Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 8
MÐUSLMl Miðvikudagur 7. júní 1995 83. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Könnun Samkeppnisstofnunar á verði drykkjarfanga í 120 vínveitingahúsum á hö^jpborgarsvæðinu leiðir óvæntar staðreyndir í Ijós ATVR lækkaði bjórinn en veitinaamenn hækku Þrátt fyrir 12% lækkun ÁTVR yfir tólf mánaða tímabil á til dæmis Heineken- og Beck's-bjór þá hefur álagningin að- eins minnkað um 2% hjá veitingahúsum. Það þýðir að meðaltalslækkun ÁTVR á tímabilinu skilaði sér ekki til neyt- enda þarsem veitingamenn hækkuðu álagninguna. Verðlækkun ÁTVR á bjór - sérílagi erlendum - hefur ekki skila sér til þeirra neytenda sem sækja vínveit- ingahús á höfuðborgarsvæðinu nema að litlu leyti. Á tímabilinu apríl 1994 til maí 1995 hefur til dæmis verð á Heineken- og Beck’s- bjór lækkað um rúm 12% hjá ÁTVR, en meðaltals- lækkunin til neytenda á vínveitinga- húsum er innan við 2%. í raun þýðir þetta að vínveitingahúsin hafa aukið álagningu sína á bjór. Þetta kemur fram í könnun Samkeppnisstofnunar sem um miðjan maímánuð nýliðinn athugaði verð á allmörgum tegundum af áfengi, gosdrykkjum og bjór í 120 veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Svipaðar kannanir hafa nokkrum sinn- um áður verið gerðar - og síðast á apr- ílmánuði árið 1994. I könnunin kemur ennfremur fram að meðalhækkun á sterkum drykkjum í veitingahúsum er svipuð hækkunum ÁTVR á tímabilinu 1994 til 1995, en sú hækkun er óveruleg. Sem dæmi um fyrrgreinda hækkun má nefna meðalálagningu á bjór sem seldur er í flöskum, en hún er nú 222% miðað við 208% í fýrra. Meðal- álagning á bjór úr krana er 290%, en var á síðastliðnu ári 284%. Álagning er hinsvegar afar mis- munandi eftir veitingahúsum. Álagn- ing á flöskubjór er á bilinu 119% til ■ Opinn stjórnmálafundur í kvöld Hagsmunaárekstrar í stjórnmálum Alþýðubanda- lagið í Kópavogi heldur opinn stjórnmálafund í kvöld undir yfir- skriftinni Hags- munaárekstrar í stjórnmálum. í _______ fréttatilkynningu — segir: „Frum- , . . , , * gagnrymsvondinn mælendur verða , * * þau Kristín Ást- a ° '• geirsdóttir sem nokkuð hefur haldið á lofti gagnrýnisvendinum á Alþingi, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, sem hvað mestra ámæla hefur sætt á Alþingi, og Ögmundur Jónas- „Með Vilhjálmur: „Hefur Ogmundur: „Hefur sætt hvaða mestra einnig sætt ákúr- ámæla á Alþingi." um." son formaður BSRB, sem einnig sætti ákúrum. Umræðuvaki á fund- inum verður Flosi Eiríksson. Fundurinn er haldinn í Þinghól, Hamraborg 11 og hefst klukkan 20:20.“ Vinningstölur 3. júní1995 I VINNINGAR FJÖLDI VINNiNGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5 af 5 0 2.020.599 1E1 +4af 5 2 167.000 Fl 4 af 5 66 8.730 d 3 af 5 2.601 510 Aðaltöiur: kr. 4.257.289 hann Ó d ý r a s t Egils Gull 33 cl flaska: Pítan við Skipholt (340 kr.) Heineken 33 cI flaska: Café Jensen við Ármúla (300 kr.) Viking 33 cl flaska: Café Jensen við Ármúla (300 kr.) Beck's 35,5 cl flaska: Café Jensen við Ármúla (300 kr.) Tuborg 33 cl flaska: Rauða Ljónið á Eiðistorgi (350 kr.) Glas af gosdrykk: Adam við Ármúla (SO kr.) Tvöfaldur vodki í gosdrykk: Café Jensen við Ármúla (500 kr.) Einfaldur Bailey’s Irish Cream líkjör: Pizzahúsið við Grensásveg (165 kr.) Einfaldur Grand Marnier líkjör: Hrói Höttur við Hringbraut (230 kr.) 317%, en 102% til 525% á bjór úr krana. Mikill verðmunur er á drykkjar- föngum milli veitingahúsa. Sem dæmi má nefna að eitt glas af gosdrykk kostar 80 krónur þarsem það er ódýr- ast, en 195 krónur þarsem það er dýr- ast. „Eðlilegt er að verð á drykkjar- föngum sé mismunandi. Það er hins- vegar nauðsynlegt að neytendur geri sér grein fyrir verðlagi, því að það meðal annars leiðir til virkrar sam- keppni," segir í inngangsorðum þess- arar könnunar Samkeppnisstofnunar. Þar er einnig tekið fram, að vissum erfiðleikum sé bundið að bera saman verðlagningu veitingahúsa. Þjónustan sé afar mismunandi og hið sama megi segja um innréttingar og umhverfi. „- Þessi atriði geta haft áhrif á verðlagn- inguna, en í könnuninni er ekkert tillit tekið til slíks,“ segir í inngangi. Hér í meðfylgjandi töflu er greint frá því hvaða veitingastaðir standa Bjór verður sífellt dýrari á veitinga- húsum samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar - þrátt fyrir gagnstæða viðleitni Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR: Sem dæmi um það má nefna að meðal- álagning á bjór sem seldur er í flöskum er nú 222% miðað við 208% í fyrra. Meðalálagning á bjór úr krana er 290%, en var á síðast- liðnu ári 284%. uppi sem sigurvegarar í stríðinu um ódýrasta áfengið á höfuðborgarsvæð- inu - það er að segja í þeim flokkum sem kannaðir voru. Þess skal sérstak- lega getið að ekki reyndist unnt að birta töflu um þá staði sem dýrastir voru vegna skekkju sem fundust í út- reikningum Samkeppnisstofnunar. Þar var allur umræddur flöskubjór sagður dýrastur á Hótel Borg, en þegar haft var samband við Tómas A. Tómas- son, veitingamann staðarins, kom í ljós að hann selur þennan bjór á 500 krónur og allur verðsamanburður því fallinn úr gildi þarsem ótal aðrir staðir selja bjórinn á sama verði. Ari Gísli Bragason. Ég er ekki leng- ur ungur og efnilegur heldur bara efnilegur. A-mynd: E.ÓI. ■ Nú er að koma glóðvolg úr prent- smiðju fjórða Ijóða- bókAra Gísla Bragasonar „Metnaðar- fyllsta verk mitt til þessa" - segir skáldið og veit ekki hvað tekur við þegar hann hættir að vera efnilegur. „Þetta er nú bara mynd sem ég sá fyrir mér einu sinni þegar ég horfði út um glugga," sagði Ari Gísli Braga- son í samtali við Alþýðublaðið að- spurður hvers vegna ný ljóðabók hans bæri heitið Hvítur himinn úr glugga. Ari Gísli hefur verið talinn til hóps ungskálda sem fæddir eru í kringum 1970 og gengu í MR. „Nú er ég orð- inn 28 ára gamall. Tíminn líður hratt. Ég er ekki lengur ungur og efnilegur heldur bara efnilegur. Ég veit ekki hvað tekur við þegar ég hætti að vera efnilegur,“ segir Ari Gísli og vill ekki gera of mikið úr þessari bókmennta- legu flokkun Alþýðublaðins. „Ég hef alltaf verið samkvæmur sjálfum mér og starfað með öðru við ritstörf. Þessa bók hef ég verið að skrifa, með hléum, frá 1991. Þetta er metnaðarfyllsta bókin mín til þessa. Ég er sáttur við þetta verk og það sem er fram undan hjá mér er að fara út í meiri prósa og sögur og einnig hand- ritaskrif,“ segir Ari Gísli. Hann er, ásamt Jóni Sverri Proppé, höfundur sjónvarpsmyndar- innar Reykjavtk sem vakti talsverða at- hygli þegar hún var sýnd fýrir um ári. Þá mynd eru framleiðendur nú að kynna í Noregi þannig að það er í nógu að snúast hjá Ara Gísla en hann framleiddi myndina ásamt Júiíusi Kemp. ■ Súsanna Svavarsdóttir heldurfyrirlestur í Nýló næstkomandi fimmtudagskvöld undir yfirskriftinni: Óttinn við listina „Fólk vill láta mata sig -segir Súsanna en hún telur að skapandi hugsun eigi mjög undir högg að sækja hérlendis. // UPPLÝSINGAR, SIMSVARI »1- 6$ 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 „Það er tiltölulega lítið mál að fá fólk á ohumálverkasýningar. En það er erfið- ara ef þú ert að sýna eitthvað sem á að vekja dl umhugsunar. Fólk vill koma og láta mata sig. Listsköpun á íslandi er á góðri leið en viðtakandinn ekki,“ segir Súsanna Svavarsdóttir. Mánaðarlega stendur Nýhstasafhið við Vatnsstíg fýrir fyrirlestrum og nú er röðin sem sagt komin að Súsönnu. Hún ætlar að fjalla um viðbrögð fólks þegar það stendur frammi fýrir list sem ekki er viðtekin. „Fólki óttast það sem það ekki skilur. Það er miklu auðveldara að afgreiða skapandi hugsun sem eitthvert rusl og drasl heldur en að segja: Ég skil þetta ekki en hef áhuga á að kynnast því. Listamenn eiga erfitt uppdráttar hér Súsanna Svavarsdóttir: Það eru gerðar þær kröfur að við getum út- skýrt allt vitsmunalega. A-mynd: E.ÓI. vegna þess að það er svo fámennur hóp- ur sem hefur áhuga á skapandi hugsun sem fýrirbæri," sagði Súsanna í samtah við Alþýðublaðið. „Hinir vilja bara fá skiljanlega niðurstöðu." Súsanna ætlar í fýrirlestri sínum að vekja athygU á þeirri óendanlegu leti sem virðist bærast með hinum íslenska viðtakanda listarinnar. Hún ætlar ekki að hafa fýrirlestur sinn á fræðilegu nótunum heldur mun hann frekar byggjast á þeirri tilfinningu sem hún hefur fyrir því hvemig Ust er yfir- leitt afgreidd. „Við höfum öll tilfinn- ingu fyrir því sem er að gerast en það eru gerðar þær kröfur að við getum út- skýrt allt vitsmunalega," segir Súsanna og telur of mikið gert úr hinu rökræna á kostnað þess hvemig fólk uppUfir hlut- ina. „Það er alltaf verið að kafkeyra okkur sem tilfinningafóUc. Tilfinninga- þátturinn virðist vera dónaskapur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.