Alþýðublaðið - 11.07.1995, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐHD
ÞRHDJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
s k i I a b o ð
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Nýtt nám í fiskiðnaði
Innritun er nú hafin í nýtt nám í fiskiðnaði. Um er að ræða
matvælanám með sérstakri áherslu á vinnslu sjávarfangs.
Námið verður starfrækt í húsakynnum Fiskvinnsluskólans í
Hafnarfirði.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu Sölvhóls-
götu 4 Reykjavík.
Menntamáiaráðuneytið.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
UTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í lagn-
ingu hitaveitu í Hafnarfirði.
Verk þetta er nefnt:
Hafnarfjörður: Aðgreining þrýstikerfa.
Helstu magntölur eru:
Lögn nýrrar æðar: 1.500 m
Endurnýjun æðar: 550 m
Samtals 2.050 m af DN 50-150 mm lögnum.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. október 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 11. júlí, gegn kr.
15.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júlí
1995, kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
SAMBANDUNGRA
JAFNAÐARMANNA
Sumarferð 1995
Hvað? Sumarferð Sambands ungra jafnaðarmanna.
Hvenær? Helgina 14. til 16. júlí.
Hvert? Húsafell.
Hvar? SUJ á pantaða þrjá sumarbústaði og tekur hver
þeirra 5 til 7 manns.
Hvernig? SUJ mun ekki standa fyrir ferðum í Húsafell, en
þeir sem hafa pláss til að taka aukafarþega eru vinsamleg-
ast beðnir um að láta formann eða framkvæmdastjóra SUJ
vita um leið og þeir skrá sig. Farlausir taka það fram við
skráningu.
Hve mikið? Leigan á bústöðunum er 21 þúsund krónur
sem skiptist á 15 til 21 aðila.
Hvað á að gera? Hestaferðir, sund, gönguferðir, fótbolti,
brennó, kýló, feluleikur, fallin spýta, landaparís, póker,
skrafl, piksjonarý, trivíal, partýleikur, bridds, hopp, söngur,
dans, drykkja, matur, hlaup, gangur, skrið og annað tilfall-
andi.
Hvað þarf að gera? Skrá þig sem fyrst í ferðina. Þegar há-
marksfjöldi er kominn í hvern bústað þarf restin að gista á
tjaldstæðum. Skráning fer núna fram í síma 552-9244, en
allrabest er þó að hringja í framkvæmdastjóri SUJ, Baldur
„Skugga" Stefánsson í GSM-draslið 89-66933 eða sím-
boðann 84-51451.
Hvað þarf að koma með? Svefnpoka, klæðnað, góða
skapið, mat og drykk.
Samband ungra jafnaðarmanna.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Tilkynning
Skrifstofa vor og verslanir í Reykjavík verða lokaðar frá og
með 17. júlí til 14. ágúst vegna sumarleyfa.
Sala Varnarliðseigna.
DAGVIST BARNA
Daggæsluráðgjafi
Staða daggæsluráðgjafa á skrifstofu Dagvistar barna er
laus til umsóknar. Leikskólakennaramenntun eða önnur
sambærileg menntun áskilin.
í starfinu felst m.a. eftirlit með dagmæðrum, ráðgjöf til dag-
mæðra og foreldra og umsjón með leikfangasafni.
Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri í síma 552 7277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17,
sími 552-7277.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjóri og
leikskólakennarar í leikskólann
Engjaborg v/Reyrengi
Leikskólastjóri óskast í leikskólann Engjaborg við Reyrengi
frá 1. september n.k. Engjaborg er eins árs gamall 3ja
deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára.
Umsækjendur skulu hafa leikskólakennaramenntun og skal
umsóknum skilað á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu fyrir 24. júlí n.k.
Einnig óskast leikskólakennarar á sama leikskóla.
Allar nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri og Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráðgjafi í
síma 552-7277.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17,
sími 552-7277.
MENNINGARMALANEFND
REYKJAVÍKUBORGAR
Starfslaun listamanna
Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun listamanna hjá
Reykjavíkurborg.
Menningarmálanefnd borgarinnar velur þá listamenn er
starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun
starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík.
Starfslaun skulu veitt í allt að 12 mánuði. Þeir listamenn
sem starfslaun hljóta skuldbinda sig til að gegna ekki fast-
launuðu starfi á meðan þeir njóta starfslauna.
Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur
hinn 18. ágúst n.k. og hefst greiðsla þeirra 1. október eftir
tilnefningu.
Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmála-
nefndar Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu
fyrir 1. ágúst n.k.
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
Leigu-
miðlanir
Nýlega kom bréf frá félagsmála-
ráðuneyti þar sem tílkynnt er að fast-
eignasölu sé heimilað að selja um-
sækjendum um leigmbúðir almennar
upplýsingar um íbúðir tíl leigu. Áður
hafði annani fasteignasölu verið veitt
samskonar heimild. í bréfinu vísar
ráðuneytið til 77. greinar húsaleigu-
laga varðandi þóknun fyrir sérþjón-
ustu.
Háborðið |
Jón
Kjartansson
frá Pálmholti
skrifar
f 77. grein I. málsgreinar nefndra
laga segir að leigumiðlara beri þóknun
úr hendi leigusala fyrir að koma á
leigusamningi. í 2. málsgrein segir
síðan: „Óheimilt er leigumiðlara að
taka þóknun fyrir miðlunina og gerð
leigusamnings." Þessi ákvæði eru efn-
islega óbreytt frá því húsaleigulög
voru sett árið 1979.
í húsaleigulögum númer 36 frá ár-
inu 1994 er viðbótarákvæði sem segir
að leigumiðlara sé þó „heimilt að
áskilja sér sanngjarna þóknun eða
kostnað úr hendi leigjanda ef um er að
ræða sérstaka þjónustu í hans þágu“.
Þessu viðbótarákvæði var ætlað að
gera leigumiðlara heimilt að krefja
umsækjanda um greiðslu á útlögðum
kostnaði í hans þágu sérstaklega, eða
fyrir sérstakt ómak.
Ráðuneytið virðist í áðurnefndu
bréfi ekki gera greinarmun á sér-
þjónstu og almennri þjónustu og telja
að sérþjónusta getí verið veitt öllum.
Þessum „skilningi" hljótum við að
mótmæla og gera þá kröfu að hugtak-
ið sérþjónusta sé skilgreint eins þröngt
og mögulegt er.
„Ráðuneytið virðist í
áðurnefndu bréfi ekki
gera greinarmun á
sérþjónstu og almennri
þjónustu og telja að
sérþjónusta geti verið
veitt öllum. Þessum
„skilningi" hljótum við
að mótmæla og gera
þá kröfu að hugtakið
sérþjónusta sé
skilgreint eins þröngt
og mögulegt er."
Húsaleigulög eru sett tíl þess fyrst
og fremst að tryggja heimilisrétt leigj-
enda og ber að túlka þau samkvæmt
því. Eigendur og leigjendur hér á landi
standa ekki jafnir, hvorki fyrir leigu-
miðlara né annarsstaðar. Eigandi á
mikið undir því að þjónusta miðlara sé
vönduð. Sömu kröfur eru gerðar til
fasteignasala og leigumiðlara. Það
yrði varla nefnt sérstök þjónusta við
íbúðareiganda ef upplýsingum um
íbúð hans væri dreift gegn gjaldi og til
hvers sem hafa vill, án frekari þjón-
ustu og ábyrgðar. Sala á almennum
upplýsingum er ekki sérþjónusta í
fasteignaviðskiptum.
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna.
r
/,■
Alþýðublaðlð
í skjóli myrkurs