Alþýðublaðið - 11.07.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 11.07.1995, Side 8
Þriðjudagur 11. júlí 1995 102. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Leiðtogi Jómsvíkinga ræðir við Alþýðublaðið „Ekki eins auðvelt að finna góða víkinga nú og fyrirþúsundárum ÆÆ Já, ég veit að margir voru þorparar og glæpamenn. Það eru margar hliðar á ólíkum mönnum, sem endurspegla öll stig samfélagsins, ekki síst í sam- félagi víkinganna. En þú verður að hafa í huga, að meðal víkinganna voru líka mikilmenni. Og það voru mennirnir sem hinir víkingarnir fylktu sér um: menn voru merktir miklum örlögum. Mér finnst þetta rómantískt. Og það voru slíkir menn sem fundu þessa eyju, uppgötvuðu Grænland, fóru til Finnlands og sigldu upp rússnesku ámar, og sumir lögðu leið sína alla leið til Mikla- garðs. Heimurinn var vettvangur mikilla ævintýra. Norrænu víkingam- ir vom fyrstu útverðir Evrópu. Um skattsvik En þér er vitaskuld Ijóst að víking- arnir sem komu til Islands, gerðu það fyrst og fremst af því þeir vildu ekki borga skatta í Noregi? Mér finnst ekkert athugavert við að koma sér undan því að borga skatta - og ég tel að flestir íbúar þessarar eyju geti tekið undir það með mér. Ef það væri einhversstaðar önnur stjarna, annað eyland, sem við gætum flúið til, þá myndum við flýja þangað. Um útlegð Ég var gerður útlægur úr Víkingafé- laginu á Englandi. Afhverju varþað? Af því ég hef sömu hugmyndafræði og Islendingar höfðu upphaflega, og byggir á frjálsræði og málfrelsi ein- staklingsins. Ég trúi ekki á miðstýr- ingu eða valdboð. Við verðum að hafa svigrúm til að lifa lífinu einsog okkur sýnist. Ég er frjáls andi, rétt einsog aðrir sem yfirgáfu breska Vík- ingafélagið til að stofna Alþjóðlega víkingafélagið, sem ég er nú í for- svari fyrir. Um lestir Hvað geturðu sagt mér um Víkinga- félagið á Englandi? Væm þessir menn ekki að leika vík- inga, myndu þeir safna frímerkjum eða horfa á lestimar fara hjá. Um ellilífeyrisvíkinga Brœðraregla? Já, við endurstofnuðum reglu Jóms- víkinga. Reglan var stofnuð fyrir sex ámm og við emm nú 13 talsins: við verðum náttúrlega að horfast í augu við, að það er ekki eins auðvelt að fmna góða víkinga nú og það var fyr- ir þúsund árum. En Jómsvíkingar koma frá mörgum löndum, enda spyrjum við ekki um uppruna, trúar- brögð eða stjómmálaskoðanir... Hér skýtur einn afhinum víkingunum inn áríðandi leiðréttingu: Jómsvík- ingar eru 14, ekki 13. Það er rétt. En einn er sestur í helgan stein. Sestur í helgan stein? Geta víkingar dregið sig í hlé? Já. Allir víkingar draga sig um síðir í hlé: annaðhvort í gröfina eða í rekkju konu sinnar. Um lykil hamingjunnar Ef víkingarnir hefðu átt Jameson [viskí] hefðu þeir verið hamingju- samir. Um alþjóðamál Hann er danskur Jómsvíkingur, hann er hollenskur Jómsvíkingur, hann er svissneskur Jómsvíkingur og ég er enskur Jómsvíkingur. Við emm svo sannarlega alþjóðleg bræðraregla. Phil Burthun: Eg var gerður útlægur úr Víkingafélaginu á Englandi... Eg trúi ekki á miðstýringu eða valdboð. Ég er frjáls andi, rétt einsog aðrir sem yfirgáfu breska Víkingaféiagið til að stofna Alþjóðlega víkingafélagið, sem ég er nú í forsvari fyrir. A-mynd: E.ÓI. Blessun hinna fornu guða Gott og vel: Hvað skiptir ykkur máli í lífinu? Við viljum knýta bönd milli þeirra sem eiga samleið, vopnabræðra. í líf- inu, þeirra sem vilja lifa samkvæmt sömu hugmyndum. Okkar æðsta hug- sjón er tryggð og vinátta. Það eina sem aldrei deyr, er það sem aðrir segja um manninn og afrek hans. Við veljum þá sem við teljum að séu kraftmiklir og reglu okkar samboðnir og spyrjum hvort þeir vilji bera Hringinn. Síðan er haldin vígsluhátíð sem við köllun Blessun hinna fomu guða. Hringurinn er afhentur; það er allt og sumt. Þetta er ekkert flókið. Um atvinnumennsku Þú skalt átta þig á einu: Við lítum á okkur sem hina útvöldu. Málaliðar til leigu. Enginn dauði án hefndar! Það er ekkert annað. Segðu mér eitt - líturðu á sjálfan þig sem atvinnu- víking? Atvinnumaður lifir af því sem hann fæst við. Ég vinn ekki einvörðungu fyrir mér með því að vera víkingur. Ég verð því miður að fást við aðra hluti. Hinsvegar vil ég sannarlega helga mig víkingastarfinu, og ég er ákveðinn að gera það. Sama máli held ég að hafi gegnt um hvaða vík- ing sem var fyrir þúsund ámm. Trúlega. En hvað sýslar þú með- fram garpskapnum? Ég vinn við kvikmyndaauglýsingar sem sagnfræðilegur ráðunautur. Um ísland og Arizona Nei, ég hef aldrei komið til íslands áður. Þetta er algert menningarsjokk, af því ísland er engu líkt - þótt ég verði að viðurkenna að miðborg Reykjavíkur líkist dálítið Arizona í fyrstu skímu morgunsins, þegar sólin gyllir fjallahringinn. Um mesta hrósið Lifir andi víkinganna enn á íslandi? Það held ég, vegna þess að í gær- kvöldi komu nokkrir íslenskir harð- jaxlar - einn þeirra var áreiðanlega lyftingamaður - til okkar í skólann, í því skyni að sanna að þeir væm okk- ur yfirsterkari. Þeir hafa trúlega tapað? Við getum orðað það svo, að þeim hafi ekki tekist að hafa viðdvöl í skólanum. Okkur væri hinsvegar sönn ánægja að drekka með þeim í framtíðinni... Ég held að andi vík- inganna lifi enn á íslandi. Þetta er harðbýlt land. fslendingar em harðir af sér - og það er mesta hrós sem ég get gefið. Um konur Léku konur stórt hlutverk í lifi vík- inganna Jyrir þúsund árum? Svo sannarlega. Konur nutu jafnréttis í samfélagi víkinganna. Ef þú lest milli línanna í íslendingasögunum sérðu að konur eru ástæðan og afl- vaki flestra atburða. Já, konur léku stórt hlutverk í lífi víkinganna, vegna þess að maðurinn getur ekki lifað einn. Að lokum fer hann í gröfina, og einsog Hávamál spyrja: Hver reisir manni minnismerki ef sonur hans gerir það ekki? Allir víkingar hlutu þessvegna að leita að góðri og sterkri konu. Þá er við hcefi að koma með per- sónulega spurningu: Hefur þú fundiðþína góðu og sterku konu? Þú ættir að slökkva á þessu! [Bendir á segulbandstækið.] Bandið gengur. Ég er sömu skoðunar og Róbert the Bmce Skotakóngur sem sagði: Ef þér tekst ekki í fyrstu atrennu verðurðu að reyna aftur og enn aftur. En ég gæti vel hugsað mér að setjast að á Islandi ef ég ftnn réttu konuna. Ég er að vinna að þeim málstað á þessari stundu - en maður veit aldrei hvað bíður bakvið homið. Ertu búinn að fá símanúmerið hennar? Hm... Það væri hægt að koma því í kring, en ég held að hún myndi móðgast ef símanúmerið yrði birt. Ég var ekki að biðja um að fá að birta það. Ég var bara að spyrja hvort þú vœrir búinn að fá síma- númerið. Já, ég hef símanúmerið. ■ Þeir voru senuþjófar á velheppnaðri og stórfurðulegri Víkingahátíð í Hafnarfirði: bardagamenn Jómsvíkinga, alþjóðlegrar bræðrareglu nútímavíkinga. Höfuðpaur reglunnar er Englendingurinn Phil Burthun sem sagði skilið við enska Víkingafélagið og segir að félagsmenn á þeim bæ ættu að snúa sér að frímerkjasöfnun. Phil er enginn frímerkjasafnari, heldur hörkutól sem trúir á drengskap og fornar dyggðir. Hrafn Jökulsson hætti sér í einvígi við kappann. Samtalið fór fram í skólastofu í Víðistaðaskóla. Viðstaddir voru vígalegir Jómsvíkingar. Um lærdóm Hvað varð um víkingana? Hvað varð um vfldngana? Eitt af því sem kom fyrir þá var kristindómur- inn, sem batt enda á gullöldina. En við höfum enn blóð víkinganna í æð- um og varðveitum anda þeirra, við trúum á siðalögmál Hávamála og Is- lendingasagnanna. Við erum þeirrar skoðunar að víkingarnir hafi margt að kenna börnum okkar enn í dag: um heiður, hvernig við eigum að koma fram gagnvart öðrum og hvaða lífssýn við eigum að tileinka okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft - hvaða aðra kosti höfum við fyrir bömin okkar? Sjónvarpið? Eiturlyf? Nei, við getum lært af víkingunum margt um heiður, aga, sjálfsstjóm. Um dágóðan slatta af hefnd Hefurðu lesið íslendingasögurnar? Ég hef lesið sumar þeirra. Ég hef les- ið „hinar frægu fimm“: Egils sögu, Njáls sögu... Og hver er eftirlcetispersóna þín í ís- lendingasögunum ? Maðurinn sem hefndi vina sinna í Njáls sögu, hvað hét hann - Ka... Kári. Kári, einmitt. Hann eyddi löngum tíma í að elta uppi óvini sína. Eitt af því sem sífellt vekur fúrðu mína, er að nú á dögum kennum við bömum okkar að lögin vemdi þau, en þannig er það því miður ekki. Einstaklingur- inn nýtur ekki vemdar laganna í vest- rænum nútímaþjóðfélögum. Lögin vemda aðeins ríkið. Það er ekkert at- hugavert við dágóðan slatta af hefnd ef málstaðurinn er góður - svo Kári er minn maður. Um rómantík Sú mynd sem þið dragið upp af vík- ingunum - er hún ekki dálítið róm- antísk? Jú, vitanlega má segja það... Margir víkinganna voru ótíndir þorparar og glœpamenn. „Við lítum á okkur sem hina útvöldu. Málaliðar til leigu. Enginn dauði án hefndar!" A mynd: e.ói.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.