Alþýðublaðið - 19.07.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 19.07.1995, Page 8
Miövikudagur 19. júlí 1995 Kmsieiii 107. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Áhverju strandar sameining flokkanna? Menn hugsa eins og fólk í smáflokki - segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. „Ég held að frumskilyrði þess að sá mikli fjöldi sem hefur áhuga á þessu máli sjái árangur af verkum sínum sé að menn hætti því nú loks- ins að gefa sér fyrirfram að eitthvað eitt eða tvennt sé svona eða hinsegin og því sé ekki hægt að ná árangri fyrr en því hafi verið útrýmt eða lagt til hliðar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, þeg- ar hann var spurður hvort sameining flokkanna strandaði á núverandi forystu. „Þegar maður skoðar þessa sögu tilrauna til að ná saman félagshyggjuöflunum á Islandi þá er eitt af því sem kemur í ljós að ýmsir fmna sér oft svona skýnngar. Stundum eru þetta ein- hveijir hópar, einstaklingar, einhverjir forystu- menn eða jafnvel heilu flokkarnir, sem fyrst þurfi að niðurlægja eða sigra áður en hægt sé að vinna að þessu. Þessar patentskýringar hafa oft á tíðum ráðið miklu um mistök sem gerð hafa verið. Ég held að það sé mikilvægt að menn átti sig á því að ef árangur á að nást í því að tengja félagshyggjuöflin saman, í formi samvinnu, samfylkingar eða sameiningar, þá nálgist menn verkefnið annars vegar af þeirri hógværð sem ég vona að reynslan blási mönnum í bijóst og hins vegar án þess að vera með fyrirfram gefnar útilokanir. Hvort sem það er á hópa, einstak- linga, flokka eða samtök,“ sagði Ólafur Ragn'ar. „Satt að segja fmnst mér sumar yfirlýsingam- ar þar sem segir ekki út af þessu eða ekki út af hinu bera þess keim að þeir sem hafa áhuga á stóra jafnaðarmannaflokknum hugsi ekki eins og menn verða að gera í stórum jafnaðarmanna- flokki. Þeir hugsa eins og fólk í smáflokki. Kannski er frumskilyrði þess að árangur náist Ólafur Ragnar: Menn ná ekki árangri nema þeir byrji á að æfa sig eins og þeir séu í stór- um jafnaðarmannaflokki og bjóði alla þá vel- komna sem vilja vera með í þeirri för. A-mynd: E.ÓI. að allir fari að hugsa eins og þeir væru í stórum jafnaðarmannaflokki. I slíkum flokki eru marg- ar vistarverur og margar hæðir. Menn þurfa að hafa þar lágmarksumburðarlyndi og skilning til þess að geta búið saman. Kannski er skýringin á því að árangur hefur ekki náðst gegnum tíðina sú að jafnvel sumir þeirra sem hæst hafa látið hafa ekki hugsað eins og fólk í stórum jafnaðar- mannaflokki. Það getur vel verið að menn vilji bíða eftir nýjum forystukynslóðum og skýra þetta út með einhverjum forystumönnum. En menn verða að átta sig á að það er engin ein skýring sem hefur ráðið þessum örlögum. Menn ná ekki árangri nema þeir byrji á að æfa sig eins og þeir séu í stórum jafnaðarmanna- flokki og bjóði alla þá velkomna sem vilja vera með í þeirri för þótt þeir kunni að hafa öðruvísi áherslur í einhverjum máli heldur en þeir sem sitja fyrir á bekknum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. ■ Eru forystumenn flokkanna dragbítar á sameiningu? Þettaer hæpin kenning -segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. • „Þetta með kynslóðabilið og að núverandi for- ystumenn hafi aðra sýn á forystuhlutverk heldur en fólk milli fertugs og fimmtugs er hæpin kenn- ing. Þar að auki er þetta eins og út úr kú. Menn byija á því að tala um menn og að velta fyrir sér forystu í staðinn fyrir að átta sig á því að þetta er eins og hvert annað praktískt pólitískt verkefhi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins þegar hann var spurður hvort það þyrfti kynslóðaskipti forystumanna til að unnt væri sameina félagshyggjuflokkana. „Fyrsta spumingin er ekki um menn, aldur eða kynferði, heldur þessi: Um hvað ætlum við að sameinast? I Alþýðublaðinu í dag, þriðjudag, er athyglisverður pistill um pólitískar ástríður frá Miinchen. Þar segir höfundurinn, sem er sagn- fræðingur og myndasmiður eitthvað á þá leið, að meginsérstaða íslenskra stjórnmála á vinstri væng sé í því fólgin hversu þjóðernissinnaðir vinstri menn hafa verið. Þetta ætti að vera sam- einingarhugsuðum umhugsunarefni. Um hvað ætlum við að sameinast á 21. öldinni? Ætlum við að boða þjóðríki 19. aldar eða opna faðminn fyr- ir samþjóðlegu samstarfi f heimi þar sem landa- mærin em ekki lengur réttlætt? Ætlum við að skírskota til alþjóðahyggju? Ætlum við að byggja hugmyndir okkar á mannréttindahugtak- inu án tillits til þjóðemis? Ætlum við að láta okk- ur lærast af fortíðarmistökum um að verðmæta- sköpunin gengur ekki og skilar ekki sambærileg- um lífskjömm nema á grundvelli samkeppni og markaðar? Ætlum við að standa vörð um vel- að tala um pólitik og láta reyna á um hvað er samstaða og um hvað er ágreiningur? a -mynd: E.ÓI. ferðamkið? Ef svo, hveijar em hugmyndir okkar um takmörk þess og ábyrgð einstaklingsins í vel- ferðarríkinu? Hvernig væri að byrja á réttum enda og byija á byijuninni,“ sagði Jón Baldvin. „Þegar þeir hafa náð saman sem saman eiga munu þeir væntanlega velja sér forystu eftir lýð- ræðislegri aðferð en fyrst er að ná samnefnarann. Alþjóðahyggja í stað þjóðrembu og jákvæð við- horf gagnvart Evrópusamstarfi í stað einangmn- arhyggju. Jákvæð hugsun gagnvart jafnrétti kynja í orði og á borði. Hörð andstaða gegn rík- isforsjá eða ríkisvemduðum einokunarhringjum. Trúnaður við almannahagsmuni gegn sérhags- munum og fleira og fleira. Róttækur umbóta- flokkur með framtíðarsýn. Umburðarlyndi gagn- vart skoðanaskiptum og ólíkum sjónarmiðum en samt stefnufesta gagnvart gmndvallarsjónarmið- um. Hvemig væri að nota tfmann til að tala um pólitík og láta reyna á um hvað er samstaða og um hvað er ágreiningur," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Norræna húsið í kvöld Afskáldkonum Islands - dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur. í hléi verður hægt að hitta konur með hluti á heilanum. f kvöld, miðvikudaginn 19. júlf klukkan 20:30, verður í Norræna húsinu dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu, þar sem kynntur verður skáldskapur eftir nokkrar efnilegustu skáldkonur ís- lands. Þetta er seinni uppfærsla Þór- eyjar á þessari dagskrá, sú fyrri var fyrir viku síðan. Dagskráin hefst með einleiknum Skilciboð til Dimmu eða Meddelande till Dimma eftir Elísabetu Jökuls- dóttur, í sænskrí þýðingu Ylvu Hellerud. Verkið hefur Þórey flutt áður, meðal annars á Nordisk Fomm í Finnlandi í fyrra. I hléi er hægt að heilsa upp á kon- ur með hluti á heilanum. Þórey: Ég er með allt mitt dót í sýn- ingunni. Fötin mín, húsgögnin mín: allt. Ekki koma í heimsókn á meðan á sýningum stendur... A-myndir: E.ÓI. Eftir hlé ætlar Þórey að kynna skáldskap nokkurra skáldkvenna á óhefðbundinn hátt; hún hefur unnið ljóðamyndbönd í samvinnu við Kristínu Bogadóttur ljósmyndara. Umgjörð ljóðanna er staður konunn- ar: heimilið, þar sem hugmyndimar fæðast í daglegu amstri. Flutt verða ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Gerði Kristnýju, Jóhönnu Sveins, Kristínu Ómarsdóttur, Lindu Vil- hjáimsdóttur og Margréti Lóu. Leikþátturinn verður fluttur á sænsku, ljóðamyndböndin eru á ís- lensku, með sænskum texta. Ylva Hellerud sá um þýðingar á sænsku. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. En hvaö finnst skáldkonunum um sýningu Þóreyjar? Margrét Lóa: Mér finnst bara að hún hefði ekki átt að vera í þessum skóm sem hún var í... Mér fannst sænskan koma mjög vel út i íslensku samhengi. Gerður Kristný: Ég skildi ekki sænskuna og það pirraði mig rosalega... en mér finnst gott á ferða- mennina að hlusta á Ijóð- in okkar. Linda: Eg held að þetta sé ofsalega gott mótvægi fyrir ferðamenn, miðað við það sem hefur verið boðið upp á hingað til... Light Nigths... Kristín: Þetta er fín minja- gripaverslun, eða svona öðruvísi alla vega. Það er hvorki hægt að kaupa né selja... þetta er ágætt upp á byltinguna að gera. r ■ Opinn fyrirlestur í Háskóla Islands n í dag Stæri ek brag 19. júlí, heldur doktor Marianne E. Kalinke, prófessor í ger- mönskum málum og samanburðarbókmennt- um, opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands. Fyrir- lesturinn nefnir doktor Kalinke „Stœri ek brag“ Protest and Subordinati- on in Hallfreðar saga vandrœðaskdlds og mun hún setja fram nýja túlk- un á þeirri gerð sögunnar sem er að finna i Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Ævisaga Hallfreð- ar einkennist af átökum föður og sonar, en sagan tengir þessi átök við kristintöku íslendinga með ýmiss konar skír- skotunum til táknmáls kirkjunnar. Meðal annars er vísað til predikana og trúarsiða sem einkum tengdust jólahaldi, en í sögunni taka íslenskir höfðingjar sem staddir eru í Noregi einmitt kristni ájólunum. Marianne E. Kalinke er í fremstu röð fræðimanna á sviði norrænna forn- bókmennta. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á riddarasögum. Um þýddar riddarasögur skrifaði hún bókina: King Arthur, North by Northwest, The matiere de Bret- agne in Old Norse-Icelandic Ro- mances, sem út kom árið 1981, en um frumsamdar riddarasögur skrif- aði hún bókina: Bridal-Quest Ro- mance in Medieval Iceland, sem Marianne E. Kalinke, prófessor í germönsk- um málum og samanburðarbókmenntum: Flytur í kvöld fyrirlesturinn „Stæri ek brag" Protest and Subordination in Hallfreðar saga vandræðaskálds. A-mynd: E.ÓI. kom út 1990. Á síðari árum hefur hún verið að rannsaka íslenskt safn dýrlingasagna frá síðustu árum kaþ- ólskunnar, Reykjahólabók, og er niðurstaðna að vænta frá henni inn- an skamms. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Hann hefst klukkan 17:15 í stofu 101, Odda.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.