Alþýðublaðið - 06.07.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 fMIIIIMÍDIII 20946. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Um hvað á að sameinast? í Alþýðublaðinu í gær voru birt viðtöl við nokkra af forystumönnum vinstriflokkanna um sameiningu jafnaðarmanna. A síðustu ámm hafa ver- ið gerðar nokkrar tiiraunir í þá vem: og eiga flestar sameiginlegt að hafa byijað með klofningi Alþýðuflokksins. Síðast klauf Jóhanna Sigurðar- dóttir fiokkinn undir því yfirskyni að hún ætlaði að sameina jafnaðar- menn, þótt vitanlega væri ölfum ljóst að særður pólitískur memaður var kveikjan að stofnun Þjóðvaka. Eyðimerkurganga Þjóðvaka er skýr og áhrifamikil áminning um það, að til sameiningar verður ekki stofnað á grundvelli persóna - heldur málefha. Viðmælendur Alþýðublaðsins lögðu reyndar áherslu á þetta atriði. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins sagði: „En það má ekki gerast með flumbmgangi og vit- leysisgangi einsog einatt hefur nú verið. Það á ekki að gerast með yfirlýs- ingum um ekki neitt - sem vekja falskar væntingar. Það á ekki að vera í þeim stíl að nú æth allir að sameinast gegn einhveijum einum án umræðu um hvað það er sem sameinast á um. Þetta verður að vera vitiborin um- ræða og menn verða að fara í stóm málin - þarmeð ágreiningsmálin - af hreinskilni og heiðarleika.“ Jón Baldvin minnir á, að vemlegur ágreiningur er milli vinstriflokkanna í veigamiklum málum: til dæmis sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópumálum. Sameiningarhugsjónin er vissulega gömul og göfug. Sameiningartilraunir hafa hinsvegar allar rannið út í sandinn og verið vatn á myllu stóra hægriflokksins. Þegar menn ætla nú að ræða um sameining- armál er affarasælast að byija á byrjuninni og spyija sem svo: Um hvað geta menn sameinast? Fréttaskvrandinn í Litháen Davíð Oddsson forsætisráðherra er á faraldsfæti. Nú er hann staddur í Namibíu en um síðustu helgi var hann í opinberri heimsókn í Litháen, fyrstur íslenskra forsætisráðherra. Allir vita að íslendingar léku lykilhlut- verk þegar Eystrasaltslöndin þijú - Eistland, Lettland og Litháen - losn- uðu undan ógnarhrammi kommúnismans. Þar vó frumkvæði þáverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, þyngst. Fyrir vikið hafa íslendingar öðlast sérstakan sess í huga Eystrasaltsþjóðanna. Nú er það að vísu svo, að forsætisráðherra hefúr ekki sérstakan áhuga á alþjóðamálum og býr heldur ekki yfir mikilli orðgnótt þegar kemur að erlendum tung- um. Eigi að síður hefðu menn ætlað, að Davíð Oddsson hefði eitthvað að segja íslendingum af heimsókn til náinnar vinaþjóðar. Öðm nær. Davíð Oddsson lét að vísu taka við sig símaviðtöl frá Viln- íus, höfúðborg Litháens, en þau snemst um alls óskylt mál: nefúilega nýja meirihlutann í bæjarstjóm Hafnarfjarðar! Forsætisráðherra taldi mála biýnast að skýra ffá því að Jóhann G. Bergþórsson sé ómögulegur maður, og að það sé skylda allra góðra sjálfstæðismanna að beijast gegn meiri- hlutanum sem helmingur bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna á aðild að. Menn geta vitaskuld deilt um það, hversu smekklegar árásir forsætis- ráðheira era á lýðræðislegan meirihluta í einu stærsta bæjarfélagi lands- ins. En það er raunalegur vitnisburður um þekkingu og viðhorf Davíðs Oddssonar til alþjóðamála að ekkert skyldi bera á góma í viðtölum ffá Litháen annað en bæjarmál í Hafúarfirði. Fánaleg lög Á fimmtudagskvöld í síðustu viku mættu tveir vörpulegir lögregluþjón- ar á frumsýningu hjá Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, vopnaðir mynda- vél og upptökuvél. Lögregluþjónamir mættu að undirlagi embættismanns í forsætisráðuneytinu, sem fann ekkert betra við líf sitt að gera þennan dag en klaga undan ljósmyndum í blöðunum af leikkonu sýningarinnar sem sveipaði sig íslenska fánanum. íslensku fánalögin em eitt dæmi af mörgum um úrelt og bjánaleg lög. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, sem að sönnu hefúr ekki verið mjög aðsópsmikill í þingsal, tók málið upp á síðasta kjörtímabili með afar sannfærandi rökum og lagði til að lögunum yrði breytt, meðal annars í því skyni að ffamleiðendur geti notað íslenska fánann á umbúðir sínar. Málið var ekki afgreitt og því geta iðjulítið möppudýr att lögreglunni á leikara og gert kröfur um ritskoðun á listaverkum. Þetta era ólög. ■ Kynþættir og málfrelsi Um daginn vakti Hrafn Jökulsson ritstjóri athygli á greinaflokknum „Lífríki og lífshættir“ eftir Jón Þ. Ámason. Greinar þessar birtast reglu- lega í Morgunblaðinu og em nú orðn- ar 130 talsins. Greinaflokkurinn er jafnan auðkenndur með sérstökum haus og ramma og líkist ritstjómar- efni miklu fremur en tilfallandi að- sendum greinum. Vandinn er sá að greinar þessar em oftar en ekki gegn- sýrðar kynþáttafordómum, enda höf- undurinn gamall nasisti, eins og Hrafn benti á. Og nú kemur upp í hugann áleitin spurning: hver er ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins? Pallborðið | Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar Þessi spurning er ekki ný af nál- inni. Blaðaskrif urðu fyrir nokkru í framhaldi af greinum Magnúsar bónda í Grímsnesi í Morgunblaðinu, sem dásamaði hinn norræna kynstofn og vildi að Islendingar hættu að taka við innflytjendum af öðmm kynstofn- um. Töldu þá ýmsir að ritstjórar Morgunblaðsins hefðu ekki átt að ljá Magnúsi rými í blaði sínu. Minnis- stætt er úr þeirri umræðu þegar minnt var á að málfrelsið næði ekki til þess að hrópa „Eldur!“ í troðfullu leikhúsi. Þá hefúr Þorsteinn Guðjónsson nokk- ur ritað allmargar Velvakandagreinar þar sem meðal annars hefur verið dregið í efa að gasklefamir hafi verið til. Nú síðast skrifaði einhver hstamað- ur, hvers nafni ég flýtti mér að gleyma, búsettur í Kaupmannahöfn, grein í Mogga á móti ESB þar sem rökstuðningur var að mestu leyti á þeim nótum að vemda þyrfti íslenskt þjóðemi og okkar ágæta kynþátt fyrir útlendingum. Eg er þeirrar skoðuriar að ritstjórar Morgunblaðsins hafi brugðist sið- ferðilegri ábyrgð sinni gagnvart les- endum með því að birta þessar grein- ar og aðrar svipaðs efnis. Eg vil ekki takmarka mál- eða prentfrelsi og tel að Magnúsi, Jóni og Þorsteini eigi að vera fijálst að birta skoðanir sínar á prenti eða með öðr- urn hætti, enda ábyrgist þeir skrif sín fyrir dómi, eins og gert er ráð fyrir í íslenskum lögum og stjórnarskrá. Þeim kumpánum á til dæmis að vera ftjálst að gefa út tímarit eða bæklinga og dreifa að vild. Boð og bönn stoða lítt til að forða þjóðinni frá vitlausum skoðunum; það gerir aðeins öflug og viti borin umræða og góð almenn menntun. En margt er siðlaust þótt það sé löglegt. Ritstjórar stærsta og áhrifa- mesta dagbláðs þjóðarinnar bera mikla faglega og siðferðislega ábyrgð. Þeir velja á hverjum degi það efni sem kemst á síður Morgunblaðs- ins. Þeir meta fréttir og atburði, þeir velja verkefni handa blaðamönnum Mogginn og pólitíski piparkariinn Suður í Kópavogi \>ýx roskinn stjóramálaforingi, og á víst að minnsta kosti eitt íslandsmet: 57 ár eru liðin síðan opinberum afskiþtum hans af stjórnmálum lauk. Þessi sjö ár og fimm tugi ára hefur hann hvergi hvikað frá skoðunum sín- um, einsog ráða má af dálki nokkrum sem hann heldur út í dagblaði hér f bæ, og þessvegna er ekki að vita nema einn góðan veðurdag stígi hann aftur inná vettvang íslenskra stjórnmála: al- búinn að leiða þjóðina á vit gifturíkrar framtíðar. Lesendur góðir, auðvitað erum við að tala um Jón Þ. Árnason, gamlan nasista, greinahöfund og blaðainn- flytjanda. Hið ariska Þýzkaland og við Látið ykkur ekki bregða: Jóni Þ. Einsog gengur | Lffríki og lífshœttir CXXX. Morgunblaðið 27. júní 1995. Jökulsson er, Himmler, Göring, Göbbels...) En hvað er verið að nudda gömlum heiðursmanni í Kópavogi uppúr því að hafa fyrir 60 árum veðjað á vitlaus- an hest? Voru ekki ýmsir valinkunnir sómaborgarar hallir undir skiltamálar- ann frá Austuiríki? M£Li?að-ffl: .gkki ætlan y<?r að lcm- „Lesendur góðir, auðvitað erum við að tala um Jón Þ. Áma- son, gamlan nasista, greinahöfund og blaflainnflvtianda „Lýðræðið er viðkvæmt stjórnfyrirkomulag og þarf stöðuga aðhlynningu ... Kynþáttahyggjan er andstæð leikreglum lýðræðisins og grund- vallarmannréttindum. Og meira en það: hún er stórhættuleg lýðræði og mannréttindum. Það er því siðferðileg skylda okkar sem berum lýð- ræði og mannréttindi fyrir brjósti að sporna við henni eins og við getum ... Og þar eru rit- stjórar Morgunblaðsins ekki undanskildir." sínum, þeir hafna ósiðlegum auglýs- ingum, klámi og æmmeiðingum, og þeir biðjast afsökunar ef þeir hafa fyr- ir mistök birt rangar fullyrðingar eða aðdróttanir. Lesendur treysta þessu mati biaðsins. Morgunblaðið birtir ekki hvað sem er umhugsunarlaust. Á því byggist þetta traust. En svo ljær Morgunblaðið rými undir greinar og greinaflokka þar sem kynt er undir kynþáttafordómum. Ritstjóramir segja kannski sem svo: Þetta eru skoðanir eins og hverjar aðr- ar og eiga að fá að heyrast. Við getum ekki farið í manngreinarálit; okkar er ekki að velja og hafna fyrirífam, held- ur birta ailar hliðar máls. Ef við birt- um ekki þessar greinar, hvar liggja þá mörkin? Við þessu er márgt að segja. I fýrsta lagi: kynþáttafordómar em ekki skoðanir eins og hver önnur skoðun. Kynþáttafordómar em miklu fremur andlegt ofbeldi en skoðun. Þeir sem sjá heiminn með gleraugum kynþáttafordómanna hafna jafnræðis- reglum og gmndvallarmannréttindum lýðræðisþjóðfélagsins. Þeir vilja að fólk sé flokkað og við það skipt eftir eiginleikum og útliti sem það hefur enga stjóm á og fær engu um ráðið. Hvaða gildi hefur slíkur málflutning- ur? Mitt svar er: minna en ekkert. Að tala um kynþáttafordóma eins og hverja aðra almenna stjómmálaskoð- un ber vott um siðblindu. f öðru lagi: ég vil ekki banna að kynþáttafordómar „fái að heyrast"; það tel ég óframkvæmanlegt og reyndar ólíklegt til árangurs. Það sem ég hef á móti er að Morgunblaðið taki upp á sína arma að láta þá heyrast. Þar tel ég, eins og áður sagði, að rit- stjórarnir hafi brugðist. Löglegt er eitt, en siðlaust er annað. Það er ekki alltaf hægt að skjóta sér bak við laga- hyggjuna, þótt það sé lenska. I þriðja lagi: Kynþáttafordómar verða ekki birtir undir því yfirskini að verið sé að fjalla um „allar hliðar málsins". Með því er sagt að þessi umræða sé eins og hver önnur rök- ræða milli talsmanna tveggja sjónar- miða, þar sem báðir hafa nokkuð til síns máls. Það á ekki við í þessu til- viki. Kynþáttahyggjan hefur enga hugsanlega jákvæða hlið, ekkert gildi fyrir hag mannkyns. Af henni má ekkert læra annað en það að hún leiðir af sér mannhatur og hörmungar. Það er allt of algengt að lýðræði sé tekið sem gefnum hlut. Ekkert er ijær sanni. Lýðræðið er viðkvæmt stjöm- fyrirkomulag og þarf stöðuga að- hlynningu. Meðal annars styðst það við fjölda skráðra og óskráðra leik- reglna. (Dæmi um skráða leikreglu sem fáir vita um: í kosningalögum er bannað að bera fé á kjósendur eða r lofa þeim beinurn fjárhagslegum ávinningi ef þeir kjósi tiltekið fram- boð.) Kynþáttahyggjan er andstæð leikreglum lýðræðisins og grundvall- armannréttindum. Og meira en það: hún er stórhættuleg lýðræði og mann- réttindum. Það er því siðferðileg skylda okkar sem bemm iýðræði og mannréttindi fyrir brjósti að sporna við henni eins og við getum. Og þar em ritstjórar Morgunblaðs- ins ekki undanskildir. Höfundur er kerfisfræðingur og situr í stjórn Fé- lags frjálslyndra jafnaðarmanna. a 9 a t a 1 6 . j j ú 1 í Atburðir dagsins 1535 Enski stjómmálamaðurinn og rithöfundurinn Thomas More hálshöggvinn, samkvæmt fyrirskipun Hinriks VIII, fyrir að samþykkja ekki forræði kon- ungs yfir kirkjunni. 1809 Píus VII páfi handtekinn fyrir að bannfæra Napóleon. 1893 Franski rithöfundurinn Guy de Maupassant deyr á geðveikra- hæli. 1988 166 menn farast í sprengingu á olíuborpalli á Norðursjó. Afmælisbörn dagsins Maximilian austurrískur erki- hertogi, 1832. Dalai Lama trú- arleiðtogi Tfbeta og Nóbels- verðlaunahafi, 1935. Vladimir Ashkenazy píanósnillingur, 1937. Sylvester Stalione snill- ingur, 1946. Orð dagsins Tíminn vinnur aldrei á elzlu kynningunni, ellin frnnur ylinnfrá œsku-minningunni. Jón S. Bergmann. Tónlistarmenn setjast ekki í helgan stein: þeir hætta þegar engin músík er eftir í þeim. Louis Armstrong, jazz-snillingur, sem dó þennan dag áriö 1971. Málsháttur dagsins Ekki dugir ófreistað. Annálsbrot dagsins Kom sú forordning, sem aftók opinbera aflausn fyrir legorðs- sakir, en þess í stað skyldu slíkir brauð. Höskuldsstaðaannáll, 1770. Grautur dagsins Gísli fékkst seinna við forn- fræði, las ákaflega mikið og gleypti í sig grautarlegan lær- dóm, en gat ekki gert neitt vera- legt verk úr neinu. Benedikt Gröndal um Gísla Brynjúlfsson; Dægradvöl. Skák dagsins Nú lítum við á skemmtilega fléttu frá Sankti Pétursborg. Staðan kom upp í fyrra millum tveggja Rússa, stórmeistarans Aseevs (2530 ELO-stig) og al- þjóðameistarans Nevostruevs (2425). Hvítur á leik og notfærir sér að hvítu mennimir em reiðu- búnir til árásar á illa varið vt'gi svarta kóngsins. Hvað gcrir hvítur? 1. Bxh7+! Kxh7 2. Rg6! Bxf2+ Svarta drottningin var í upp- námi. Samanber: 2. ... Dc6 3. Dh5+ Kg8 4. Dh8 mát. 3. Hxf2 Dc5 4. Be3 Da5 5. b4 Ne- vostmev gafst upp enda bjargir bannaðar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.