Alþýðublaðið - 06.07.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 Cynthia Payne og Screaming Lord Sutch í einlægu viðtali um vináttu sína Cynthia Payne, 64 ára, fæddist í Bognor. Árið 1980 sat hún af sér fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að reka vændishús. Cynthia hefur verið umfjöllunarefni tveggja kvikmynda, Personal Services og Wish You Were Here. Árið 1988 bauð hún sig fram í bresku þingkosningum undir merkjum The Payne and Pleasure Party-sem á íslensku gæti útlagstsem Þjáninga- og unaðsflokkurinn... Cynthia Payne náði því miður ekki kjöri á þing. David Sutch, 54 ára, er leiðtogi Official Monster Raving Loony Party-Opinbera og skrýmslislega brjálæðingaflokksins (?) - og hefur gengt leiðtogahlutverkinu lengur en nokkur annar foringi stjórnmálaflokks á Bretlandi. Hann bauð sig fyrst fram til breska þingsins 22 ára gamall árið 1963 og hefur frá þeim tíma boðið sig fram í alls 37 þingkosningum og aukakosningum. David Sutch býr einn í London og á einn son, hinn tvítuga Tristan. Cynthia Payne Þegar ég losnaði úr fangelsi árið 1980 benti ein vinkona mín í blaða- mannastétt mér á, að ég ætti að reyna fá kynlífslögunum breytt. Hún sagði að besta leiðin til að gera það væri að bjóða sig fram til þings og ef Scream- ing Lord Sutch gæti gert það, þá gæti ég líka gert það. Auðvitað kannaðist ég strax við nafnið hans, en vissi svo- sem ekki mikið um kappann. Það var ekki fyrren árið 1988 sem ég hitti Sutch í fyrsta skipti í eigin persónu því að þá bauð ég mig fram í aukakosn- ingunum í Kensington sem ffambjóð- andi eigin flokks, The Payne and Pleasure Party. Einn daginn í kosningabaráttunni stóð ég síðan á aðalgötunni í Kensing- ton og var í miðju sjónvarpsviðtali þegar bijálaður náungi með pípuhatt stökk skyndilega fyrir framan sjón- varpsmyndavélamar. Ég var frekar pirruð á þessari ffamkomu og spurði næstu manneskju: „Hver í ósköpunum er þetta?“ Kosningastjórinn minn svaraði að bragði: „Þetta, Cynthia, er Screaming Lord Sutch." Hann sá strax að ég var fúl yftr atvikinu þannig að hann lét sig hverfa, en sneri tilbaka hálftíma síðar og við fómm að spjalla saman. Ég held að Sutch haft verið að reyna sleikja mig upp því hann vissi, að ef Cynthia Paype myndi bjóða sig fram til þings myndi hann fá góða auglýsingu útúr því sömuleiðis. Kosn- ingamar og úrslit þeirra vom frábær. Ég fékk 400 atkvæði, en hann í kring- um 193 atkvæði - svipað og hann hlýtur venjulega. Hveiju sem því h'ður þá urðum við vinir uppfrá þessu. Þegar ég kynntist Sutch fyrst var ég hálfgáttuð á honum. Ég hef hitt margt vemlega undarlegt fólk yftr ævina, en enginn þeirra kom- ist í hálfkvisti við hann í furðulegheit- um. Ég hef lært mikið af Sutch um popptónlist því hann er með svona rokksýningar á krám og í klúbbum og aflar sér þannig lífsviðurværis. Hann hefur komið mér í kynni við mikið af góðri tónlist. Sutch er í gmnninn ham- ingjusamur og skemmtilegur gaur; þegar hann kemur inná krá eða inná einhvem stað kemur hann öllum um- svifalaust til að hlæja. Hann segir þessa undirfurðulegu brandara og venjulega þarf ég að heyra þá nokkr- um sinnum áður en ég skil þá, en þá fer ég líka að skellihlæja. Sutch hefur aldrei staðið í því að elta hvert pils í augsýn - hann er ekki einsog svo margir karlmenn sem em hreinlega á konuveiðum allan liðlangan daginn. Hann hefur heldur aldrei viljað giftast eða neitt þvíumlíkt þrátt fyrir að hann hafi auðvitað átt margar yndislegar vinkonur. Hann er gjörsamlega hugfanginn af öllu þessu kosninga- og framboðs- vafstri. Hann elskar það af öllu hjarta. Og Sutch er stórkostlegur því hann kemur frá lágstéttarfjölskyldu og ég dáist að því hvemig hann ákvað einn daginn að sanna sjálfur fyrir fólki, að hver sem er gæti boðið sig fram í þingkosningum. En hann er alltaf seinn fyrir. Seinn til alls og ég get orð- ið alveg brjáluð útaf því. Skömmu eft- ir að ég kynntist Sutch bauð ég honum heim í kringum 19:30 og hann mætti á miðnætti. Það var afar dæmigert. Hann hefur alls ekkert tímaskyn eða auga fyrir tímasetningum atburða. Og ég held að það hafi verið risastór áhrifavaldur á allan hans stjómmála- feril. Ég held að Sutch hefði komist á toppinn ef ekki væri fýrir kolbrenglað tímaskynið. Ég held að Sutch haft líkað vel við mig því hann vissi að ég vildi ekki þekkja hann einungis vegna þess að hann var frægur. Töluvert margir vilja láta sjá sig með Sutch af þeirri ástæðu einni; hann fær svo mikla athygli hvert sem hann fer. Ég vissi hinsvegar að hann þarfnaðist ekki slíkrar fram- komu af minni hálfu og gat því slakað rækilega á í nærveru minni. Og hann kemur hingað í heimsókn til mín og við spjöllum saman í rólegheitunum. Ég held að við Sutch eigum það helst sameiginlegt, að við vitum fátt skemmtilegra en að hneyksla fólk. Hann er með nokkurskonar hryllings- atriði um Kviðristu-Kobba sem hann fer með á krár og klúbba og hneykslar fólk með. Ég geri ráð fyrir að sumt fólk fmnist ég að mörgu leyti hneyksl- anleg. Ég hafði sérstaklega gaman af því að hneyksla fólk þegar ég var lítil stelpa. Ég gerði það gjaman sem bam og unglingur að draga niðumm mig nærbuxumar í garði foreldra minna og sýna nágrönnunum rassinn eða jafhvel dansa kviknakin um túnblettinn. Og nágrannamir vom hneykslaðir. Sutch hefúr enn afskaplega gaman af því að hneyksla fólk þó að ég sjálf sé nokkuð viss um að vera laus við þessar til- hneigingar í dag. Eitt er það sem ég kann best við í fari hans og það er þessi náttúrulega gáfa til að kæta fólk og koma því í gott skap. Hann er trúður; kemur öll- um til að hlæja og það þótt hann sjálf- ur sé í þunglyndiskasti. Og Sutch er ótrúlega snöggur að kveikja á leikara- skapnum og gríninu; maður nær varla að slíta hann frá áheyrendunum. Ég tek hann oft með á fínar fmmsýningar sem fylgdarmann minn, en hann er ekki Iengi í fylgd minni því jafnskjótt og hann er mættur á staðinn hverfur hann á braut til að koma öllum um- hverfis sig að hlæja. Það er eitthvað svo bamslegt við hann. Auk þess get ég ekki afborið félagsskap manna sem drekka og Sutch snertir ekki áfengi - bara te og drekkur svona tuttugu bolla af því uppá hvern einasta dag. Ég kalla hann Sutch, en ekki David því þegar ég hélt veislumar í gamla daga var ég vön að kalla gestina með ættar- nöfnum þeirra til að ég ruglaðist ekki á öllum þessum náungum sem hétu annaðhvort David, Robert eða John. Ef ég á að vera fullkomlega heiðar- leg held ég, að ég sé betri vinur hans en hann minn. En þegar ég veiktist al- varlega árið 1989 og átti fyrir höndum erfiðan uppskurð sem ég skelfdist gríðarlega mætti hann galvaskur á sjúkrahúsið og gladdi mig ósegjanlega mikið með fíflaskapnum í sér. Þetta var ómetanlegt á svona hræðilegu tfmabili. Sutch hjálpaði mér þannig við að komast yfir þunglyndið, nokk- uð sem engum öðmm karlmanni hefur tekist. Hann er mjög nærgætin sál. En það er eitthvað hálf yfirnáttúrulegt við hann - eitthvað sem ég get ekki alveg neglt niður. Ég kann ofboðslega vel við sérvitra menn og konur og fólk segir einnig að ég sé hálf sérvitur. Ég hef hinsvegar miklu meira viðskipta- vit en Sutch. Yfir heildina litið emm við sennilega ágætt par: tvær svona sérvitrar manneskjur. Ég hitti hann enn mjög oft. Annaðs- lagið fer ég útað versla með honum - kannski á Portobello-markaðinn eða eitthvað svoleiðis - og hann segir ósköp vandræðalegur: „Heyrðu, ég þarf rétt að skreppa inní þessa verslun þarna. Verð bara mínútu." Þremur klukkustundum síðar stend ég enn í sömu sporunum og ekkert bólar á Sutch. Hann er bilaður. Hvernig myndi líf mitt vera án hans? Allavega miklum mun rólegra. Það er afturám- óti alltaf eitthvað mikið og afskaplega áhrifamikið að gerast í lífi hans og ef ég myndi aldrei framar hitta hann þá myndi ég sakna þessa hamagangs heil ósköp. ■ Screaming Lord Sutch Ég hitti Cynthiu fyrst í kringum aukakosningamar í Kensington. Við vomm í sömu andrá stödd í áróðurs- skyni á aðalgötunni og rákumst bara á hvort annað. Vitaskuld vissi ég hver hún var vegna allrar umfjöllunarinnar sem hún naut á þessum tfma. Við mættumst, spjölluðum smástund og létum síðan taka myndir af okkur saman. Það var dáh'tið skrýtið hvemig þetta kom allt saman til, en um leið og við hittumst réðumst við hálfvegis að hvort öðm og uppgötvuðum um leið og við kunnum bara rækalli vel við hvort annað. Cynthia sakaði mig um að reyna stela kastara sviðsljóssins frá sér, en í dag nýt ég miklu meiri at- hygli en hún - þannig að þetta hefur gengið upp og niður hjá okkur í gegn- um tíðina. Ég hélt fyrst að Cynthia væri dæmi- gerður vingull, loftkennd kona með ótakmarkað skopskyn og gleðigandur hinn mesti þannig að ég gat vel ímyndað mér hana reka vændishúsin sín í þessum gamla og góða mellu- mömmustíl. Síðan komst ég að því að hún tók inní vændishúsaveislurnar síhar allar stærðir og gerðir af körlum og konum, jafnvel fólk í hjólastólum. Cynthia var í þá tíð kölluð Freddie Laker (hinn breski Jóhannes í Bónus) kynlífsins vegna þess að öll hennar starfsemi var rekin á neytendavænum spottprís. Eitt stykki vændiskona og allt það sem maður gat étið og drukkið kostaði hlægileg 20 pund (2.000 krón- ur) sem óneitanlega þótti frekar lítill peningur fyrir svo góða skemmtun. Mér fannst Cynthia rosalega fyndin persónuleiki og okkur kom afar vel saman þannig að við gerðum náttúr- lega svolítið af þvf að troða upp saman. Ég hélt sigurveislu nóttina fyrir kjördag ásamt hljómsveit minni, Screaming Lord Sutch and the Sava- ges, og Cynthia mætti á staðinn og tók fullan þátt í fjörinu. Ég held ávallt sig- urveislu nóttina fyrir kjördag. Hún fékk fleiri atkvæði en ég og ég var verulega fúll yfir því vegna þess að hún gerði ekkert annað en að herma eftir mér - að bjóða sig fram til þings og allt það - og vegna þess að hún fékk svo mikla fjölmiðlaathygli útaf kynlífsveislunum sem hún hélt. En nú hef ég jafnað mig fullkomlega á þeim vonbrigðum og tekið sjálfan mig og flokkinn saman í andlitinu: fæ nú allt- af á milli 600 og 800 atkvæði. I Rotherham fékk ég meira að segja tæplega 1.200 atkvæði þannig að við erum augljóslega að færa okkur núna yfir í þungavigtardeildina. Eftir að Kensington-aukakosning- unum lauk var stjömum prýdd veisla haldin á skemmtistaðnum String- fellows, við Cynthia ræddum þar mik- ið saman og náðum prýðilega vel til hvors annars. Hún álpaðist þar hins- vegar til að segja mér hversu frábær kosningastjórinn sinn, Gloria, væri og í næstu kosningum gerði ég mér auð- vitað lítið fyrir og stal frá henni kosn- ingastjóranum. Gloria stóð sig með prýði og þökk sé henni fengum við helling af atkvæðum. Cynthia er fi'n til að hlæja með og gera grín, en það er gjörsamlega ómögulegt að segja henni brandara. Maður kemur að fyndna hlutanum í brandaranum og Cynthia starir bara á mann skilningsvana augum. Það er ekki bara mínir brandarar sem fara svona skakkt í hana, það skiptir nefni- lega nákvæmlega engu máli hver segir henni brandara. Ég hef reynt að ganga í augun á henni með því að fá fólk sér- staklega til að segja henni hrikalega fýndna brandara. Sögumaðurinn kem- ur st'ðan að fyndna hlutanum og bíður í ofvæni eftir að Cynthia skelli uppúr, en það gerist ekki. Andlitið er alveg svipbrigðalaust því hún nær ekki fyndninni. Jafhvel dónalegir brandarar fara fyrir ofan garð og neðan hjá henni. Meira að segja þegar maður út- skýrir brandarann í smáatriðum þá skilur hún ekki fyndnina. Aldrei. Ég veit ekki afhveiju. Ég fer á margar fi'nar kvikmynda- frumsýningar með henni; ég virkilega nýt þess og það er langoftast tilkynnt í blöðunum daginn eftir að við höfum mætt á svæðið - blöðin kalla okkur yfirleitt ,JFurðuparið frábæra". Það sem mér finnst einna skemmti- legast við Cynthiu er að hún hittir mjög oft ákaflega frægt og umtalað fólk, en hefur ekki græna glóru um hver þau eru vegna þess að hún fylgist ekkert með fjölmiðlunum. Stundum er hún kynnt fyrir einhverri risastórri kvikmyndastjömu á borð við Harrison Ford og hún hefur aldrei heyrt á manninn minnst. í kvöldverðarboðum kemur fræga fólkið til Cynthiu og bið- ur náðarsamlegast um eiginhandarárit- un hennar og hún spyr blásakleysis- lega á móti hvernig nöfn þessa fræga fólks séu stöfuð. • Einu sinni var ég staddur heima hjá Cynthiu og hún fékk símhringingu frá einhveijum náunga sem sagðist endi- lega vilja bjóða henni í veislu þarsem faðir hans væri gríðarmikill aðdáandi hennar. Þessi náungi sagðist ætla senda eftir henni í li'mósínu ef hún væri til í veisluna. Cynthia sagði hins- vegar: „Og hver ert þú, með leyfi að spyrja?" Hann sagði: „George Michael." Hún sagði: „Ég hef aldrei heyrt þín getið, góði minn. Vertu blessaður." Að þessum orðum sögð- um lagði hún símtólið á. Ég gat ekki trúað henni þegar hún sagði mér hver hefði verið að hringja. Ég sagði Cynt- hiu strax að hún bókstaflega yrði að fara því í veislunni yrði statt fullt af frægu fólki - til dæmis Elton John og Paul McCartney. En hún hafði aldrei heyrt um þessa menn áður vegna þess að hún þekkir ekkert til poppheimsins. Ef þú nefnir hljómsveitir einsog Pink Floyd eða Led Zeppelin við hana færðu einungis spurnarsvip á móti. Málið er að Cynthia þekkir bara menn einsog Frank Sinatra og Tom Jones. George Michael var hinsvegar nægi- lega hugaður til að hringja aftur og þrábiðja hana um að mæta í veisluna og loksins gaf hún eftir. Cynthia er virkilega þijósk og skilur þarafleiðandi hlutina oft á versta veg: þann vitlausa. Og það skiptir engu þótt maður útskýri fyrir henni í smáat- riðum hvemig hún hafi gjörsamlega og algjörlega rangt fyrir sér. Hún tek- ur það ekki í mál. Cynthia á það til að halda því fram að Paddy Ashdown sé leiðtogi Ihaldsflokksins og ég segi: ,J4ei, Cynthia, ekki láta svona. Paddy er leiðtogi Frjálslyndra demókrata." Það hrín af henni liíctog vatn af gæs og hún heldur því áfram statt og stöðugt fram að Paddy sé leiðtogi íhalds- flokksins. Þessu er þannig háttað, að hún einfaldlega trúir ekki að hún geti haft rangt fyrir sér. Hvað sem gengur á. Ég held að Cynthiu þyki afar vænt um mig. Henni finnst ég vera skemmtilegur og ólíkur hinum strák- unum. Hún hefur eldað fyrir mig eina og eina máltíð og er vel liðtæk í garð- inum. Ég dáist að þessum hæfileikum hennar. Það eina sem er í raun og vem bogið við Cynthiu er að hún hefur til- hneigingu til að vera öll útötuð í katta- hámm því hún tekur hvem flæking- skött sem á vegi hennar verður uppá arma sfna. Hún hefur að minnsta kosti tuttugu ketti í húsinu sínu. Heimili hennar er í raun og vem kattahótel. Cynthia er mjög væn kona og blíð. Hún getur endalaust hlustað á mig þusa um vandamál mín og við verðum alltaf félagar. Ég hef átt mína góðu og slæmu daga með henni því hún á það til að rífast dálítið í mér og er frekar fhaldssöm í háttemi. En hún er svona aðeins að róast í rifrildisdeildinni. Hvers myndi ég mest sakna ef ég hitti hana aldrei framar? Ekki eldamennsk- unnar, það eitt er víst. En þetta brosandi og hamingjusama andlit... já, ég held ég myndi sakna þess mest af öllu. ■ Byggt á The independent

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.