnun. Veik stjómun hefur verið einkenni Zedillos allt ffá upphafi. Hann skipaði ekki í ráðherrastólana fyrr en á síðustu mín- útu og hann lofaði umfangsmiklu eftia- hagsumbótum en frestaði stöðugt að birta áætlunina. „Xedillo er teknókrat, ekki stjórnmálamaður með hugsjónir," sögðu efnahagssérfræðingar sem ég ræddi við í Mexfkóborg. Og gagnrýnar raddir segja gjaman: Hann flýtur áfram í sterkri afneitun í stað þess að leggja fram trúverðuga stefnu í efnahagsmál- um. Þessi harða gagnrýni er ekki alveg sanngjöm. Má vera að Zedillo hafi ver- ið tvístígandi í fyrstu en hanri sýnir vaxandi styrk og ákveðni. Tíminn virð- ist ennfremur vinna með honum. Efnahagsaðgerðir Zedillos eru eink- um tvfþættar: Herða tökin á vöxtunum og reyna að fá þá niður og skera niður ríkisútgjöld. - Og leggjast á bæn - bæta Mexfkanamir gjarnan við. Andstaða f rá embættiskerf i og bankaheimi Það má einnig segja Zedillo til hróss, að hann hefur ekki lofað upp í ermina á sér eins og forverar hans. Hann neitar að viðhafa pólitfskt töffa- brögð eins og að skrá gengið rangt, koma á gjaldeyrishöftum, afnema frjálsa álagningu og setja á verðlagseft- irlit. Hann hefur einnig boðað erfiðari tíma. Aukna verðbólgu (er nú 14% og stefnir í 40%), með tilheyrandi verð- hækkunum, uppsögnum og atvinnu- leysi og áframhaldandi hávaxtastefhu. Dæmi: Daginn eftir að Zedillo boðaði efnahagsaðgerðir sínar hækkaði raf- magn um 20% og bensínið um 35%. Zedillo hefur boðað efnahagsað- gerðir sfnar án þess að ræða við verka- lýðshreyfinguna pg viðskiptaheiminn eins og fyrrum PRI- forsetar hafa alltaf gert. Sterk tenging milli flokks og verkalýðshreyfingar er einnig ein ástæðan fyrir því að verkalýðshreyf- ingin í Mexfkó er fremur tannlaus. Hins vegar er ólfklegt, að verkalýðs- hreyfingin andmæli efnahagsáætlunum Zedillos - verkamenn vilja fyrst og fremst vinnu. Miklar launahækkanir koma aftar á kröfugerðarlistanum. Að- alhótunin gegn efnahagsaðgerðum Ze- dillos kemur frá bankastofnunum, við- skiptaheiminum og embættismönnum. Embættismenn segja, að samdrátturinn í efnahagslífinu í kjólfar aðgerða Ze- dillos kosti 500 þúsund manns vinn- una. 250 þúsund hafa þegar misst vinn- una síðan pesóinn fór að falla fyrir þremur mánuðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.