Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 ■ Félagið - réttindafélag tvíkynhneigðra og samkynhneigðra - hefur staðið fýrir krassandi listahátíð í Reykjavík síðustu daga. Guðrún Vilmundardóttirátti samtal í gær við Eystein Traustason, einn af forsvarsmönnum þessarar sumarhátíðar Félagsins, um starfsemina, ágreininginn við Samtökin 78, helstu réttindamálin og þörfina fyrir félagsskap sem þennan „ Fordómar gagnvart tvíkyn- hneigðum eru gífuriegir" - „Það hefur skánað eftir að umræðan fór af stað, en tvíkynhneigðir geta setið undir því að vera fordæmdir jafnt af samkynhneigðum sem og gagnkynhneigðum," segir Eysteinn. Félagið - réttindafélag tvíkyn- hneigðra og samkynhneigðra - var stofnað vorið 1993, eftir að útséð var um að tvíkynhneigðir fengju ekki inngöngu í Samtökin ’78. Félögin eru í dag álíka stór, en hvort tekur á málunum á sinn hátt. Undanfama daga hefur Félagið staðið fyrir athyglis- verðri listahátíð í Reykjavík og þanni nokkuð á því borið. tilefni af listahátíðinni Argir dagar spjallaði Alþýðublaðið við Eystein Traustason sem er í forsvari fyrir sumarhátíð Félagsins. Argir dagar í Reykjavík... hvað vak- ir fyrirykkur? „Við viljum vekja athygli á okkar málum. Til að byrja með var hugmyndin sú að ein- ungis félagsmenn tækju þátt, en það fór strax úr böndunum, margir höfðu áhuga á að vera með, og við vorum auðvitað ánægð með það. Við byrjuð- um á að ákveða að eyða ekki krónu í há- tíðina það gekk nokk- urn veginn eftir, og þessi sex daga heima- tilbúna listahátíð lukk- aðist vel. Hátíðin byrj- aði á opnun samsýn- ingar á kaffihúsinu 22. Þar héldum við mest til. Annan daginn lásu níu skáld upp ljóð á sama stað. Mæting var svo góð að nánast horfði til vand- ræða því fólk komst ekki almenni- lega fyrir, en það var rífandi stemmning; yfir sextíu manns á staðnum. Þar var einnig sýndur ein- þáttungur með tveimur leikurum, eft- ir að hitað hafði verið upp með leik- lesinni smásögu. A Sólon íslandus var danssýning, þrír stuttir ballettar. A eftir átti að vera söngdagskrá en söngkonurnar tvær fengu einhverja barka- sýkingu fyrr um dag- inn... en kvöldið bjargaðist. Það var gott að vera með dagskrá á Sólon svona til til- breytingar, til að ein- angrast ekki á 22. Há- tíðinni lýkur með rokk- pönk-tónleikum í Tunglinu næsta fimmtudag. Hljóm- sveitirnar fjórar sem ætla að spila vilja með því sýna samhug með okkar málum. Listahá- tíðin lukkaðist svo vel að mér fmnst líklegt að þetta verði árleg sum- arhátíð. Uppskeran var góð, við fengum mikla umfjöllun í fjölmiðlum og drógum athygli að málstaðnum. Þeir sem fylgdust með uppá- komunum voru alls ekki allir félagsmenn. Það er jákvætt: þetta þarf ekki að vera allt í lokuðum geira. Það er fáránlegt þetta viðhorf að vilja einangra sig í lokaðri kreðsu; ef fólk hefur eitthvað segja þjóðfélaginu er lítið vit í því að ein- angra sig.“ Hvernig stóð á stofnun „Félags- ins, réttindafélags samkynlineigðra og tvíkynhneigðra“ þegar fyrir var virkt félag sem berst fyrir málum samkynhneigðra, „Samtökin ’78“ „Félagið var stofnað í mars eða apríl ’93 eftir tveggja mánaða undirbúnings- vinnu. Astæðan fyrir stofnuninni var lítill hljómgrunnur annars staðar fyrir málefnum tvíkynhneigðra, svo við ákváðum að stofna sér- félag til þess að fræða okkur sjálf, og almenn- ing um tvíkynhneigð og samkynhneigð. Félagið er engum lokað, það geta allir tekið þátt, hvaða nöfnum sem þeir kalla sig. Félagið er stofnað eftir að lengi hafði verið deilt um það innan Samtakanna ’78 hvort tala ætti sérstak- lega um tvíkynhneigð hjá Samtökunum. Það var rætt á mörgum fund- um, en áhuginn virtist vera afskaplega lítill til á að hleypa þessum mál- um að. Viðkvæðið var að þetta atriði skipti ekki svo miklu máli, og myndi líklega flækja umræðuna um mál sam- kynhneigðra. Það var ekki talað gegn neinum sérstökum, en þeir vildu ekki flækja málin með gráum svæðum; þeir vildu halda sig við að hlutimir væm svartir eða hvítir. En okkur fannst sjálfsagt að fyrst að gráu svæðin væm til, væri nauðsynlegt að tala um þau. Það er alltaf til vandræða að reyna að þegja eitthvað í hel. Loksins var kosið um það á aðalfundi, vorið 1993, hvort tala ætti um málefni tví- kynhneigðra eða ekki. Til stóð að breyta lögunum sem vom sanún við stofnun samtakanna, en breytingartillögur um að tvíkynhneigðir, ekki bara þeir sem kalla sig homma eða lesbíur, mættu fá aðgang að samtökunum vom felld- ar. Samkynhneigðir vildu líta þannig á að tvíkynhneigð væri und- anlátssemi. Þetta fannst okkur skrítið, að Sam- tökin væru einhver einkaklúbbur, og því ákváðum við, flutnings- menn breytingartillagn- anna, að ganga út.“ Er Félagið þá stofn- að af því að Samtökin klofnuðu vegna þessa ágreiningsmáls ? „Það er fullsterkt til orða tekið að tala um einhvern klofning, við vomm ellefu sem geng- um út. Það var enginn persónulegur rígur í gangi, heldur í rauninni pólitískur ágreiningur: okkur greindi á um hvemig við viljum haga félagsstarfmu, og hvem- ig við viljum standa að kynningu á okkar mál- um. Það eru samkyn- hneigðir í Félaginu, en enginn tví- kynhneigður í Samtökunum ’78. Á þeim bænum er kveðið á um það í fé- lagslögunum að til að fá inngöngu í Samtökin þarftu að vera hommi eða lesbía; engin grá svæði þar. Við kluf- „Ástæðan fyrir stofnuninni var lítill hljómgrunnur annars staðar fyrir málefnum tvíkynhneigðra, svo við ákváðum að stofna sérfélag til þess að fræða okkur sjálf, og almenning um tvíkynhneigð og samkynhneigð. Félagið er eng- um lokað, það geta allir tekið þátt, hvaða nöfnum sem þeir kalla sig." „Enn eru fleiri sam- en tvíkynhneigðir í okkar félagi; þeir velja Félagið vegna þessa einagrunar viðhorfs Samtakanna, að banna tvíkynhneigðum aðgöngu. Gagn- kynhneigðir geta að sjálf- sögðu gengið í Félagið, og hafa gert það. Málið kemur öllum við, það er spurning um mannréttindi." um ekki félagið, heldur sköpuðum nýjan vettvang. Núna eru tveir hópar í því að flytja sama boð- skapinn, en hvor þeirra gerir það á sinn hátt. Það væri líka ómögulegt fyr- ir okkur að þykjast ætla að vera endalaust í ein- hverri rimmu... við er- um nú með félagsað- stöðu héma sitt hvorum megin við götuna, Fé- lagið á Lindargötu 43 og Samtökin ’78 á númer 46. Maður kemst varla hjá því að fylgjast með svona með öðru auganu hvort það er vel mætt hinum megin... En auð- vitað er allt í góðu. Fyrsta árið var hart deilt á Samtökin í okkar hópi, en svo sáum við að þetta gengi ekki endalaust, ekkert unnið með að eyða púðri í þennan æs- ing, svo það var ákveðið að taka málið út af dag- skrá. Síðustu tvo ár hef- ur málið því ekki verið til umræðu, við erum alls ekki sammála, og litlu hægt þar við að bæta. Þegar kemur að því að við þurfum að gera eitthvað saman, eins og að skipuleggja réttindagönguna síðasta laugardag, þá taka báðir aðilar þátt með heilum hug.“ Hvernig gekk frels- isgangan fyrir sig síð- asta laugardag? „Ekki nógu vel; fyrir tveimur árum, þegar við gengum í fyrsta skipti komu svona sex- tíu manns. Árið eftir var einhver fjölgun, en ekki jafnmikil og við höfðum vonað. í ár komu ekki nema fimm- tíu - áhuginn hefur minnkað, það var nýja- brumið sem heillaði. Það er auðvitað ekkert auðvelt að rjúka út á götu með fána sér í hönd til að auglýsa kynhneigðina." „Réttindafélag“, er efst á dagskrá hjá Fé- laginu að berjast fyrir auknutn réttindum sam- og tvíkyn- hneigðra? „Við vorum lengi að velta fyrir okkur nafn- inu Félagið - réttinda- félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Það sem varð ofan á er í rauninni soðið saman úr mörgum tillögum. Nafnið er kannski villandi, því aðalatriðið hjá „Það er þörf á okkar starfi, ein- angrunin er allt of mikil, og það á jafnt við um samkynhneigða og tvíkyn- hneigða. Þó hef- ur umræða um mál samkyn- hneigðra verið, lengur til staðar í þjóðfélaginu, þau eru því bet- ur kynnt og frek- ar viðurkennd. Margt hefur áunnist, en við höfum enn nóg að vinna." okkur er ekki að berjast fyrir réttind- um okkar, heldur að ýta á eftir því að umfjöllunin sé í gangi, að málefni tvíkynhneigðra gleymist ekki. For- dómar gagnvart tvíkynhneigðum eru gífurlegir. Það hefur skánað eftir að umræðan fór af stað, en tvíkyn- hneigðir geta setið undir því að vera fordæmdir jafnt af samkynhneigðum sem og gagnkynhneigðum. Staðan er ekki jafnslæm og fyrir þremur árum síðan, fáfræðin var alveg gífurleg, en við eigum langt í land.“ Hvað er Félagið stórt og hverju fœr það áorkað? „Félagaskráin okkar telur hundrað og tuttugu manns, en ég sé aldrei svo marga starfa á vegum félagsins. Virkir félagsmenn á hverjum tíma eru líklega svona tuttugu, en sá hópur er síbreytilegur. Við límm á félagið sem tæki til að kynna ákveðin lífs- viðhorf. Við viljum hafa gott sam- band við fjölmiðla, og látum í okkur heyra ef við höfum ákveðnar skoðan- ir á einhverjum málum. Við höfum haft samband við opinbera aðila til að benda þeim á hluti sem okkur finnast miður fara í þjóðfélaginu. Ekki svo að skilja að þeir hlaupi upp til handa og fóta til að þóknast okkur, en við höfum þó gert eitthvað með að minna á tilvist okkar. Allra mikil- vægast er að fræða fólk um okkar mál. Nemendafélög hafa haft sam- band við okkur, við komum og kynn- um okkar viðhorf. Það er hollt fyrir fólk að kynnast mismunandi lífsmát- um, mismunandi sjónarhomum." Hvernig er Félags-hópurinn sam- settur? „Enn eru fleiri sam- en tvíkyn- hneigðir í okkar félagi; þeir velja Fé- lagið vegna þessa einagrunarviðhorfs Samtakanna, að banna tvíkynhneigð- um aðgöngu. Gagnkynhneigðir geta að sjálfsögðu gengið í Félagið. og hafa gert það. Málið kemur öllum við, það er spurning um mannrétt- indi. Þess er ekki krafist af meðlim- um í Amnesty International að þeir séu pólitískir fangar! Þú stofnar ekki mannréttindafélag og neitar svo fólki um aðild. Samtökin ’78 hafa svo sannarlega velt Grettistaki, það tekur það enginn af þeim... en við viljum haga málum á annan veg. Við viljum vinna að okkar málum með eins kon- ar grasrótaryfirbragði: þó að það sé kannski ekki skilvirkasta leiðin. Það er engin stjóm í félaginu, það er ekk- ert yfirvald, heldur veltur starf fé- lagsins á duglegum félagsmönnum hveiju sinni. Allir félagsmenn mega sitja fundi; og þeir eru alltaf stjómar- fundir. Það fer eftir áhuga á hveijum tíma hvemig gengur. Það er þörf á okkar starfi, einangrunin er allt of mikil, og það á jafnt við um samkyn- hneigða og tvíkynhneigða. Þó hefur umræða um mál samkynhneigðra verið lengur til staðar í þjóðfélaginu, þau eru því betur kynnt og frekar viðurkennd. Margt hefur áunnist, en við höfum enn nóg að vinna.“ ■ Alþýðublaðið ekkijynr viðkvœma

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.