Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 s k o ð u n M5YÐUBLMB 20929. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fróttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og drerfing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 mA/sk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Nýtt andlit Framsóknar? Það er eðlilegt að stjómmálamenn deili hver við annan. En það er í meira lagi fátítt að þeir nái að setja upp deilu við sjálfa sig. Þessum áfanga náði þó nýr þingmaður, Siv Friðleifsdóttir, þegar hún harðneitaði á Alþingi að kannast við það sem frambjóðandinn Siv Friðleifsdóttir hafði áður sagt við alla þjóðina í útvarpi. í hörðum orðaskiptum um stjóm fiskveiða vakti Össur Skaiphéðins- son máls á því, að hinn nýi þingmaður Framsóknar úr Reykjanesi hefði fremur hljótt um sig þegar sjávarútvegsmál væm annars vegar. Hann vitnaði til fréttar í DV þar sem skilja mætti að þingmaðurinn hefði í kosningabaráttunni haldið fram að aðrir þingmenn úr flokknum hefðu beitt sig hótunum vegna skoðana hennar í málaflokknum. í kjölfarið spurði Össur: Getur verið að þögn þingmannsins stafi af því að hótan- imar hafi borið árangur? Siv Friðleifsdóttir kvaddi sér þá hljóðs, og staðhæfði að hún hefði aldrei látið slík ummæli frá sér fara. Össur svaraði því til, að hann tæki Siv að sjálfsögðu trúanlega um hið rétta í málinu, og dró ummæli sín til baka. Nú er hins vegar ljóst að Siv Friðleifsdóttir virðist vísvitandi hafa far- ið með ósannindi. Á kosningafundi á Suðumesjum sagði Siv þetta ber- um orðum, en sýnist svo „óheppin" að hafa ekki munað að fréttamenn Ríkisútvarpsins vom á staðnum. Þeir birtu frásögn Sivjar um hótanimar með hennar eigin röddu í kosningahomi RÚV 23. mars. Þar kemur skýrt fram, að staðhæfing Sivjar á Alþingi í síðustu viku er einfaldlega röng. Umræða um trúverðugleika og dómgreind stjómmálamanna hefur verið áberandi síðustu misseri. Fyrstu spor Sivjar Friðleifsdóttur á Al- þingi benda hins vegar ekki til að sérstakra breytinga sé að vænta með nýrri kynslóð stjómmálamanna. Vafalaust mun skugginn af þessu atviki íylgja Siv lengi, og ef til vill kenna henni að útvarpa ekki til þjóðarinnar þeim ummælum sem hún ætlar síðar að neita. Það skiptir þó ekki máli. Mergur þessa atviks er sá, að ungum og nýjum þingmanni þótti í lagi frá siðferðilegum og pólitískum sjónarhóli að fara með sannanleg ósannindi. Svipaður atburður hefur ekki gerst mjög lengi á Alþingi. Þetta er að sönnu dapurlegt, ekki síst þegar ungur þingmaður byijar feril sinn með þessum hætti. Er þetta ef til vill hið nýja andlit Fram- sóknar? Sjónarrönd Svavars Svavar Gestsson alþingismaður hefur sent frá sér bók þar sem hann setur fram skoðun sína á stjómmálum samtíðarinnar, og hvemig hann álítur þau muni þróast í byijun nýrrar aldar. Bókina má að vissu marki skilgreina sem tilraun um stjómmálamanninn Svavar Gestsson. Hún ber glögg merki að hann er meðvitaður um að kaflaskilin sem hafa orðið í pólitískri hugsun heimsins gera óumflýjanlega kröfu á hendur honum, og skoðanasystkinum hans, að þau skilgreini upp á nýtt samhengi sitt í stjómmálabaráttu samtímans. Öðmm þræði er því einn tilgangur Sjón- arrandar Svavars Gestssonar að vera vísir að pólitísku staðsetningakerfi fyrir hóp fólks, sem ekki á lengur jafn ljóst erindi við veruleikann og fyrir nokkmm áratugum. Annar tilgangur bókarinnar felst í því að reyna að snúa stjómmálum afmr að hugmyndabaráttu. Hvort sem mönnum líkar vel eða illa við stjómmálamanninn Svavar Gestsson verður ekki frá honum tekið, að langvinn pólitísk þátttaka hans hefiir sterklega litast af ást á hugmynd- um. Hann vill stjómmál sem snúast um gmndvallaratriði en ekki kaldar lausnir tæknihyggjunnar sem meðal annars hafa numið land í hans eigin flokki. Hér verður ekki lagður dómur á Sjónarrönd Svavars. Lýðræðissinn- aðir jafnaðarmenn munu vafah'tið fmna margt til að setja krókinn í. En framtak Svavars Gestssonar er afar virðingarvert, og að mörgu leyti þarft inn í þá umræðu sem á næstu misserum mun efalítið spinnast um framtíð þess vængs íslenskra stjómmála sem hefðin hefur skilgreint lil „vinstri". Sannarlega verðskuldar Sjónarröndin málefnalega umfjöllun - sem Alþýðublaðið mun fyrir sitt leyti taka þátt í á næstunni. ■ Hver verður forgangsröðun ríkisstjórnarinnar? „Sjá menn það til að mynda fyrir sér að Ingibjörg Pálmadóttir samþykki erfiðan niður- skurð eða frystingu útgjalda með tilheyrandi óvinsældum, á meðan Björn Bjarnason baðar sig í dýrðinni sem fylgir auknum útgjöldum til menntamála? Varla mun Davíð Oddsson samþykkja mikla útgjaldaaukningu hjá þeim báðum, enda væru markmið ríkisstjórn- arinnar í ríkisfjármálum þar með fokin út í veður og vind." í kosningabaráttunni lofuðu allir flokkar auknum framlögum til menntamála: Menntamál ættu að hafa forgang á næsta kjörtúnabili. Þetta átti ekki síst við um Framsóknarflokkinn, sem gaf mjög skýr loforð um aukna áherslu á menntamál. Bimi Bjamasyni er þessi staðreynd ljós og ef marka má ræðu hans við umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra á dögunum þá ætlar hann í krafti þessa að knýja á um aukir. ffamlög til síns málaflokks. Ekki er þó sopið kálið þó í ausuna sé komið. Ríkisstjómin ætlar sér nefnilega einnig að ná niður halla ríkissjóðs á kjörtímabihnu og því er deginum ljós- ara að skera þarf niður á öðrum svið- um ríkisútgjalda til að skapa svigním fyrir aukin útgjöld til menntamála. Pallborðið | ríkisins og síðan fer af stað örvænting- arfull leit að leiðum til að lækka út- gjöld einstakra ráðuneyta án minnstu framtíðarsýnar. Við slíkar aðstæður er ekki mikil ástæða úl að ætla að aðrir ráðherrar taki mikið tillit til óska menntamálaráðherrans um aukin út- gjöld til menntamála. Hver hugsar um sitt og ólíklegt að einstakir ráðherrar samþykki niðurskurð hjá sér á kostnað annarra - sérstaklega ef þeir eru í öðr- umflokki! Líklegasta niðurstaðan verður því einhverskonar pattstaða, samkomulag um óbreytt ástand. Sjá menn það til að mynda fyrir sér að Ingibjörg Pálma- dóttir samþykki erfiðan niðurskurð eða frystingu útgjalda með tilheyrandi óvinsældum, á meðan Bjöm Bjama- son baðar sig í dýrðinni sem fylgir auknum útgjöldum til menntamála? Varla mun Davíð Oddsson samþykkja mikla útgjaldaaukningu hjá þeim báð- um, enda væm markmið ríkisstjómar- innar í ríkisíjármálum þar með fokin út í veður og vind. Framsóknarmenn munu því svíkja loforð sín um aukin útgjöld til menntamála eins og öll önnur kosn- ingaloforð sem einhveiju máli skipta. Ríkisstjómin mun væntanlega frysta óbreytt ástand í þessum efnum sem öðrum. Niðurstaðan verður senni- legast jafh niðurskurður hjá öllum, eða enginn niðurskurður og áframhaldandi hallarekstur ríkissjóðs. Menntamál munu engan forgang fá við fjárlagagerð næsta árs eða næstu ára. Ég verð að viðurkenna að þetta er heldur svartsýn spá. Ekki bætir úr skák að menntamál eiga sér ekki jafn sterka þrýstihópa að bakhjarh og aðrir málaflokkar. Ég man til að mynda ekki eftir því að verkalýðshreyfingin mótmælti sérstaklega niðurskurði í menntamálum eða beitti sér fyrir um- bóúim í þeim efnum. í samfélagi sem stjómast fyrst og fremst af skammtímasjónarmiðum, verða afleiðingamar af niðurskurði í menntamálum ekki jafn sýnilegar og margur annar niðurskurður. Útgjöld til menntamála em íjárfesting til ffamtíð- ar, arðsemi slíkra fjárfestinga eða skaði af niðurskurði kemur ekki ffam fyrr en mörgum ámm - jafnvel ára- tugum - síðar. Nýjum menntamálaráðherra bíður ú n í því erfitt hlutverk. Hann hefur sjálfur gefið tóninn um að nú sé nýrra við- horfa að vænta úr menntamálaráðu- neytinu. Framsóknarflokkurinn gaf tóninn fyrir sitt leyti í kosningabarátt- unni. Væntingamar em því miklar og viðbrögðin verða hörð ef ekkert breyt- ist. Það væri óskandi að menntamálin yrðu svipað hitamál á þessu kjörtíma- bili og heilbrigðismálin á því síðasta. Birni Bjamasyni bíður það erfiða hlutverk að skapa samstöðu innan rík- isstjórnarinnar um aukið vægi menntamála í útgjöldum ríkisins. Hvort það tekst verður prófsteinn á ráðherradóm hans. Stjómarandstöðunnar bíður það erf- iða hlutverk að veita trúverðugt að- hald í menntamálum almennt og gera sig gildandi í umræðum um mennta- mál. Til þess að það takist þarf stjóm- arandstaðan að taka sér tak gera hreint í hugmyndafræðilegum bakgarði sín- um. Menntamál verða að vera forgangs- mál á kjörtímabilinu. ■ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Atburðir dagsins 1329 Þjóðarsorg á Skotlandi þegar Róbert I konungur deyr: hann vann sigur á Engfending- um og flæmdi heri þeirra af Skotlandi. 1905 Norðmenn lýsa yfir sjálfstæði frá Svíum. 1937 Hollywood-stjaman Jane Harlow deyr, aðeins 26 ára að aldri. 1992 Nýr Herjólfur kem- ur lil Vestmannaeyja. Afmælisbörn dagsins Tómas Sæmundsson prófast- ur og Fjölnismaður, 1807. Paul Gauguin franskur listmálari sem stundaði list sína á eyju á Suður-Kyrrahaft, 1848. Jessica Tandy enskættuð leikkona, elst þeirra sem hlotið hefur Óskarsverðlaun; fyrir hlutverk sitt í Driving Miss Daisy, 1909. Prince bandarísk rokkstjama, 1960. Annálsbrot dagsins Á þessu sumri var á alþingi brenndur galdramaður af Vest- fjörðum fyrir fordæðu, Ari Pálsson, sem var hreppstjóri. Setbergsannáll, 1681. Innblástur dagsins Á Kristmanni var að heyra að níunda giftingin hefði komið eins og innblástur. „Eg verð eins og áfram óvinsæll meðal karlmanna," segir hann, „ann- ars er jákvælt að fá á sig nógu miklar svívirðingar héma á Is- landi. Margir halda að ég sé hrein skepna.“ Viötal Steingríms Sigurössonar viö Kristmann Guömundsson. Málsháttur dagsins Að breiða grátt ofan á svart er ekki skart. Orð dagsins Þó að bylgjan brjóti knör, beri mig að latuli, ég mun aftur ýta úr vör, engu kvíða strandi. Bjarni M. Gísiason. Skák dagsins Margeir Pétursson gerði garðinn nýlega frægan á skák- móti í Danmörku, og Jóhann Hjartarson slendur fyrir sínu í Svíþjóð, einsog sagt verður frá í grein eftir skákfréttaritara Al- þýðublaðsins á morgun. Sá santi fréttaritari, Þröstur Þór- hallsson, er reyndar í hlutverki fórnarlambs í skák dagsins. Skákin er frá Islandsmótinu 1990: Margeir hefiir hvítt og á leik - og allt er á ferð og flugi. Hvað gerir hvítur? 1. bxc4!I Hxd4 2. Hxd4 Bxc3 3. Hd3 Þröstur gafst upp enda stórfellt liðstap óumflýjanlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.