Alþýðublaðið - 06.07.1995, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Síða 7
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 m e n n i n g „Ég reyni einfaldlega að nýta mér þau A-mynd: E.ÓI. kom heim frá námi í Stokkhólmi eft- ir að hafa unnið árin þar á undan sem offsetljósmyndari - og það útlærður. Sýningin í Listhúsi 39 verður opin virka daga frá klukkan 10:00 til 18:00, laugardaga klukkan 12:00 til 18:00 og sunnudaga 14:00 til 18:00. Sýningin stendur til 20. júlí. ■ Víólutónleikar í Keflavíkurkirkju Bach, Britten, Hind- emith og Brahms Margrét Theódóra I Hjaltested víóluleikari heldur tónleika fl Keflavíkur-kirkju sunnudaginn 9. júh' og hefjast þeir klukkan I 16:00. Flytjendur auk J Margrétar eru píanó- leikarinn Eduard Laurel og Ingvcldur Ýr Jónsdóttir mess- ósópransöngkona. Á tónleikunum I verður boðið upp á | blandaða efnisskrá fyr- prenningin sem treður upp í Keflavíkurkirkju: ir víólu, með verkum Margrét Theódóra Hjaltested víóluleikari, Eduard eftir J.S. Bach, Benj- [_aure| pfanóleikari og Ingveldur Ýr Jónsdóttir amin Bntten Paul messósópransöngkona. Hmdemith og Johann- es Brahms, en verk þess síðastnefhda er samið fyrir víólu og messósópran. Margrét Theódóra stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, lauk það- an burtfarar- og fiðlukennaraprófi árið 1989, og hélt sama ár í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Hún lauk BM-gráðu frá Juilliard skólanum árið 1992 og Mastergráðu vorið 1994 frá Mannes College of Music í New York. Auk þess hefur hún tekið þátt í tónlistarhá- tíðum vfðs vegar um Bandaríkin. Margrét býr og starfar í New York, þar sem hún leikur með ýmsum hljóm- sveitum og kammerhópum, þar á með- al The Opera Orchestra of New York og Long Island Philharmonic. Píanóleikarinn Eduard Laurel nam við University of Texas og Manhattan School of Music í New York. Hann hefur víða komið fram á einleiks- og kammertónleikum, starfar meðal ann- ars við Mannes School of Music, og er eftirsóttur undirleikari á New York svæðinu. Ingveldur Ýr Jónsdóttir nam við Söngskólann í Reykjavík, Tónlistarhá- skólann í Vínarborg og Manhattan School of Music. Hún hefúr tekið þátt i óperuuppfærslum, haldið tónleika hér á landi og víða erlendis, og verður fast- ráðin við óperuna í Lyon í Frakklandi komandi vetur. ■ í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndalistarinnar Félag frönskukennara á íslandi í samvinnu við franska sendiráðið og kvikmyndahús hyggst efna til rit- gerðasamkeppni um franskar kvik- myndir í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndalistarinnar - sem er í ár. Markmið samkeppninnar er að verðlauna nemendur sem náð hafa góðum árangri í frönskunámi sínu og hvetja þá til frekara frönskunáms í framhaldsskólum og stuðla þannig að því að kynna betur franska tungu og menningu hérlendis. Keppninni verður hleypt af stokkunum í sept- ember næstkomandi en þá geta nem- endur farið að sjá franskar kvik- myndir í kvikmyndahúsum, en sjálf samkeppnin ntun eiga sér stað í mars eða apríl. Allir framhaldsskólanem- endur geta tekið þátt, ef þeir uppfylla ákveðin inntökuskilyrði sem verður skýrt nánar frá í haust. Félag frönskukennara á íslandi hélt upp á 20 ára afmæli sitt í nóv- ember síðastliðnum og af því tilefni var Vigdís Finnbogadóttir forseti gerð að heiðursfélaga. Vigdís er menntuð í frönskum leikbókmennt- um og stundaði meðal annars frönskukennslu áður en hún varð for- seti. Hún hefur verið ötull talsmaður R'rtgerðasam- keppni um franskar kvikmyndir Ferðumst aldrei án korta - er slagorð Landmælinga íslands. Landmælingar íslands hafa gefið út nýtt ferðakort af íslandi í mæli- kvarðanum 1:500.000. Kortið er gefið út í hefðbundinni kartonkápu, en um mitt sumar verður það einn- ig fáanlegt í plastpoka ásamt nafna- skrá. Ferðakortið veitir nýjustu upplýsingar um þjóðvegakerfið, veganúmer, vegalengdir og gerð slitlags, auk bestu fáanlega heimilda um slóða á hálendi landsins. Á kort- inu er auk þess að finna upplýsing- ar um gististaði, söfn, sundlaugar og fleira - og á kápu má finna upplýs- ingar um ferðaþjónustu í öllum þéttbýlisstöðum. frönskukennslu og er einn af stuðn- ingsmönnum og málsvörum fransk- íslenskrar orðabókar sem unnin hef- ur verið í samvinnu við félag frönskukennara, íslenska og franska ríkið. Orðabókin er væntanleg á markað í haust. Stjórn félags frönskukennara skipa Petrína Rós Karlsdóttir formaður, Soffía Kjar- an ritari, Guðný Árnadóttir gjald- keri, meðstjórnendur Sigrún H. Halldórsdóttir og Fanný Ingvars- dóttir. ■ Myndlist Breti sýnir í Fold og Þrastarlundi Nú standa yfrr sýningar á verkum enska listamannsins Hugh Dunford Wood í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg og í Þrastarlundi. Wood er fæddur á Englandi árið 1949. Hann nam myndlist við ýmsa skóla í Bretlandi, meðal annars við hin virta skóla Ruskin School of Drawing and Fine Art, svo og í Bras- ilíu, Frakklandi og á Spáni. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Myndirnar sem hann sýnir hér eru landslagsmyndir, gerðar með akrýl- litum. Opið er í Gallerí Fold virka daga frá klukkan 10:00 til 18:00 og laug- ardaga frá klukkan 10:00 til 16:00. Kynningunni þar lýkur 15. júlí en sýningunni í Þrastarlundi þann 16. ■ Klúbbur Listasumarsins - á Akureyri - í kvöld Einu sinni var... - er söngdagskrá Höipu Harðardóttur, Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur og Reynis Jónassonar. í Klúbbi Listasumars Akureyrar í kvöld verður flutt dagskrá sem ber nafnið Einu sinni var.... Söngdag- skráin sem þær Harpa Harðardóttir og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir flytja ásamt harmoníkuleikaranum Reyni Jónassyni, er að mörgu leyti ólík því sem gengur og gerist. I dagskránni er að frnna margar af þeim perlum íslenskrar dægurtónlistar sem urðu vinsælar um miðbik aldar- innar. Lagasmiðimir áttu þá sameigin- legu þörf að túlka tilfmningar og hug- hrif sem þeir urðu fyrir í amstri dags- ins. Fæstir höfðu þeir tónlistina að að- alstarfi og margir komu fyrst fram í tengslum við danslagakeppnir á árun- um í kring um 1950. Þeir áttu það sameiginlegt að semja lög sem þjóðin tók fagnandi. Þeir voru andlegir fagur- kerar og sannkölluð alþýðutónskáld. Flutt verða lög í kvöld eftir Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson, Freymóð Jóhannesson og marga fleiri snillinga. I hópi textahöfunda eru menn á borð við Tómas Guð- mundsson og Kristján frá Djúpa- læk. Söngkonurnar Harpa og Ágústa Sigrún hafa báðar lokið byrtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Þær hafa báðar sungið á tónleikum og tek- ið þátt í óperuuppfærslum, Ágústa Sigrún söng hlutverk Madame Giry í Óperudraugnum hjá Leikfélagi Akur- eyrar árið 1994. Reyni Jónasson þarf vart að kynna en hann er löngu lands- frægur tónlistarmaður. Auk þess að vera organisti í Neskirkju hefur hann leikið margskonar tónlist á harm- ónikku. Hann hefur Ieikið bæði djass og dægurtónlist með tónlistarmönnum á við Szymon Kuran og Bubba Morthens. Tónlistina sem þau flytja í Deigl- unni hafa þau áður flutt við góðar undirtektir í Kaffileikhúsinu í Reykja- vík. Húsið opnar klukkan 21:00 og tón- leikamir heijast klukkutíma síðar. ■ Evrópska kvikmyndasjóðnum Eurimages líst vel á Djöflaeyjuna Friðrik Þór fær 17 millión króna styrk Eurimages, kvikmyndasjóður Evr- ópuráðsins, veitir 17 milljón króna styrk til gerðar kvikmyndarinnar Djöflaeyjan, sem íslenska kvikmynda- samsteypan framleiðir undir stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar kvik- myndagerðarmanns. Framleiðendur í Þýskalandi og Noregi munu einnig vinna að myndinni. Uthlutunin var ákveðin á fundi stjómar Eurimages í Osló hinn 20. júní. Eurimages veitir styrki til sam- starfsverkefna í kvikmyndagerð, sem framleiðendur í þremur eða fleiri Evr- ópulöndum vinna að. Á fundinum í Osló voru lagðar fram umsóknir vegna 40 nýrra kvikmynda frá fram- leiðendum i ýmsum Evrópulöndum. Samþykkt var að styrkja 18 þessara verkeftia. Á fundi stjómar Eurimages í apríl síðastliðnum var einnig samþykktur 17 milljón króna styrkur til kvikmynd- arinnar Agnes, sem Snorri Þórisson Friðrik Þór: Með 17 milljónir í vas- anum frá Eurimages. A- mynd: E.ÓI. framleiðir í samvinnu við aðila í Þýskalandi og Danmörku. Fulltrúi ís- lands í stjóm Eurimages er Markús Örn Antonsson. DAGBLOÐ; TÍMf W Sérstakir gámar hafa verið settir upp undir blöð og tímarit. ■ Söfnun á prentmáli til endurvinnslu Stefnt að 15 þúsund tonna útflutningi í gær hófst söfnun á dagblöðum, tímaritum og öðm prentefni til endur- vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Sér- stakir söfnunargámar hafa verið settir upp á fjölfömum stöðum svo sem við verslunarmiðstöðvar og bensínstöðv- ar. Jafnframt er tekið við pappír á öll- um gámastöðvum Sorpu. Þetta átak er gert í tilraunaskyni en söfnunin verður til frambúðar ef vel tekst tíl. f fyrra vom flutt út rúm þijú þúsund tonn af pappír til endurvinnslu og markmiðið er að fimmfalda þenn- an útflutning að minnsta kosti. Pappír- inn er fluttur til Svíþjóðar og endu- mnninn þar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.