Alþýðublaðið - 19.07.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Afþjóö sem níðist á umhyerfí sínu
Ágæti ritstjóri.
Mig hefur lengi langað til að
senda þér línu og nú nýlega benti
vinsamlegt fólk mér á, að þú birtir
í hinu smáa en menningar- og
þjóðfélagslegasinnaða Alþýðu-
blaði, tilvitnun mína í Albert Cam-
us úr grein minni í Morgunblaðinu
hinn 12. mars. Orðin um hið tvö-
falda siðgæði nútímamannsins og
afstæðishyggjuna sem engin lög-
mál á, önnur en hvikandi tómið.
Hvergi er þetta afstæði eins aug-
ljóst og í umgengninni við landið
segir þar.
Umbótasinnuðu fólki þykir
Gestaboð_______________|
Þorvarður
Hjálmarsson
skrifar
ganga hægt að snúa þessari
óheillaþróun við. En margir hafa
bent á lausnina! Milljarða niður-
greiðslur ár hvert sem engum
koma að gagni nema nokkrum
milliliðum sem lifa sem afætur á
vinnu bænda. Hvernig væri að
hætta að sóa fjármunum þjóðarinn-
ar í niðurgreiðslur til örfárra gír-
ugra einstaklinga og samtaka
þeirra, spyr fólk, og nota heldur
aurana í skynsamlegri hluti? Jafn-
vel fara þá leið sem farin hefur
verið á Nýja Sjálandi og Ástralíu
með góðum árangri! Nota fjármuni
sem að óbreyttu ástandi fara al-
gjörlega í súginn, til þess að græða
upp landið!
Ef þessi leið yrði valin hyrfu öll
byggðaröskunarsjónarmið sem
hendi væri veifað, því bændur og
búalið féngi vinnu við land-
græðslustörf í heimasveit sinni og
fáir þyrftu að bregða búi. Hefð-
bundinn búskapur er við það að
líða undir lok á íslandi, það eru
bara nátttröll sem sjá það ekki.
Neysla fólks á sauðakjöti dregst
saman ár frá ári. Margir sauðfjár-
bændur rétt draga fram lífið, langt
fyrir neðan hungurmörk og sjá
enga leið út úr vanda sínum. En
sveitirnar standa áfram. Nauðsyn-
legt er því að finna fólkinu sem
býr í þeim önnur verkefni, og þau
blasa alls staðar við augum!
Það gengur ekki vel að kenna ís-
lendingum þá grundvallarreglu að
hagvöxtur kemur innanfrá. Ekki
utanfrá nema endrum og sinnum.
En Kínverjar kunna ennþá það
mikið í Konfúsíusi að þeir skilja
þetta mætavel og vita að það er
fjármagnsflæði innanlands sem
skapar tækifærin og hagsældina
fyrir íbúana. Þessa speki ættum við
Islendingar að þekkja vel og skilja,
eftir öll ævintýrin með virkjanirnar
og álverin. Skamma stund flæða
peningarnir inn í landið og skapa
mikla vinnu og kaupæði um tíma,
en þetta ástand varir ekki lengi.
Fyrr en varir er skollin á óðaverð-
bólga sem kostar ómældar fórnir
að kveða aftur niður.
Nú munu tæplega sjöþúsundir
Islendinga ganga um atvinnulausir.
Það er alltof há tala. Atvinnuleysi
skapar mörg félagsleg vandamál
og mikla neyð hjá því fólki sem
verður fyrir barðinu á því. En fjár-
magnið til að bæta úr neyðinni er
til í landinu! Nú þegar endurskoð-
un á búvörusamningnum stendur
fyrir dyrum, er kjörið tækifæri fyr-
ir jafn umbótasinnaðan flokk og
Alþýðuflokkinn að leggja til að
þessi leið verði skoðuð og farin.
Nýta það fé sem í dag er á glæ
kastað, til að græða upp landið og
vinna bug á atvinnuleysi í leiðinnii
Landeyðingin er skelfileg og þar
er í raun spurning hvort grósku-
mikið mannlff nái nokkurn tfmann
að dafna með þjóð sem níðist
svona á umhverfi sínu. Svo maður
tali nú ekki um drauminn um rétt-
sýnt samfélag! Með baráttukveðju.
Höfundur er áhugamaður um
náttúruvernd og uppgræðslu landsins.
gfxí.; ••
„Landeyðingin er skelfileg og þar er í raun
spurning hvort gróskumikið mannlíf nái nokk-
urn tímann að dafna með þjóð sem níðist
svona á umhverfi sínu. Svo maður tali nú ekki
um drauminn um réttsýnt samfélag!"
Hinirfjölmörgu og dyggu
lesendur Alþýðubladsins
urðu býsna hissa þegar sagt
var frá því sem aðalfrétt í
flestum Ijósvakamiðlunum í
fyrradag að Bryndís Hlöð-
versdóttir hefði lýst yfir
stuðningi við Margréti Frí-
mannsdóttur í formanns-
slagnum í Alþýðubandalag-
inu, jafnframt því að hafna
beiðni Steingríms J. Sig-
fússonar um að gefa kost á
sér til varaformanns. Margar
vikur eru síðan fram kom í
Alþýðublaðinu að Bryndís er
einarður stuðningsmaður
Margrétar og fyrir einum tíu
dögum sögðum við frá því
að Bryndís hefði neitað
Steingrími um varafor-
mannsframboð...
Yið sögðum í gær frá hluta
af viðtali Alþýdublaðsins
við Guðmund Ama Stef-
ánsson sem ekki birtist síð-
astliðinn föstudag vegna
plássleysis. Hér kemur svo
síðasti búturinn sem ekki
slapp inn: Þingmaðurinn var
spurður um eftirlætis stjórn-
málamenn sína og svaraði
að bragði: „Willy Brandt og
Olof Palme ... Urþví að þú
varst með þessar íþróttalík-
ingar áðan þá dettur mér í
hug, að það eru helst þeir
sem eru á áhorfendapöllun-
um sem eiga sér einhverja
uppáhaldsmenn. Þegar ég
var sjálfur í handboltanum
þá héldu menn nú auðvitað
fyrst og fremst uppá sjálfa
sig. Kannski er þessu alveg
eins farið í stjórnmálunum."
Sennilega...
Nýtt töluþlað Frjálsrar
verslunarer komið út.
Þar segir ritstjórinn, Jón G.
Hauksson, meðal annars frá
ævintýralegum gróða minni-
hlutamanna í Stöð 2er\ þeir
eru að selja meirihlutanum,
með Sigurjón Sighvatsson
og Jón Ólafsson í broddi
fylkingar, hlutabréf sín.
Ávöxtun minnihlutamanna
er talin vera 39% á ári - og
geri aðrir betur. Þá er ítarleg
nærmynd af Sigurði Gfsla
Pálmasyni: hann er „höfuð
einhverrar valdamestu fjöl-
skyldu íviðskiptalífinu", ein-
sog komist er að orði. Sig-
urður Gísli er sagður hæfi-
leikaríkur kaupsýslumaður,
sem hafi lært vel af föður sín-
um, Pálma heitnum Jóns-
syni. En Sigurður Gísli er
líka, segirtímaritið,
„Ijóðelskur fagurkeri
ogfínn ítauinu"...
Ijúlí á síðasta ári var stofn-
aður sérstakur minningar-
sjóður um Johan Jorgen
Holst, sem átti stóran þátt í
að koma á friðarsamningum
Palestínuaraba og Israela
þegar hann var utanríkisráð-
tierra Noregs. Fé úr sjóðnum
átti að nota í þágu þarna og
unglinga á Gazasvæðinu og
Vesturbakkanum. Almenn-
ingur í Noregi gaf sem svarar
til nær níu milljóna íslenskra
króna í sjóðinn. Nú þegar
fyrsta ár sjóðsins hefur verið
gert upp kom í Ijós að fimm
milljónir króna höfðu farið í
kostnað við stjórn sjóðsins
og ferðalög. Aðeins 140
þúsund krónur höfðu runnið
til barna og unglinga á
fyrrnefndum svæðum, sam-
kvæmtfréttum frá Noregi...
h i n u m e ai n
"FarSide" eftir Gary Larson.
■
/
Þegar yngstu húsdýr bændahjónanna Páls Péturssonar og
Sigrúnar Magnúsdóttur tóku uppá þeim ósið síðastliðið
vor að byrja reykja sígarettur datt þeim enginn sniðugri
leynistaður í hug en þessi: beint undir glugga vinnumanns-
ins Guðna Ágústssonar...
f i m m
f ö r n u
Hver er uppáhalds leikarinn þinn?
Asgeir Hannes Eiríksson,:
Jón Baldvin Hannibalsson. Ég
segi þetta nú sérstaklega þar-
sem þetta svar mitt mun birtast
í Alþýðublaðinu.
Erla Þórarinsdóttir, versl-
unareigandi: A1 Pacino.
Hann var nefnilega svo hrika-
lega góður í Guðföðumum.
Fjóla Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmunds-
meðferðarfulltrúi: Ég á nú son, verkamaður: Gary
engan sérstakan. En þó vil ég Oldman. Sérílagi stóð haxm sig
nefha Mickey Rourke sem einn vel í kvikmyndinni Dracula.
af þeim minnisstæðari.
Helena Jónsdóttir, nemi:
Ó, Guð... Hann er í miklu
uppáhaldi hjá mér. En í alvöru
talað þá er það Christopher
Walken.
v i t i m e n n
Karl kvartar til Jafnréttisskrifstofu
undan mismunun kynjanna
í styrkveitingum til hárkoilukaupa:
Tryggingastofnun styrkir ekki
hárkollukaup á arfgenga skalla.
Aöalfyrirsögnin íTímanum í gær.
Fleiri koma að sjálfsögðu til
greina: Magnús Scheving,
Hófí, Sigurbjöm Bárðarson,
Wathnesystur, Ólafur Jóhann
Ólafsson og Mikki mús, svo
einhverjir séu nefndir.
Óskar Bergsson taldi einsýnt aö óháöir
alþýðubandalagsmenn yrðu að finna
frambjóðanda í formannsslaginn - og kom
með nokkrar tillögur. Tíminn í gær.
„Griðasvæði“ múslima hafa
reynst gagnslaus... Þessi
svæði hafa í reynd verið
mestu hættusvæðin í Bosníu og
þeir sem þar búa staðið
berskjaldaðir gagnvart
árásum Serba.
Leiðari Moggans í gær.
Það náttúrlega reynir
enginn að standa sig illa en
mín frammistaða sem af er
sumri er ekki það góð að
ég geti farið setja mig upp á
afturlappirnar.
Lárus Sigurðsson markvörður Vals, sem hefur
tapað sæti sínu í liðinu. Tíminn í gær.
Þótt Laugardalshöll taki í
sæti 6-7000 manns, þá ráðlegg
ég fólki að koma ekki seinna
en einni klukkustund fyrir
samkomuna tii að
tryggja sér sæti.
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson
að augfýsa samkomu
„kraftaverkakarlsins", Benny Hinn.
Lögreglan réðst til atlögu
í íbúð til móður minnar og mér
þykir það afskaplega slæmt þar
sem hún er hjartveik og tekur
svona rask mjög alvarlega.
Runólfur Oddsson hundaeigandi
um meintar ofsóknir löggunnar
á fætur hundi hans.
Vilttir á
Vefnum
■ Villtir gerðu ekki stakt handtak í vinnunni
síðastliðinn mánudag eftir að þeir duttu inná
Vefspjall netbrautryðjendanna hjá Miðheim-
um (Miðheimar/Netlíf/Vefspjall). Ritstjóri
vor gerði að vísu ítrekaðar tilraunir til að
kveðja oss aftur til vinnu, en sú viðleitni var
vitaskuld með öllu árangurslaus. Einsog í
öðrum Vef- og Netspjöllum logga menn sig
inní Vefspjall Miðheima með netfangi og
viðumefni (sjaldnast eiginnafni, samanber
neðstu athugasemd þessa pistils), röfla síðan
fullkomlega frá sér ráð og rænu og flinkir
myndskreyta mál sitt með html-sukki, nörð-
unum til mikillar skapraunar. Fyrir há- og
hraðfleyga vonnlæners-smiði er Vefspjallið
Paradís endurheimt. Mestur hraði og
skemmtilegheit fást í spjallið með því að
skrifa sem stystan texta þannig að eins marg-
ir og mögulegt er geti komist að á sem
skemmstum tíma. Ókostimir við Vefspjallið
eru aðallega tveir: annarsvegar er það algjör-
lega ánetjandi og vinnuffamiag manna er því
í lágmarki á meðan spjallað er (nokkmm
sinnum kom það fyrir að menn reyndu í full
an klukkutíma að sannfæra samspjallara að
nú YRÐU þeir að fara að vinna - en meik
uðu það aldrei) og hinsvegar getur það verið
dýrt spaug fyrir heimavinnandi nethausa að
vera mikið í spjallinu. Afturámóti em fæstir
spjallaranna heima hjá sér, heldur dunda sér
við að éta upp skattpeninga borgaranna eða
símaböddsjett fyrirtækja sinna á Netinu.
(Þannig eyddu Villtir til að mynda tíu
klukkustundum fyrir framan skjáinn þennan
dag - með þremur 2 mínútna hléum, aðeins
til að sinna gmnnþörfum líkamans - og rétt
náðu að skríða heim undir klukkan tíu um
kvöldið.) En þetta er í öllu falli eitthvað sem
ALLDR. verða að prófa að minnsta kosti einu
sinni (því svo þora þeir ekki að koma nálægt
þessi* framar vegna fíknarinnar)
http://www.centrum.is/cgi-bin/wwwchat og
voilá! — Villtir (alias Staffan) vilja hérmeð
koma á ffamfæri kæmm þökkum til prefect,
gigi, piotr, olit, spider, saj, jfk og allra hinna
fyrir innihaldsríkt og býsna fróðlegt spjall
þarsem margt merkilegt og fullkomlega
einskisvert á góma bar á góma. Við skjáumst
þótt síðar verði... TAKE THATI
veröld ísaks
Það er því miður flestum fallið í gleymsk-
unnar dá, en í Bandaríkjunum árið 1920
var maður að nafni Eugene Debs útnefnd-
ur sem forsetaframbjóðandi Sósíalista-
flokksins á sama U'ma og hann sat í fang-
elsi fyrir að efna úl uppreisnar og óeirða á
úmum fyrri Heimsstyijaldarinnar. Eugene
þessi Debs er eini maðurinn sem keppt
hefur úr fangelsi um forsetaembætúð í
guðs eigin landi. Og ekki var árangur
Debs neitt úl að hlæja að: hann fékk
nefnilega tæplega milljón atkvæði og
þijúoghálft prósent kjörfylgi...
Byggt á l*aac Asimov's
Book ofFacts.