Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ) p u s a m t ö k ■ í 2. grein laga nýstofnaðra Evrópusamtakanna eru öll tvímæli tekin af um hvert samtökin vilja stefna til framtíðar: „ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu" Evrópusamtökin hafa verið í sviðsljósinu undanfama daga, eink- um vegna afdráttarlausrar stuðn- ingsyfirlýsingar þeirra við aðildar- umsókn að Evrópusambandinu, en jafnframt sökum þess að þrjátíu vel nafnkunnar persónur úr ísiensku þjóðféiagi skipa stjóra og fulltrúaráð samtakanna. Athyglisvert verður að teljast, að þar eru sjálfstæðismenn, kvennalistakonur og alþýðufiokks- menn mest áberandi. Reyndar er þaraa í fremstu röð einnig að finna nokkra einstaklinga sem lítt eða ekk- ert hafa verið bendlaðir við flokka- pólitík. Hinsvegar var greinilega vandað til við valið á fyrrnefndum þrjátíu og þannig gaumgæfilega passað uppá kynja- og flokkaskipt- ingu. Ef ekki kæmi til skorturinn á fólki úr hinum flokkunum þremur væru þetta sannarlega þverpóiitísk samtök, en þar mun einkum vera um að kenna hræðsiu forystumanna „flokkanna sem vantar“ um að ein- staklingar innan þeirra raða færu að flykkja sér til liðs við stefnu sem andstæð er stefnu viðkomandi flokka. Næstkomandi mánudag mun stjóra Evrópusamtakanna að öllum líkindum skipa þá tuttugu sem eftir er að skipa í fulltrúaráðið og verður fróðlegt að sjá hvort hlutur fulltrúa „flokkanna sem vantar“ aukist Stef- án Hrafn Hagalín kynnti sér samtök- in í gærdag, ræddi við nokkra af stofnendum þeirra og spurði: Af- hverju takið þið þátt í stofnun Evr- ópusamtakanna? „Markmið Evrópusamtakanna eru: að starfa að virkri þátttöku íslands í samstarfi Evrópuríkja; að vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópusam- bandinu; að stuðla að skipulegri sam- vinnu þjóða Evrópu á lýðræðislegum grundvelli, í því skyni að standa vörð um frið, frelsi, mannréttindi og auka gagnkvæman skilning og menningar- leg samskipti; að stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum á Islandi um samstarf Evrópuríkja; að útbreiða upplýsingar og þekkingu um evrópskt samstarf, jafrít um þau samstarfsform sem nú em við lýði og ffamtíarmögu- leika á samvinnu Evrópuríkja; að láta fara fram athuganir og rannsóknir á þeim málum sem tengjast evrópskri samvinnu; að starfa með öðrum ís- lenskum og evrópskum samtökum og stofríunum sem hafa skylda starfsemi með höndum." Svo hljóðar önnur grein laga Evrópusamtakanna sem stofnuð vom á fundi í Átthagasal Hótel Sögu síðastliðið fimmtudagskvöld. Vel á annað hundrað manns sóttu stofrífundinn og var þar meðal annars kosin sjö manna aðalstjóm sem nú hef- ur skipt með sér verkum: Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður er formaður, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir mann- fræðingur er varaformaður, Davíð Stefánsson stjórnmálafræðingur er varaformaður, Þórunn Sveinbjaraar- dóttir stjómmálafræðingur er ritari, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lög- fræðingur er gjaldkeri, Ágúst Þór Áraason framkvæmdastjóri er útgáfrí- stjóri, Jón Þór Sturluson hagfræðing- ur er alþjóðlegur tengiliður. Þriggja manna varastjóm samtak- anna skipa Friðrik Jónsson alþjóða- fræðingur, Magnús M. Norðdahl lög- maður og Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunaistjóri. Jafríffamt vom kjömir tuttugu full- trúar í fulltrúaráð samtakanna: Aðal- heiður Sjgursveinsdóttir skrifstofu- maður, Ása Richardsdóttir fram- kvæmdastjóri KafBleikhússins, Auður Styrkársdóttir stjómmálafræðingur, Birgir Hermannsson stjómmálafræð- ingur, Ellen Ingvadóttir löggiltur skjalaþýðandi, Guðni Guðmundsson rektor, Gylfl Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra, Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórnmálafræðingur, Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri, Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins, Jónas H. Haralz fyrr- verandi bankastjóri, Markús Öm An- tonsson ffamkvæmdastjóri RÚV, Pét- ur J. Eiríksson framkvæmdastjóri Flugleiða, Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra, Sigríður Ingi- björg Ingadóttir sagnffæðingur, Sig- urður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Valgerður Bjarnadóttír deildarstjóri EFTA, Víg- lundur Þorsteinsson forstjóri og Þóra Amórsdóttir lífffæðinemi. f lögum Evrópusamtakanna kemur ffam að fulltrúaráðið skuli skipað fjör- tíu mönnum, tuttugu em kosnir af aðal- fundi og aðrir tuttugu em skipaðir af stjóm samtakanna. Líklegt er að stjóm- in skipi þessa tuttugu á fundi sínum næstkomandi mánudag. Þijátíu nafnkunnar persónur úr ís- lensku þjóðfélagi skipa nú stjóm og fúlltrúaráð Evrópusamtakanna og sér- staka athygli vekur að í stjóm og full- trúráði Evrópusamtakanna em sjálf- stæðismenn, kvennalistakonur og al- þýðuflokksmenn einna mest áberandi. Það er að segja: flest af þessu fólki hef- ur verið sterklega bendlað við þessa þijá flokka en kannski misvirkt í starf- inu innan þeirra. Einungis tvo til þrjá framsóknar-, þjóðvaka- og alþýðu- bandalagsmenn er hinsvegar að finna á listanum og hlýtur það að sæta nokk- urri furðu sé tekið tillit til fjölda kvennalistakvenna þar inni. Hinsvegar var greinilega vandað til við valið á fyrmefrídum þijátíu og þannig gaum- gæfilega passað uppá kynja- og flokka- skiptingu. Ef ekki kæmi til skorturinn á fólki úr hinum flokkunum þremur væm þetta sannarlega þverpóhtísk samtök, en þar mun einkum vera um að kenna hræðslu forystumanna „flokkanna sem vantar“ um að einstaklingar innan þeirra raða fæm að flykkja sér til liðs við stefríu sem andstæð er stefríu við- komandi flokka. Fróðlegt verður að sjá hvort eitthvað aukist hlutur þessara þriggja flokka innan fulltrúaráðsins á fundi stjórnarinnar næstkomandi mánudag þegar áætlað er skipa þá tutt- ugu sem eftir er að skipa í ráðið. Rétt er að geta þess, að innan forystusveitar samtakanna er einnig að finna fólk sem lítt eða ekkert hefur verið bendlað við flokkapólitíkina. Alþýðublaðið ræddi við fjóra sjálf- stæðismenn og tvær kvennahstakonur í gær og spurði: Afhveiju takið þið þátt í stofnun Evrópusamtakanna? ■ Davíð Stefánsson Sjálfstæðisflokki Eigum að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu ,Ég er þeirrar skoðunar að við eig- um að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Það em okkar hagsmunir að taka þátt í þessu samstarfi og það verð- ur best gert með aðild að Evrópusam- bandinu. Hinsvegar eigum við að anda djúpt og taka þessu rólega, við verðum að vita hvert stefría skal og umfram allt er þetta ekki kapphlaup. Það er ekkert sjálfgefið að þrátt fyrir að menn séu fylgjandi aðild, að aðild verði lokanið- urstaðan. Mín persónulega skoðun er sú, að við eigum að sækja um aðild og reyna ná íslenskum hagsmunum fram í þeim samningaviðræðum. Ef þeir hags- munir nást hinsvegar ekki fram þá ætla ég síðastur manna að vera talsmaður aðildar. Mér þykir hinsvegar líklegast að það muni koma í ljós, að við eigum fulla samleið með öðrum lýðfijálsum Evrópuþjóðum og að það sem mestu skiptir í þessu sé að sjálfstæði íslands verði best tryggt með MlgildriJjátttöku okkar í samfélagi þjóðanna. Eg er al- veg sannfærður um að á næstu mánuð- um muni stór hópur fólks úr öllum flokkum gerast aðilar að Evrópusam- tökunum. Það á jafnt við um minn flokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem aðra. Þetta eru þverpólitísk samtök sem vinna ekki eftir flokkalínum og innan okkar raða er að finna fólk allsstaðar að. Ég vil nú ekki gera mikið úr átök- um innan einhverra flokka um hvort fólk taki þátt eða taki ekki þátt í starfi Evrópusamtakanna. Þama er um að ræða spumingu sem gengur þvert á flokkakerfið og það er auðvitað erfitt fyrir kerfið - að minnsta kosti í fyrstu - að taka á málinu. En ég hef litlar áhyggjur á slíkum byijunarörðugleik- um,“ sagði Davíð Stefánsson, fyrrver- andi formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna. ■ Þórunn Sveinbjamar-dótt- ir Kvennalista Hef lengi verið á öndverori skoðun við Kvennalistann ,Mig langaði einfaldlega til að taka þátt af alvöm í starfi af þessu tagi og þessum Evrópuumræðum. Þetta hefur lengi verið að geijast í mér og ég hef um allnokkum tírna verið á öndverðri skoðun við mín ágætu samtök í Evr- ópumálunum. Ástæðan fyrir því að ég úttalaði mig ekkert sérstaklega um þessar skoðanir mínar í kosningabarátt- unni er sú, að ég er auðvitað í minni- hluta í þessum málum í Kvennalistan- um og það er jú þannig að meirihlutinn ræður stefríunni. Þannig er það bara í þessum stjórnmálaflokkum," sagði Þórunn Sveinbjamardóttir sem skipaði þriðja sæti Kvennalistans í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum. ■ Ólafur Þ. Stephensen Sjálfstæðisflokki Hef stutt tillögur um ESB-aðildar umsókn „Ég vil nú íýrst og fremst taka þátt í að koma af stað raunverulegri umræðu um kosti og galla hugsanlegrar Evr- ópusambandsaðildar íslands. Ég tel að slík umræða hafi hingaðtil verið van- rækt, ýtt til hliðar og menn hafi forðast það að ræða til dæmis tengingu ís- lenskrar þjóðemishyggju og sjálfstæðis við nútímalegar aðstæður í heiminum. Ég vil fyrir alla muni ræða þessi mál og skoða þá kosti sem okkur standa til boða í alþjóðlegu samstarfi af raunsæi - og fordómalaust. Þessarar skoðunar hef ég verið í allmörg ár og studdi meðal annars fyrst tillögu um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins 1989. Þann- ig að menn á þeim bæ hafa í öllu falli ekkert þuríf að fara í grafgötur með af- stöðu mína í þessum málum,“ sagði Ólafur Þ. Stephensen sem um nokkurt árabil hefur verið áberandi í starfi innan Sjálfstæðisflokksins. ■ Markús Öm Antonsson Sjálfstæðisflokki Fylgjandi virkri patttöku íslands í Evrópu- sámstarfinu „Þannig hefur nú háttað til í gegnum starf mitt á ýmsum vettvangi, að ég hef haff töluverð kynni af Evrópusamtök- um og tel að það sé mjög mikilvægt fyrir Islendinga að eiga greiða aðild þar að. Einsog dæmin sanna höfum við margfaldlega hagnast á því í ýmsu til- liti og megum ekkert slaka á þeim tengslum. Ég hef mjög lengi verið mjög áhugasamur um Evrópusam- vinnu og virka aðild Islands að henni. Það sem mér finnst afar brýnt nú, er að við fáum sem gleggstar upplýsingar um hver staða okkar er varðandi hugs- anlega aðild að Evrópusambandinu. Það sem hefúr verið sagt um þá hluti er mjög misvísandi og stangast hvað á annars hom. Ekki síst hefur það gerst hjá þeim erlendu aðilum sem að um- ræðunni hafa komið. Ummæli hafa þannig verið höfð eftir einum af ffam- kvæmdastjómm framkvæmdanefndar sambandsins þarsem kemur fram mjög ákveðin skoðun hans um sjávarútvegs- mál, að við íslendingar myndum þurfa í einu og öllu að lúta ákvæðum Rómar- sáttmálans um þau efríi. Ungir stjóm- málamenn frá Þýskalandi hafa síðan nýlega tjáð sig um að góðir möguleikar séu á því að við fáum þama undanþágu vegna sérstöðu okkar sjávarútvegs. Manni fmnst það náttúrlega mjög nríð- ur að heyra hversu misvísandi þessi umræða er og það þarf að fá þessi mál og ýmisleg önnur á hreint. Hvaða kost- ir eru það til að mynda 'sem okkur bjóðast hvað vaiðar framhaldið - hver er okkar staða? Eftir úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Noregi tel ég að hafi myndast betra ráðrúm til að skoða þessi mál og kannski ættu menn að velta þvf fyrir sér hversu æskilegt það hlutskipti það er fyrir ísland að vera mjög lengi í þessu sérstaka kompaníi við Norðmenn. Ég vonast til að Evr- ópusamtökin muni geta þjónað þessu upplýsinga- og samvinnuþróunarhlut- verki mjög vel,“ sagði Markús Öm An- tonsson, fyrrverandi borgarstjóri Sjálf- stæðisflokksins. ■ Drífa Hrönn Kristjáns- dóttir Kvennalista Margar Kvenna- listakonur eru á sama máli og ég „Ég hef í nokkur ár verið áhuga- manneskja um að opna umræðugrund- völl hér um hugsanlega Evrópusam- bandsaðild íslands og tengd mál og tók þannig afstöðu fyrir nokkmm árum. Þessi umræða verður að fara fram á eðlilegum nótum og við innan Kvenna- listans höfum til að mynda alltaf getað rætt þessi mál á skynsamlegum grund- velli. Ég veit að margar Kvennalistak- onur em sömu skoðunar og ég. Auðvit- að em mjög skiptar skoðanir um þessi mál innan allra stjómmálaflokkanna, en ég varð eigi að síður fyrir nokkrum vonbrigðum með að ekki skyldu koma fleiri úr þeirra röðum til stofríunar Evr- ópusamtakanna - það er að segja frá Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Þjóðvaka. Ég held nefríilega að þessi vettvangur geti orðið mjög góður til raunsærrar og pólitískrar umræðu á öðrum nótum en eftir flokkspólitískum líríum. Ég veit til þess að fólk úr nokkr- um flokkum dró sig í hlé á síðustu skrefunum við stofnun þessara sam- taka. Fátt vil ég segja til um hvaða ástæður lágu þar að baki, en gmnar þó að forystumenn flokkanna hafi talið það miður heppilegt fyrir pólitíska heilsu flokka sinna. Það virðist að vísu vera þannig í pottinn búið innan Kvennalistans að við njótum nokkurs frelsi í þessum málum, allavega varð ég ekki var við neinn þrýsting,“ sagði Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, sem um nokkurt nokkurt skeið hefur verið virk í starfi Kvennalistans. ■ Jón Hákon Magnússon Sjálfstæðisflokki Lífsspursmál fyrir þessa þjóð að ræða ESB-aðild „Ég er mikill áhugamaður um al- þjóðleg málefni og er meðal annars formaður Samtaka um vestræna sam- vinnu þannig að þetta Evrópusam- bandsmál er eitthvað sem ég hef lengi velt fyrir mér. Tíminn þrengist í sífeUu og við verðum að fara hefja leikinn. Ég tel því mjög nauðsynlegt fyrir þessa þjóð að ræða þetta Evrópusambandsað- ildarmál afar ítarlega til þess að komast að niðurstöðu um hvað við ætlum að gera. Við þurfum að fara átta okkur á þvf hvar við ætlum að staðsetja okkur í heiminum. Það er lykilmál og hefst ekki nema við skoðum þá valkosti sem í boði em. Þegar við erum búin að því emm við komin í þá aðstöðu að geta tekið ákvörðun um hvort við ætlum þama inn eða ekki. Þannig sé ég Evr- ópusamtökin; sem vettvang til að ræða þessi mál og það er lífsspursmál að gera það,“ sagði Jón Hákon Magnús- son, bæjarírílltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjamamesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.