Alþýðublaðið - 06.07.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Side 8
Fimmtudagur 6. júlí 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk 100. tölublað - 76. árgangur ■ Þrátt fyrir bjórinn og stórfellda fjölgun vínveitingahúsa hefur heildarneysla þjóðarinnar á áfengi ekki aukist. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, segir ástæðuna vera þá að drykkju- sjúkir hafi minnkað neysluna verulega í kjölfar meðferðar Við erum ekki að moka í botnlausa tunnu Þórarinn: Ekki lengur þolað að menn séu fullir í vinnunni. A-mynd: E.ÓI. „Þrátt fyrir stóraukið framboð áfeng- is og almennari neyslu eykst heildar- neysla áfengis ekki hér á landi. Ég tel að skýringuna sé í verulegum mæli að ftnna í þeini staðreynd að áfengissjúkir karlar á aldrinum 25 til 55 ára hafa minnkað drykkju sína verulega vegna vaxandi framboðs á meðferð. Hér er um að ræða þúsundir einstaklinga og sýnir að við erum ekki að moka í botn- lausa tunnu,“ sagði Þórarinn Tyr- flngsson, yfirlæknir á Vogi og formað- ur SAA, í viðtali við Alþýðublaðið. í ársskýrslu SAA fýrir síðasta ár er vakin athygli á þeirri staðreynd að áfengissjúkt fólk hér á landi hefur veru- lega dregið úr neyslu sinni á undan- fömum árum. Um miðjan áttunda ára- tuginn var áfengisneyslan komin upp fýrir þijá lítra á mann á ári. Tuttugu ár- um síðar er neyslan 3,47 h'trar á mann þrátt fýrir gífurlega íjölgun vínveitinga- staða og aukið frjálsræði í sölu áfengis. Tölulegar upplýsingar um neysluvenjur sýna að áfengisneyslan er almennari en áður var. Þannig drekka fleiri konur og ungmenni áfengi en áður. Fólk notar borðvín í vaxandi mæli og sala á sterk- um bjór var leyfð árið 1989. Þrátt fýrir þetta er vart hægt að tala um að heild- ameysla á áfengi hafi aukist. ,A1enn geta svo sem gefið sér efna- hagslegar skýringar á þessu. Fólk hafi ekki efni á að kaupa áfengi og það vegi upp á móti auknu aðgengi og fjölgun bara. Við teljum hins vegar að þetta sé merki um að meðferðar- og forvamar- starf í landinu hafi skilað árangri. Það skiptir máli að sinna þessum þáttum. Þeir þættir sem hefðu getað aukið neysluna vemlega og skapað vandamál hafa ekki gert það vegna þess að við höfúm staðið okkur vel á sviði forvama og meðferðar,“ sagði Þórarinn. Hafa breyttar neysluvenjur í för með se'r fcekkun þeirra sem þurfa í meðferð vegna ofneyslu? „Við höfum reiknað út líkur Islend- inga á því að þeir þurfi að leita sér meðferðar. Það er gert útfrá nýgengis- tölum þeirra sem leituðu sér aðstoðar undanfarin fjögur ár og við getum ekki séð að þetta hafi breyst mikið síðustu árin. Líkumar em ósköp svipaðar. En við getum gert okkur vonir um að hafa breytt eðli þessa vandamáls. Þó að þessi vandi greinist hjá mönnum þá er gangur vandamálsins öðmvísi. Hann er ekki eins langur og illvígur og áður. Það er líka kominn miklu meiri þrýst- ingur alls staðar ffá í þjóðfélaginu. Það er ekki lengur þolað að menn séu fúllir í vinnunni og maður sér miklar breyt- ingar til batnaðar hjá íslendingum sem em á ferðalögum. Meðferð hefúr tví- mælalaust dregið úr drykkju karlmanna sem áður helltu í sig mestum hluta heildameyslu þjóðarinnar." Það er umtalsverð fjölgun á kom- ungu fólki sem kemur í meðferð. Hvers vegna? „Það er erfitt að skýra það. Menn gætu haldið að ástandið væri að versna meðal annars vegna vaxandi landa- drykkju. En þegar maður fer að skoða hópinn þá virðist aukningin ekki vera í kjamanum sem er verst staddur. Tölu- lega standa þeir krakkar í stað sem ekki hafa lokið skyldunámi og em í ýmsum vímuefnum. Það fjölgar ekki í þeim hópi og fer raunar hlutfallslega fækk- andi í hópnum. Þetta þýðir þá að aukn- ingin kemur ffam hjá krökkum sem em betur staddir í lffinu og þar er um að ræða talsvert mikla aukningu." En er ekki eifitt fyrir krakka á aldr- inum 16 til 18 ára að ná árangri í meðferð þar sem þau eiga kannski ekki langa neyslusögu að baki? „Maður metur árangur hjá þessum krökkum með öðmm hætti heldur en hjá þeim fullorðnu. Þama er kannski um að ræða krakka sem hafa slitið tengslin við foreldra sína, em dottnir út úr skólum og nánast orðin óvirk vegna vandamála og vímuefnaneyslu. Okkur tekst oft að koma aftur á sambandi við fjölskylduna. Krakkamir fara oft aftur heim að lokinni meðferð og hefja aftur nám. Þau þurfa að verða snögglega fullorðin hér í meðferðinni og læra að taka ábyrgð. Annars geta þau ekki ver- ið hér. En off er hér um að ræða ung- linga sem hafa orðið fýrir ýmsum áfóll- um í lífinu og eiga við mikinn vanda að etja.“ Þið teljið 23% heildarlíkur á að karlmenn þuifi að leita se'r meðferðar á œviskeiðinu en aðeins 9% kvenna. Hvers vegna er svona mikill munur þama eftir kynjum? „Þegar aldursskipting þeirra sem koma í meðferð er skoðuð er það alveg ótrúlegt hvað það koma fáar konur á aldrinum 25 til 30 ára. Mig minnir að það hafi komið ein 26 ára gömul kona í meðferð til okkar í fyrra. Þær halda eitthvað í strákana framan af en eftir 25 ára aldurinn dregur mjög í sundur með kynjunum. Ég hef engar ákveðnar skýringar á þessu en að hluta til er þetta líffræðilegt. En það hve fáar konur á aldrinum 25 til 30 ára sækjast eftir áfengismeðferð miðað við karlana skýri ég út frá félagslegum aðstæðum. Þær eru uppteknar við annað, ganga með böm og ala upp böm. Hins vegar koma þær kannski síðar þegar bömin eru farin að heiman og þær eiga að fara aftur út á vinnumarkaðinn." Er þörfinni fyrir meðferð í dag sinnt ísamrœmi við eftirspum? „Ef við rekum þessi meðferðarheim- ili sem höfum í dag nokkum veginn óhindrað þá held ég að staðan sé góð. Það þarf hins vegar ekki mikið að ger- ast svo þetta breytist til hins verra.“ Hverju viltu spá um þróun vímu- efnavandans nœstu fimm árin eða svo? ,Ef ekkert sérstakt gerist á ég von á fækkun á sprautufíklum og held að við munum sjá tölur um það á næstu þrem- ur til fjórum ámm. Ég vonast til að við getum haldið í horfmu og'að vímuefna- vandinn vaxi ekki. En þetta er ansi við- kvæmt og nú emm við að sjá fólk sem vill bara skynbreytandi efni sem hafa ekki sést síðan á hippatímanum. Maður veit því aldrei hvað verður næst í stríð- inu. En þær tölulega upplýsingar sem við höfum gefa okkur vonir um að þetta sé vandi sem við getum horfst í augu við og tekið á ef við emm sam- mála um það. Maður heyrir stundum ffá mönnum í öðmm löndum sem em fullir örvæntingar og finnst ekkert ganga í baráttunni en slíkt heyrist ekki hér.“ Koma erlendir lœknar til að kynna sér staifsemina hjá ykkur? ,Já, og ekki síst Svíamir. Þeir koma oft hingað að skoða enda em þeir að endurskipuleggja sína áfengismeðferð. Það er alveg einstakt hér að við emm að meta árangur heils þjóðfélags af vímuefnameðferð. Síðan má taka stofnun emhvers staðar í Bandaríkjun- um sem er að gefa út upplýsingar um árangur en þá er bara verið að miða við einhvem fámennan hóp í þjóðfélaginu sem á þess kost að fara í meðferð. Það finnst mér ekki vera sambærilegt. Við eigum að líta á tölulegar staðreyndir sem liggja fýrir hér á landi. Sölutölur frá ATVR og hversu margir stómeyt- endur er greindir á meðferðarstofnun. Við getum líka litið til þess hvað hefur orðið mikil fækkun á þeim sem gista fangageymslur lögreglunnar í Reykja- vík vegna ölvunar. Slíkum gistingum fækkaði úr 7.486 árið 1975 í 3.354 árið 1990. Þessi þróun heldur síðan áfram og í fýrra vom gistingamar 2.385 eða aðeins 32% af því sem þær vom tveim- ur áratugum áður. Þetta sýnir glöggt ár- angur meðferðar og að áfengissjúkir hafa dregið úr neyslunni,“ sagði Þórar- inn Tyrfingsson. ■ ■ Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur um úrslitin í formannskjöri breska Ihaldsflokksins jT „Ihaldsflokkurinn hangir saman á kosningakerfinu // John Major sigraði áskorand- ann John Red- wood í for- mannskjöri íhaldsflokksins breska í fýrradag. Hann fékk at- kvæði 218 þing- manna, en þeir eru alls 329. Jón Ormur Hall- Major ákvað dórsson: Megin- sjálfur að láta málið er að flokk- kjósa um for- urinn er klofinn. mannssætið hinn Klofningurinn er 4. júlí, en bíða enn til staðar og ekki þangað til í munj a5 eg hygcj, nóvember, en þá ekkj ,eysast hefði kjörtímabil- ið verið á enda. Alþýðublaðið leitaði álits Jóns Orms Halldórssonar á úr- slitum formannskjörsins. Hvaða áhrif heldur þú að sigur John Majors íformannskjöri íhalds- flokksins hafi á stöðu hans í flokkn- um? „Meginmálið er að flokkurinn er klofinn. Major er í rauninni málamiðl- un, enginn innan flokksins hefur sér- stakan áhuga á honum, en hann er einna fárra sem getur haldið flokkn- um saman. Klofningurinn er enn til staðar og mun, að ég hygg, ekki leys- ast. Sigurinn var stór, en það var vegna þeirrar skelfingar sem menn horfðu fram á ef farið hefði í uppgjör á milli hægri og vinstri eða á milli Evrópusinna og andEvrópusinna í íhaldsflokknum. Það hefði riðið flokknum að fullu. Þess vegna vann Major þetta stóran sigur, ekki vegna þess að menn séu sérstaklega kátir með hann.“ Heldurðu að þessi leikflétta hafi verið góð, sýndi Major af sér áður óþekkt klók- indi? „Hann tryggði stöðu sína, þetta dugði til en naum- lega þó. Leikflétt- an heppnaðist í sjálfu sér, en það gleymist að hann átti ekki annarra kosta völ. Hann hefði fallið í kosningunum í nóvember ef „John Major er í rauninni móla- miðlun, enginn innan flokksins hefur sérstakan áhuga á honum," segir Jón Ormur. hann hefði ekki gripið til þessa ráðs.“ Er lhaldsflokkurinn að einhverju bœttari? „Flokkurinn er í rauninni ekki að neinu bættari, það sem hann gerir er að kaupa sér frið innan eigin raða. Klofni flokkurinn mun það ríða hon- um að fullu. Staðreyndin er sú að ef ekki væru einmenningskjördæmi í Bretlandi myndi flokkurinn klofna endanlega í sundur og ekki ná saman aftur. En í þessu kjördæmakerfi á klofinn flokkur sér ekki viðreisnar von, þannig að ég held að íhalds- flokkurinn breski hangi hreinlega saman á kosningakerfinu. Það er gíf- urleg gjá orðin á milli afla í flokknum, og Evrópa er bara eitt af deilumálun- um, þó að það fái mesta athygli

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.