Alþýðublaðið - 19.07.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 19.07.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ1995 íLÞYUUmílllll 20953. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sjálfstæðisflokkurinn (les: Framsókn) Um þessar mundir eru sólarlitlir dagar í lífi margra sjálfstæðis- manna, þótt nú sé hásumar og flokkur þeirra sitji í makindum í stjómarráðinu. Þetta kemur glöggt fram í ritstjómargrein Halldórs Jónssonar, forstjóra Steypustöðvarinnar og ritstjóra málgagns sjálfstæðismanna í Kópavogi, þarsem hann finnur fátt eða ekkert jákvætt við störf og stefnu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Hinn beiski sannleikur er nefnilega að renna upp fyrir fjölmörgum fijálslyndum sjálfstæðismönnum: flokkur þeirra er gamaldags og forpokaður - málsvari sérhagsmuna, hafta og miðstýringar. Dæmin sem Halldór Jónsson tekur um andlega afdalamennsku foringja sinna em sláandi. Hann segir um nýafgreidd GATT- lög: „Hagsmunir neytenda hafa enn einu sinni vikið fyrir þröngum sérhagsmunum innlendra framleiðenda án þess að vegurinn til hagræðingar og lífsnauðsynja hafi verið varðaður. í skjóli at- kvæðamisvægis hefúr verið valtað yfir hina fjölmörgu kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem era fyrst og fremst al- mennir neytendur en ekki framleiðendur landbúnaðarvara." Þetta era orð að sönnu. Forystumönnum Sjálfstæðisflokksins láðist að segja kjósendum í vor að þeir myndu beita sér fyrir því að ísland yrði eina landið í heiminum til að nota GATT - al- þjóðasamning um aukið ffelsi í viðskiptum - til þess að torvelda innflutiúng og hækka tollamúra. Halldór Jónsson er ekki einn um að sitja eftir með sárt enni. Nýleg skoðanakönnun DV leiddi í ljós að mikill meirihluti kjósenda er þeirrar skoðunar, að tollar á innfluttum landbúnaðarvöram séu of háir. Halldór Jónsson gerir líka að umtalsefni lög um stjórn fisk- veiða sem vora afgreidd á vorþinginu. Hann segir: „Sigur kvóta- greifanna var nær alger og áframhald hinnar geigvænlegu rán- yrkju fiskimiðanna var tryggt um næstu framtíð. En fullyrt er, að kvótakerfið sé beinn orsakavaldur að því að allt að tveimur þriðju sjávarafla er hent umsvifalaust dauðu í hafið. Og er stórútgerðin auðvitað mikilvirkust í þessari iðju. Þrátt fyrir fáránleika þessa kerfis skal því viðhaldið og þeir þingmenn sem þóttust hafa sér- skoðanir fyrir kosningar virtust hafa verið múlbundnir og látnir játa því sem að þeim var rétt á þinginu.“ Ekki fer á milli mála að Halldór Jónsson talar í nafni margra sem glöptust til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir þremur mánuð- um í þeirri trú að hann væri frjálslyndur og umbótasinnaður. Nú er niðurstaðan þessi: Sendisveinn sægreifanna í sjávarútvegs- ráðuneytinu stendur dyggan vörð um hagsmuna hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Egill bóndi á Seljavöllum ræður ríkjum í landbúnaðarmálum - á kostnað hinna mörgu. Það er ekki að ófyrirsynju að Halldór Jónsson skellir skuldinni að veralegu leyti á meingallað og úrelt kosningakerfi. Og þar ætti Halldór að huga að því, að sjálfstæðismenn hafa aldrei í alvöra ljáð máls á jöfnun atkvæðisréttar. Halldóri og öðram grátt leiknum sjálfstæðismönnum til upplýs- ingar er vert að benda á eftirfarandi staðreyndir: Alþýðuflokkur- inn var eini stjómmálaflokkurinn sem krafðist grandvallarbreyt- inga á fiskveiðistefnunni, ekki síst í því skyni að öyggja að auð- hndir hafsins séu í reynd sameign þjöðarinnar en eklci séreign sæ- greifanna. Alþýðuflokkurinn var eini stjómmálaflokkurinn sem vildi að GATT-samningurinn yrði notaður í reynd til að auka inn- flutning og samkeppni og bæta þarmeð lífskjör íslenskra neyt- enda. Og - síðast en ekki síst - Alþýðuflokkurinn er eini stjóm- málaflokkurinn sem alltaf hefur krafist þess að atkvæðisréttur allra kjósenda verði hnífjafn, og að landið allt verði eitt kjör- dæmi. Þetta ætti ritstjóri málgagns sjálfstæðismanna í Kópavogi að íhuga vel og vandlega. Vísast mun honum þykja vistin ill á næstu áram í framsóknarfjósinu. Nöturlegust er nú samt sú staðreynd að mestir framsóknarmenn á íslandi era þeir sem nú leiða Sjálfstæð- isflokkinn. ■ s k o ð a n Ast og hatur... Það er skrítið með samskipti okkar Islendinga og Norðmanna. Frá upp- hafi hefur þetta verið svona dæmigert ástar/haturs-samband. Það hófst með hatri. Norskur rumpulýður sem ekki vildi þýðast skattheimtu Haralds hárfagra hljópst úr landi og fór rænandi og ruplandi um nálæg lönd. Endaði síðan með því að hrekjast upp á þetta sker og ílentist. Pallborðið Arnór Benónýsson skrifar Má ljóst vera að þessir fyrstu ís- lendingar hafi verið litlir jafnaðar- menn og sárlega hefur þá skort hinn eðlislæga skilning Skandfnava á því að skattheimtan er undirstaða vel- ferðamkisins. Kannski er hér komin skýringin á því að jafnaðarmenn hafa hér átt erf- iðara uppdráttar en annars staðar á Norðurlöndunum. Því lengi býr að fyrstu gerð. Þrátt fyrir þetta upp hefur okkur Is- lendingum aldrei tekist að hreina okkur af Norðmönnum. Þannig var það helstur fremdarauki hjá íslensk- um höfðingjasonum að koma sér inn undir hjá norskum konungum. Kann sagan að greina okkur frá mörgum slíkum. Skáldskapurinn var mönnum drýgstur í þessu framapoti. En einsog allir vita er hann bróðir lyginnar og má því segja að í aldanna rás höfum við íslendingar verið að ljúga okkur inn á Norðmenn með reglulegu milli- bili. Svo var auðvitað hin hliðin á mál- inu: valdagráðugir Noregskonungar sem töldu einhvers vert að leggja undir sig þetta litla eyland undir sig. Þannig eignuðumst við fyrsta her- stöðvaandstæðinginn þegar Einar Þveræingur lagðist af einurð gegn því að Grímsey yrði afhent Norsur- um undir herstöð. Þá sögu rifjum við gjaman upp á þeim tímum þegar við hötum Norðmenn hvað heitast. Og enn blómstrar ástar/haturs-sam- bandið. Síðastliðið haust felldu Norðmenn inngöngu í Evrópusambandið í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Gekk þá maður undir manns hönd hér á landi við að lofa gáfnafar og mannkosti Norð- manna. Varð helst skilið á þeim sem harðast gengu fram í þessu lofi, að engin þörf væri á því fyrir okkur að velta þessu máli fyrir okkur. Norð- menn hefðu afgreitt það fyrir okkar hönd. í kosningabaráttunni síðastlið- inn vetur varð helst skilið á núver- andi utanríkisráðherra, að utanríkis- mál okkar væru í góðu lagi, ef aðeins við gættum þess að þjappa okkur nógu þétt upp að hlið Norð- manna. Þeir myndu gæta okkar í samskiptum við hinn vonda risa: Evrópusambandið. „Það hlýtur að vera núverandi utanríkis ráðherra talsvert áhyggjuefni hvernig þessi mál öll hafa æxlast. Því ef ég man rétt lagði hann upp með þá stefnuskrá, að auka og efla norrænt samstarf og hafa það sem burðarás í utanríkismálum okkar. Jafnframt því að koma á fót einhverskonar Norður- pólsbandalagi sem á — eftir því sem mér skilst — að koma í stað Evrópusambandsins í utanríkisverslun þjóðarinnar." En svo komu Smugumar. Og Norðmenn breyttust umsvifa- laust í óvininn og eru nú hataðastir útlendinga. Halldór Ásgrímsson á vart orð til að lýsa forakt sinni á framkomu þeirra. Sjómenn okkar krefjast harðari aðgerða gegn Norð- mönnum og hinn almenni borgari fyllist heift ef honum verður það á að hugsa til þessara frænda sinnar. Norðmenn eru jafnvel fengnir til að leika óvininn — innrásarherinn — í vopnaleik NATO sem nú stendur yfir hérálandi. Þykir mönnum það koma vel á vondan og glotta við tönn. Það hlýtur að vera núverandi utan- ríkisráðherra talsvert áhyggjuefni hvemig þessi mál öll hafa æxlast. Því ef ég man rétt lagði hann upp með þá stefnuskrá, að auka og efla norrænt samstarf og hafa það sem burðarás í utanríkismálum okkar. Jafnframt því að koma á fót einhverskonar Norður- pólsbandalagi sem á — eftir því sem mér skilst — að koma í stað Evrópu- sambandsins í utanríkisverslun þjóð- arinnar. Ef til vill er honum hollast að leggja til að við hötum Norðmenn á sumrin en elskum þá á vetrum úr því að það virðist sannfæring hans að hag okkar í samfélagi þjóðanna sé best borgið undir forsjá þeirra. Yrði þann- ig fest í sessi þetta sérkennilega og sh'tandi samband þjóðanna. Og við, sem taglhnýtingar Norð- manna, með utanríkismál okkar í svipuðum farvegi á dögum gamla sáttmála. W__________________________ Höfundur er leikari og situr í framkvæmdastjórn ú I í Atburðir dagsins 1545 700 menn farast þegar Mary Rose, herskip Hinriks VIII, sekkur undan suður- strönd Englands. 1849 Sayid Ali Mohammed, stofnandi Ba’hai-safnaðarins, tekinn af lífi í Persíu, samkvæmt skipun keisarans. 1870 Napóleon III lýsir yfír stríði á hendur Prús- sum. 1989 Jaruzelski hers- höfðingi, sem setti herlög í Póllandi 1981, kjörinn forseti landsins. Afmælisbörn dagsins Samuel Colt bandarískur byssusmiður, 1814. Edgar Degas franskur listmálari, 1834. Lizzie Bordcn banda- rískur sunnudagaskólakennari sem myrti föður sinn og stjúp- móður með öxi. Málsháttur dagsins Flest böl bætir biðlund góð. Annálsbrot dagsins Drekkt konu á alþingi, er kennt hafði barn sínum hálf- bróður. Hann komst undan. Setbergsannáll, 1687. Uppgötvun dagsins Reykingar eru banvænn ávani. Og ef maður deyr þá hefur maður misst mikilvægan þátt lífsins. Brooke Shields, bandarísk leikkona. Orð dagsins Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarfmitt fyrir og eftir sólarlag. Sigurður Nordal. Skák dagsins Nd sjáum við snotra fórnar- skák stórmeistarans góðkunna frá Moldóvu, Bologans (2540 ELO-stig) gegn kollega sínum frá Litháen, Rozentalis (2600 stig). Bologan hefur svart og á leik og efnir nú árangursríkrar flugeldasýningar. Hvað gerir svartur? 1. ... R4xe5!! 2. dxe5 Rxe5 3. Bd2 Hxf3! 4. gxf3 Bxf3 5. Dfl Bxhl 6. 0-0-0 Bf3 7. Hel Rxd3 8. Dxd3 Bg4 og nú hafði litháenski stórmeistarinn fengið nóg og gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.