Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 99 Þegar Ch. Rask og E. Henderson voru hér á ferð, heimsóttu þeir Stefán amtmann á Möðruvöllum. Hann reið með þeim um dal- inn og heimsóttu þeir séra Jón á Bægisá og Þorlák á Skriðu. Dáð- ust gestirnir að fram- förum í ræktun og búnaði og öðrum menningarmálum í héraðinu. 66 sonur hans í Fomhaga, fæddur árið 1793, en hann rak um skeið garð- yrkjuskóla heima hjá sér. Fjórir synir Þorláks urðu bændur í Hörgárdal. Þeir feðgar Þorlákur og Björn ræktuðu bygg, hafra, spergilkál, rófur og kart- öflur og fleira. Voru lummur úr ís- lensku byggi oft með kaffmu á Skriðu og Fornhaga. Þorlákur gerði fleira. Fiskileysi var nær algert fyrir norðan og austan vegna skorts á nýtilegum önglum. Þá smíðaði Þorlákur sérstaka tinhúðaða öngla og seldi við vægu verði og jókst þá fiskafli sem aldrei fyrr. Þá var vaðmál ein helsta útflutn- ingsvara bænda, og ræddu menn um að stofna félag til að kaupa og reka þófaramyllu og þæfa vaðmálið fyrir bænduma. Þegar ekkert varð úr þessu virkjaði Þorlákur í Skriðu Tunguána, smíðaði mylluna sjálfur og rak hana um árabil. Þá smíðaði hann nýja gerð ullarkamba og fleiri verkfæra sem jók mjög framleiðslu og léttu mönnum störf. Tengdasonur Þorláks var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni. Hann hafði lært smíðar í Kaupinhöfn og heim- kominn hóf hann mikil umsvif, smíð- aði haffær skip og gerði út, einnig kirkjur og íveruhús víða, hafði marga menn í vinnu og greiddi betra kaup en aðrir. Verslunarólagið var nær algert á þessum tíma og því stofnaði Þorsteinn verslun á Akureyri til að flytja inn vörur sem ekki fengust. Þeir tengda- feðgar vom nánast stórveldi í byggð- arlaginu á þessum tíma og umtalaðir, og vitaskuld hafði þetta sín áhrif á unga menn. Jón Kærnested, fæddur árið 1799, var yngsti sonur Þorláks í Skriðu. Hann fór til náms í Kaupin- höfn í boði konungs og segir í bókum að hann hafi lært: jarðrækt, dýralækn- ingar, útskurð, svínarækt, hljóðpípu- leik og fleira. Eftir heimkomu hans efldist mjög trárækt og garðyrkja í Skriðu. Jón Kæmested kenndi íslend- ingum að synda, ferðaðist víða í þessu skyni og festi loks ráð sitt vestur á Snæfellsnesi, þar sem hann lést aðeins 37 ára gamall. Jónas Hallgrímsson kom að leiði þessa æskufélaga síns sumarið 1841 og orti eftir Jón kvæði sem heitir Á gömlu leiði. Því lýkur þannig: Slokknaðifagurt listaljós. Snjókólgudagahríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. Þegar Ch. Rask og E. Henderson vom hér á ferð, heimsóttu þeir Stefán amtmann á Möðmvöllum. Hann reið 99 Allir vita að ... faðir hans [Jónasar] var að- stoðarprestur hjá séra Jóni á Bægisá og vita- skuld sveif andi séra Jóns þarna yfir grasi og vötnum, klassískur og sposkur í senn. En það var fleira fólk í dalnum. 66 99 í Ferðalokum er Ijóst að norðurreiðin á morgni ævinnar í fylgd séra Gunnars og Þóru dóttur hans stendur fyrir hugarsjónum hans í rómantískum bjarma minninganna. Trúlega hefur hin eilífa ást verið ofmetin útfrá þessu kvæði. Ekki veit ég til að Jónas hafi reynt að ná fundum Þóru síðar og máttu þó kallast hæg heima- tökin. 66 með þeim um dalinn og heimsóttu þeir séra Jón á Bægisá og Þorlák á Skriðu. Dáðust gestimir að framförum í rækmn og búnaði og öðmm menn- ingarmálum í héraðinu og er haft eftir Henderson að „í þessari sveit sé fólkið það greindasta og upplýstasta á öllu landinu". Enn er þó ónefnt eitt helsta menningarheimili sveitarinnar, er þeir félagar heimsóttu, en það var heimili séra Jóns Jónssonar lærða í Auð- brekku. Séra Jón lærði var þá talinn einn merkasti klerkur landsins. segir Henderson að séra Jón hafi „vitnað til ffanskra, þýskra og enskra höfunda" í samtali þeirra. Séra Jón hafi verið kennari syðra og yfirkennari á Hólum áður en hann gerðist prestur. Rannveig móðir Jónasar fluttist að Steinstöðum eftir lát manns síns og bjó þar lengst af síðan. Mikill vin- skapur var með heimilum þess fólks sem hér er nefnt og kynntist Jónas þessu vel á sínum uppvaxtarárum. Séra Jón á Bægisá, nágranni Stein- staðafólks átti oft í bash með afkom- una, og enn kemur Þorlákur í Skriðu við sögu. Marga ferðina fór hann að Bægisá með vistir handa séra Jóni og er prestur lést, vom mörg ljóða hans aðeins til í uppskrift Þorláks. Böm séra Jóns í Auðbrekku voru hvert öðm efnilegra. sonurinn Bjöm, fæddur árið 1802, varð ritstjóri á Ak- ureyri, fyrst Norðra og síðar Norðan- fara. Dæturnar voru þrjár: Guðný, Krístrún og Hildur. Guðný, fædd ár- ið 1804, varð síðar Guðný frá Klömbrum er Jónas prentaði ljóð hennar í Fjölni. Hún var þá talin efni- legasta skáldkona íslands á nítjándu öld. Hún varð fyrir hjónabandsógæfu og lést á besta aldri. Kristrún varð unnusta Baldvins Einarssonar er síð- ar gaf út Ármann á Alþingi. Þau áttust ekki því Baldvin kvæntist danskri konu nauðugur að sagt var. Og svo var Hildur. Þau vom jafhaldrar Jónas og hún. í sögunni Grasaferð heitir unga stúlkan Hildur og er prestsdóttir eins og Hildur í Auðbrekku. Sagan gerist í fjallinu fyrir ofan Steinstaði eins og sést af ömefnum og hafa flest- ir tahð stúlkuna vera Rannveigu syst- ur Jónasar. En hvers vegna heitir hún Hildur? Hildur í Auðbrekku fór síðar til Kaupinhafnar og giftist fóstbróður sínum Páli Þorbergssyni lækni, sem lést þrem árum síðar. Giftist Hildur á ný ári seinna Jakobi Johnsen, versl- unarstjóra á Húsavík. Af þessu sést að mikið mannval var í dalnum á tíð Jónasar þar. Eins er þó ógetið. Á Blómsturvöllum nokkuð sunnar en Skipalón, var launsonur bóndans Jóns Benediktssonar kom- inn handanyfir fjörð. Sá hét Hjálmar og var vinur og jafnaldri Þorsteins á Skipalóni. Þeir rém tveir saman á báti sumarlangt og veiddu síld, sem lögð var upp á Bakkaeyri þar sem Norð- menn og Svfar ráku söltunarstöð. Hjálmar fluttist seinna til Skagaijarðar og nefndist Bólu-Hjálmar eftir það. Ekki veit ég hvort þeir hafi hist, Hjálmar og Jónas, á Steinstöðum en vel gæti það verið. Jónas stóð ekki einn í stríði sínu. í Höfn vom félagar hans og vinir sem kunnu að meta hann. Og þótt flestir landsmenn hefðu lítinn áhuga og enn minni skilning á störfum hans, átti hann vini hér heima ekki síst í heima- högunum. Þorsteinn bróðir hans ólst að mestu upp hjá móðurfólki sínu að Hvassafelli í Eyjafirði og tók við bú- inu þar og bjó vel og lengi. Þangað var Jónas ætíð velkominn. Rannveig systir hans bjó á Steinstöðum ásamt manni sínum Tómasi Ásmundssyni hreppstjóra. Ekki var Jónas síður vel- kominn þar. Mjög var kært með þeim systkinum alla tíð og Tómas á Stein- stöðum var vinsæll maður og spaugari mikill. Rannveig var merk kona og var rómur manna að hún hefði enginn eftirbátur verið bróður síns að andlegu atgervi, en örlög hennar urðu önnur. Hún fór ekki í skóla. Á Steinstöðum var vinnumaður sem Ólafur hét og kallaður Ólafur bless- aði. Hann þótti einfaldur og afar trú- gjam. Brakandi, heitir bær í Hörgárdal og segir sagan að eitt sinn í óþurrkatíð hafi Tómas á Steinstöðum sent Ólaf með trússahest í taumi niður að Brak- anda til að sækja þurrk. Rannveig frétti þetta og sendi mann ríðandi til að snúa Ólafi við. Rannveig brúkaði neftóbak og það gerði Ólafur blessaði líka. Eitt sinn við störf tæmdist tób- akspungurinn hjá Rannveigu og sneri hún sér til Ólafs og bar um nefdrátt. Kom þá í ljós að Ólafur hafði gleymt sínum pung. Þá kvað Rannveig: Orðaslunginn, oft frœgur amadrungann kefur. Blessaður unginn Ólafur engann punginn hefur. Þorlákur í Skriðu lifði Jónas. Hann lést 1846, þá 92 ára gamall. Jónas kom alltaf við í Skriðu og gisti þar stundum. Skemmtileg er frásögn hans af því er Þorlákur hljóp út á túnið nær níræður að sýna Jónasi blómagarðinn, sem þá hefur trúlega verið eini blóma- garðurinn á íslenskum bóndabæ. 85 ára gamall lýsir Þorlákur áhuga sínum á aukinni skógrækt sem þó ekki varð úr, en haft var eftir honum að heldur vildi hann missa kú úr fjósinu en hríslu úr garðinum. Kristmundur Bjarnason fræðimaður sem ritaði ævisögu Þorsteins á Skipalóni spyr hvers vegna Jónas tengdi saman í ljóði ftjálsa menn og skógrækt, og svarar sjálfur: Ætli hann hafi ekki hugsað til Þorláks í Skriðu. Vitaskuld varð Jónas fyrir áhrifum af séra Jóni á Bægisá og síðar eftir nám hjá séra Einarí í Goðdölum, af kennslu og þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum og fleira má eflaust nefiia. f Kaupinhöfn kemur hann í hóp félaga sem fylgjast með málum samtíðarinnar og Tómas Sæ- mundsson kominn úr suðurgöngu. Þama tileinkar Jónas sér strauma og stefhur í Evrópu og sökkvir sér ofaní evrópskan skáldskap. Þetta gerir hann að fyrsta nútimaskáldinu á Islandi. En heimanfylgjan er svo sterk að hjá hon- um rennur þetta allt saman í mikinn skáldskap. í Ferðalokum er ljóst að norðurreið- in á morgni ævinnar í fylgd séra Gunnars og Þóru dóttur hans stendur fyrir hugarsjónum hans í rómantískum 99 Vitaskuld varð Jónas fyrir áhrifum af séra Jóni á Bægisá og síðar eftir nám hjá séra Ein- ari í Goðdölum, af kennslu og þýðingum Sveinbjarnar Egilsson- ar á Bessastöðum og fleira má eflaust nefna. 66 bjarma minninganna. Trúlega hefur hin eilífa ást verið ofmetin útfrá þessu kvæði. Ekki veit ég til að Jónas hafi reynt að ná fundum Þóru síðar og máttu þó kallast hæg heimatökin, því Þorlákur f Skriðu var afabróðir Þóru og hálfsystkina hennar, Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristj- önu móður Hannesar Hafstein. Jón- as leitaði til annarra kvenna þótt ekki bæri hjúskap með sér. Þegar spurt er um Þóru, Kristjönu Knudsen og Hildi r Auðbrekku liggur beinast við að álykta: ætli þær eigi ekki sinn þátt- inn hver í skáldskap Jónasar. En eflir stendur spumingin um áhrif Þorláks r Skriðu á Jónas Hallgrímsson. ■ Nils Henrik Asheim og Anna-Lise Berntsen ætla að flytja íslendingum norska alþýðusálma í Hallgrímskirkju. ■ Þekktir norskir tónlistarmenn með tónleika í Hallgrímskirkju annað kvöld Norskir alþýðusálmar Nú er yfirstandandi kirkjulistahá- tíð r Hallgrímskirkju og á fimmtu- dagskvöld gefst tónlistamnnendum kostur á að heyra þekkta tónlistar- menn frá Noregi flytja gamla norska alþýðusálma. Þetta era þau Anna-Lise Berntsen óperusöng- kona, en hún hefur sungið stór hlut- verk við flest óperuhús á Norður- löndum og víðar, og Nils Henrik Asheim sem spilar á orgel. Asheim er kunnur tónlistarmaður og tón- skáld og hafður í hávegum í Noregi. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa unnið samkeppnina um lag Ólympíuleikanna r Lillehammer auk þess sem hann gerði söngleik- inn Upprisa Martin Luther Kings. Dagskrá þeirra, sem nefnist Örvar englanna, hefur fengið miklar og góðar undirtektir. Þau Bemsten og Asheim era á fljúgandi ferð því hún lendir hér samdægurs og tónleikam- ir verða í Hallgrímskirkju og strax næsta dag halda þau vestur um haf með dagskrá srna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.