Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR1. ÁGÚST1995 ALÞÝDUBLAÐIÐ 7 Friðargæsluliðar í felum. Þeir þurfa kannski að pakka saman á næstunni. niðurstöðunni ef hún yrði þeim ekki að skapi. Atkvæðagreiðslan fór fram í lok febrúar 1992 og samþykkt var með yfrrgnæfandi meirihluta (einsog búist háfði verið við) að lýsa yfrr sjálf- stæði Bosm'u- Herzegóvinu. Alþjóða- samfélagið brást við með mestu mis- tökum sem gerð hafa verið síðan hel- förin hófst: Bosnra-Herzegóvina hlaut umsvifalaust viðurkenningu sem sjálf- stætt ríki. Serbar svöruðu með alls- heijarstíði í Bosníu. Þeir höfðu undir- búið sig um langt skeið fyrir stríð af þessu tagi, og meðal annars komið fyrir víghreiðrum í hlíðunum um- hverfis stærstu borgir Bosníu. Þar að auki nutu þeir, rétt einsog Serbar í Króatíu, víðtæks stuðnings JNA. Á skömmum tíma náðu Serbar þannig yfirburðastöðu í Bosm'u. Viðbrögð alþjóðastofnana - NATÓ, ESB og Sameinuðu þjóðanna - ein- kenndust af japli og jamli og fuði. Enginn virtist vita hvernig átti áð bregðast við, og enginn eining var meðal voldugustu ríkja heims. Banda- ríkjamenn voru dauðhræddir við að dragast inn í „nýtt Víetnam" og hafa ekki til þessa dags sent friðargæslulið til Bosníu. Rússar eru gamlir banda- menn Serba (báðar þjóðimar em slav- neskar, tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni og nota kyrílska stafrófið) og þeir hafa jafnan komið í veg fyrir að Serbar væru beittir harðræði. Bretar og Frakkar voru frá öndverðu andvígir hernaðarafskiptum, og Þjóðverjar voru lítt í aðstöðu til að beita sér vegna hemaðar þeirra gegn Júgóslöv- um (einkum Serbum) í seinna stríði. Ósanngjarnt vopnasölubann Ekki bætti úr skák fyrir stjómina í Sarajevo (sem skipuð er múslimum, Króötum og Serbum) að alþjóðlegt vopnasölubann á lýðveldi Júgóslavíu kom fimahart niður á illa búnum her- sveitum hennar. Serbar bjuggu hins- vegar að ljórða stærsta her Evrópu og hafa yfir að ráða gríðarlegri vopna- og hergagnaframleiðslu. Stjóminni í Sarajevo hefur þannig verið gert að berjast með hendur bundnar fyrir aftan bak. í reynd er merkilegast við stríðið í Bosníu að Serbar skuli ekki fyrir löngu hafa lagt landið allt undir sig. Þeir hafa hins- vegar vísvitandi teymt samningamenn alþjóðlegra stofnana á asnaeyrunum, skrifað undir ótal marklausa friðar- samninga og sáttmála, gefið fleiri innistæðulaus loforð en nokkur kærir sig um að muna. Talið er að stríðið í Bosníu hafi kostað meira en 200 þúsund manns lífið, einkum óbreytta borgara. Flótta- menn em yfir tvær milljónir og hundr- uð þúsunda hafa verið í herkví ( um- setnum borgum í þijú ár. Þetta er ægi- legur tollur í landi þarsem íbúar vom aðeins ijórar og hálf milljón. Maðurinn bakvið helförina Ekki fer á milli mála að arkitektinn á bakvið helför Júgóslavíu er Slobod- an Milosevic forseti Serbíu. Þessi gamli kommúnisti hefur kynt undir þjóðernisofstæki, og elur með sér draum um Stór-Serbíu sem á, auk Serbíu, að ná yfir mestan hluta Bosm'u og stór svæði í Króatíu. Milosevic hefur líka augastað á Makedómu (sem Serbar kalla aldrei annað en Suður- Serbíu) - hinu lánlausa og litla lýð- veldi lengst í suðri, sem í orði kveðnu er sjálfstætt en er umkringt ijandsam- legum ríkjum (Grikklandi, Albanfu, Serbíu og Búlgaríu) og hefur ekki að- gang að sjó. Milosevic hefur líka beitt Albani í Kosovo gríðarlegu harðræði. Albanir eru 90% íbúa (rétt innan við tvær milljónir) í þessu svokallaða sjálfs- stjórnarhéraði en em í reynd þriðja flokks þegnar. Þeir vilja losna úr kmmlum Serba en hafa til þessa sýnt aðdáunarverða þolinmæði og friðar- vilja, og ekki gripið til vopna. Koso- vo-vandamálið er hinsvegar óleyst, og byiji átök þar er næsta víst að Albam'a, sem á landamæri að Kosovo, mun dragast inn í átökin. Það flækir síðan enn myndina að Albanir em fjölmenn- ir í Makedóníu, og ýmsir bræður þeirra í Kosovo láta sig dreyma um að sölsa undir sig stór svæði þar. Albanir í Kosovo verða hinsvegar tæpast færir um landvinninga í náinni framtíð. Einu bandamenn Milosevic í fyrr- um Júgóslavíu eru Svartfellingar (Serbía og Svartfjallaland mynda það sem eftir er af Júgóslavíu) enda em þjóðimar náskyldar, og margir af leið- togum Serba, Karadzic til dæmis, em Svartfellingar. Sterkustu bandamenn Serba em auðvitað Rússar, einsog áð- ur var vikið að, og Milosevic hefur getað skákað í skjóli þeirra. Straumhvcrf í vændum Ymislegt bendir til þess að þáttaskil séu að verða í stríðinu í fyrrum Júgó- slavíu. Króatar hafa notað hmann vel sfðustu árin. Þeir hafa að sönnu ekki Byggt upp það lýðræðislega samfélag sem margir óskuðu, en þeir hafa eflt her sinn til mikilla muna. Líklegt er að þeir láti til skarar skríða af fullum þunga gegn Serbum í Króatíu og freish þess að vinna aftur svæðin sem hemumin vom 1991. Erfitt er að sjá fyrir hver viðbrögð Milosevic yrðu. Vegna efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna er staða hans mjög erfið. Lr'fskjör hafa hmnið í Serbr'u og þjóðin er langþreytt á skorti og stríði. Mi- losevic er lífsnauðsyn að sannfæra umheiminn um að hann sé nú orðinn „ífiðarins maður“ en á hinn bóginn er óvíst að honum verði lengi sætt á valdastóli ef stórfelldur hemaður hefst gegn Serbum í Króatíu án þess að hann aðhafist nokkuð. Króatar og Bosníumenn eru sam- herjar í orði kveðnu, en bandalag þeirra hefur ekki borið frjóan ávöxt enda er Tudjman Króatruforseti eng- inn sérstakur áhugamaður um öfluga Bosníu - hinsvegar hafa króatrskir stjómmálamenn ítrekað lýst yfir því að Króatíu beri, á sögulegum forsend- um, stór svæði í Bosníu. En neyð giftir ekkjumar, og því er ekki að vita nema stjómimar í Zagreb og Sarajevo taki höndum saman gegn Serbum í Króatíu og Bosníu. Þá er „friðargæsluliðinu“ óhætt að pakka saman r' hasti. ■ Aðalpersónur í harmleik Evróp Franjo Tudjman forseti Króatíu Barðist með sveitum Títós í seinni heimsstyrjöld. Var einn af yngstu hershöfðingjum Júgó- slavíu en þarsem hann var öfga- fullur króatískur þjóðernissinni var hann fangelsaður einsog fleiri Króatar í umfangsmiklum hreinsunum uppúr 1970. Leiddi sjáifstæðisbaráttu Króata og var orðinn forseti þegar landið lýsti yfir sjálfstæði, sumarið 1991. Tudjman hefur næstum alræðis- völd í Króatíu í skjóli mikils þing- meirihluta sem byggður er á mjög ranglátu kosningakerfi. Þjóðernisofstæki hans hefur ekki minnkað með árunum: í kosn- ingabaráttu fyrir fáum árum kvaðst hann mjög þakklátur því að kona sín væri hvorki gyðing- ur né Serbi. Hann hefur enn- fremur dregið í efa tölur og frá- sagnir af skipulögðum fjölda- morðum Króata á Serbum, gyð- ingum og sígaunum í seinni heimsstyrjöld. Tudjman er ósveigjanlegur harðlínumaður og lítt áhugasamur um lýðræði. Króatía er í mikilli hættu að breytast í einræðisríki, þar er hver öryggislögreglan uppaf annarri og fjölmiðlar njóta jafn- vel minna frelsis en í Serbíu. Staðfestur grunur er um að Tu- djman hafi frá upphafi verið í nánu sambandi við „erkióvin- inn" - Slobodan Milosevic. Svo mikið er víst að þeir ræddu á leynifundum um skiptingu Bo- sníu-Herzegóvinu milli Króatíu og Serbíu, sem hefði þurrkað Bosníu útaf landakortum. og átti þá samskipti við kaup- sýslumenn úröllum heimshorn- um. Eiginkona Milosevic var jafnvel öfgafyllri kommúnisti en hann og hefur ekki gengið af trúnni. Þegar Milosevic sá fram á hrun kommúnismans í Júgó- slavíu hafði hann hamskipti, nánast á einni nóttu, og gerðist serbneskur þjóðernissinni. „Serbía nær þangað sem einn einasti Serbi býr," lýsti hann yfir í aðdragandi stríðsins 1991. Beit- ir Albana í Kosovo, sem er sjálfsstjórnarhérað í Serbíu, gegndarlausu harðræði og er sá maður sem fyrst og fremst ber ábyrgð á helför Júgóslavíu. Rétt- nefndur böðullinn á Balkan- skaga en hefur að undanförnu reynt að koma fyrir sem sátta- semjari og friðarins maður. Það eru vitaskuld orðin tóm en Mi- losevic er lífsnauðsyn að efna- hagsþvingunum á Serbíu verði aflétt. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur ákært hann fyrir stríðsglæpi, en vafasamt er að hann svari nokkru sinni til saka fyrir hin stórkostlegu óhæfuverk sem hann ber ábyrgð á. Radovan Karadzic leiðtogi Bo- sníu-Serba Ættaðurfrá Svartfjallalandi, einsog svo margir öfgasinnaðir Serbar. Geðlæknir að mennt (sérfræðingur í ofsóknarbrjál- æði!) og hefur gefið út nokkrar fremur mislukkaðar Ijóðabækur. Var áberandi í hópi mennta- manna og listamanna í Saraje- vo, borginni sem hann hefur lát- ið sprengjum rigna yfir í þrjú ár. Serbar þrífast öðrum þjóðum fremur á goðsögnum og hetju- sögum og Karadzic stefnir að því að hljóta hetjusess. Loforð- um hans er aldrei treystandi einsog sést best á ótal friðar- samningum sem hann hefur undirritað en svikið jafnóðum. Ábyrgur fyrir stórfelldum og hroðalegum stríðsglæpum í Bosníu. Ratko Mladic foringi herliðs Bosníu-Serba Reyndur og miskunnarlaus her- foringi úr JNA (Júgóslavneska alþýðuhernum). Stjórnaði síðast töku „griðasvæða" Sameinuðu mesta u þjóðanna í Srebrenica og Zepa. í Srebrenica voru þúsundir óbreyttra borgara teknir hönd- um og staðfestar fréttir berast af fjöldamorðum og nauðgunum. Mladic er ógeðfelldur persónu- leiki, einn helsti stríðsglæpa- maður síðari tíma. Óljósar fréttir hafa borist um togstreitu milli hans og Karadzic. Alya Izetbegovic forseti Bo- sníu-Herzegóvinu Izetbegovic var fangelsaður í tíð Tító fyrir rit um múslima í Júgó- slavíu. Áróðursvél Serba sakar hann - ranglega - um að vilja setja á laggirnar íslamskt bók- stafstrúarríki í Bosníu. Múslimar í Bosníu eru fyrst og fremst Evr- ópubúar í hugsun og háttum og hafa engan áhuga á trúaröfgum. Izetbegovic er heiðarlegur stjórnmálamaður sem sýnt hef- ur æðruleysi og stillingu. Hann skortir hinsvegarfestu og ákveðni, og hefði áreiðanlega verið betri leiðtogi á friðartím- um. Haris Silajdzic forsætisráð- herra Bosníu-Herzegóvinu Án efa einn hæfasti stjórnmála- maður Evrópu um þessár mundir. Silajdzic var utanríkis- ráðherra Bösníu-Herzegóvinu þegar stríðið hófst, og hefur all- ar götur síðan gagnrýnt alþjóða- samfélagið með mjög eftir- minnilegum hætti fyrir aðgerða- leysi gagnvart Bosníu. Hann var frá upphafi andvígur því að er- lent herlið yrði sent til að berjast gegn Serbum og hefureinarð- lega krafist þess að vopnasölu- banni verði aflétt: „Við þurfum ekki útlenska stráka til að berjast fyrir okkur. Við höfum nóg af mönnum. Við þurfum vopn til að verja hendur okkar." í stjórn Silajadzic eru ekki einvörðungu múslimar, einsog ætla mætti af fréttum („hersveitir múslima", „griðasvæði múslima", „stjórn múslima") heldur eru þar einnig króatískir og serbneskir ráðherr- ar. Silajdzic nýtur virðingar í Bo- sníu og er líklegur arftaki Izet- begovic. ■ Slobodan Milosevic forseti Serbíu Báðir foreldrar Milosevic, og reyndar fleiri ættingjar, sviptu sig lífi. Milosevic var lítt áber- andi í skóla og þótti ekki líklegur til afreka. Hann kleif metorða- stiga kommúnistaflokksins á valdatíma Títós, fylgdi jafnan fast eftir velgjörðamanni sínum, valdamiklum serbneskum kommúnista, sem hann að lok- um sveik. Kemurfyrir einsog lítt spennandi kaupsýslumaður: klæðist yfirleitt gráum jakkaföt- um, reykir smávindla og drekkur viskí. Var bankamaður framan af PÓSTUR &SÍMI Samkeppnissvið Laus er til umsóknar staða á kerfisdeild farsímadeildar. Starfið felst í vinnu við tölvukerfi farsímadeildar, sem tengjast farsímakerfum. Tölvunarfræðings- eða tilsvarandi menntunar er krafist. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á UNIX-stýrikerfum. Starfsreynsla og þekking á símamálum æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Indriðason yfirtæknifræðingur, sími: 550-6231.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.