Alþýðublaðið - 05.07.1995, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐHD
3
s k o ð a n i r
Matargat(t)ið.
m
Um þessar mundir er gúrkutíð í
mínu lífi rétt eins og íjölnnðlanna. Á
sumrin er eins og öll félagsstarfsemi
leggist niður, meira að segja sauma-
klúbbamir mínir koma sjaldnar saman
og þá aðallega um helga til að fagna
lífinu.
Það íyrsta sem mér dettur í hug þeg-
ar ég hef skyndilega nægan tíma þegar
ég kem heim úr vinnunni er að borða.
Það er fátt skemmtilegra en að prófa
nýjar uppskriftir og festast í húsmóður-
hlutverkinu í nokkrar vikur. Mittið er
hins vegar farið að breikka ískyggilega
og því datt mér það snjallræði í hug að
prófa grænmetisuppskriftir; þær geta
varla verið alvondar. Nú, ég skrifa nið-
ur hvað mig vantar og storma galvösk í
matvöruverslun.
Pallborðið
Þar sem ég stend við grænmetisúr-
valið í versluninni verð ég smám sam-
an reynslunni ríkari. Rétturinn sem ég
ætla að búa til væri ódýrari ef ég skipti
út grænmetinu íyrir kjöthakk. Otrúlegt
en satt. Ég sem hélt í einfeldni minni
að nú væri ódýrt að borða grænmeti.
Hmmm, og ekki virðist sem GATT-
samningurinn bjargi neinu. Alþýðu-
flokknum var ekki treyst til að halda
áffam með málið og allt h'tur út fýrir að
innflutningur á grænmeti verði lítill
sem enginn. Sennilega verður græn-
metið jaíhvel heldur dýrara heldur en
það hefur verið.
Neytendur hafa verið gabbaðir.
Þarna sem ég stend (ennþá) við
grænmetisborðið varð mér hugsað til
móður minnar sem ól mig vel upp
(hvemig sem sjálfsuppeldið gekk svo
síðar). Og eitt það besta sem hún
kenndi mér var gildi þess að borða
hollan og góðan mat: ,A hvetjum degi
verðurðu að borða fæðu úr öllum fæðu-
hringnum, þannig færðu öll næringar-
efnin, þú ert það sem þú borðar...“
Viðskiptafræðingurinn kemur
skyndilega upp í mér og ég reyni að h'ta
á málið írá öðrum sjónarhóh: ef hollur
matur er dýrari en óhollur má gera ráð
fyrir því að neytandinn sé tilbúinn að
borga meira fyrir hollari mat, hann/hún
vill hugsa vel um heilsuna.
En hvaða neytendur geta borgað
meira fýrir mat?
Frá sjónarhóli blanks neytanda sem
er að bera saman tvenns konar hráefni
þá skiptir hollustan litlu máli (maður
verður jafh saddur hvort eð er). Hollara
hráefnið væri þá ef til vill aðeins keypt
tíl hátíðarbrigða.
Fæða er undirstaða mannsins. Heil-
brigði - og þar af leiðandi andlegt
ástand - byggist að miklu leyti á fæð-
unni. Ef hollustufæði er dýrara en msl-
fæði leitar fólk að sjálfsögðu frekar í
ruslfæðið. Hvar endar þá hin heilbrigða
íslenska þjóð ef hollt fæði verður að-
eins fyrir þá sem geta borgað meira
fyrir mat, vegna þess eins að hann er
hollari?
En það er ekki aðeins grænmetið
sem er dýrt heldur er diet-cola drykkur
ódýrari en undanrenna. Ætli diet-cola
sé gott út á hafragrautinn? Það setur að
mér hroll og ég tek rándýra grænmetið
og set það í kþrfuna. Ég sleppi bara að
kaupa fötin sem ég ætlaði að kaupa
mér, sennilega meira vit í því að nota
þau sein ég á.
Og þá verður mér enn og afitur hugs-
að til móður minnar. Hún hafði ekki
þetta val. Hún gat ekki sleppt einu til
að geta keypt annað, hún vann bara því
meira og var alltaf í tveimur vinnum.
Allt tíl þess að ungunum liði sem best
og matargatið, dóttirin, hefði nóg að
borða.
Ætli ég hringi ekki í haha í kvöld og
bjóði henni í mat, hún á það svo sann-
arlega inni hjá mér.
Eg gríp síðan gúrku með mér í salat-
ið, já, gúrkutí'ðin er ekki svo slæm þrátt
fyrir allt. ■
Höfundur er viðskiptafræðingur
og jafnaðarmaður.
Þar sem ég stend við grænmetisúrvalið í
versluninni verð ég smám saman reynsl-
unni ríkari. Rétturinn sem ég ætla að búa
til væri ódýrari ef ég skipti út grænmetinu
fyrir kjöthakk. Ótrúlegt en satt. Hmmm,
og ekki virðist sem GATT-samningurinn
bjargi neinu. Alþýðuflokknum var ekki
treyst til að halda áfram með málið og allt
lítur út fyrir að innflutningur á grænmeti
verði lítill sem enginn.
h i n u m e g i n
“FarSide" eftir Gary Larson.
Nýtt Mannlífer komið út, og
er í fínu formi. Forsíðuna
prýða sómahjónin Egill Ólafs-
son og Tinna Gunnlaugs-
dóttir og telja kunnugir að
þarmeð sé þriðja hringferð
þeirra um forsíður glanstíma-
ritanna hafin. Að þessu sinni er
að vísu bryddað uppá þeirri
nýbreytni að Ólafur sonur
þeirra er með í för og viðtali.
Áhugamenn um pólitik munu
lesa viðtal Elísabetar Þor-
geirsdóttur við Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur með
mikilli athygli. Þar segir hún frá
reynslu sinni af fyrsta árinu í
borgarstjórastólnum, og veltir
meðal annars fyrir sér hvort
hún þurfi að taka upp stjórnun-
araðferðir Davfðs Oddssonar,
forvera síns í embætti, til að ná
tökum á embaettismannakerf-
inu. Rithöfundurinn og fót-
boltagarpurinn Þorgrímur
Þróinsson gerir sér lítið fyrir
og tekur viðtöl við dauða
menn - „stjórnendur" miðils-
ins Þórhalls Guðmundsson-
ar. Þeir sem hafa meiri áhuga
á fólki af holdi og blóði munu
eflaust gleðjast yfir myndum af
fegurðardrottningu íslands,
Hrafnhildi Hafsteinsdóttur,
á sumarklæðum. Aðdáendur
Hugh Grant ættu siðan að
lesa vandlega umfjöllun Gerð-
ar Kristnýjar um framhjá-
hald...
in tíðu verkföll uppá síð-
kastið hafa orðið til þess að
vekja heitar umræður um
hvort verkfallsvopnið sé úrelt. I
gær sögðum við frá heitstreng-
ingum Guðmundar Birkis
Þorkelssonar skólameistara á
Húsavík, sem ætlar að beita sér
fyrir því að kennarar afsali sér
verkfallsrétti. Jóhannes Sig-
urjónsson ritstjóri Víkurblads-
insá Húsavík kemur með
frumlega lausn á málinu, ein-
sog honum einum er lagið, í
leiðara nýs tölublaðs. Hvað
hefði gerst, spyr Jóhannes, ef
kennarar hefðu ekki farið í
verkfall heldur safnað skuld-
bindandi undirskriftum meðal
kennara, nemenda og annarra
stuðningsmanna, þess efnis aö
þeir myndu ekki kjósa sitjandi
ríkisstjórnarflokka næstu 10 ár-
in, nema viðunandi samningar
næðust? Ritstjórinn kemur
með þá hugmynd að Verka-
mannasambandið gæti safnað
50 þúsund undirskriftum þar-
sem menn skuldbinda sig til
þess að kaupa ekki kók(!)
næstu 10 árin, né heldur borga
áskrift að Stöð 2, Mogganum
eða DV. Myndi slík hótun ekki
valda meiri þrýstingi á farsæla
lausn mála en venjulegt verk-
fall? spyr Jóhannes. Við kom-
um þessu hérmeð áleiðis...
Hrókeringará Máli og menn-
ingu vekja mikla athygli,
enda um að ræða stærsta
bókaforlag landsins og það
sem mest ocj best sinnir bók-
menntum. Arni Einarsson,
sem þykir hafa stýrt forlaginu
með glæsibrag síðustu ár, átti
sjálfur frumkvæði að skipu-
lagsbreytingum, sem meðal
annars fela í sér að hann mun
frá 1. september einbeita sér
að rekstri verslana MM. Sig-
urður Svavarsson sem hefur
haldið utanum skólabókaút-
gáfu forlagsins sest hinsvegar í
framkvæmdastjórastólinn.
Skólabókaútgáfa MM hefur
einmitt blómstrað síðustu árin
og því er Sigurður talinn verð-
ugur arftaki Árna. I bókaheim-
inum heyrum við talað um
ákvörðun Árna Einarssonar af
mikilli virðingu: raunar þykir
hann sanna einu sinni enn að
hann er hvergi smeykur að
taka djarfarákvarðanir...
Það fyrsta sem Oli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, gerði þegar hann fluttist til Egypta-
lands var að taka svokallað kamel-ökupróf. Öllum á óvart
fúxaði Óli með lítilli sæmd og hverju sem leið þrálátum
bænarskjalasendingum til Hosni Mubaraks forseta var hon-
um ekki veitt annað tækifæri til að taka prófið.
Telur þú að Dagblaðið í Tævan (The United Peoples Daily) hafi rangt eftir forseta íslands?
Þráinn Gunnlaugsson,
dyravörður:
Ég tel að það sé ekkert mark
takandi á þessu liði í Tævan.
Birna Anna Björnsdóttir,
nemi:
Já, að sjálfsögðu treystí ég orð-
um Vigdísar forseta.
Hulda Björk Garðarsdóttir,
verslunarmaður:
Ég treysti orðum forsetans fúll-
komlega.
Lára Aðalsteinsdóttir,
verslunarmaður:
Þetta er orðamisskilningur.
Ari Allansson, smur-
brauðsdama:
Að sjálfsögðu. Það hefur orðið
einhver misskilningur milli
blaðamanns og forsetans.
v i t i m e n n
Lömbin þagna.
Frásögn Noröurslóöar af riöuveiki
á Tjörn í Svarfaðardal.
Aðkoman var hryllileg.
Ibúðin var í rusL
íbúi í Vesturbænum um innrás sex starra
í íbúö hans. Mogginn í gær.
Hræsni heimsins ríður ekki við
einteyming. Um fátt fólk í fréttum
er meira rætt en hin sjálfsögðu
og eðlilegu skyndikynni g
skyndisamfarir breska leikarans
og (júfmennisins Hughs Grants
og iituðu gleðikonunnar Divine
Brown í Los Angeles nú nýverið.
Magnús H. Skarphéöinsson, dýra- og
mannvinur, bauð lesendum DV uppá óvænt
sjónarhorn á „óheppni" Hugh Grant.
Sjálfsagðara en allt sem sjálfsagt
er er fyrir þá sem ekki eiga nægan
kost á samförum (að eigin mati)
á ógreiddum framboðs- og eftir-
spurnarmarkaði samtímans að
geta keypt samfarir og aðrar þær
kynlífsnautnir og athafnir hvar
sem er og helst hvenær sem er ...
Það eru engin skynsamleg rök
lengur til í dag gegn frjálsum
ástum ... Hvílík hræsni og hvílík
heimska. Áfram Hugh Grant.
Hann er okkar maður!
Sami Magnús í sama DV.
Davíð Oddsson hefði líklega ekki
verið svona ákafur að byggja húsið
ef hann hefði vitað að hann væri
að byggja það fyrir mig!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á skrifstofu
sinni í Ráðhúsinu í viðtali við Mannlíf.
ímynd Kvennalistans var
einfaldlega mjög veik í
síðustu kosningum.
Ingibjörg Sólrún í Mannlífi.
Kratarnir eyða, Jóhann Gunnar
framkvæmir og Ellert borgar.
Fyrirsögn á pistli Oskars Bergssonar
um Hafnarfjaröarmál. Tíminn í gær.
Þú verður uppnuminn af nýju
áhugamáli í kvöld sem mun eiga
hug þinn og hjarta næstu vikurnar.
Ef þú ert að spá í hjónaskilnað er
semsagt rétti tíminn núna.
Stjörnuspá vatnsberans íTímanum í gær.
Framkoma stúlkunnar er allt
í senn; lágkúruleg, heimskuleg
og dónaleg og standa gamanyrði
mín engan veginn undir
ásökunum hennar.
Ævareiöur Þorsteinn Thorarensen
bókaútgefandi að bera af sér ásakanir
Kolfinnu Baldvinsdóttur um rasisma
og Arabahatur. Mogginn í gær.
Vaxandi kreppueinkenni setja
mjög mark sitt á samskipti
Bandaríkjamanna og Evrópu.
Það er afskaplega mikilvægt að
snúið verði af þeirri glötunarbraut.
Úr forystugrein Morgunblaðsins í gær.
Lesendur Alþýðublaðsins kannast vel
við hversu grimmir sálfræðingar geta
oft og tíðum verið í orðum sínum og
athæfi. Sigmund Freud kastaði
þannig Victor Tausk, langefnilegasta
nemanda sínum, útí ystu myrkur eftir
að hafa fyllst tvöfaldri afbrýðissemi í
hans garð: annarsvegar vegna frnrn-
leika hugmynda hans og hinsvegar
vegna ástkonu hans. Svosem nokkuð
dæmigerð viðbrögð lærimeistara í
garð nemenda sem taka þeim fram,
en Tausk var ekki að tvínóna við að
sýna óánægju sína með þennan út-
legðardóm Freud og framdi umsvifa-
laust sjálfsmorð. Þegar Freud heyrði
af dauða fyrrverandi nemanda síns
varð honum að orði: ,Æg sakna hans
ekki í' raun og veru. Mér hafði lengi
fundist hann gagnslaus með öllu -
eiginlega ógn við framtí'ðina." Já,
ekkert vera að skafa utanaf því.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.