Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k 3 I þágu íslenskrar rassverndar: Rassaskoðun Islands hf. „Ég hef alltaf verið maður sátta og legg til að bil beggja verði farið. í stað einhverrar fjandafælu eins og ofurtolla verði sett á fót stofnun sem gæti heitið Rassgæðaeftirlit ríkisins eða kannski heldur í takt við nýja tíma: Rassaskoðun íslands hf. Hlutverk þessarar stofnunar væri eftirlit með stærð og sköpulagi íslenskra rassa." Menn hafa um aldir verið óþreyt- andi að mæra land og þjóð; skáldin í ljóðum, fyrirmenn í ræðum og alþýða fólks í spjalli hvert við annað. Flestir eru sammála um að ísland sé fegursta land í heimi og hér búi fallegasta þjóðin sem drekkur besta vatnið og teygar hreinasta lofdð á byggðu bóli. Ekkert af þessu er hins vegar beinlínis okkur að þakka. Pallborðið Gunnar Kristmannsson skrifar íslendingar eru fáir og það er ástæða þess að okkur hefur ekki tekist að menga loftið né grunnvatnið að gagni. Fámennið er nú varla okkur að þakka heldur, en þrátt fyrir það hefur tekist að koma upp eyðimörkum ör- foka lands hér og þar. Þetta örfoka land er aftur á móti fómarkostnaður baráttu sem staðið hefur í áratugi. Þessi barátta hefur einnig kostað gríð- arlega fjármuni, leiðigjarna og al- menna skoðanamyndun - þras - sem næði til sólar og aftur heim, væri það geymt á segulböndum. Hér er um að ræða baráttuna um rassinn eða öllu heldur að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur, sem er að íslendingar hafa fallegasta rass í heimi. Þetta er baráttumál sem fólk í flestum stjórnmálaflokkum hefur komið sér saman um; að viðhalda ein- okunaraðstöðu íslensks landbúnaðar á heimamarkaði. Meginástæðan fyrir mikilvægi þess- arar einokunar er ekki hættan á byggðaröskun og atvinnuleysi upp til sveita og út um land allt, né heldur vemd hinnar séríslensku sveitamenn- ingar. Þv£ síður er ástæðan skortur matvæla á hugsanlegum stríðstímum. Þetta fólk veit sem er að besta þjóðin í besta landinu á bestu bænduma sem stæðust hvaða samkeppni sem er fengju þeir frið til. Astæðan er rassinn, eða eins og Ingibjörg Pálmadóttir hjúkmnarffæð- ingur og heilbrigðisráðherra orðaði svo ágætlega í sjónvarpsþætti um landbúnaðarmál:“Hafiði ekki séð am- erísku hamborgararassana?" Þetta er kjami málsins. Ingibjörgu hjúkrunarfræðingi og skoðanasystkinum hennar hrýs hugur við innfluttu hormónakjöti sem gæti breytt hinum stinna, kynhreina ís- lenska rassi í ökklasítt, alþjóðlegt af- styrmi. Því fólki sem nú situr á þingi og styður hæstvirta ríkisstjórn hefur < stundum verð borið það á brýn að vera » sérhyggjufólk og illar tungur jafnvel 0 talað um ríkisstjóm Sjálfsóknarflokks- * ins. -> Til er alþýðleg skilgreining á sér- hyggjumanni og hún er sú að hann hugsi bara um eigin rass. Sérhyggju- stimpillinn á því alls ekki við um fólk sem hugsar vakið og sofið um rass allrar þjóðarinnar og ekki bara ís- lensku þjóðarinnar, því til em sagnir um það að lýðveldið ísland haft reynt að greiða niður fallegan rass á Færey- inga og jaíhvel fleiri þjóða kvikinda. Og nú.eru enn uppi deilur um þessi eilífu landbúnaðarmál. Ýmsir alþjóð- legir samningar - sem allir eru skammstafaðir á einhvem hátt - betja á dyr og ógna stöðu íslenska rassins. Rassvemdarmenn vilja beita ofurtoll- um í skini rassvemdar meðan þeir sem telja íslenska rassinn ekki í hættu eða hugsa helst um rassa á viðkvæmustu stundum einvemnnar, vilja sjá virka samkeppni á íslenskum matvælamark- aði. Ég hef alltaf verið maður sátta og legg til að bil beggja verði farið. f stað einhverrar fjandafælu eins og ofurtolla verði sett á fót stofnun sem gæti heitið Rassgæðaeftirlit ríkisins eða kannski heldur í takt við nýja tíma: Rassaskoð- un fslands hf. Hlutverk þessarar stofh- unar væri eftirlit með stærð og sköpu- lagi íslenskra rassa. Fari til dæmis rass upp fyrir ákveðna stærð komi til blóðprufur og leiði þær í ljós að hormónakjöts hafi verið neytt fái viðkomandi stimpil sem bannar honum að hreyfa á sér rassinn eða að láta nokkum mann sjá hann. Hinir sem hafa komið sér upp stórum rassi úr íslensku hráefni fá aft- ur á móti staðlaðan rassgæðastimpil. Ég tel að með þessu væri íslenska rassinum að mestu borgið og enginn gæti kvarta yfir brotum á samningum og kært til EES, ESB, GCD eða hvað þetta heitir allt saman. Ég kann annars öllu því góða fólki þakkir, sem komið hefur að því þarfa verki að móta á mér rassinn. Samt læðist að mér sá gmnur í vanþakklæt- isköstum að þeir sem harðast beijast og em oft bændur í hjáverkum hugsi meira um sinn rass en minn. Ég óttast að þeim líki illa sú tilhugsun að standa upp af rassinum og taka til hendinni í búskapnum og búa sig undir sam- keppni, líkt og nokkur fjöldi bænda er reiðubúinn að gera. Þeim finnst þægi- legra að verma á sér rassinn í Reykja- vík og þiggja laun fyrir að þvælast fyrir eðlilegri framþróun þjóðinni til heilla. Höfundur er nemi og jafnaðarmaður. Nígeríumenn hafa sér- legan áhuga á svikum og prettum og Vest- mannaeyingar hafa ekki farið varhluta af því, eða svo segir í það minnsta í Fréttum, héraðsfrétta- blaði Eyjamanna. Ekki einasta að aðilar frá Níg- eríu (les: fjárglæframenn) hafi sett sig í samband við sjálfan Sigga Gúmm í Fjölverk og beðið hann lið- sinnis við að þvo peninga heldur hafa óprúttnir Níger- íumenn skrifað lögreglunni í sömu erindagjörðum. „Þeir virðast svífast einskis," segir í Fréttum, „því á lögreglu- stöðina í Eyjum í vikunni barst umslag þar sem utan- áskriftin var Mr. President, Lögregla Vestmannaeyjar lceland. í umslaginu var bréf frá ónefndum aðila í Nígeríu sem vinsamlegast bað lög- regluna um aðstoð við pen- ingaþvott!"... Salome Þorkelsdóttir, fyrrum forseti Alþingis, hefur eng- in áform um að hætta af- skiptum af pólitík þráttfyrir að þing- setu henn- ar hafi lok- ið með sviplegum og skyndilegum hætti. Hún mun nú ætla að láta til sín taka í bæjarmálum í Mos- fellssveit og jafnvel er rætt um að hún leiði lista Sjálf- stæðismanna í næstu kosningum en þær verða næst árið 1998. Sjálfstæð- isflokkurinn galt af- hroð í síðustu bæj- arstjórnarkosning- um og missti meiri- hlutann. Það var annar kvenskörungur sem þá hrósaði sigri eða Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Nóbel-skáldsins, en hún vár á lista Alþýðu- bandalagsins. Davíð Odds- son lét einmitt svo um mælt á sínum tíma að fylgishrun- ið í Mosfellssveit væri sér- stakt rannsóknarefni... Innan Alþýðubandalagsins má finna hóp, eða klíku, áhrifakvenna sem ganga undir nafninu Sellurnar. í Sellunum má meðal ann- arra finna Hildi Jónsdótt- ur, fyrrverandi ritstjóra Viku- blaðsins, Elsu B. Þorkels- dóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, og Auði Sveinsdóttur, fyrrverandi varaþingmann. Þær Sellur ætla að styðja Margréti Frí- mannsdóttur í for- mannsslagnum og hefur það vakið Steingrími J. Sig- fússyni nokkurn ugg í brjósti. Menn hafa það á orði að kynferðið verði honum síst til fram- dráttar eins og nú árar þegar foringjatign hjá Allaböllum er annars vegar... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. „Jæja, gæskur, þú náðir mér, það er víst ekki hægt að neita því. En hvað sem allri þjóðtrú líður þá hef ég aldrei talist sérlega heppinn búálfur..." fimm á förnum vegi Hver kemst næst því að vera hin íslenska Marilyn Monroe? Freyr Ævarsson, nemi: Það er engin önnur en fegurðar- drottningin Linda Pétursdóttir. Hólmfríður Bjarnadóttir, forstöðumaður Útideildar: Mér finnst það vera Edda Heiðrún Backman leikkona. Þóra Magnúsdóttir, versl- unarmaður: Ég veit nú ekki um neina sem kemst í hálf- kvisti við Marilyn. Kristín Valtýsdóttir, hús- móðir: Engin. Enda er aðeins ein Marilyn Monroe. Kjartan Sigurðsson, verk- fræðingur: Auðvitað Linda Pé. Engin spuming. m e n n Með þessu áframhaldi er í raun aðeins sú þróun framundan þegar lögleysið mun vaxa og magnast þar til óeðlið verður allsráðandi. Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um dómskerf- ið og vill taka upp dauöarefsingu þegar kynferö- isafbrotamenn eru annars vegar. MP í gær. Ég er tilbúin til að veðja öUum mínum peningum og hans að auki að hann á ekki ástkonu, að hann á ekki karlkyns elskhuga og að hann stundar ekki kynlíf með karlmönnum yfirleitt. Nicole Kidman um Tom sinn Cruise og hafnar því alfariö aö Tommi sé hommi. MP í gær. Ástæða þess að ég gaf kost á mér tíl formanns Kaupmannasamtak- anna er að ég er búinn að starfa í samtökunum í nokkuð mörg ár og hef verið í framkvæmdastjóm síðastliðin tvö ár. Viöar Magnússon, nýkjörinn formaöur Kaup- mannasamtakanna, en helstu áhugamál hans eru útivera og stangveiöi. DV í gær. Svona atferli lýsir svo einstökum viðbjóði að ég má vart mæla. Bjarni Ingólfsson hjá Vöku meö réttu lýsingar- oröin á takteinum en hann er þarna aö úttala sig um mennina sem stálu bílnum og voru meö vandalisma uppí Heiömörk. MP í gær. Alkunnug er í sálfræðinni sú kenning að því meira sem fólk rífst og skammast því meiri ást beri það hvað til annars. Dagfari, líkast til aö reyna aö segja aö þrátt fyrir allt þá sé hann mannvinur. (Leiöinlegt aö eng- inn skuli rífast í Dagfara.) DV í gær. Villtir Fyrst á dagskrá Villtra í dag er þrefalt húrrahróp (HÚRRAI HÚRRAI HÚRRA! - þá er því aflokið) fyrir Sólonstjóra þar- sem þeirtóku sig loks saman í andlitinu um helgina og brugðust snarlega við tryllingslegu stríðsöskri Villtra (lok síð- ustu viku: Beibin tilbakal Það skipti nefnilega engu á hvaða tíma dagsins maður leit inná Sólon íslandus um helgina: alltaf var þar hraukur af vel- heppnuðum einstaklingum af beiba- stofni. Og svona til að bæta ennfrekar fyrir beibfskar syndir sínar höfðu Sólon- stjórar opið á sjálfan hvítasunnudag - meðan flestir aðrir gerðu sig seka um það skammarlega athæfi að loka - og vitaskuld gaf þar á að lita beib á beib ofan. En barstatus bæjarins var annars viðbrugðið um helgina og því fá orð um það djamm að hafa... Nema kannski það, að á Astró hjá Halli og Helga á mánudagskvöldið voru mætt til kampavínsbætts veisluhalds að mógúlasið: miðlajöfurinn Jón Ólafs- son, Once Were IVarríors-stjarnan Rena Owen og tiltölulega frítt föru- neyti þeirra - þarsem til dæmis mátti sjá Egil „Agga Slæ" Ólafsson og geðverndarprýðiskonuna Láru Höllu Maack. Tilefnið var vitaskuld vel- heppnuð, fjöl- og góðmenn forsýningin í Regnboganum á Once Were Warriors þarsem létu sjá sig meðal annarra: Bryndís Schram kvikmyndasjóðsstjóri og fylgdarsveinn hennar, Jón Baldvin nokkur Hannibalsson, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstýra sem virtist hafa skilið Hjörleif okkar Svein- björnsson eftir heima - að passa. Jón Ólafsson sagði fyrir frumsýninguna frá því að það hefði verið út í Cannes í fyrra sem hann fyrstur allra í heiminum - fyrir utan Nýja-Sjáland - keypti sýn- ingarréttinn á myndinni og komst í kynni við aðalleikkonuna: maóírann Owen. Sú hefði síðan notið fylgdar Jóns&kó í öllu helstu Cannes-partýin þarsem myndin hafði þá enn ekki náð þeirri hylli að aðalleikkonunni væri boð- ið eitt né neitt. Owen mun hafa glaðst mjög við þennan óvænta stuðning frá bræðraþjóðinni (þið vitið: sameiginleg- ur hvalveiðaáhugi, grænfriðungahatur og allt það) í norðurhöfum og vitaskuld sagði hún!i„off kors Jon, æl komm tú bí present att jor premier inn Æsland," þegar Jón leitaði eftir því atarna fyrir skemmstu. Einhverjir höfðu á orði að þarna á mánudagskvöldið hefði sjálfumgleði Jóns keyrt framúr hófi, en flestum hlýnaði þó um hjartarætur við að sjá barnslega gleðina sem skein úr andliti íslenska mógúlsins yfir því að vera í vinfengi við aðra eins stjörnu og Renu Owen frá Nýja- Sjálandi. Takethat... veröld ísaks „Taktu þetta handrit,“ sagði Rudyard Kipling við hjúkrunarkonuna sem annaðist fyrsta bam hans, „og ef þú lendir einhvemtífna í fjárþröng þá geturðu kannski selt það.“ Hjúkmnarkonan lenti í þrengingum mörgum ámm síðar ogdró þá upp úr pússi sínu handritið góða - fyrsta hefti Jungle Book - og lifði £ vellystingum upp ffá því. Úr Isaac Asimov's Bookof Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.