Alþýðublaðið - 12.07.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1995
ALÞYÐUBLAÐK)
ikraftur" í vegabréfi sínu og það með rentu: í lok ágúst hefur hann komið fram á 122 tónleikum á eins árs
abarn, fjögur heimili og milljarð króna í bankanum. í viðtalinu hér á opnunni ræðir hann meðal annars um
bækur og hinar hljómsveitirnar; um ríkidæmið, stjórnmálin, tíðarandann, alþjóðamálin og skoðanir sínar
gður maður og gott ef hljómsveitin er það ekki líka. Aðdáendahópurinn er í öllu falli athyglisverð stúdía...
ÞETTA ER BARA ROKK & ROL...
■ Hljómsveitin Rolling Stones hefur frá árinu 1963 átt 36 metsölu-
lög, hljóðritað 20 plötur (fyrir utan tónleikaplötur og safnplötur) og
selt þær í yfir 100 milljónum eintaka.
■ Tónleikaferðalagið Voodoo Lounge hófst í Washington 30. júlí
1994 og mun Ijúka í Aþenu 29. ágúst 1995. Miðasalan ein og sér
skilar 13 milljörðum í kassann og áætlað er að minjagripir hali inn
19,5 milljarða til viðbótar.
■ Sviðið sem notað er í ferðinni kostaði 260 milljónir að smíða og
120 manns eru fjóra daga að reisa það. Til að færa sviðið frá einni
borg til annarrar þarf 50 vöruflutningabíla og milli heimsálfa þarf 72
gáma og þrjár júmbóþotur.
■ Tónleikarnir sjálfir taka til sín tæplega 3,9 milljónir vatta eða raf-
magn sem nægja myndi 4 þúsund manna bæ í sólarhring. Hljóm-
sveitin notast við 3 þúsund hátalara og 1,5 milljónir vatta af hljóði.
■ Viö lok tónleikaferðarinnar mun Mick Jagger hafa sungið 2.806
lög (þaraf Jumping Jack Flash 122 sinnum) og hlaupið í kringum
800 kílómetra um 90 metra breitt sviðið.
brauðs. Vitaskuld þarf ég ekki að gera
þetta, en lífið væri ótrúlega leiðinlegt ef
ég sæti bara aðgerðalaus á rassinum
allan daginn. Þó svo að ég hafi unnið
mér inn nokkra aura þá get ég ekki
hallað mér aftur og slakað á. Þannig
virkar lífið einfaldlega ekki. Ef maður
er kappsfullur og metnaðargjam á ein-
hveiju sviði þá reynir maður að sanna
sig í hvert einasta skipti sem maður fer
út; lögfræðingar með því að ná góðum
samningum, íþróttamenn með því að
vinna keppnir og bólfrmir með því að
vanda sig í kynlífmu [hlærj... Ég sanna
mig ávallt á nýjan leik með því
að ':oma fram á ég kem fram á
tónleikum."
Hvað starfsheiti hefurðu í vega-
bréfiþínu?
„Skemmtikraftur og er barasta hæst-
ánægður með það.“
Tónlistarsmekkur flestra upphaf-
legra aðdáenda ykkar hefur fyrir
margt löngu stirðnað í íhaldssemi
sinni. Sumir gagnrýnendur segja að
Rolling Stones hafi lent íþví sama.
„Það er eðlilegt. Flestu fólki líkar
ennþá við það sama og því likaði við á
unglingsaldri eða í kringum tvítugt.
Fólk tekur fátt nýtt inná sig eftir þann
tíma. Stóra vandamálið hjá plötufram-
leiðendum í dag er að fá fólk sem kom-
ið er yftr hálffertugt til að kaupa plötur.
Þá sjaldan sem þessi aldurshópur fer og
kaupir sér plötu þá er það gjaman ein-
hver af risasmellunum hjá Eagles.
Hljómlistarmenn horfa öðruvfsi á hlut-
ina en almenningur því við hlustum
miklu meira eftir því sem er að gerast.
Það er okkar sérgrein. Það er aukþess
svo mikið af áhugaverðum nýjum
hljómsveitum að koma framá sjónar-
sviðið, Oasis núna, Suede voru á síð-
asta ári, Blur kom einhversstaðar þar
inná milli. Ég held að Oasis eigi eftir
að spila með okkur á einhveijum tón-
leikum, en ég hef samt ekki séð hana á
sviði. Það skiptir máli að hljómsveitir
sýni ágæti sitt á tónleikum. Það er ekki
nóg að hafa hlustað á plötuna."
Hvaða Rolling Stones lög eru í
uppáhaldi hjá þér?
„Þau em öll ákaflega sérstök í huga
mínum og hvert um sig hefur mismun-
andi tengingu. Ég á virkilega erfitt með
að ræða um lögin okkar og í alvöm tal-
að þá hlusta ég aldrei nokkum tíma á
þau: hef einungis áhuga á þeim nýju.
Þá sjaldan sem ég spila gömlu lögin er
ástæðan sú, að hljómsveitin er að setja
saman nýja dagskrá og ég þarf að
athuga hvort það er eitthvað varið í þau
eða hvort það er bara minningin sem er
svona góð.“
Manstu í raun og veru eftir öllum
lögunum ykkar?
„Hvort ég geri. Ég man hvert einasta
lag sem við höfum spilað. Það er hálf-
gerð árátta hjá mér að muna að minnsta
kosti eitt vers og viðlagið í hveiju ein-
asta Rolling Stones lagi ffá upphafi. Ég
stríði Keith og Charlie miskunnarlaust
á því, að þeir geti aldrei sigrað mig í
þessum leik, sama hversu furðuleg og
óminnisstæð lög jreir grafa upp.“
Halda Rolling Stones áfram að
vera til svo þið getið komist í tónleika-
ferðalög, ekki til að taka upp plötur?
„Bæði og. Þessi tvö atriði sjá nefni-
lega um að halda hvort öðm lifandi.
Við höfúm aldrei selt mikið af plötum.
Söluhæsta verkið var annaðhvort Some
Girls eða Tattoo You sem hvor um sig
seldist í sjö milljónum eintaka. Við
höfum aldrei átt okkar Thriller. En
maður verður að gera plötur til að
ganga í endumýjun lífdaga sinna sem
tónlistarmaður. Ég væri einstaklega
hamingjusamur með að gera plötu og
fara síðan ekki í tónleikaferðalag, en ég
vil ekki fara í stórt tónleikaferðalag án
þess að vera með nýtt efhi í farteskinu.
Lögin em mikilvægasta byggingarefhi
bandsins."
Hvaða bcekur ertu síðan að lesa
í augnabWdnu?
„Fullt af kjaftæði einsog allir aðrir.
Ég les aðallega skáldsögur og ævisagn-
ir - ásamt stöku heimspekirits sem
svæfir mig yfirleitt samstundis. Nýver-
ið kláraði ég Portrait of Power um
John Kennedy. Ég hef einnig lesið
nýjustu bók John Le Carré og The
Infonnation eftir Martin Amis, sömu-
leiðis aðdáunarverða bók Simon
Schama um frönsku byltinguna og
þessa bók þama - American Tabloid -
eftir James Ellroy, góð bók sú og
mjög löng til aflestrar. Þegar við erum
á tónleikaferðalagi vil ég helst lesa tvær
bækur í einu; aðra þunga og hina létta -
svo ég geti valið mér bók til að lesa
samkvæmt því skapi ég er í hverju
sinni."
Hverskonar listmunum safharðu?
,Js sjötta áratugnum keypti ég mest-
megnis list Andy Warhol. Mér var
gefið fyrsta verkið efúr hann í afmælis-
gjöf. Ég kaupi málverk svona annað
veifið, en ég er alls enginn trylltur unn-
andi einhvers ákveðins tímabils eða
stfls - liktog til dæmis Andrew Lloyd
Webber með viktoríönsku listina sína.
Síðasta málverk sem ég keypti var
vatnslitamynd eftir Ed Burra af nekt-
ardansara í Appolloleikhúsinu á þriðja
áratugnum. [Bestu vatnslitamyndir
Burra fara á 5-7,5 milljónir stykkið.]"
En hvað höfðar helst til þín? Mér
skilst að heimÚi þitt sé fultt af gömlum
enskum antíkmunum.
„Þetta er mikil blanda allskyns hluta;
bæði ný málverk og gömul, antíkhús-
gögn og nútímalegir hlutir. Þetta virkar
prýðilega svona hlið við hlið einsog
það gerir í tónlistinni. Það er engin höf-
uðdygð finnst mér að vera bara nútíma-
legur. Ég fer gjaman á sýningar á nýj-
um og gullfallega hönnuðum breskum
húsgögnum og innanstokksmunum. í
gær fór ég á eina slika og keypti nokkra
hluti. Ég held að fólk geri sér ekki fulla
grein fyrir hvflíkri gnótt af hæfileikum
þetta land býr yfir. Sumt af þessari nú-
tímahönnun felur í sér frábæra kúnni-
gáfú og mér finnst það afskaplega mik-
ilvægur eiginleiki: húmorinn. Fólk er
svo huglaust í eðli sínu, að það fer útí
búð og kaupir gamalt viktoríanskt dót
vegna Jress að það veit það er öruggt.
Það þorir ekki að gefa neina yfirlýsingu
með vali sínu á húsmunum af einskær-
um ótta við að verða aðhlátursefhi."
Þú varst alltaf mikill aðdáandi
Rúdolf Núrajevs og Tina Tumer segir
að þú hafi verið hrikalega erfiður
nemandi þegar hún var að kenna þér
„hliðasporshestinn“. Nýturðu dansins
sem listforms eða er þetta sviðshœfi-
leiki sem þú hefur neyðst til að ná
valdi á?
„Ég dansaði síðast í gær og hef not-
að dansinn til að halda mér í góðri æf-
ingu, en ég reyni lflca að fara á ballett-
sýningar eins oft og ég get. Ég elska
dans og hef alltaf gert það.“
I nýlegri sjálfscevisögu Richard
Neville skrifar hann: „Sandy Lieber-
son - framleiðandi Performance, nýj-
ustu kvikmyndar Mick Jagger, hafði
smyglað ritskoðuðum úrklippum úr
myndinni hingað til hátíðarsýningar.
Atriðið þarsem Jagger er í rúminu
með Anitu Pallenberg leiddi í Ijós að
hann hafði getnaðarlim á stœrð við
salamipylsu og klofstykki jafnstórt
sykumelónu.“
„Ég vissi ekki að þessi bók væri
komin á markað. Guð minn góður, er
þetta ekki yndislegt? Ég held við látum
bara þama við sitja. Ég hef ekkert að
segja um þessa yfirlýsingu. [glottir
rosalegaj"
Ian Stewart sagði einu sinni, að það
eina sem hann öfundaði þig af vceri
að hafa átt í ástarsambandi við
Brigitte Bardot. Er þessi orðrómur
sannur?
„Nei. Við vomm aldrei saman. Ég
held að hún hafi alveg fyllilega verið tíl
í það, en ég var of feiminn. Brigitte var
alltof guðdómleg í mínum augum til að
ég legði í hana.“
Laða Rolling Stones enn að sér
grúppíur?
„Hvflík spuming. Öll tónleikaferða-
lög laða að sér fólk sem bara hangir í
kringum bandið. Ég geri ráð fyrir því,
að grúppíur komi á tónleikana okkar,
en þær em engan veginn eins skipu-
lagðar og einu sinni var. Ég held að ég
sé ekkert að ræða um tilvist grúppía í
kringum tónleikaferðalögin... Ég held
að þær séu ekki lengur til á sama hátt
og... Kannski em þær bara hættar að
vera hrifhar af mér...“
Keith Richards hefur talað um
Rolling Stones einsog gamla blúsleik-
ara sem fari á svið til að taka rútínuna
sína. Gítaristar geta jú alltaf sest nið-
ur, en ég get ekki séð Mick Jagger fyr-
ir mér hreyfingarlausan á sviðinu.
Veltur framtíð hljómsveitarinnar
máski á líkamlegu ásigkomulagi
þínu?
,JÉg skil ekki allt þetta blúskjaftæði.
Fólk man ekki eftir Muddy Waters
einsog hann var uppá sitt besta - sem
betur fer em jafnvel við ekki nógu
gamlir til að muna það, að hann var al-
gjör kynferðissprengja á sviði. Það em
til myndir af Muddy á sviði í Newport
þarsem hann dansar um sviðið á afar
kynæsandi hátt einsog hver önnur
rokkstjama. Þetta atriði er meðal þess
sem verður á væntanlegum tölvugeisla-
diskum frá Rolling Stones. Síðan varð
Muddy vitaskuld eldri, eyðilagði sjálf-
an sig með nokkmm slysum og neydd-
ist til að setjast á sviði. Þegar ég fór
fyrst á tónleika með John Lee Hooker
var ég eitthvað í kringum sautján ára
aldurinn og hugsaði með sjálfum mér:
Vá, hrikalega er hann gamall. Hann á
ekki eftir að endast mikið lengur í
þessu. John Lee Hooker hefúr verið um
38 ára gamall þá og hann er enn þann
dag í dag á kreiki í bransanum... Og
sömuleiðis ég. Það angrar mig svolítið
að einn daginn verði ég alltof upptek-
inn af aldrinum. En kannski er málið
bara að það, að meðan við getum gert
það sem fólkið ætlast til af okkur - að
semja lög og spila, hljóðrita þau og
leika á tónleikum - þá mun Rolling
Stones hökta útí hið óendanlega. Þeir
tímar munu renna upp þegar ég get
ekki lengur hlaupið um sviðið einsog
vitlaus væri á tónleikum. Ég segi ávallt:
Já, þá mun ég hætta... En þú veist
hvemig því er varið með þessi loforð.
Þau elta mann uppi einsog draugar."
Hvemig tekst þér að lifa með þess-
ari mestmegnis uppdiktuðu ímynd:
„tákngervingur alþýðumenningarinn-
ar“?
„Auðvitað geri ég mér grein fyrir
þeim áhrifum sem Rolling Stones hafði
á heila kynslóð fólks, en ég er ekki fé-
lagslega þenkjandi sagnfræðingur. Ég
hef mikinn áhuga á menningarsögu, en
fyrirlít hinsvegar frá dýpstu hjartarót-
um goðsagnasmiðina í bransanum sem
taka sig svo hátíðlega. Það er fjöldi
þeirra á sveimi alltumkring og þeir eru
sannast sagna hundleiðinlegir. A sjötta
og sjöunda áratugnum voru mennta-
mennimir mikið að skrafa og skegg-
ræða um alþýðumenninguna og í fyrsta
skipti sem einhver alvarleg tónhstarleg
greining fór ffarn á þeim nótum vom
Bítlamir teknir fyrir. Þetta hafði aldrei
gerst áður. Enginn hafði tekist á við
EIvis á þennan hátt. Og þeir tóku til
handanna við að greina alþýðumenn-
inguna, lisfina og tískuna. Óg síðan þá
hefúr þessi hraðlest ekki stoppað."
Rokktónlistin er talin ná prýðisvel
að fanga anda ríkjandi kynslóðar.
Hvernig myndir þú lýsa núverandi
„œði“?
„Tvístígandi milli neytendahyggju
og árþúsundsins.“
Og finnst þér að tónlist ykkar
endurspegli það?
„Rolling Stones endurspegla vissu-
lega það andrúmsloft sem ríkjandi var
á sjötta og sjöunda áratugnum, en við
byggjum okkar tilvist og tón hinsvegar
á allri þessari blúshefð sem hefur verið
svo mikið lengur til og á sér miklum
mun dýpri og sterkari rætur. Við erum
ennþá að spila tólfitakta þemu og spuna
þannig að þú getur sagt að Rolling
Stones séu hreinlega að koma fram og
sýna sjálfa sig frekar en þeir séu að
endurspegla einhveija ákveðna alþýðu-
menningu. Ég vonast að vísu til að við
náum að gera bæði.“
Mun ykkur takast það?
„Við sjáum til með það... Mér er
eiginlega skítsama." ■ «hh / Byggt i Esquire