Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MMÐIIIIIÍIIIII 20960. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Rftstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Safnvörður sósíalismans Steingnmur Jóhann Sigfússon formannsframbjóðandi í Alþýðubanda- laginu fékk heldur kaldar kveðjur í Staksteinum Morgunblaðsins á laug- ardag. Þar var sagt fullum femm að andstæðingar Alþýðubandalagsins óskuðu þess heilshugar að Steingríniur sigraði Margréti Frímannsdóttur í formannsslagnum - það væri ávísun á máttlaust og áhrifalítið Alþýðu- bandalag. Röksemdir höfimdar Staksteina voru einkar sannfærandi, og hljóta að vera áhyggjuefni fyrir Steingrím Jóhann. Harm er kominn í beinan pólitískan karllegg af þeim mönnum sem stofnuðu Kommúnista- flokkinn árið 1930 og Sósíalistaflokkinn átta árum síðar. Allar götur síðan Steingrímur haslaði sér völl í stjómmálum hefur hann verið nán- astur samverkamaður Svavars Gestssonar, sem réttilega hefur verið kallaður handhafi pólitískrar arfleifðar sósíalismans á íslandi. Þótt Steingrímur tilheyri yngri kynslóð stjómmálamanna - einsog hann þreytist ekki á að gera að umtalsefni þessa dagana - hikar hann ekki við að viðurkenna að hann sæki hugmyndir sínar einkum í þrotabú sósíalismans. Að þessu leyti er Steingrímur jafnvel enn forhertari bók- stafstrúarmaður en Svavar Gestsson, sem í seinni tíð gerir tilkall til þess að vera mestur jafnaðarmaður á Islandi. Steingrímur virðist fá óbragð í munninn þegar hann minnist á jafnaðarstefnu, og er reyndar mjög að vonum, þarsem pólitík hans er órafjarri þeim stefnumiðum sem lýðræð- issinnaðir jafnaðarmenn hafa barist fyrir um áratugaskeið. Þess í stað hefur Steingrímur Jóhann, rétt einsog svo margir gamlir kommúnistar í Austur-Evrópu, gert sér far um að koma fyrir sem þjóðemissinni, varð- gæslumaður gegn „óæskilegurrí* erlendum áhrifum. Steingrímur var einn af maraþon-ræðumönnum stjómarandstöðunnar á síðasta kjörtímabili sem hélt uppi ótrúlegasta og vitsmunasnauðasta málþófi sem síðari þingsaga kann að greina frá: þegar reynt var að segja þjóðinni að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið fæli í sér stór- fellt valdaafsal en sáralítinn ávinning. Steingrímur reyndist hvorki þá né síðar vera hinn mikli pólitíski landvættur sem hann bersýnilega lætur sig dreyma um, heldur þvert á móti strandaglópur sem orðið hefur við- skila við strauma tímans. Það kæmi enganveginn á óvart þótt’Alþýðubandalagsmenn veldu Steingrím Jóhann til forystu. Tilraunir Ólafs Ragnars Grímssonar til að breyta áherslum flokksins hafa mistekist og hann er rúinn stuðnings- mönnum. Ólafur Ragnar hefur þessvegna í vaxandi mæli kosið að makka með Steingrími og Svavari, einsog sést glöggt á því að þeir þre- menningar komu saman í veg fyrir að nokkurt framboð til varaformanns liti dagsins ljós. Einhvemtíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Ól- afur Ragnar byggi sér náttból með þeim Svavari og Steingrími, en þegar litið er yfir litskrúðugan feril hans í stjómmálum þarf ekki að koma á óvart þótt hann finni nú sálufélag í hinum fomu fjendum. Allt bendir til að höfundur Staksteina hafi rétt fyrir sér í því mati, að Alþýðubandalag Steingríms Jóhanns Sigfússonar verði áhrifalaus og máttlítill skírlífisflokkur, yst á vinstri væng. Steingrímur er vel til þess fallinn að gegna forstöðu í dálitlu pólitísku minjasafni af því tagi - og því ekki að ófyrirsynju að andstæðingar Alþýðubandalagsins óska hon- um velfamaðar í kosningabaráttunni. ■ Sjálfsögð mannréttindi Á laugardag gekk íslensk lesbía í hjónaband með norskri konu, og var þetta í fyrsta skipti sem íslensk kona giftist kynsystur sinni. Vígslan fór fram í Noregi þarsem konan hefur búið undanfarin ár. I samtali við DV á laugardag segir konan: „Við hefðum ekki getað gift okkur ef við hefð- um báðar verið íslenskar. Það em auðvitað engin mannréttindi en svona em Islendingar aftarlega á merinni.“ Engin rök mæla gegn því að samkynhneigðum sé neitað um þau borgaralegu réttindi að ganga í hjónaband. Alþingi mun væntanlega taka til meðferðar réttindamál samkynhneigðra á næsta þingi. Vonandi verður þá slyðmorð íhaldssemi og tepurðar rekið af íslendingum í þess- um málaflokki. Eða eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögum? ■ Stjórnarandstaðan hefur verk að vinna „Jafnadarmönnum á íslandi hefur ekki enn tekist að mynda nógu öflugan stjórnmálaflokk ... Gamla fimbulfambið er svo sem farið af stað, sem gengur eins og alltaf út á það að metnaðargjarnir unglingar og fallkandídatar fara að blanda á staðnum og byrja á að sigta þá frá, sem ekki mega vera með." Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur mikinn þingmeirihluta - „mörg varadekk", eins og forsætisráðherra orðar það. Samt er ástæðulaust að stjómarand- staðan láti sér fallast hendur eða líti svo á að vegna hins mikla styrkleika- munar hafi hún ekki verk að vinna. Ríkisstjórnin er ekki eins sterk og þingmeirihluti hennar gefur tilefhi til þess að ætla. Kemur þar margt til. f fyrsta lagi á Framsóknarflokkurinn við þann vanda að glíma, að í kosn- ingabaráttunni lofaði hann öllum öllu og getur fátt efnt af loforðum sínum. Háborðið ■ Sighvatur Björgvinsson '/’W i skrifar „Þegar og ef af því verður,“ sagði fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, um aðgerðir til þess að leysa vanda skuld- settra íslendinga, sem Framsóknar- flokkurinn lofaði fyrir kosningar og taldi þá engin vandkvæði á að fram- kvæma tafarlaust. f öðm lagi em ýms- ir stjómarþingmenn, einkum nýgræð- ingarnir, bundnir af afdráttarlausum yfirlýsingum og loforðum við kjós- endur sína um sérstöðu, ekki síst í sjávarútvegsmálum, sem þeir hafa ekki getað staðið við. Á stuttu vor- þingi varð mörgum þeirra svo oft fóta- skortur á tungunni, að trúverðugleiki þeirra er bæði blár og marinn. í þriðja Íagi em sumir ráðherranna og stuðn- ingsmenn þeirra ekki líklegir til mik- illa afreka í glfmunni við ríkissjóðs- hallann og hætt við að fjármálaráð- herra þurfi að hætta sér því framar þeim mun styttra sem sverð hans nú er. Hve mikil dugur er í fjármálaráð- herra þegar hann þarf að standa einn og óskjaldaður? Það á eftir að koma í ljóst. Hér hefur aðeins verið bent á fáa bresti í stjómarliðinu. Þeir em miklu fleiri og eiga eftir að koma stöðugt í ljós eftir því sem lengra líður á kjör- tímabilið. Hlutverk stjórnarandstöðunnar er meðal annars að vekja athygli á þess- um þverbrestum í stjómarsamstarfinu, en hún hefur samt miklu stærra hlut- verki að gegna. Ef þeir flokkar, sem nú inynda stjómarandstöðuna, eiga að gera sér vonir um að geta unnið traust kjósenda verða þeir að búa til trúverð- ugan kost á öðm vali en því sem nú- verandi ríkisstjóm er. Það er ekki nóg að í ljós komi að ríkisstjóm Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins valdi ekki verkefninu. Stjórnarand- staðan verður að sýna fram á að hún geti það fái hún til þess stuðning ella hefur henni mistekist. Hver er framtíðarsýn þessara fjög- urra flokka? Halda menn að það sé trúverðugt í augum kjósenda að bjóða upp á Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Kvennalista og Jóhönnuraunir sem valkost til landsstjómar á móti sam- steypustjórn tveggja stærstu flokka landsins? Á keppikeflið kannski að vera það að einhvetjir einn eða tveir stjómarandstöðuflokkanna nái upp á kjörtímabilinu nægilegu fylgi - fái nógu mörg „varadekk" kjörin - til þess að geta myndað ríkisstjóm með öðrum hvorum núverandi stjórnar- flokka ef slík kaup gætu gerst á eyr- inni og þá á þeirra forsendum? Hversu mikill er þinn pólitíski metnaður, les- andi góður? I þessum fjórum flokkum, sem nú mynda stjómarandstöðuna, er saman komið fólk, sem orðar sig við jafnað- arstefnu. Það á misjafna fortíð, hefur misjafnar áherslur og um sumt ólíkar skoðanir. Þó er skoðanamunurinn ekki meiri, þó mikill sé, en finnst í flestum stórum jafnaðarmannaflokkum Evr- ópu - og alls ekki meiri en á sér stað til dæmis í Sjálfstæðisflokknum. Fylgismenn stjómarandstöðuflokk- anna eiga sér auk þess marga skoð- anabræður og -systur, sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn. Hvemig skyldi standa á því? Ekki síst vegna þess, að jafnaðar- mönnum á íslandi hefur ekki enn tek- ist að mynda nógu öflugan stjómmála- flokk til þess að hann væri trúverðugt forystuafl í íslenskri pólitík. Flokkur íslenskra jafnaðarmanna er ekki stór af því hann er ekki stór. Geta stjórnarandstöðuflokkarnir leyst þennan Gordíonshnút? Gamla fimbulfambið er svo sem farið af stað sem gengur eins og alltaf út á það að metnaðargjarnir unglingar og fall- kandídatar fara að blanda á staðnum og byrja á að sigta þá frá, sem ekki mega vera með. Svo vill til að úrkastið er alltaf þeir, sem em fyrir öðmm og þá einkum og sér í lagi þeir, sem til forystu hafa verið kjömir. „Samein- ingarmálið" er ekki aðferð til þess að leysa vanda þeirra sem verða fyrir því að framboð á þeim er meira en eftir- spurnin: Hvernig dettur mönnum í hug, að stjómarandstaðan gæti gert úr sér trúverðugri valkost með því að Jón Baldvin og Ólafur Ragnar væm ekki með? Allt tal um sameiningu flokka á þessari stundu er líka eins og að beita vagninum fyrir hestinn. Flokkar eru ekki sameinaðir bara til þess að leggja niður formennina eða til þess að „gefa nýju fólki tækifæri", eins og sagt er. Við höfum margfalda reynslu af því, suma ekki svo ýkja gamla. Sú reynsla er nú ekki burðug. Ef sameina á flokka þá þarf það að gerast á grund- velli sameiginlegra stefnumála. Áður en til slíkrar sameiningar yrði gengið með aðild allra eða einhverra sem nú skipa stjómarandstöðuna á Alþingi ís- lendinga þurfa stjórnarandstæðingar að sýna fram á að þeir geti í samein- ingu markað stefhu og sammælst um afstöðu sem væri trúverðug fótfesta stjómmálaafls, sem ætlaði sér að kalla eftir forystuhlutverki í íslenskum stjómmálum úr höndum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í kosn- ingum. Minni má metnaður okkar ekki vera. I því starfi gegna forystu- menn þessara flokka lykilhlutverki. Án þeirra verður verkið ekki unnið. En verður það unnið? Það er spum- ingin. ■ Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - á Vestfjörðum. ú s t Atburðir dagsins 1833 Þrælahald formlega af- numið í'Breska heimsveldinu. 1836 Jón Espólín sýslumaður Skagfirðinga deyr, 66 ára gam- a11: afkastamestur íslenskra annálaritara. 1914 Þjóðverjar lýsa yfir stríði á hendur Rúss- um. 1935 Talsamband við út- lönd opnað: fyrsta símtalið var milli Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra og Kristjáns X Danakonungs. 1989 Enski pí- anósnillingurinn John Ogdon, sem þjáðist af geðklofa, deyr. Afmælisbörn dagsins Kládíus I Rómarkeisari, gerði innrás í Bretland árið 43, 19 f.Kr. Francis Scott Key bandarískt ljóðskáld og rithöf- undur, 1779. Stefán Stefáns- son skólameistari, 1863. Jack Kramer bandarískur tennis- meistari, 1921. Annáisbrot dagsins Féllu Tyrkir aptur inn í Þýzka- land eptir upphvatningu Franskra, og færðu stríð upp á keisarann. Allir þeir þýzku furstar og Pólskir halda með keisaranum. Eyrarannáll 1685. Fugl dagsins Enginn maður getur verið á tveimur stöðum samtímis - nema hann sé fugl. Boyle Roche lávarður. Málsháttur dagsins Ekki er svo fögur eik hún fölni ekki um síðir. Orð dagsins Eg þrái allt og ekkert, á ekkert, Itefþó nóg. Eg veit ei hvað mig vantar, en vantar éitthvað þó. Þorskabitur (Þorbjöm Bjarnason). Skák dagsins I tilefni mánaðamóta skoðum við endalok skákar tveggja snjöllustu meistara sögunnar. Mikael Tal og Anand mættust í Cannes 1989: þá var sól töfra- mannsins frá Riga mjög til við- ar hnigin en Anand var að hefja glæstan feril. Anand hafði svart og átti leik og gerði nú útum skákina með tilheyrandi glæsi- brag. Hvað gerir svartur? 1. ... Re3+! 2. Kgl 2. fxe3 Dc2+ 3. Kh3 Hh4+! 4. gxh4 Hf3+ 5. Kg4 Dg2 mát 2. ... Dc2! 3. Hfl Hxd3 Tal gafst upp: 4. Dd7 Dxf2+! og hvíta kónginum er alls vamað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.