Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 12
I. I \WREVF/l.// 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 4- MÞYIUBLMD » -r mEVFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 12. maí1995 71. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Allt bendir til þess að barátta Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar um formennsku í Alþýðubandalaginu verði hörð og jöfn. Það var Sæmundur Guðvinsson sem spjallaði við nokkra flokksmenn Alþýðubandalagsins um formannskjörið Alþýðukona gegn elítupólitík menntamanna Fagna framboði Margrétar - segir Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður. „Kjör Margrétar Frímannsdótt- ur gæti gert það að verkum að hlutur kvenna innan flokksins yrði ólíkt fýsilegri en hann er í dag. Nú er bara tvær konur í níu manna þingflokki sem er ekki nóg góð staða og það hefði mikil áhrif að fá öfluga baráttu- konu f forystuna," sagði Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. „Þá held ég að það hafi mikið að segja varðandi framboð Margrétar að hún er alþýðukona og við teljum okkur vera flokk launafólks á íslandi. Ég fagna framboði hennar. Stein- grímur J. Sigfússon er líka mjög hæfur maður en ég fagna framboði Margrétar. Mér fmnst ágætt að kosið verður um formann og finnst það eðlilegur fylgifiskur lýðræðisins,“ sagði Bryndís. Hún vildi ekki að svo stöddu svara þeirri spurningu hvort hún ætlaði að kjósa Margréti. En hver verða brýnustu verkefni nýs for- manns Alþýðubandalagsins? „Ég nefni að taka til skoðunar stöðu kvenna í flokknum. Ég tel hana ekki nógu góða og Margrét er eina konan sem leiddi lista flokksins í síð- ustu kosningum. Við þurfum að hugsa það upp á nýtt hvemig við vilj- um bæta stöðu kvenna. Við erum með kvótakerfi í gangi í helstu stofn- unum flokksins en ekki á framboðs- listunum. Þá eru lflca margir málefna- þættir sem taka þarf afstöðu til á kjörtímabilinu. En ég á von á að þetta ■ Ámundi Ámundason heldur hátíð- lega uppá fimmtugsafmæli sitt næst- komandi sunnudag, 14. maí ÆT Amundi afhjúpar minnisvarða um Ingólf Arnarson á Arnarhóli - klukkan 10:07 samkvæmt ítarlegri afmælisdagskrá sem sett hefur verið saman í tilefni af hálfrar aldar afmæli höfðingjans. kl. 06:35 Flug Fl 614 frá Baltimore lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 08:00 Fánar dregnir að hún víða um land kl. 08:05 Ámundi snæðir morgun- verð í embættisbústað sínum að Engjateig 17 kl. 08:30 Ámundi les Alþýðublaðið kl. 09:00 Ámundi ræðir í síma við erlenda þjóðhöfðingja kl. 10:00 Ámundi dregur fána að hún við Alþýðuhúsið kl. 10:07 Ámundi afhjúpar minnis- varða um Ingólf Arnarson á Arnar- hóli. kl. 10:15 Ámundi kemur að Stjórn- arráðinu kl. 10:16 Ámundi fer frá Stjórnar- ráðinu kl. 10:17 Ámundi gengur eftir Aust- urstræti og ræðir við fólk kl. 10:25 Ámundi leggur blóm að minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli kl. 10:30 Ámundi kemur að Alþing- ishúsinu kl. 10:31 Ámundi fer frá Alþingis- húsinu kl. 10:35 Ámundi kemur í Ráðhús Reykjavíkur kl. 10:36 Ámundi gefuröndunum kl. 10:50 Ámundi kemur að Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu kl. 10:51 Ámundi fer frá Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu kl. 11:00 Ámundi gróðursetur kartöflu í Flljómskálagarðinum kl. 12:00 Flátíðarhádegisverður í veitingahúsinu Laugarási (forréttur - súpa og rúnstykki, aðal- réttur - saltfiskur að hætti hússins, eftirréttur - fromage og kaffi með ábót) kl. 12:45 Veðurfregnir á Rás 1 kl. 13:00 Ámundi ekur niður Laug- arveg - mannfjöldinn fagnar kl. 13:50 Ámundi kemur að Bessa- kl. 13:51 Ámundi ferfrá Bessastöð- um kl. 14:06 Ámundi kemur að emb- ættisbústað sínum Engjateig 17 kl. 14:07 Ámundi tekur við gjöfum kl. 15:07 Ámundi tekur við meiri gjöfum kl. 16:07 Ámundi tekur við ennþá meiri gjöfum (ath. þeim sem ekki komast með gjafir á þessum tíma skal bent á að gjafamóttöku lýkur ekki fyrr en að kvöldi þriðjudags) kl. 17:00 Móttökur í tilefni dagsins hefjast hjá bæjar- og sveitarstjór- um víða um land kl. 17:15 Bílalest Ámunda ekur á Snæfellsnes kl. 18:30 Staðnæmst til að taka bensín í Borgarnesi, Mjólkurbúið skoðað kl. 19:00 Eurovision - til heiðurs Ámunda vinnur Bó keppnina kl. 20:00 Flátíðarsýning í Þjóðleik- húsinu á „Vertu sæl, Lóa" kl. 20:05 Hátíðarkvöldverður að Búðum á Snæfellsnesi (Hátíðardagskrá, ræðuhöld og mót- taka gjafa) kl. 22:00 Hátíðarhöld hefjast á öll- um knæpum og krám landsins kl. 22:10 Sérstakur Hátíðarlottóút- dráttur á RUV. í tilefni dagsins verður Lottópotturinn hafður þre- faldur kl. 22:35 Veðurfregnir á Rás 1 kl. 03:00 Hátíðinni sliti'ð í miðborg stöðum Reykjavíkur ■ Bryndís: Margrét er al- þýðukona. Helgi: Margrét mun Auður: Það þarf að skapa flokknum nýja hressa upp á flokkinn. ímynd. Hjörleifur: Niðurstaðan skiptir miklu máli fyrir flokkinn. verði jöfn barátta milli Margrétar og Steingríms og maður heyrir það að þau eiga bæði mikinn stuðning," sagði Bryndís Hlöðversdóttir. Ég styd Margréti - segir Helgi Hjörvar formaður Verðandi. „Þetta er tímamótatækifæri til að gera konu að formanni flokksins sem er pólitískt atriði. Margrét Frí- mannsdóttir er öllu ferskari kandídat en Steingrímur J. Sigfússon og ég mun styðja hana við formannskjör- ið,“ sagði Heigi Hjörvar formaður Verðandi. „Bakgrunnur Margrétar spilar líka þarna inn í. Mér finnst stjórnmál verða orðin svo mikil elítupólitík menntamanna og því er skemmtilegt að fá tækifæri til að kjósa alþýðu- konu til formanns. Við höfum haft prófessor í ákveðinn tíma sem er ágætt en það er gott að sækja forystu- menn úr ólíkum áttum. Kjör Margrét- ar mun líka skapa flokknum nýja ímynd. Steingrímur hefur auðvitað verið varaformaður flokks allan þennan tíma og mjög áberandi for- ystumaður. Við það að varaformaður verði formaður verða engar breyting- ar á ímynd flokksins," sagði Helgi. Hann kvaðst eiga von á spennandi kosningum. Steingrímur hefði aug- ljóst forskot eftir að hafa verið vara- formaður svo lengi. Hann taldi úrslit- in ráðast í Reykjavík og á Reykja- nesi. „Það er ákveðin deyfð og ágreiningur sem hefur verið í flokkn- um í Reykjavík sem verður til þess að hann er ekki jafn afgerandi og áð- ur. Þar er eflaust mesta lausafylgi þessara tveggja kandídata, enda hvor- ugur Reykvflcingur. Hins vegar hefur starfið vaxið á Reykjanesi og það kjördæmi slagar hátt upp í Reykjavflc. Brýnasta verkefni nýs formanns er klárlega að sameina hann öðrum stjórnmálaöflum og gera þetta að stærri og skilvirkari einingu," sagði Helgi Hjörvar. Eg var að vænta sam- komulags - segir Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður. „Ég held að það sé óvarlegt að meta það á þessu stigi hvort um spennandi kosningu verði að ræða. Ég var að vænta þess að það yrði um þetta samkomulag og sátt og ekki far- ið að takast á með þessu hætti," sagði Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður. Stuðningsmenn Margrétar Frí- mannsdóttur segja að framboð henn- ar sé uppgjör við flokkadrætti og deilur liðins tíma innan Alþýðu- bandalagið. Þegar þetta var borið undir Hjörleif sagðist hann ekkert gera með klisjur. „Ég á ekki von á að flokksfólk sé almennt farið að velta formannskjör- inu fyrir sér. Það er lflca sjálfsagt fyrir fólk að taka sér tíma til að hugleiða svona mál því það skiptir miklu máli fyrir flokkinn hvaða niðurstaða verð- ur í þessu. Það skiptir miklu fyrir framtíð og möguleika Alþýðubanda- lagsins. Þessi aðferð að félagar í Al- þýðubandalaginu kjósi formann beinni kosningu hefur bæði kosti og galla eins og önnur kerfi. Svona beint kjör hefur á sér blæ lýðræðis og er að því leyti ágætt. Það gefur öllum flokksmönnum færi á að skipta sér með beinum hætti af forystumálum. Gallinn er hins vegar sá að fólk á ekki gott með að meta þá einstak- linga sem í boði eru úr fjarlægð. En það er um að gera að menn noti tím- ann og hugsi um það sem máli skipt- ir, sem er heill flokksins og styrkur," sagði Hjörleifur Guttormsson. Margrét er sætari - segir Auður Sveinsdóttir arkitekt. „Þetta verður spennandi kosning en ég hef það á tilfinningunni að Margrét sé sterkari. Ef að þessi flokkur á að lifa áfram þarf miklar breytingar í forysmnni og ég held að ég muni styðja Margréti Frímanns- dóttur," sagði Auður Sveinsdóttir arkitekt. „Eg tel að það þurfi að hressa verulega upp á þennan flokk því annars er illa komið fyrir honum. Ég held að Margrét sé lfldegri til að gera breytingar og ná til fólks heldur en Steingrímur J. Sigfússon. Auk þess er Margrét miklu sætari," sagði Auður Sveinsdóttir. Myndlistarsýning Evu Benjamínsdóttur í Hafnarfirði um helgina „Hrikalega stór pakki - segir Eva um sýningarhaldið en listakonan hefur lifað fjölskrúðugu lífi. „Ég er að hugsa um að punta mig í beint á móti og bjarga málunum," seg- áá tilefni sýningarinnar og skarta mínu skrauti," segir Eva Benjamínsdóttir myndlistarkona en hún opnar sýningu nú á laugardaginn í Listhúsi 39 í Hafh- arfirði. Sýningin ber heitið Flœði & Frœhús en Eva er með tvennskonar þemu í gangi. „Flæði kalla ég mynd- imar sem unnar eru með oh'u en fræ- hús em unnin með blandaðri tækni.“ Eva segir mikinn kostnað því sam- fara að setja upp sýningu og hún ætlar til dæmis ekki að senda boðskort eins og tíðkast í þessum geira. „Ég á von á mörgum þrátt fyrir það, sýningamar mínar hafa ávallt fengið góða aðsókn og það er litríkur hópur sem hefur gaman að myndunum mínum. Ég hugsað með mér: Ætla ég að senda 800 boðskort með tilheyrandi kostnaði eða eyða peningunum í annað? Galler- íin gera ekkert í þessu. Þetta er hrika- lega stór pakki, sem ég þarf að leggja út fyrir, og ég ætla að bjóða upp á hvít- vín á opnunni og vona að það sleppi. Og ef ég verð uppiskroppa þá hleyp ég bara yfir í Hafnarborg sem er þama ir Eva og það er ljóst að það verður h'f og fjör. „Það er óhætt að segja það,“ segir Eva varðandi það að hún hafi lifað fjölskrúðugu lífi. Hún hefur meðal annars starfað sem Módel, barþjónn, hundsnyrtir, kennari og kokkur á fjöll- um svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er orðin hvað? 48 ára og það -segir sig sjálft að maður hefur þurft að taka til hendinni og það lifa fáir af myndlistinni. Ég vona þó að það fari að gerast. Er ekki hagvöxtur og allt á uppleið? Því miður hefur myndlistin ekki getað orðið aðal- atriðið. Ég legg allt undir í þessa sýn- ingu. Hvetju hef ég að tapa? Þetta em bömin mín og þau em nú til sölu.“ Eva er einkar uppátækjasöm og rak- aði til dæmis af sér hárið á Harvard Square í Cambridge í Massachusetts þegar hún útskrifaðist ffá listaskóla þar í bæ. „Ég var með hundaklippumar með mér, en ég var íyrsti hundasnyrtir- inn á íslandi. Þetta var í miðju hunda- banninu en það var mikið að gera í Laugarásnum. Mikið af púðluhundum. Eva Benjamínsdóttir. Þetta var í miðju hundabanninu en það var mikið að gera í Laugarásnum. Mik- ið af púðluhundum. A- mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.