Alþýðublaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 heldur uppá 50 ára afmæli sitt í ár. Af því tilefni hefur umfangsmikil afmælisdagskrá verið í gangi undanfarnar vikur sem að hluta til heldur áfram út sumarið. Meðal þess sem boðið er uppá er frí stangveiði í Ólafsfjarðarvatni, ókeypis tjaldstæði, skipulagðar gönguferðir, handverkssýningar, tónleikar og leiksýningar. Alþýðublaðid ræddi í gærdag við tvo Ólafsfirðinga — annan aðfluttan og hinn brottfluttan — um bæinn, mannlífið, leiklistina og pólitíkina... ■ Guðmundur Ólafsson leikari erfæddur og uppalinn í Ólafsfirði. Einsog svo margt annað smábæjaræskufólk neyddist hann til að flytjast á brotttvítugurtil að sækja sér menntun og atvinnu. ítilefni af 50 ára afmæli Ólafsfjarðarbæjar var Guðmundur hinsvegar beðinn um að semja leikrit í kringum söguannál bæjarins sem frumsýnt var 8. júlí. Alþýðubladib ræddi stuttlega við Guðmund um leikritið, æskustöðvarnar-og vitaskuld spúttnikkliðið Leiftur „Þegar hafgolan er hætt að blása og vatnið er spegilslétt" - er hjartkærasta minningin um heimabæinn, segir Guðmundur. Það atriði sem einna hæst bar á 50 ára afmælishátíð Ólafsfjarðarbæjar í síðustu viku var frumsýning í Tjam- arborg á söguannál bæjarins, Horfðu glaður um öxl, eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson leikara. Heið- ursgestur sýningarinnar var síðan ekki af verri sortinni: Vigdís Finn- bogadóttir forseti. Alþýðublaðið spjallaði stuttlega við Guðmund í gær og forvitnaðist um eitt - og annað... Hvað er þarna á ferðinni, Guð- mundur? „Þetta er bara svona smáleikrit sem fjallar um sögu bæjarins; þættir og atriði Ertu þá að segjafrá íbúum bœjar- ins-eða... ‘ „Það er nú lítið þarna um nafn- greindar persónur. Þetta eru svona meira stemmningar og slíkt úr náinni og fjarlægri fortíð." Ertu sjálfur fœddur i Ólafsfirði og uppalinn? „Jájá. Þannig að heimatökin voru hæg hvað það varðar." A Ólafsfjörður sér merkilega sögu? „Eiga ekki allir staðir merkilega sögu? Ég held að það hljóti að vera. Þama hefur fólk náttúrlega þurft að þrauka við erfiðar aðstæður á stund- um og lengi vel var þetta ákaflega einangraður staður. Þar var til dæmis ekkert hægt að komast á vetrum nema þá sjóleiðina." Hvað ber annars hœst í söguann- álnum - er einhver rauður þráður sem rennur þarna í gegn? „Nei, í sjálfu sér ekki. Annállinn spannar vitaskuld býsna langt tíma- bil. Það er farið þarna allt frá land- namsmannmum Ólafi bekk og fram- til þess tíma sem göngin em opnuð. Ég veit varla hvort hægt er að segja, að þama sé eitthvað eitt atriði merki- legra en annað... Nema kannski það, að nokkur atriðin hafa vakið óvenju- mikla lukku áhorfenda. Þar mætti nefna umfjöllun um skautaferðir bæj- arbúa á vatninu og stemmninguna sem fylgdi þeim tíma þegar Ólafs- firðingar söltuðu sfld.“ Var þessi Ólafur bekkur ekki ansi merkilegur náungi? „Að sjálfsögðu. Hann kemur og nemur land við Ólafsfjörð á land- námsöld, en því miður er lítið til af rituðum heimildum um hann. Þannig að þetta em meira svona rnínar eigin söguskýringar og getgátur um af- hverju hann hafi hlotið þetta viður- nefni: Ólafur bekkur." Nú... Og hversvegna hlaut hann viðurnefnið bekkur? „Það má eiginlega ekki gefa það upp. Annars skemmir maður spenn- una sem fylgir því atriði...“ Var leitað til þín um að semja leikverkið? „Já. Afmælisnefndin sem sett var á laggimar bað mig um að gera þetta einhvern tíma síðastliðinn vetur og ég fór síðan norður og vann með leikfélaginu við að setja þetta upp.“ Er öflugt leikfélag í Ólafsfirði? „Það er ekkert svo tiltakanlega öfl- ugt, nei, en það eru virkilega fínir kraftar þar innanborðs þannig að ég var afskaplega heppinn með þá hlið mála.“ Aftur að samgöngunum sem litað hafa þetta samfélag sterklega. Finnst þér sem bœjarbragurinn hafi eitthvað breyst eftir að göngin gegn- um Múlann komu til sögunnar? „Ég veit það nú ekki. En það mun- ar alveg gífurlega um þessa sam- göngubót og allt annað líf að þurfa ekki að stofna sér og sínum í stór- hættu í hvert einasta skipti sem mað- ur ætlar að fara til eða frá bænum; sérstaklega þegar eitthvað er að veðr- um á vetmm. Þetta er auðvitað allt annað og betra uppá öryggismál og slfkt að gera.“ Hvað bjóstu lengi í Ólafsfirði? „Ég átti heima í bænum framyfir tvítugt, allavega að nafninu til, eða allt þartil ég þurfti að hverfa á braut til að fara í skóla. Ég hef ekki dvalið þama neitt að ráði - nema sem gestur - í rúmlega tuttugu ár.“ Afhverju snerirðu ekki aftur? „Ég valdi mér atvinnu sem ég gæti ekki rnikið lifað af í Ólafsfirði ef ég flyttist þangað. Þetta æxlaðist nú bara svona - kom af sjálfu sér.“ Er þetta ekki bölvun smábœj- anna; að œskufólkið fer á brott til að mennta sig og kemur aldrei aftur nema sem gestir? „Auðvitað er það erfitt fyrir þessa bæi að um leið og fólk er búið að mennta sig, þá hverfur það. En það er vitaskuld vegna þess að atvinnutæki- færin eru ekki nægilega mörg eða fjölbreytt. Því miður.“ Heyrðu... Leiftri frá Ólafsfirði hefur annars gengið býsna vel í knattspyrnunni í fyrstu deildinni í sumar. Ferðu á þá leiki sem þú hef- ur tök á að sœkja? , Jájá. Ég geri það.“ Er þetta hið óvœnta upprennandi stórveldi? Guðmundur Olafsson leikari, höfundur Horfðu glaður um öxl, söguannáls Óiafsfjarðarbæjar: Það er nú lítið þarna um nafngreindar persónur. Þetta er svona meira stemmningar og slíkt úr náinni og fjarlægri fortíð. „Ég þori ekkert að segja um það. En þetta gengur vel núna og ég reyni að gera mitt besta á hliðarlín- unni.“ Þegar þú hugsar til heimahag- anna á angurvœrum síðkvöldum - hvað kemurþá fyrst upp íhugann? „Fyrst og fremst hvað bærinn er fallegur; til dæmis á kvöldin þegar hafgolan er hætt að blása og vatnið er spegilslétt í logninu. Það er manni alltaf minnisstætt." ■ I Jafnaðarmaðurinn Jónfna Óskarsdóttir er formaður bæjarráðs Ólafsfjarðar. í samtali við Alþýðublaðib ræðir Jónína um pólitíkina og bæinn sinn „Yndislegt að búa Jónína Óskarsdóttir er aðfluttur Ólafsfirðingur, hefur búið þar í 24 ár og fyrir margt löngu haslað sér þar völl í útgerð ásamt manni sínum og í pólitíkinni með jafnaðarmönnum. Al- þýðublaðið ræddi við Jónínu í gær um pólitíkina og bæinn sem hún hefur tekið sifku ástfóstri við, að hún getur ekki hugsað sér að búa annarsstaðar. Hvað er að frétta úr pólitíkinni í Ólafsfirði? ,jÉg held að það sé bara allt gott að ffétta héðan í þeim efnum; allavega í herbúðum okkar jafnaðarmanna. Bæj- arpólitíkin snýst held ég allsstaðar um forgangsröðun þessara fáu króna sem við eigum til skiptanna, frekar en ein- hveija harða pólitík. Og þetta er ljóm- andi hjá okkur; engin átök og allt með sóma einsog stendur." Ert þú ekki eini bœjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í bœnum - og formað- ur bœjarráðs? „Jú. Ég myndaði meirihluta með Sjálfstæðismönnum og það samstarf hefur gengið með miklum ágætum það sem af er. Bæjarfulltrúamir eru sjö og þaraf eiga Vinstrimenn þrjá, þannig að ég er með oddaatkvæðið og þeir hafa þurft að vera svolítið góðir við mig.“ Þér hefur ekki litist á að fara í samkrull með Vinstrimönnum eftir bœjarstjórnarkosningamar 1994? ,,Ég var þar á lista, en klauf mig út þarsem ég var ósátt með hvemig átti að raða uppá listann síðast. Þessu hef- ur háttað þannig hér í bænum, að vegna samkrulls Vinstrimanna í sex- tán ár vissum við jafnaðarmenn ekki Jónína Óskarsdóttir: Mannlífiö í Ól- afsfirði er bæði auðugt og blóm- legt. Við erum sem ein stór fjöl- skylda og það hefur sannast best í þessari afmælisviku. hvemig staða Alþýðuflokksins í bæn- um var. En svo gerðist það í kringum þetta ósætti, að ég fékk áskoran frá Alþýðuflokksmönnum um að leiða sérlista okkar. Og ég féllst á það að lokum eftir langa og stranga íhugun. Verð samt að viðurkenna að þetta óx mér dálítið í augum í fyrstu. En ég fékk í öllu falli glimrandi kosningu." Hefur gróið um heilt milli þín og Vinstrimanna eftir að þú klaufst þig frá framboði þeirra? , Jájá. Þeir voru náttúrlega mjög sár- ir fyrst, en gátu engum öðrum um kennt nema sjálfum sér, því ég var margsinnis búin að biðla til þeirra í kosningabaráttunni. Þeir tóku reyndar héma inná milli fjallanna" svo stórt uppí sig á þessum tíma, að segja minn pólitíska feril á enda vegna klofningsins og ennfremur að við Al- þýðuflokksmenn myndum aldrei ná inn manni. Vinstrimenn létu svo stór orð fjalla í þessari umræðu allri, að þeir hreinlega gátu ekki gengið til samstarfs við mig - það var útilokað." Þannig að þetta hlýtur að hafa verið einstaklega sœtur sigur í kosn- ingunum? , Já, hann var það óneitanlega." Ætlið þið Alþýðuflokksmenn ekki bara að taka inn annan mann í nœstu bcejarstjómarkosningum? „Það munaði nú ekkert miklu að það tæki síðast. Auðvitað höfum við sett stefnu á annan mann - mikil ósköp. Við í Alþýðuflokknum höfum fengið ungt og mjög duglegt fólk til starfa; afar frambærilegt fólk seirt við vænmm mikils af. Þetta er allt annað h'f fyrir okkur að starfa svona sem ein heild.“ Ég veit að þú ert aðfluttur Ólafs- firðingur. Afhverju fluttistu upphaf- legatil bœjarins? „Ég kom hingað fyrst til að vinna hjá föðurbróður mínum er starfaði hér sem læknir. f þeirri ferð kynntist ég mínum maka. Og eftir það varð ekki affur snúið. Ég fékk fljótlega mikið að gera, tók að mér verkalýðsskrifstofuna og byijaði að skipta mér af hlutunum héma í bænum. Síðar fór ég útí bæjar- pólitíkina." Og þér líkar svona afbragðsvel við að búa í Ólafsfirði? „Já. Þetta er mjög indælt. Ég hef búið héma í 24 ár og hef ekki viljað fara annað - að vísu verður að undan- skilja eitt ár þegar við hjónin prufuð- um að fara á suðvesturhomið og gera út ffá Þorlákshöfn. En maður fann það afskaplega vel þegar við fóram þama suður í flatneskjuna hversu yndislegt það er að búa héma í Ólafsfirði inná milli fjallaima." Hversu marga íbúa telur bœrinn? „Hér búa 1.228 manns. íbúum hef- ur heldur fjölgað uppá síðkastið. Fyrsta árið eftir að göngin komu fjölg- aði, en síðan dróst þetta aðeins saman vegna bágborins atvinnuástands. Hinsvegar hefur atvinnuástandið verið í blóma síðustu tvö árin - og við erum á uppleið. Utgerðin er sterk og stönd- ug og við keyptum sömuleiðis Gler- verksmiðjuna Glit sem hefur núna gert erlenda sarrminga og gengur vel. Þáð er sannkölluð lyftistöng fýrir sjávarút- vegspláss sem þetta, að fá nýtt fyrir- tæki til að starfa í landi. Slfkt eykur á fjölbreytnina og styrkir iðnaðinn - sem reyndar stendur ágætlega.“ Sameining sveitarfélaga þarna á Eyjafjarðarstrandlengjunni - hvern- ig standa þau mál? „Þau standa nú þannig, að ég hef verið eini bæjarfulltrúinn sem barist hefur fyrir sameiningu. Ég held aftu- rámóti að menn séu stöðugt að sjá bet- ur og betur, að samvinnumál og -hags- munir á út-Eyjafjarðarsvæðinu eru geysilega mikil. Við eram til dæmis með sameiginlegt hafnasamlag og löggæslu, ásamt því sem skólamála- samvinnan er alltaf að aukast. Þannig að mér sýnist á öllu, að þessi samein- ing sé öll að koma aftan að andstæð- ingum hennar. Auðvitað á að vinna betur í þessum málum." Þú varst ofarlega á framboðslista Alþýðuflokksins í kjördœminu fyrir alþingiskosningar árið 1991, en ekki núna síðast. Afhverju varþað? „Ég fór eiginlega útaf listanum vegna þess að við Ólafsfirðingar kom- um með sterkan kandídat þar inn, Halldór Guðmundsson, sem var með mér hérna á listanum fyrir bæjar- stjómarkosningamar. Síðastliðinn vet- ur var ég tiltölulega nýbúin að vinna í miklum kosningaslag, hafði mikið að gera í vinnunni og í störfum mínum að bæjarmálum og fannst þetta hreinlega of mikið; það er að segja að taka sæti á framboðslistanum til Alþingis líka. Það er alltaf gott mál að dreifa svolítið ábyrgðinni og láta fleiri koma að mál- um, enda sýndi það sig að Halldór stóð sig með afbrigðum vel.“ Hefurðu trú á því að Alþýðuflokk- urinn nái tilbaka þingmanninum sem hann missti íkjördœminu? „Já, ég efast ekki um það eitt augnablik." Hvað stendur uppúr þegar þú hugsar um bceinnþinn? „Ætli það sé ekki bara mannlífið sem í Ólafsfirði er bæði auðugt og blómlegt. Við eram sem ein stór fjöl- skylda og það hefur sannast best í þessari afmælisviku. Dagskráin var af- ar velheppnuð, samvinna bæjarbúa var mjög góð og allir lögðu sitt á vog- arskálarnar. Um leið og eitthvað markvert gerist í bæjarlífinu finnur maður vel hversu þétt menn standa hér saman við að gera hlutina vel.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.