Alþýðublaðið - 30.05.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Síða 1
rSögulegur atburður á Alþingi' Vil ekki segja upp EES - en er samt á móti aðild Islands, sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra sem í gær mælti fyrir frumvarpi sem hann er sjálfur á móti. Þegar Páll Pétursson félags- staða sín til EES hefði ekkert málaráðherra mælti í gær breyst. Páll var einn harðasti fyrir frumvarpi um atvinnu- andstæðingur EES á síðasta frelsi á Evrópska efnahags- kjörtímabili, en sem ráðherra svæðinu sagði hann að af- þarf hann nú að mæla fyrir ýmsum frumvörpum sem málið varða. Til harðra orða- skipta kom milli Páls og Jóns Baldvins Hannibalssonar for- manns Alþýðuflokksins sem rifjaði upp „öfugmælasafn Páls Péturssonar“ í málinu. Páll sagðist standa við hvert einasta orð um EES, en úr því við værum komin þangað, þá þyrftum við „dúsa í EES“. Jón Baldvin vakti athygli Páls á því, að í samningnum er uppsagnarákvæði. Páll kvaðst ekki ætla að beita sér fyrir uppsögn - þótt hann sé enn á móti EES. -Siá baksíðu. ■ Kvennalistinn klofinn í afstöðu til Evrópusam- bandsins Engin breyt- ing á and- stoðu við ESB -segir Anna Ólafsdóttir Bjömsson um stefnu Kvenna- listans. „Andstaða við aðild að Evrópusam- bandinu hefur verið stefha Kvennalist- ans og engin breyting orðið á þeirri stefnu. Við gengum til kosninganna með þessa stefnu en það er hins vegar vitað að innan Kvennalistans eru bæði mjög heitir andstæðingar aðildar og fylgiskonur aðildar," sagði Anna Ól- afsdóttir Björnsson í samtali við blaðið. Samstaða um óháð Island hélt aðal- fund á dögunum þar sem ítrekuð var andstaða við þátttöku íslands í EES- samningnum og varað við aðild að Evrópusambandinu. Á þessum fundi voru meðal annarra íyrrverandi þing- konur Kvennalistans, þær Anna Ól- afsdóttir Björnsson og Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir. Um sama leyti voru Evrópusamtökin stofnuð formlega til að beijast fyrir aðild að ESB. I þeim samtökum eru þekktar konur frá Kvennalistanum svo sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingvadóttir. „Evrópusambandsmálið var mikið rætt innan Kvennalistans fyrir kosn- ingar og við urðum að taka á því máli. Það var sanngjamt gagnvart kjósend- um að þeir vissu hvar við stæðum og gagnvart öðrum flokkum að við hefð- um klára stefna. Það er hins vegar skoðanaágreiningur um þetta innan Kvennalistans eins og allra annarra stjómmálaflokka. Það var hreint ekki auðvelt að afgreiða þetta mál innan Kvennalistans en það var niðurstaða mikils meirihluta eftir geysimikla um- ræðu að lýsa yfir andstöðu við aðild að ESB. Við höfum verið með kvennapólitísk rök gegn aðild að Evr- ópusambandinu. Það að kvennalistak- onur skuli vera áberandi innan sam- taka með aðild og samtaka gegn aðild sýnir bara að við emm mjög virkar í þjóðmálaumræðunni. Þama er farveg- ur sem ekki bindur sig við pólitíska flokka,“ sagði Anna Ólafsdóttir Bjömsson. -Er hægt að treysta svona stjórnmálamanni sem tekur ekki sjálfur mark á sér? spurði Jón Baldvin Hannibalsson á Alþingi í gær. ■ Lúðvík Bergvinsson flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í gær og gagnrýndi frumvarp um dómarafulltrúa Málið snýst um grund- vallarmannréttindi í jómffúrræðu sinni á Alþingi í gær gagnrýndi Lúðvík Bergvinsson þing- maður Alþýðuflokksins á Suðurlandi ffumvarp um málefhi dómarafulltrúa í margvíslegum atriðum. Lúðvík gagn- rýndi einkum að samkvæmt frum- varpinu er dómarafulltrúum treyst til að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði, meðan þeim er hinsvegar ekki ætlað að dæma um ágreining í einkamálum. „Gæsluvarðhaldsúrskurðir lúta að grundvallarmannréttindum, - frelsi manna,“ sagði Lúðvík. „Það er varla eðlilegt að lögfræðingar sem verið er að þjálfa upp í dómaraverkum kveði uppúr um hvort einstaklingar skuli sviptir frelsi eða ekki.“ Frumvarpið, sem snýst um breyt- ingu á lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, var lagt fram vegna nýgengins hæstaréttardóms. í umræddum dómi komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ákærði í mál- inu þyrfti ekki að sæta því að dómara- fulltrúi dæmdi í máli hans, þarsem fulltrúinn uppfyllti ekki grunnreglur stjómarskrár um það sjálfstæði sem dómsvaldið verður að hafa. Lúðvfk gagnrýndi einnig að í frum- varpinu er ekkert tekið ffam um kjör dómarafulltrúa sem ráðherra skipar. Fulltrúamir þurfi því áfram að sækja laun sfn á hendur ríkisvaldinu í kjara- samningum, og mögulega verkföllum. „Spumingin er því áffam sú hvort þeir eru nógu óháðir framkvæmdavald- inusagði Lúðvík og benti á, að ríkið er oft aðili að dómsmálum. Hann sagði eðlilegt að laun dómarafulltrúa yrðu ákveðin af Kjaradómi, og gerði að tillögu sinni að því yrði bætt inn í ffumvarpið. Þá vakti Lúðvík athygli á því, að í ffumvarpinu er ekki kveðið á um hvernig fara skuli með stöður þeirra dómarafulltrúa sem nú sitja, hvort þeir verði skipaðir til starfa eða hvort stöðurnar verða auglýstar að nýju. Lúðvík sagði ennfremur, að í stað þess „að stoppa upp í götótt fulltrúa- Lastafansinn hennar Diddu kominn út Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Lastafans og lausar skrúfur eftir Sigurlaugu Jónsdóttur, sem betur er þekkt undir nafninu Didda. Það er óhætt að fullyrða að bókarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst fyrir þær sakir að hin unga skáldkona hefur vakið mikla athygli fyrir hispursleysi á opinberum vettvangi. Þetta er fyrsta ljóðabók Diddu og á bókarkápu segir að ljóðin séu enginn skáldskapur held- ur sannleiksbrot og svipmyndir úr lífi hennar, sprottin af reynslu sem flestir eru svo lánsamir að þurfa ekki að ganga í gegnum á leið sinni til manns. Didda er fædd 1964 og í ljóðum henn- ar má finna frásagnir af vímuefna- neyslu og kynlff í harðsoðnum og ögr- andi stíl. Það verður seint um Diddu sagt að hún sé tepruleg í skáldskap sínum. Didda er mætt með Ijoðabókina sína umtöluðu. Lúðvík: Getur ekki orðið markmið í sjálfu sér að reglur um dómsvaldið kosti ríkissjóð ekki neitt. kerfi“ væri nær að ákveða með lögum nægilega margar tímabundnar dóm- arastöður, eða heimila ráðherra að skipa nægilega marga dómara tíma- bundið til að koma í veg fyrir óffemd- arástand, meðan unnið væri að ffum- varpi um framtíðarskipan dómstóla. Lúðvík sagði að hugmyndir sínar leiddu ef til vill ekki til „jafn ánægju- legrar niðurstöðu fyrir fjármálaráðu- neytið" og sú umsögn um kostnað sem fylgir frumvarpinu. Hann undir- strikaði hinsvegar að það mætti ekki vera markmið í sjálfu sér, að reglur sem settar eru um dómsvaldið kosti ríkissjóð ekki neitt. „Það er ekki við hæfi að tala um lýðræði og þrískipt- ingu valds á hátíðarstundum ef vilji fjárveitingarvaldsins stendur ekki til þess að greiða þau útgjöld sem óhjá- kvæmilega hljótast af stjómskipan ís- lands," sagði Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður að lokum. Ummæli Páls um EES Jón Baldvin rifjaði upp nokkur gullkorn úr smiðju Páls Péturssonar á Alþingi í gær. „Einhvcr ávinningur kann að verða fyrir sumar greinar sjávarútvegs en það kann að vera dýru verði keypt annars staðar í þjóðfélaginu.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst 1992. „Vamar- og öryggishagsmunum ís- lands er engu betur borgið með (Vestur-) Evrópusambandið, fyrir utan það að kalda stríðið er búið, Sovétríkin hrunin og enginn eftir til að ráðast á okkur.“ Páll Pétursson, kjallaragrein í DV, 15. júlí 1992. „Vinnuveitendur fagna margir hverjir aðild að Evrópsku efnahags- svæði og vænta sér þá væntanlega ódýrara vinnuafls að utan.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst 1992. „Ríkisstjómin er komin í óbotnandi vandræði með alla landsstjórnina. Atvinnulífið er að fara í rúst Stór- fellt atvinnuleysi hefur haldið inn- reið sína... Verði ísland aðili að þessum samningi, þá fyrst byrja erfiðleikamir.“ Páll Pétursson, kjallaragrein í DV, 7. sept. 1992. „Hættan er sú að lítt unnar fiskaf- urðir verði fluttar úr landi í aukn- um mæli en fullvinnsla hér á landi minnki. Þróunin verður líklegast sú að íslendingar verði fyrst og fremst hráefnisframleiðendur og full- vinnsla afians fari í ríkara mæli fram erlendis.“ Páll Pétursson, kjallaragrein í DV, 7. sept. 1992. „Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni, hlýtur at- vinnuleysi hér að aukast tii stórra muna og innstreymi erlends vinnu- afls hlýtur að taka atvinnu frá ís- lendingum og atvinnuleysisstig hér að verða svipað og annars staðar á svæðinu.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst 1992. „Þá hafa íslendingar, ef samningur- inn verður að lögum, ekki lengur neinn frumburðarrétt að landi sínu eða auðlindum þess. Við verðum að veita flota Evrópubandalagsins að- gang að fiskimiðum okkar. Útlend- ingum verður heimilt að kaupa hér lendur og jarðir, Iaxveiðiár og orku- lindir til jafns við íslendinga. At- vinnuleysi hér hlýtur að aukast með aðild að efnahagssamfélagi, þar sem atvinnulcysi er stöðugt um og yfir 10%.“ Páll Pétursson, kjallaragrein, í DV 7. sept. 1992. „Kaupmáttur launa hér er með því hæsta sem þekkist á EES- svæðinu. Það kynni að breytast og kaupmátt- ur kynni að verða svipaður og ann- ars staðar.“ Páll Pétursson, Alþingi, 25. ágúst 1992. „Félagsleg þjónusta verður lakari vegna þess að menn láta sér bráð- lega nægja staðla þá sem gilda í Evrópubandalaginu og sömu sögu má segja um umhverfismál.“ Páll Pétursson, kjallaragrein í DV, 7. sept. 1992.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.