Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ö a n i r Egg eiga að ráðast á steina Trúboði mætti iítilli kínverskri stúlku sem rog- aðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera," sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði," svaraði hún. „Þetta er bróðir minn." 1. „Egg ráðast aldrei á steina.“ - Kínverskt spakmæli. Þegar grimmdin var orðin daglegur gestur í kvöldfréttum sjónvarps heyrð- ist fólk kvarta á útvarpsrásum. Það vildi ekki sjá viðbjóðinn. Það kærði sig ekki um að vita af því að heimur- inn er gegndarlaust grimmur. Það kaus að kvarta vegna þess að verið var að sýna því morðhunda Serba þar sem þeir slátruðu múslimum í Bosníu. Slík sjón þótti ekki við hæfr í stássstofun- Langborðið | um, jafnvel þótt hún væri staðreynd og á allra vitorði. Meðan slátrunin fór fram sátu leið- togar nokkurra voldugustu ríkja heims á fundi sem skilaði engu öðru en ályktun, sem síðar kom í ljós að ,Jteiðursmennimir“ skildu hver sínum skilningi. Þegar fólk vill ekki sjá, ekki skilja og ekki aðhafast þá virðist sem mann- réttindabarátta sé einungis glíma við ofurefli. Og þá bjarmar fyrir sannind- um þessa kínverska spakmælis. Það opinberar fáránleika þess að berjast baráttu sem samkvæmt öllum náttúru- lögmálum á ekki að vera hægt að vinna. 2. „Þolgœði er máttur. Með tíma og þolinmœði má breyta blöðum mó- berjatrésins ísilki.“ - Kínverskt spakmæli. Ég minnist þess frá bama- og gagn- fræðaskólaárum mínum að þegar kennarar véku talinu að útrýmingu nasista á gyðingum höfðu þeir ætíð orð á því að slíkar ógnir myndum við unga kynslóðin aldrei verða vitni að. Evrópubúar hefðu öðlast sterka sið- ferðilega meðvitund í kjölfar seinni heimstyrjaldar - og svo ættum við Sameinuðu þjóðimar að. Einfeldninni hefur ævinlega tekist að hreiðra vel um sig í þeim sögu- kenningum sem stundaðar em í skóla- stofum. ð sitjum uppi með þá staðreynd að við höfum sáralítið lært og lítið hefur þokast í átt til réttlætis. Og stofnunin sem átti að vernda manngildishug- sjónina er orðin ónýt og best aflögð. Viðurstyggðin birtist okkur enn og aftur, eins og þríhöfða þurs sem ekkert fær unnið á. Og þá rennur upp fyrir okkur að vænsti kosturinn í þessari baráttu er að horfast í augu við ljót- leikann, meta styrk hans og vopnast samkvæmt því. Og umfram allt leika yfirvegaða leiki. Við höfum einfald- lega ekki efni á öðm. 3. „Frœgð góðverkanna berst sjaldan út jyrir dyr manna, en misgerðirnar eru bornar út í þúsund mílna fjar- lœgð.“ - Kínverskt spakmæli. Og hugurinn ber mig frá Bosníu til hins margumrædda Kína og félaga Dengs, en í hans landi á fljótlega að halda ráðstefnu um mannréttindi kvenna. Flestum virðist þykja það góðra gjalda vert að halda slíkt þing í landi þar sem mannréttindabrot em geigvænleg. Deng mun sjálfsagt seint um þau vitna þó heimildir finnist, sennilega segja áróðursvélar Vestur- landa hafa borið róg um verk sín lang- an veg og þá um leið vitna til ofan- greinds spalonælis. Mig langar til að víkja nánar að Deng því mér er sagt að hann hafi hlýtt hjarta. Kannski er ég langrækin en hvað man ég af kærleiksverkun- um? Jú, þetta: Kærleiksríkt hugarfar Dengs lét á sér kræla á Torgi hins himneska'friðar þegar hann lét kremja undir skrið- drekabeltum unga námsmenn sem staðnir vom að þeirri fásinnu að kreíj- ast umbóta og lýðræðis. Hjartahlýja Dengs naut sín til fúllnustu í framhaldi þessara atburða þegar andstæðingar hans vom eltir uppi og skotnir eins og rakkar. Síðan eru liðin nokkur ár og kannski er hinn aldni blóðhundur orð- inn svo elliær að mýktin hafi náð tök- um á honum, en ég leyfi mér að efast. Og hörfa því ffernur frá honum en að honuni. 4. Greindur maður sagði hér á síðum Alþýðublaðsins síðasta föstudag að aðalsmerki nútíma jafnaðarstefnu væri „skýr hugsun og hlýtt hjarta". Við hljótum að óska þess að þeir eiginleikar njóti sín á síðum mál- gagnsins og þá í aukinni umræðu um mannréttindamál. Þeirri umræðu hefur ekki verið sinnt í nokkrum mæli, nema af einum manni, ritstjóra blaðs- ins, sem skrifað hefúr allnokkra kröft- uga leiðara um mannréttindabrot. Þar á hann ekki einn að iðja. Og í lokin er rétt að leyfa hinni al- þjóðlegu manngildishugsun að eiga síðustu orðin og er við hæfi að hún endurspeglist í kínverskri dæmisögu: Trúboði mætti lítilli kínverskri stúlku sem rogaðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði,“ svaraði hún. „Þetta er bróðir minn.“ Höfundur er bókmenntagagnrýnandi, jafnaðarmaður og félagi í Amnesty á íslandi v i t i m e n n Við munum berjast til síðasta manns og lengur ef með þarf. Vígreifur Ríkharður Daðason, sóknarmaður í Fram, fyrir leikinn gegn Grindavík í bikarkeppn- inni sem háður var í gær. Ræningjalýður fer nú um borg og byggð sem aldrei fyrr. Fíkniefna- neytendur, sem einskis svífast, ráð- ast inn í hús að næturlagi og stela þar öllu steini iéttara... Það er ekki aðeins verið að tala um innbrot. Fíkniefnunum fylgir vændi og meiðingar. Mannslífið er iítilsvirði í þeim harða heimi. Jónas Haraldsspn var ómyrkur í máli í leiðara ’ DV í gær um gang mála á íslandi. Vopnaðar sérsveitir stöðva lax- veiðimenn. Frétt Morgunblaðsins af raunum veiðimanna á Kólaskaga. Þjóðvaki berst fyrir siðbót í íslensk- um stjórnmálum en sendir út bréf á kostnað Alþingis. Mánudagspósturinn í gær. f samskiptum við erlend ríki eigum við ekki að trúa - heldur efast. Leiðarahöfundur Vikublaðsins lagði línur í utan- ríkismálum fyrir Halldór Ásgrímsson á föstudag- inn og neitaði að trúa því að óreyndu að kjarn- orkuvopn hefðu ekki verið geymd í Keflavík. Hundur veiktist eftir leik í skurði. Fimm dálka frétt í DV á laugardaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem vax- myndir safnsins fá að klæðast bað- fötum. Frétt Moggans um vaxmynd af Pamelu Ander- son í safni í Hollywood. Vefnum ■ Villtir ætla svosem einsog einu sinni að vera feikn menningarlegir og boða ykkur nethausunum það mikla fagnaðarefni að Mannrétí- indaskrifstofa íslands hefur komið sér upp eigin heimasíðu á Veraldarvefnum (netfang http:// www. centrum. is/humanrights og póstfang humanright@centr um.is). Stutt skönnun á innihaldi leiddi í Ijós ársskýrslu skrifstofunn- ar fyrir 1994, umsögn um mann- réttindatengt stjórnarskrárfrum- varp, lokaniðurstöður 11. Norrænu Mannréttindaráðstefnunnar, skýrsl- ur framkvæmdastjóra sambæri- legra skrifstofa á Norðurlöndum og annað álíka djúsí stöff. Þarna er ennfremur að finna þónokkra áhugaverða tengla til að beintengj- ast batteríum á borð við Amnesty, Rauða krossinn og -hálfmánann, Mannréttindavefinn, Pekingráð- stefnu kvennanna og fleiri. Það skal tekið fram að enn er þessi (ört vax- andi) heimasíða Mannréttindaskrif- stofunnar önder konströksjón - en hálfnað verk þá hafið er. Semsagt margbreytileg og sérstaklega for- vitnileg heimasíða fyrir nethausa sem flestir eru jú velmenntaðir og pólitískt meðvitaðir karlmenn á þri- tugsaldri með ört hörfandi hárlínu, afar mannréttindasinnaðan þanka- gang, hjólreiða- og Camelfíkn á háu stigi, tedrykkjukomplexa, hrokafullan kött, heimtufrekt barn í leikskóla og konu sem hefur hvorki áhuga né nennu til að skilja þá... TAKE THAT! veröld ísa Aha... Loksins kom að því! í dag flettir Veröld ísaks ofanaf einhverjum risavaxnasta blekkingarvef sem vest- ræn foreldra- og bændamenning hef- ur spunnið frá tímum marflatrar heimsmyndar forvera Galíleós Galí- lei: nefnilega kenningunni um að maður fái magapínu vegna ofáts af óþroskuðum og grænum eplum. Stað- reyndin er sú, að maginn í ntanneskj- unni er svo ótrúlega nautheimskur og ófullkominn að hann greinir ekki muninn á óþroskuðum og þroskuðum eplum - ef þess er gætt að tyggja hvem einasta munnbita nægilega vel. Byggt á Isaac Asimov's Bookof Facts. Gúrkutíðin hefur verið óvenju harðsvíruð í sumar, og elstu blaðamenn muna varla aðra eins ládeyðu í fréttum. Reynt hefur til hins ítrasta á útsjónar- semi blaðamanna og fyrir vikið hafa ýmsar frumlegar fréttir dúkkað upp. DVgerði lengstaf tilkall til „gúrku sumarsins" en mönnum er í fersku minni þegar sagt var frá því með stríðsletri og stórri litmynd á forsíðu mánudagsblaðs þeirra fyrir nokkru að tvær konur hefðu skrifast á I heil 50 ár. Nú er Morgunblaðið hinsvegar að stela senunni. Það hefur sagt frá því, á grafalvarlegan hátt, í mörgum og löngum fréttum að skipt hafi verið um málverk í herberginu í j-löfða þarsem Ron- ald Reagan og Mikael Gor- batsjov ræddust við árið 1986. Rannsóknadeild blaðsins hefur farið mikinn í umfjöllun sinni, og krafið svara þau Gunnar Kvar- an, sem hafði umsjón með nýju myndavali í Höfða, og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, sem „fyrirskipaði" að nýjar myndir yrðu settar upp. „Hneykslið" sem Mogginn af- hjúpar er í því fólgið að málverk af Bjarna Benediktssyni var tekið niður. Magnús Óskars- son fyrrum borgarlögmaður annaðist undirbúning fundarins í Höfða og í laugardagsblaðinu rekur hann í löngu máli tákn- rænt gildi málverksins. Ekki er Ijóst hvort Mogginn lítur svo á, að um viðamikið samsæri sé að ræða en málið verður væntan- lega tekið fyrir í forystugrein á næstunni... Frétt Alþýðublaðsins af „leyni- fundi" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Ráðhúsinu með félagshyggjufólki af yngri kyn- slóð vakti mikla athygli. I gær stormar einn fundargesta, Einar Kárason, fram á ritvöllinn í DV þarsem hann mælireindregið með sameiningu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og annarra vinstriflokka. Hann vill að vinstri- menn yfirgefi Tónabíó í eitt skipti fyrir öll - en þar var frægur fundur haldinn t lok sjöunda ára- tugarins sem markaði upphaf að klofningi Alþýðubandalagsins. Sjálfsagt verður málið rætt betur á næstu fundum I Ráðhúsinu, en við vitum fyrir v(st að Ingibjörg Sólrún hefur haldið samráðs- fundi af þessu tagi ailt síðastlið- ið ár... Nú berst Mánudags-Helgar- pósturinn fyrir lífi sínu, og útlit fyrir að mánudagsútgáfu verði hætt. Leiðarahöfundur MP fer á kostum í gær, þarsem fjall- að er um „Ijót skrif" starfs- manna Máls og menningar um blaðið. Sagt er að MM sé búið að finna sér „nýjan óvin", en það sé vinstrimönnum nauðsyn- legt. í leiðaranum stendur: „Eitt sinn var það kapítalisminn með sinn pípuhatt, eitt sinn herinn á Miðnesheiði, eitt sinn hin kalda hönd markaðarins. Allt eru þetta hlálegir óvinir í dag," segir MP og kveðst ekki kveinka sér yfir því að vera orðinn óvinur MM. Póstmennirnir líta þannig á sig sem arftaka kapítalismans, hers- ins og sjálfs markaðarins. Hér fljótum véreplin með, sögðu hrossataðskögglarnir... Tæknideild Stöðvar 2, sem hefur haft efri hæð Plastos- hússins að Krókhálsi 6 á leigu, hefur fengið boð um að hafa sig þaðan I burt um næstu áramót. Þetta hefur sett þá Stöðvarmenn ( nokkurn vanda því hentugt húsnæði á þessum slóðum ligg- ur ekki á lausu auk þess sem það er mjög kostnaðarsamt að flytja tæknideildina... h i n u m e FarSide" eftir Gary Larson. Og viti menn: Þegar Björn Þór litli herti loksins upp hugann og gægðist inní fataskápinn var náttfataskrýmslið horfið á braut-í bili... f i m m f ö r n u m Hver er mesta gæfa þessarar þjóðar? Gylfi Magnússon, hag- fræðingur: Það er að þurfa ekki að deila eyjunni með öðr- um. Jóhanna Dögg Péturs- dóttir, flugfreyja: Það er ungt fólk með heilbrigðar skoðanir sem lifir lífinu lifandi. Ólafur G. Grímsson, hugs- Alfhildur Jóhannsdóttir, uöur: Það er að við erum sjálf- fulltrúi: Landið sjálft og um okkur nóg. hreina loftið. Steinunn Ásta Roff, versi- unareigandi: Það er smábæj- arbragurinn og þetta nátengda samfélag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.