Alþýðublaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ1995 ■ Menntamenn berjast hatrammri baráttu gegn mannréttindabrotum í Tyrklandi „Hugrenningasyndir" Yashar Kemal - gætu átt eftir að kosta þennan þekktasta Nóbelskandídat Tyrklands frelsið. Kemal sem er Kúrdi hefur verið ákærður í samræmi við áttundu grein laga frá 1991; lög sem eiga að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi. Rithöfundurinn segist sjálfur vera ákærðurfyrir „hugrenningasyndir". Tyrkneski forsætisráðherrann, Tansu Ciller, er andvíg lagagrein þessari en yfirmenn hersins andæfa öllum umbótum. „Frelsið, er rétturinn til að gera allt það, sem lögin leyfa“ sagði franski stjórnmálaheimspekingurinn Mont- esquieu. En þegar lögin hafa lokið við að banna, er kannski ekki margt eftir, sem hægt er að gera. Tyrkneskir blaða- og háskólamenn hafa brennt sig á því, með áttundu grein laga frá 1991, sem eiga að koma í veg fyrir hryðju- verk. Lagagrein þessi býður stjórn- völdum upp á að bæla lýðinn: „Skrif- legur sem og munnlegur áróður, fundir og yfirlýsingar, sem miða á einhvem hátt að því að koma höggi á hina óijúf- UGIA MEMELD MJÓI Saga um uppnrten cg;-ist VASHAK Kt:MAl. —------2*t: E 9 Memed mjói - saga um uppreisn og ást - var fyrst gefin út árið 1955. Hún er fyrsta skáldsaga Yashar Kemal, og sú sem hann varð fræg- ur fyrir. anlegu heild tyrkneska lýðveldisins, þjóðarinnar, og hennar landsvæða, eru bönnuð.“ Eins og er eru að minnsta kosti 150 marrns í haldi vegna áttundu greinarinnar, helst fyrir það sem stjómvöld kalla að dreifa „aðskilnaðar- áróðri" í þágu uppreisnar Kúrda f suð- austur Tyrklandi. I vikunni mun einn mest áberandi rithöfundur Tyrklands verða leiddur fyrir rétt, fyrir það sem hann kallar ,jiugrenningasyndir". Lögsóknin er til alþjóðlegrar skammar íyrir ríkisstjóm- ina, sem er hart gagnrýnd fýrir mann- réttindaafglöp, og gæti spillt mögu- leikum Tyrklands á að fá aðgang að Evrópusambandinu. Sambandið hefur samþykkt inngönguumsóknina, en Evrópuþingið gæti beitt neitunarvaldi sínu, þegar umsóknin verður afgreidd í október. Kemal, sem er 71 árs gamall, hefiir lengi verið talinn álitlegur kandídat fyrir Nóbelsverðlaunin. Hann hefur skrifað 27 skáldsögur, þeirra frægust er Memed mjói. Kemal er ákærður vegna greinar, sem birtist í þýska tíma- ritinu Der Spiegel í janúar. Þar gagn- rýndi hann hvemig ríkisstjómin hefði tekið á uppreisn Kúrda, sem hefur staðið í 11 ár og kostað meira en 16.000 mannslíf. Kemal, sem er Kúrdi, ásakaði rikisstjórnina um að beita Kúrda „óbærilegri kúgun og grimmd" og bað um „endalok þessa ljóta stríðs". Rithöfundurinn er ásakaður um að birta „aðskilnaðaráróður“ - þrátt fýrir að greinin fjalli aldrei um aðskilnað Kúrda eða mæli þeirri lausn. Eins og skólabókardæmi um hugrenninga- stjómun, er Kemal ákærður fyrir að hafa vitnað til uppreisnarmannanna sem „skæmliða" frekar en „aðskilnað- ar- hryðjuverkamanna", sem er hið op- inbera nafn, viðurkennt af hernum. Með því að ásaka stjórnvöld um grimmdarverk, ræðst hann að „siðferð- isvitund tyrkneska lýðveldisins." Réttarhöldunum hefur seinkað um ■ IMorræna húsið Menningardekur við útlenda ferðamenn Opið hús sérstaklega fyrir útlend- inga verður í Norræna húsinu öll fimmtudagskvöld í sumar, klukkan 20:00. Undanfarin sumur hefur Nor- ræna húsið sett saman fyrirlestraröð um land og þjóð, menningu, listir, sögu, náttúm og fleira. Fyrirlestrar þessir em fluttir á einhveiju Norður- landamálanna. 20. júlí mun Júlíana Gottskálksdóttir flytja fyrirlesturinn „Pionárema i det islandske bildkonst". Hún mun fjalla um fyrstu kynslóð ís- lenskra listamanna, sem allir teljast frumkvöðlar í íslenskri myndlist. Það em: myndhöggvarinn Einar Jónsson og málaramir Þórarinn B. Þoriáks- son, Ásgrímur Jónsson, Jón Stef- ánsson, Jóhannes S. Kjarval, Krist- ín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdótt- ir. Eftir hlé verður sýnd kvikmynd um Reykjavík, með norsku tali. Bókasafh og kaffistofa Norræna Hússins verða opin til klukkan 22.00 á fimmtudags- kvöldum í sumar. Island í dag er dag- skrá fyrir norræna ferðamenn, alla sunnudaga klukkan 17:30. Sunnudag- inn 23. júlí mun Borgþór Kjæme- sted flytja erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðmálum á íslandi á líðandi stundu. Norræna húsið og norrœn samvinna er yfirskrift funda, sem verða haldnir alla mánudaga klukkan 17:30. 24. júlí mun Torben Rasmussen forstjóri Norræna hússins kynna Norræna húsið, byggingu Al- vars Aaltos, starfsemi þess og nor- ræna samvinnu. íslensk kvikmyndakvöld eru alla mánudaga klukícan 19:00. 24. júlí verður sýnd kvikmyndin Sódóma Reykjavík í leikstjóm Óskars Jónas- sonar. Myndin er frá 1992, 90 mínút- ur að lengd og verður sýnd með ensk- um texta. Aðgangur er ókeypis að öll- um uppákomunum og allir velkomnir. Velkomin um borð sp mihirmrui Daglegar ferðir með viðkomu í Flatey % m: A..A. í éjt Frá Stykkishólmi kl. 10.00 & 16.30. Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30. Breyting frá þessari áætlun verður 13.júlí. 10. til 12.ág. og 26 ág. Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi Yashar Kemal, 71 árs rithöfundur, bíður dóms vegna áttundu greinar laga frá 1991, sem eiga að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hann segist sjálfur vera ákærður fyrir „hugrenningasyndir". tvo mánuði, og hefur forsætisráðheiT- ann Tansu Ciller, sem er ákafúr tals- maður þess að hætta ofsóknum á hendur rithöfundum eins og Kemal, sem og þess að flýta sem mest fyrir samvinnu Tyrklands og Evrópuríkja, árangurslaust reynt að láta fella niður þessa umtöluðu áttundu lagagrein. En umbótum þeim, sem forsætisráðherr- ann berst fyrir, er mótmælt af íhalds- samri stjórnarandstöðunni, sem og hörðustu þjóðemissinnunum í hennar eigin flokki; Flokki hins sanna vegar, og er allt óvíst um afdrif þeirra. Ekki jukust líkur á að af umbótunum verði, þegar herinn, sem á síðustu árum hefur stillt sig um að taka afstöðu í stjóm- málum, lýsti því yfir að hann væri á móti ógildingu lagagreinarinnar. „Breyting á áttundu greininni mun hafa áhrif á baráttu okkar gegn hryðju- verkum" sagði liðsforinginn Ahmet Corekci, yfirmaður vopnaliðanna. „Við kjósum að halda henni óbreyttri." Við ríkisöryggisdómstólinn í Istan- bul, sagði þó einn 20 sækjenda réttar- ins að áttunda greinin bryti mögulega í bága við stjómarskrána, og ætti stjóm- arskrárdómstóllinn að taka hana til at- hugunar. A meðan Kemal bíður örlaga sinna, minna tyrkneskir menntamenn á stöð- una með því að gefa út langar greinar á móti stefnu stjórnvalda gagnvart Kúrdum, án þess að velta fyrir sér af- leiðingunum. Fyrr á þessu ári kom út safnritið Hugrenningafrelsi í Tyrk- landi, sem var ekki aðeins undirritað af þeim 25 höfúndum, sem áttu efni í ritinu, heldur einnig af 1.050 mennta- mönnum, sem sögðust styðja það sem lfam kæmi í bókinni. Öryggislögregl- an bannaði bókina tveimur klukku- smndum eftir að hún kom út. Eins og er hafa 700 þeirra, sem lögðu nafn sitt við verkið, verið ákærðir vegna átt- undu lagagreinarinnar. Þar á meðal var endurbirt kæra á hendur Kemal, en greinin sem hafði birst í Der Spiegel var endurútgefin í bókinni. Ef einhver menntamannanna verður fangelsaður, bætist hann í stóran hóp málfrelsisbaráttumanna. Félagsfræð- ingurinn Ismet Besikci aíþlánar núna dóm, sem er alls upp á 65 ár, vegna bóka hans og greina um málefni Kúrda. Útgefandinn Resit Marasli hefur verið með annan fótinn innan múra síðan 1970. Eins og stendur er hann lokaður inni og getur ekki losnað gegn tryggingu, því hann bíður dóms fýrir 24 aðskildar ákæmr. Kemal segist reiðubúinn að fara í fangelsi. „Sem rithöfundur var ekki annað fýrir mig að gera en að tjá hug minn“ sagði hann nýlega. Hann talaði ákafur um þær þúsundir Kúrda, sem hafa fallið eða verið fangelsaðar, um þorpin, sem hafa verið eydd og um þær þrjár milljónir flóttamanna, sem stríðið hefur hrakið af stað. „Það er heiður landsins míns, Tyrklands, sem er að veði,“ sagði Kemal. „Stríðið, sem tyrkneskí herinn rekur gegn skæruliðunum, er endalaust. Það er bara ein lausn möguleg: að semja frið.“ Kaldhæðnislegt eins og það er, myndu tyrknesk stjómvöld síður sæta utanaðkomandi þrýstingi um að sinna þessum orðum Kemals, ef honum væri fijálst að segja þau. Þessi skrípa- réttarhöld, með Kemal á sakamanna- hekknum, gætu beint áhuga almenningsálitsins í Evrópu að því að draga „siðferðisvitund tyrkneska lýðveldisins" fýrir rétt. gv / byggt á Time ■ Undir heggnum eftir Ingólf Steinsson, kennara og tónlistarmann Uppvaxtarsaga blómabarns Út er komin sagan Undir heggn- um eftir Ingólf Steinsson. Höfund- ur héfur starfað jöfnum höndum sem kennari og tónlistarmaður, meðal annars með hljómsveitinni Þokkabót. Á bókarkápu segir: „Drengurinn vex úr grasi í upp- hafi kalda stríðsins. I útvarpinu hljóma Chopin og Carl Jularbo og fréttirnar eru heilagar eins og ræða prestsins á sunnudögum. Stalín er nýlátinn og drengurinn þarf að verja róttæka hugmyndafræði föður síns. Hann elst upp í skjóli móður sinnar og ömmu en lendir í andstöðu við húsbóndavaldið. Ævintýrin gerast í litla bænum milli háu fjallanna þar sem það telst viðburður að sjá bíl fara um götur. Svo koma bítlarnir og sfldin og setja allt á annan end- ann. Drenginn og vini hans grípur áköf löngum til að feta í fótspor Ingólfur Steinsson hefur sent frá sér þroskasögu drengs sem elst upp austur á landi uppúr miðri öldinni. hinna síðhærðu guða. En uppgjör vofir yfir í hinu kalda stríði feðg- anna og gelgjuskeiðið gerir lífið stöðugt flóknara og vinkonurnar glæsilegri. Undir heggnum er þroskasaga drengs sem elst upp austur á landi uppúr miðri öldinni. Hún lýsir af næmni og einlægni hvernig dreng- urinn upplifir veröld eftirstríðsár- anna og tekst á við hinar stóru spurningar lífs og dauða meðan heimur bernsku hans er smátt og smátt að liðast í sundur." Undir heggnum er fyrsta bók Ing- ólfs Steinssonar. Hún er 246 blað- síður í kiljubroti. Útgefandi er bóka- útgáfan Tunga og er bókin til sölu þar og í bóksölum landsins fyrir tvö þúsund krónur. Tunga hefur aðsetur að Laugarnesvegi 37 og síminn er 553 5885. Aðgangur leigusala Húseigandi hafði leigt íbúð sem einnig var til sölu og taldi eigandi að leigjandi hefði heimilað sér að ganga með lykil að íbúðinni svo unnt væri fyrir hann að sýna íbúðina væntan- legum kaupendum. Leigjanda hefði síðan snúist hugur og hann skipt um skrá í útidyrum svo eigandi komst ekki inn. Eigandi hringdi til Leigj- endasamtakanna og spurði hvort hann gæti kært þetta athæfi lúgjand- ans. Svarið var nei. íbúðin er heimili leigjandans og hann ræður sjálfur hvort hann leyfir öðrum að hafa lykil að heimili sínu. Um aðgang leigusala að leigðu húsnæði er fjallað í 41. grein húsa- leigulaga. Þar segir meðal annars: „Á síðustu sex mánuðum leigutíma- bils er leigusala heimilt, samanber 1. málsgrein að sýna hið leigða ákveð- inn tíma á dag, þó aldrei meira en tvær stundir hverju sinni, væntanleg- um kaupendum eða leigjendum, en jafnan skal tilkynna slíka heimsókn með minnst eins sólarhrings fyrir- vara.“ f 1. málsgrein segir: „Leigusala er þó aldrei heimill aðgangur að hinu leigða húsnæði þegar leigjandi eða umboðsmaður hans er ekki viðstaddur, nema að fengnu samþykki leigjanda.“ í umræddu tilviki var samningur ótímabundinn og honum hafði ekki verið sagt upp. Því var ekki um að ræða síðustu sex mánuði leigutímans. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.