Alþýðublaðið - 19.07.1995, Page 1
■ Fólk úr félagshyggjuflokkunum hélt lokaðan fund í Ráðhúsinu og ræddi möguleika á sameiningu
flokkanna. - Fleiri fundir í bígerð
Spuming
pólitík
- segir einn úr hópi sameiningar-
sinna og telur að ekki verði nein
sameining undir núverandi
forystu flokkanna.
Bolli: Sat fundinn.
Bryndís: Sat fundinn. Össur: Sat fundinn.
Þórunn: Sat fundinn. Einar: Sat fundinn.
Fólk úr félagshyggjuflokkunum
kom saman til fundar fyrir nokkru til
að ræða stöðuna eftir kosningar og
möguleika á að vinna að sameiningu
flokkanna. Fundurinn var haldinn í
Ráðhúsinu í Reykjavík hjá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur borg-
arstjóra. Ætlunin er að taka þráðinn
upp aftur síðar í sumar.
Auk borgarstjóra voru á þessum
fundi ýmsir einstaklingar sem hafa
afskipti af stjómmálum. Þar var um
að ræða fólk úr Alþýðubandalagi,
Alþýðuflokki, Kvennalista, Þjóðvaka
og Framsóknarflokki. Má þar nefna
Kristínu Árnadóttur, Margréti S.
Björnsdóttur, Ástu Ragnheiði Jó-
hannesdóttur, Einar Kárason,
Þórunni Sveinbjarnardóttur, Hall-
dór Guðmundsson, Bryndísi Hlöð-
Ingibjörg Sólrún: Hélt
fundinn.
versdóttur, Bolla Héðinsson og
Össur Skarphéðinsson.
„Það er á hreinu að það eru margir
innan þessara flokka sem hafa áhuga
á einhvers konar samstarfi þar sem
núverandi forystumenn flokkanna
yrðu ekki í fremstu röð. Fólk vill
ekki lúta forystu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar
eða Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Hugmyndin er að halda þessum
óformlegu viðræðum áfram þó að
það verði ekki af því nú yfir hásum-
arið. En væntanlega kemur fundar-
boð úr Ráðhúsinu áður en langt um
líður,“ sagði einn úr hópi fundar-
manna í samtali við Alþýðublaðið.
„Hér er ekki um neina formlega
hreyfingu að ræða. Við vomm bara
að rabba saman um samstarf og eða
möguleika á sameiningu. Varðandi
framhaldið þá held ég að menn vilji
sjá hvað gerist í formannskjöri Al-
þýðubandalagsins því það getur skipt
miklu fyrir sameiningarsinna að
Margrét Frímannsdóttir nái kjöri
sem fonnaður," sagði annar fundar-
maður sem blaðið ræddi við.
Viðmælendur blaðsins lögðu
áherslu á að á fundinum í Ráðhúsinu
hefði ekki verið um neinar formlegar
viðræður að ræða. Það væri hins
vegar staðreynd að margir innan A-
flokkanna, Þjóðvaka, Kvennalista og
Framsóknarflokksins væru afar
óánægðir með sundmngina á vinstri
væng stjómmálanna.
„Það er ekkert launungarmál að
margir kjósendur þessara flokka
vom mjög pirraðir eftir úrslit kosn-
inganna yfir því að geta ekki varið
atkvæði sínu í annað en einhvern
pínulítinn flokk sem hefur takmörk-
uð áhrif. Alþýðubandalagsfólk er að
sjá fyrrum félaga sína komna í Al-
þýðuflokkinn, Þjóðvaka eða
Kvennalistann. Það segir manni að
eitthvað sameinar þetta fólk þótt eitt-
hvað verði líka til að sundra því,“
sagði einn viðmælandi blaðsins.
Þeir úr hópi sameingarsinna sem
blaðið ræddi við voru ófúsir til að
koma fram undir nafni. „Fólk vill
ekki eiga reiði forystu flokkanna yfir
höfði sér. Um leið og hægt er'að
skilgreina svona fundi sem einhverja
formlega hreyftngu eða stjómmálaafl
þá verður ekki neitt úr neinu. Það
hefur sýnt sig og við gerum okkur
grein fyrir því. Þetta er spuming um
kynslóðaskipti í íslenskri pólitík. Nú-
verandi kynslóð forystumanna fé-
lagshyggjuflokkanna hefur aðra sýn
á sitt forystuhlutverk heldur en við.
Meðan sú kynslóð forystunnar er við
lýði hef ég ekki trú á að af neinni
sameiningu verði. Þetta er fólk sem
hefur annan skilning á eðli stjórn-
málaflokka en við sem erum yngri
og skynjum samhljóminn," sagði
einn viðmælandi blaðsins.
Sjá baksíðu
■ Afmælismót Friðriks Ólafssonar
Smyslov, Gligoric
og Larsen tefla
- Sex íslenskir stórmeistarar taka þátt í mótinu.
Þröstur Þórhallsson valinn í stað Guðmundar
^KaioKonur isianos Af skáldkonum íslands er athyglisverö dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórs-
dóttur leikkonu sem verður í Norræna húsinu klukkan 20:30 í kvöld. Frá vinstri: Þórey og Hera dóttir hennar sem
einnig les Ijód, Gerður Kristný, Margrét Lóa, Linda Vilhjálmsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. a mVnd: e.ói.
■ Listasumarib á Akureyri
Innsetning Sigurdísar og
Fjölskyldumyndir Dagnýjar
Glugginn er sýningarrými í versl-
unarglugga Vömhúss KEA, sem rek-
ið hefur verið í tengslum við Lista-
sumar á Akureyri. í Glugganum sýna
listamenn viku í senn og er skipt á
föstudögum. Frá 14. til 20. júlí sýnir
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir „inn-
setningu," unna úr 600 eintökum af
litaðri ljósmynd, í Glugganum. Sigur-
dís stundaði myndlistarnám við
Myndlistaskólann á Akureyri og lauk
þaðan námi vorið 1994. Hún hefur
haldið tvær einkasýningar, á Akureyri
og í Vestmannaeyjum, og er starfandi
myndlistarmaður á Akureyri.
Laugardaginn 15. júlí opnaði Dag-
ný Sif Einarsdóttir myndlistasýn-
ingu á Café Karólínu. Dagný nam
myndlist við Myndlistaskólann á Ak-
ureyri og útskrifaðist þaðan vorið
1993, úr málaradeild. Hún hefur hald-
ið tvær einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum. Sýninguna á Café
Karólínu kallar hún Fjölskyldumyndir
og eru verkin unnin með blandaðri
tækni á pappír. Sýningin stendur
til 4. ágúst.
Sigurjónssonar.
Nú er orðið ljóst að hinn 2. sept-
ember hefst skemmtilegt og öflugt
skákmót í Þjóðarbókhlöðunni, þar-
sem nærfellt 50 ára aldursmunur
verður á elsta og yngsta þátttak-
anda. Mótið er haldið í tilefni af 60
ára afmæli Friðriks Ólafssonar,
fyrsta stórmeistara íslands, og 70
ára afmæli Skáksambands Islands.
Að minnsta kosti sex íslenskir
stórmeistarar verða með í slagnum:
Friðrik, sem ekki hefur teflt opin-
berlega á „alvöru" skákmóti um ára-
bil, Jóhann Hjartarson, Helgi Ól-
afsson, Margeir Pétursson, Hann-
es Hlífar Stefánsson og Helgi Áss
Grétarsson. Guðmundur Sigur-
jónsson aíþakkaði boð um að tefla
á mótinu, en í gær staðfesti Guð-
mundur G. Þórarinsson, forseti
Skáksambandsins, að alþjóðameist-
arinn og skákfréttaritari Alþýðu-
Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýnir í
Glugganum „innsetningu" unna úr
600 eintökum af þessari Ijósmynd.
blaðsins, Þröstur Þórhallsson,
hefði verið valinn til að tefla í hans
stað. Þröst skortir aðeins einn
áfanga til að hljóta stórmeistaratitil.
Guðmundur G. sagði ennfremur að
Jón L. Árnason hefði enn ekki
þegið boð um að tefla, en hann er
hættur atvinnumennsku í skák. Tal-
ið er að Héðinn Steingrímsson fái
sæti Jóns L„ ef hann teflir ekki.
Erlendu keppendurnir eru
skemmtileg blanda eldri og yngri
meistara. Vassily Smyslov fyrrver-
andi heimsmeistari, sem kominn er
á áttræðisaldur, þekktist boð um að
tefla. Hann hefur náð verulega góð-
um árangri upp á síðkastið. Annar
gamall kunningi Friðriks er Serbinn
Gligoric, sem um langt skeið var
sterkasti skákmaður Júgóslavíu.
Hann má muna sinn fífil fegurri en
er ennþá skeinuhættur. Sama máli
gegnir um bandaríska stórmeistar-
ann Robert Byrne, sem oft hefur
teflt á íslandi. Mestum tíðindum
sætir þó líklega koma Bents Lar-
sens, fjandvinar og keppinautar
Friðriks í mörg ár. Hann var í eina
tíð sterkasti skákmaður Norðurlanda
en hefur lengi búið í Argentínu.
Hinir erlendu þátttakendurnir eru
Ungvetjinn Leko, yngsti stórmeist-
ari heims, aðeins 16 ára. Þá mætir
Sofia Polgar en hún hefur meðal
annars unnið sér til frægðar að ná
besta árangri á opnu skákmóti sem
náðst hefur. Samhliða mótinu verða
veglegar sýningar úr skáksögunni,
meðal annars á gjöf Fiskes, munum
frá heimsmeistaraeinvígi Fischers
og Spasskys og myndir frá ferli
Friðriks Ólafssonar.