Alþýðublaðið - 30.05.1995, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Qupperneq 8
* * \V\WEWílZ/ 4 -8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 30. maí 1995 79. tölublað - 76. árgangur v * \WRE WÍU7 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 588 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Félagsmálaráðherra leggur EES-mál fram á Alþingi Páll á móti eigin frumvarpi Páll Pétursson. Lagði fram frumvarp sem hann er sjálfur á móti. -Er hægt að treysta svona stjórnmálamanni sem tekur ekki sjálfur mark á sér? spurði Jón Baldvin Hannibalsson. Á Alþingi í gær þurfti Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra enn að mæla fyrir EES-frumvarpi. Þetta frumvarp fjallaði um breytingar varðandi frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt launafólks innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Jón Baldvin Hanni- balsson fór hinum háðulegustu orð- um um það hlutskipti þessa krossfara gegn EES að flytja mál sem hann segðist vera á móti. Jón Baldvin spurði hvort hægt væri að treysta svona stjómmálamanni. Þetta er þriðja atrennan til að flytja frumvarpið. Fyrst var það flutt af fé- lagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þvínæst af félagsmálaráð- herra Guðmundi Árna Stefánssyni og nú í þriðja sinn af félagsmálaráð- herra Páli Péturssyni. Hann tók fram að hann ætlaði ekki að flytja óbreytt- ar ræður þeirra Jóhönnu og Guð- mundar Árna enda væri það nú svo að hann væri eiginlega á móti þessu máli. Honum finndist þetta vera mjög óvenjulegt mál. Þetta bara dyndi yfir mann og væri eitt af því sem menn yrðu bara að kyngja. Með þessum ummælum lagði hann málið fyrir þingið. Jón Baldvin Hannibalsson kvaddi ■ Arsskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál Umtals- verður árangur náðist „Miðað við fyrri reynslu náðist umtalsverður árangur í efnahags- málum á síðasta ári,“ segir í árs- skýrslu OECD um íslensk efna- hagsmál 1995, en skýrslan var birt í París í gær. í lok niðurstöðukafla skýrsl- unnar segir ennfremur: „Framleiðslan hefur farið vax- andi, atvinnuleysið hefur hætt að aukast, verðbólga hefur verið í lágmarki og viðskiptajöfnuðurinn hefur sýnt viðunandi afgang. Og horfur eru á öðru jafn góðu ári 1995. Engu að síður má gera enn betur. Ef stjórnvöld hröðuðu að- gerðum til að ná betri tökum á ríkisfjármálunum, hættu að auka útgjöld í tengslum við kjarasamn- inga og sýndu meiri sveigjanleika við að laga vexti að alþjóðlegri vaxtaþróun, legðu þau sitt að mörkum til að tryggja áframhald- andi stöðugleika. I samræmi við þetta ber brýna nauðsyn til að skipulagsbreyting- um í íslensku efnahagslífi verði haldið áfram, sérstaklega hvað varðar ábyrga fiskveiðistjórnun og minni ríkisafskipti. Með því móti má skapa skilyrði fyrir ný- sköpun í atvinnulífinu og fyrir auknum hagvexti þegar til lengri tíma er litið.“ sér því næst hljóðs. Hann sagðist hafa hlýtt með mikilli athygli á fram- söguræðu félagsmálaráðherra og víst væri þetta nokkuð söguleg stund. Ráðherrann væri að flytja mál sem hann væri á móti, tæki það samt fram að hann yrði að kyngja þvf og legði það fram með greinargerð þar sem öll rök alþýðuflokksmanna sem stýrt höfðu félagsmálaráðuneytinu væru tíunduð. Jón Baldvin rifjaði upp að í heil fjögur ár hefði Páll Pét- ursson óbreyttur þingmaður í stjóm- arandstöðu farið fremstur í flokki þeirra sem fóm hamfömm gegn Evr- ópska efnahagssvæðinu. Hann hefði bókstaflega fundið því allt til foráttu. Fullyrðingar hans hefðu verið af því tagi að þetta væri brot á stjórnar- skránni, framsal á landsréttindum, löggjafar, dóms- og framkvæmda- valdi. Hann hefði sérstaklega tekið það fram að þetta þýddi að óvígur floti Evrópusambandsins yrði að veiðum hér uppi í fjörusteinum, auð- lindir íslendinga yrðu í eigu útlend- inga, láglaunalið úr útlöndum mundi fylla landið, undirbjóða innfædda og hér yrði stórfellt atvinnuleysi. Þetta tíundaði Jón Baldvin allt með bein- um tilvitnunum og greinarskrif Páls Péturssonar. Jón Baldvin sagði að síðan hefðu þær breytingar orðið á högum Páls að hinn galvaski krossfari gegn EES- samningnum væri nú orðinn ráðherra og sendiboði ríkisstjómarinnar til að biðja Alþingi að samþykkja öll mál á - segir Valgarður Egilsson formaður nefndarinnar. „Það heitir að við höfum haldið eina 10 fúndi en þeir vom miklu fleiri óformlegir þar sem rætt var við hina og þessa. Númer eitt er að þetta var sérlega skemmtilegt verkefni," segir Valgarður Egilsson læknir. Hann er formaður nefndar sem samgönguráð- herra skipaði í desember 1994 og nú er nýlega komin ffam skýrsla á vegum nefndarinnar. Skýrslunni er ætlað að setja fram hugmyndir og tillögur um hvemig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenningu og bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu innanlands. í skýrslunni kennir ýmissa grasa og í samtali sem Alþýðublaðið átti við Valgarð kemur ífam að margt mætti betur fara. „Skýrslan kemur inn á allt milli himins og jarðar en það gefur augaleið að ekki er hægt að gera öllu skil. Við emm ekki að fxnna upp hjólið heldur koma með hugmyndir sem gætu bætt ferðaþjónustuna eins og hún er núna,“ segir Valgarður en þama er víða pott- ur brotinn en margir möguleikar. „Það sem blasir strax við er að Þingvellir em lokaðir 8 mánuði ársins. Það er alveg sér á parti að það skuli ekki einu vera hægt að kasta af sér vatni eða finna afdrep fyrir fólk á þessum merkasta stað þjóðarinnar." í skýrslunni kemur fram að nauð- synlegt sé að lágmarksþjónusta sé veitt árið um kring. Valgarður nefnir einnig Leiðsöguskólann sem hefur fyrst og fremst miðast við erlenda ferðamenn. „En við emm með aðal- gmndvelli EES-samningsins. Þetta væri hið fyrsta en þau ættu eftir að koma mörg. Þetta vekti óhjákvæmi- lega upp eina spumingu: Er það eðli- Iegt að stjórnarandstæðingur sem áhersluna á íslenska ferðamanninn: a. íslendingurinn og b. hinn erlendi ferðamaður. Við stingum upp á að þjálfúmn miðist við það og námsbraut við ffamhaldsskóla og jafnvel við Há- skólann verði komið á fót,“ segir Val- garður og telur brýnt að þar sé lögð áhersla á íslenska sögu og bókmennt- ir. Hann segir einnig að nefndaxmenn hafi verið sammála um að söfn íslend- inga þurfi að færa til nútímalegrar móttöku ferðamanna. „Það þýðir með- al annars," segir Valgarður, „að safna- leiðsögumenn þurfa að vera til staðar í söfnunum og þá einnig afdrep fyrir gesti." í upphafi skýrslunnar má finna stiklur um helstu niðurstöður. Þær em tuttugu og tvær og svo einhver sé nefnd: „Kynna þarf heiminum að Leifur heppni var Islendingur en ekki Norðmaður." Valgarður segir: „Leifur Eiríksson er næstum því kominn með lögheimili í Noregi í augum Ameríkana. Jú, auð- vitað er þetta viss ffekja í Norðmönn- um en það verður að vísu að viður- kennast að þetta er umdeilanlegt. Var hann kannski Grænlendingur? En það er vitað að Leifúr ólst upp á íslandi. Eiríkur bjó á Dröngum á Ströndum, Öxney á Breiðafirði og vitað er að íjölskyldan bjó einnig á Eiríksstöðum í Dölum.“ Eiríkur var á faraldsfæti en hann lenti í vígaferlum og þurfti að flytja búsetu sína. Valgarður nefnir einnig athyglisvert atriði sem ekki væri úr vegi að koma að hjá Ameríkumönn- um. varar með jafn sterkum orðum við framgangi EES-samningsins gerist síðan ráðherra og láti eins og ekkert hafi ískorist. Flytji á færibandi hvert málið á fætur öðru í krafti þessa „Guðríður Þorbjarnardóttir, sem var mágkona Leifs, var fyrsta evr- ópska móðirin á amerískri grund. Hún var gift Þorsteini Eiríkssyni og seinna Þorfinni karlsefni. sama samnings. Framsóknarflokkur- inn hefði í kosningabaráttunni sér- staklega lagt á það áherslu að vinnu- brögð í stjórnmálum skiptu höfuð- máli. Formaður flokksins hefði verið sérstaklega auglýstur upp sem holdg- ervingur, ekki kvótakerfisins, heldur traustsins og saman yrðu að fara orð og efndir. Menn ættu að geta treyst Framsóknarmönnum. Ut á það hefðu þeir fengið fylgi. „Nú er spurningin: Er hægt að treysta stjórnmálamanni sem full- vissaði kjósendur um það að hann væri í krossferð gegn EES-samn- ingnum? Varaði þjóðina svo sterk- lega við samningnum af því hann brýti stjórnarskrá og annað sjálf- stæði. Sest síðan í ráðherrastól og lætur sem ekkert hafi ískorist," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Hann sagði að ef Páll Pétursson tæki sjálf- ur eitthvert mark á orðum sínum hefði hann að sjálfsögðu í stjómar- myndunarviðræðunum barist fyrir sínum skoðunum, sínum viðhorfum og þeirri kröfu sinni að þessum samningi yrði sagt upp, enda væru uppsagnarákvæði í honum. Það hefði hann ekki gert heldur sæti Páll niður- lútur og skömmustulegur og flytti sama mál og hann hefði formælt áð- ur. Páll væri eitt í stjómarandstöðu og annað í stjórn. Það sem væri al- varlegast væri ekki að aðrir tækju ekki mark á honum heldur hitt, að hann tæki ekki sjálfur mark á sér. Hann væri orðinn að holdgervingi ótrúmennskunnar í íslenskum stjóm- málum. En ekki bara Páll, heldur Framsóknarflokkurinn sem slíkur. Af þessu spunnust síðan nokkrar umræður. Að lokum var nauðvörn Páls sú að segja að hann ætti eigin- lega engan hlut að þessu máli. Þegar Svavar Gestsson fór að finna að því að þetta væri ekki einu sinni á íslensku sagðist Páll ekkert hafa þýtt þetta. Það hefði ver- ið þýtt í tíð kratanna. Niðurstaðan var því eiginlega sú að þetta væri frumvarp fyrrver- andi ríkisstjómar. Þessi sjarmerandi kona var víðförl- ust allra kvenna í veröldinni á þeim tíma og fór meðal annars til Ameríku og Rómar. Guðríður er alin upp á Amarstapa fyrir vestan.“ ■ Leifur heppni var Islendingur, ekki Norðmaður og það má gjarnan nýta Internetið til að segja frá víkingum, norðurljósum og Björk. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samgönguráðuneytinu þar sem settar eru fram hugmyndir um hvernig nýta megi söguna til að efla ferðaþjónustu „Guðríður var fyrsta evrópska móðirin á amerískri grund" Valgarður Egilsson: Það er alveg sér á parti að það skuli ekki einu vera hægt að kasta af sér vatni eða finna afdrep fyrir fólk á Þingvöllum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.