Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 INNKAUPASTOFNUN ji REYKJAVÍKURBORGAR v Útboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tiiboðum í 177 m2 viðbyggingu við Leikskólann Kvistaborg við Kvistaland. ■ Skáldið Jón frá Pálmholti las Alþýðublaðið sem helgað var minningu Jónasar Hallgrímsson á 150 ára dánarafmæli hans 26. maí síðastliðinn. Sá lestur er kveikja skemmtilegrar og stórfróðlegrar greinar Jóns sem birtist hér á opnunni Verkið nefnist: „Útboð nr: 558, leikskólinn Kvistaborg - viðbygging." Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 8. júní, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. júní 1995, kl. 11.00f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. Borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í fram- leiðslu á 250.000 skógarplöntum. Um er að ræða 150.000 plöntur af birki, 75.000 plöntur af stafafuru og 25.000 plöntur af sitkagreni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Byggingarlóð við Skútuvog Lóðin Skútuvogur 6 í Reykjavík, er 8.898 ferm. að stærð, er laus til úthlutunar. Á henni er gert ráð fyrir byggingu fyrir iðn- að, vörugeymslur og/eða þjónustustarfsemi. A lóðinni hafa verið unnar jarðvegsframkvæmdir, m.a. fjarlægðir um 23 þús. rúmm. af lausum jarðvegi ofan af klöpp og klöppin sprengd á um 7 þús. ferm. svæði. Lóðinni verður úthlutað með venjulegum kjörum að því er varðar gatnagerðargjald, en leitað er tilboða í þær jarðvegs- framkvæmdir, sem unnar hafa verið. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2310. Tilboðum skal skila til skrifstofustjóra borgarverkfræðings í síðasta lagi miðvikudaginn 21. júní nk. kl. 16.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um próf fyrir skjalaþýðendur og dómtúlka Fyrirhugað er að halda próf fyrir þá sem öðlast vilja rétt- indi sem skjalaþýðendur og dómtúlkar 14. október og ef þörf krefur einnig 21. október 1995. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðuneytis- ins á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, fyrir 1. október 1995. Þeim sem hyggjast gangast undir framangreint próf er bent á að á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla ís- lands, símar 525- 4923, 525-4924 og 525-4925, er efnt til námskeiðs dagana 4.-8. september 1995 í skjalaþýðingum og dómtúlkun sem fyrst og fremst er ætlað þeim sem hyggjast gangast undir löggildingarprófið. Prófstjórn lög- gildingarprófanna mun hins vegar ekki gangast fyrir nám- skeiði fyrir próftakendur. Skráning fer fram hjá Endur- menntunarstofnun. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. júní 1995. Alþýðublaðið minntist þess 26. maí síðastliðinn að 150 ár eru liðin frá andláti Jónasar Hallgrúnssonar. Það er ánægjulegt að ungt fólk skuli enn leita Jónasar, eins og þama mátti lesa, ekki síst ef haft er í huga hve sögu- kennslu hefur hrakað hér á landi síð- asta aldaríjórðunginn eins og víðar á Vesturlöndum. í staðinn hefur komið svonefnd samfélagsfræði, en þeir sem hafa lokið prófum í þeirri fræðigrein, eiga trúlega erfitt með að koma Jónasi þar fyrir. Auk þessa búa borgarböm trúlega ekki við þá persónulegu ná- lægð við Jónas og þjóð hans átti og ég er uppalin við. Hér hefiir aldrei verið borgarmenning. íslensk menning er sveitamenning niður í rót svo langt sem vitað er. Jafnvel víkingamir vom bændur í leit að tryggu jarðnæði og þrælum til að vinna búverkin. Það hefur mikið verið bullað um Jónas Hallgrímsson undanfarin ár. Hann hefur ýmist verið talinn eins konar heilagur andi eða drykkjuræfill og aumingi (samanber hina sérkenni- legu deilu um banaleguna). Vissulega bar umfjöllun Alþýðublaðsins allt þetta með sér, var ágæt spegilmynd af viðhorfi samtímans til Jónasar, og er ekki nema gott um það að segja. (For- vitnilegast þótti mér að lesa viðtal Hrafn Jökulssonar við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um bókmennta- kennslu í Háskóla íslands.) Það er nauðsyn hverjum manni og hverri þjóð að þekkja uppmna sinn og sögu. Þjóðir geta lifað án landamæra, en ekki án sögu. Það er hún sem gerir úóðina að þjóð. En hver var þá Jónas Hallgrímsson? Allir vita að hann var sonur prests- hjónanna á Hrauni í Öxnadal, missti föður sinn sjö ára gamall, fór í Bessa- staðaskóla og varð skáld, náttúrufræð- ingur og stjómmálamaður með búsetu í Kaupmannahöfn. Einnig að faðir hans var aðstoðarprestur hjá séra Jóni á Bægisá og vitaskuld sveif andi séra Jóns þarna yfir grasi og vötnum, klassískur og sposkur í senn. En það var fleira fólk í dalnum. Öxnadalur er afdalur innúr Hörgárdal og allt var þetta í reynd saman sveitin. I þessari sveit var óvenjumargt á þeim tíma sem Jónas óx þar úr grasi. Má fyrst nefna Stefán Þórarinsson amtmann, 95 Og svo var Hildur [dóttir séra Jóns í Auð- brekku]. Þau voru jafn- aldrar Jónas og hún. í sögunni Grasaferð heitir unga stúlkan Hildur og er prests- dóttir eins og Hildur í Auðbrekku. Sagan gerist í fjallinu fyrir of- an Steinstaði eins og sést af örnefnum og hafa flestir talið stúlk- una vera Rannveigu systur Jónasar. En hvers vegna heitir hún Hildur? 66 fæddan árið 1754, á Gmnd í Eyjafirði. Hann lauk lagaprófi í Kaupinhöfn og hlaut síðan styrk til að kynna sér bú- skap í Noregi og Svíþjóð. Um ferðina skilaði hann merkri skýrslu um hirð- ingu áburðar, sléttum túna og breytt verklag við heyskap. Þetta hefur ef- laust nýst honum og fleirum vel á Möðmvöllum, enda var Stefán traust- ur bakhjarl þeim sem vildu framfarir og nýjungar í verki. Stefán lést 1823 en eftirmenn hans, Grímur Jónsson og Bjarni Thorarensen höfðu svipað viðhorf og einnig Pétur Havsteen síðar. I Skriðu bjó Þorlákur Hallgríms- son, fæddur árið 1754, sem var einn merkasti maður í landinu á þeim tíma. Hann hefur verið kallaður faðir ís- lenskrar tijáræktar, en hann hóf ungur að gróðursetja tré, fýrst á Akureyri en síðar á heimajörð sinni og víðar. Garðyrkju hafði hann einnig og Bjöm BARNAMENNINGARSJOÐUR Umsóknir um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk barnamenningarsjóðsins er að styrkja verk- efni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 700.000 kr. til ráðstöf- unar. Við fyrstu úthluíun úr sjóðnum verður einkum lögð áhersla á að styrkja þá 'aðila er vilja vinna að listuppeldi 2-6 ára barna um land allt. Umsóknir skulu berast Menntamálaráðuneyti, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1995. Stjórn Barnamenningarsjóðs. NESJAVALLAVIRKJUN Opið til skoðunar Nesjavallavirkjun er opin til skoðunar mánudaga til föstudaga frá kl. 13.30-18. og laugardaga frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-18.00 fram til 1. september. Tímapantanir fyrir hópa í síma 482 2604 eða 854 1 473. Hitaveita Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.