Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 Stéttin erfyrsta skrefiö ínn... afhellum og steinum. Mjöggottverð. mm % STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 ■ I fjögur ár hafa stöðugar fréttir borist af blóðugum vígvöllum Júgóslavíu. Samt skilja fæstir upp eða niður í þessu stríði - vita bara að ógurlega margir eru dánir Um hvað snýst þetta stríð eigin mm p lega? Hrafn Jökulsson stiklar á stóru um sögu Júgóslavíu og stríðið endalausa. Um þessar mundir eru rétt fjögur ár síðan átök hófust í Júgóslavíu. Á þess- um fjórum árum hefur heimurinn orð- ið vitni að mesta hildarleik Evrópu í hálfa öld. En þrátt fyrir stöðugar fréttir og myndir af ótal vígvöllum eru margir litlu nær um þetta stríð, þessa hroðalegu martröð. Hverjir em vondu karlarnir, hverjir eru fórnarlömb, hverjir ljúga, hverjum á að trúa? Það var aldrei einfalt mál að skilja Júgóslavíu. í valdatíð Títós (1945-80) var Júgóslavía stundum skilgreind á þennan hátt: Sex lýðveldi, fimm þjóð- ir, fjögur tungumál, þrenn trúarbrögð - og einn flokkur. Júgóslavía var í hópi þeirra ríkja sem vom „búin til“ eftir fyrri heims- styrjöld þegar heimsmyndin hafði tek- ið algerum stakkaskiptum. Um ár- hundmð hafði markalína austurs og vesturs verið dregin um Balkanskaga: Króatra (sem var sjálfstætt konungs- ríki fyrir þúsund ámm) og Slóvenra vom lengstaf hluti Austurríska keis- aradæmisins; Serbía, Bosnra og Makedóma vom á áhrifasvæði Tyrkja. Sjötta lýðveldið, Svartfjallaland, hélt velli gegn Tyrkjum sem örlítið kon- ungdæmi hátt upp r fjöllunum. Serbneska goðsögnin Serbar höfðu verið sigraðir af her Tyrkja í Kosovo árið 1389 í íjölmenn- ustu - og mannskæðustu - orrustu Evrópu til þess tr'ma. Skömmu sr'ðar leið serbneska konungdæmið undir lok og Serbar öðluðust ekki eigið rrki fyrren á 19. öld. Þótt 600 ár séu liðin frá orrustunni um Kosovo er hún Serbum enn r fersku þjóðarminni: hún varð tilefni goðsagna og þjóðlaga sem lifa fram á þennan dag. Engin þjóð er jafn upptekin, næstum heltekin, af for- tíðinni og Serbar og minningin um Kosovo er heilög. Serbneskir þjóðem- issinnar - og þeir em talsvert margir - h'ta á sig sem guðs útvöldu þjóð. „Við emm gyðingar Evrópu,“ sagði ungur Serbi eitt sinn við mig. „Allir em á móti okkur, allir vilja þurrka okkur af yfrrborði jarðar." Þessi sálræna mein- loka olli þvt' að stríðsæsingamenn áttu auðvelt með að fá meirihluta Serba til að trúa því að þeir þyrftu að berjast þegar Júgóslavra var að liðast t' sundur - ella yrðu þeir fómarlömb þjóðar- morðs. Það er kaldhæðnislegt að Serbar, sem em ábyrgir fýrir miklum meirihluta stríðsglæpa í fýrrum Júgó- slavtu, skuli lrta svo á að þeir séu r hlutverki hins ofsótta. Hugsjónin um Júgóslavíu Landamæri Júgóslavr'u vom ákveð- in af sigurvegumm fyrri heimsstyrj- aldar, en það væri fráleitt að halda þvt fram að landinu hafi verið þröngvað upp á þegnana. Á sr'ðustu öld, þegar þjóðemiskennd fór einsog eldur r' sinu um Evrópu, komu frarn sterkar kröfur um að „suður-slavar“ sameinuðust í eitt ríki. Allar stærstu þjóðir Júgóslav- Vinningstölur 29. júlí1995 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING |H 5 af 5 1 7.639.270 piP| +4af 5 6 162.450 jgj 4 af 5 215 4.780 |H 3 af 5 6.136 390 Aðaltölur: ■4Y9 BÓNUSTALA: (20J Heildampphaeð þessa viku: kr. 12.034.710 UPPLÝSINGAB. StHSVARI »1- 68 15 11 LUKKULfNA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 Fórnarlamb Serba í Sarajevo. ru, að Albönum einum undanskildum, em slavneskar og tala náskyld tungu- mál: Aðeins örlrtill blæbrigðamunur var milli Bosnr'u, Króatíu, Serbíu og Svartfjallalands, slóvenska er að mörgu leyti á sömu nótum en make- dónska frábmgðin r' veigamiklum at- riðum. Einungis albanska er af allt öðrum rótum mnnin. í ljósi sögunnar er athyglisvert að það vom ekki sr'st Króatar sem á síð- ustu öld börðust fyrir einingu suður- slava. Virtir króatískir menntamenn, guðfræðingar og rithöfundar höfðu mikil áhrif í þessa vem. Nafnið sem hið nýja ríki hlaut árið 1918 var Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena - Júgóslavía varð ekki op- inbert heiti fyrren rúmlega tíu ámm stðar. Konungsættin var serbnesk, flestir yfirmenn t' hemum vom Serbar og ríkinu var miðstýrt frá Belgrad, höfuðborg Serbr'u. Króatar tóku fljót- lega að ókyrrast og vora uggandi um sinn hag, ekki algerlega að ástæðu- lausu. Konungurinn hafði lr'tinn áhuga á lýðræðislegum umbótum og leysti þingið upp árið 1929. Kommúnista- flokkurinn hafði verið bannaður árið 1921 og starfaði neðanjarðar eftir það. Einn af félögum flokksins hét Jósip Broz. Síðar átti hann eftir að taka sér nafnið Tító. Millistrr'ðsárin einkenndust af ókyrrð og ólgu í Júgóslavr'u, einsog víða á meginlandi Evrópu. Pólitísk morð vom tr'ð og árið 1934 var kon- ungurinn myrtur r' opinberri heimsókn til Marseilles að undirlagi aðskilnaðar- sinna Makedómumanna. Konungdæmi á brauðfótum Konungdæmið Júgóslavt'a stóð r reynd á brauðfótum og var aukþess umkringt lr'tt vinsamlegum ríkjum. Sambandið við ítalr'u Mussolínis var stirt en Júgóslavar gerðu bandalag við Frakka. Árið 1941 réðust herir Þýska- land, ítalr'u og Ungverjalands inn í Júgóslavt'u og sigmðu stjómarherinn á nokkram dögum. í Króatr'u tóku fasistar við völdum undir stjóm Ante Pavelic, og var Bo- snt'a-Herzegóvina að miklu leyti inn- limuð r' hið nýja ríki. Króatía stríðsár- anna - oftast kennd við Ustasha- hreyfmgu Pavelic - var helvíti á jörðu þarsem starfræktar vom viðurstyggi- legar útrýmingarbúðir. Serbum, gyð- ingum og st'gaunum var slátrað í hundraða þúsunda tali. Serbt'u var haldið r ógnarkmmlum Þjóðvetja en Ungveijar og ítalir fengu líka vænar sneiðar af Júgóslavíu. Sveitir serbneskra chetníka hófu fljót- lega mótspymu og eftir innrás Hitlers í Sovétríkin tóku sveitir kommúnista líka til vopna undir forystu Títós. Jósip Broz Tító var að hálfu króatískur og að hálfu slóvenskur, en þó fyrst og fremst dyggur kommúnisti sem tók við fyrirskipunum frá Moskvu. Bandamenn, sem í íýrstu studdu sveit- ir chetníka, lögðu sveitum Títós til gríðarlegt magn vopna og vista auk fjánnuna. Tító varð ein af goðsögnum seinni heimsstyijaldarinnar og var búinn að ná völdum r' stómm hluta Júgóslavíu árið 1944. Eftir ósigur Þjóðveija söl- suðu kommúnistar undir sig öll völd í Júgóslavíu og Tító varð einvaldur. Fyrstu árin eftir stríð var hann tryggur Stalín en 1948 slitnuðu þau vináttu- bönd, þegar Sovétmenn gerðust um of afskiptasamir af þróun mála og innan- ríkismálum í Júgóslavíu. I nokkur ár var fullur fjandskapur milli Júgóslavíu og Sovétríkjanna, og greri reyndar aldrei um heilt. Tftó byggði upp sjálf- stæða utanríkisstefnu en treysti mjög á stuðning Vesturveldanna. Júgóslavía var opnara land en önnur kommún- istaríki Austur- Evrópu í efnahagsleg- um skilningi, aukþess sem - flestir - nutu ferðafrelsis. Pólitískir andstæð- ingar vom eigi að síður beittir harð- ræði einsog f öðmm einræðisríkjum. Arfleifð Títós Þegar Tító safnaðist til feðra sinna árið 1980 skildi hann eftir land sem í reynd átti sér enga lífsvon. Lýðveldin voru að miklu leyti sjálfstæð efna- hagslega, og gríðarlegur munur var á lífskjömm milli landshluta. Króatía og Slóvema vom auðugustu lýðveldin en í suðri var fátækt almenn. Stjómkerfi Júgóslavíu var flókið og óskilvirkt, og eina stofnunin sem laut sterkri stjóm var herinn, JNA - Júgó- slavneski alþýðuherinn. Serbar vom r' ineirihluta meðal foringja í JNA, eins- og reyndar í lögreglunni. Það átti eftir að reynast afdrifaríkt. Hernaður hefst Þegar líða tók á síðasta áratug óx þeim öflum fiskur um hrygg r' Slóven- íu, en þó einkum í Króatíu, sem vildu segja skilið við sambandsríkið Júgó- slavíu. Þegar kommúnistaflokkurinn liðaðist í sundur spmttu upp þjóðem- issinnaðir stjómmálaflokkar sem ráku harða baráttu fyrir sjálfstæði. Franjo Tudjman var kjörinn forseti Króatíu og hann lék lykilhlutverk í útför Júgó- slavíu. Fyrir ljómm ámm var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Króatíu og samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta að lýsa yfir sjálfstæði. Sama var uppi á teningnum í Slóveníu. Þegar lýðveldin lýstu yfir sjálfstæði, sumarið 1991, hófu Serbar hemaðar- aðgerðir umsvifalaust. Slóvenar sluppu með skrekkinn enda höfðu Serbar ekki í hyggju að halda þeim innan rfkisins. Aðstæður r' Slóveníu vom að því leyti einstakar að þar var enginn serbneskur minnihluti - eða nokkur minnihluti yfirleitt - meðan um það bil 12% íbúa Króatíu voru Serbar. Serbar í Króatíu höfðu engan áhuga á því að vera þegnar lands þarsem höfuðborgin var Zagreb. Þeir gripu til vopna, knúnir álfam af mönnum sem rifjuðu upp helför Serba í Ustasha- ríkinu á stríðsámnum. Króatíu-Serbar fengu viðamikla hjálp frá JNA og í fýrstu máttu vanbúnar hersveitir Króa- tíu sín lítils. Á fyrstu mánuðum stríðs- ins 1991 var ríflega íjórðungur Króa- tíu hemuminn af Serbum og þúsundir féllu í valinn. Ekkert ríki viðurkenndi stjómina r' Zagreb og Serbar litu svo á, að Bandaríkjamenn hefðu gefið út skorinorða yfirlýsingu þess efnis að þeir vildu ekki að Júgóslavía klofnaði í mörg smáríki. Evrópusambandið - sem frábað sér afskipti Bandaríkjanna í upphafi - reyndi að miðla málum, en þær tilraunir voru handahófskenndar og einkenndust af vanþekkingu og óskhyggju. Þjóðverjar, sem voru um þessar mundir að gera sig gildandi á nýjan leik í alþjóðastjómmálum, kröfðust þess að Evrópusambandsríkin viður- kenndu sjálfstæði Króatíu og Slóven- r'u. Bretar og Frakkar þráuðust lengi við, en í desember 1991 var samþykkt að viðurkenna ríkin tvö. Það voru hinsvegar íslendingar (að fmmkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáver- andi utanrr'kisráðherra) sem fyrstir gegndu neyðarkalli Króata og viður- kenndu bæði Króatíu og Slóveníu 18. desember 1991. Ýmsir hafa srðan gagnrýnt viður- kenningu Króatr'u og Slóvemu, og tal- að um ótímabæran gjörning. Það er mikil firra. Eftir að Króatía öðlaðist viðurkenningu kom alþjóðlegt friðar- gæslulið til landsins, og var sett niður á þeim svæðum sem Serbar höfðu her- numið. Síðan, í rúm þrjú ár, hefur frið- ur að mestu ríkt í Króatíu. Viðurkenn- ing Króatíu stuðlaði því að friði. Stærstu mistökin Öðm máli gegnir um Bosníu-Herz- egóvinu. Þar vom aðstæður allt aðrar en í Króatíu. Þrjár þjóðir bjuggu hver innan um aðra: slavneskir múslimar (um 44%), Serbar (um 33%) og Kró- atar (um 18%). Múslimar og Króatar í Bosníu óttuðust mjög útþenslustefnu Serba og efndu til þjóðaratkvæða- greiðslu þarsem afstaða var tekin til sjálfstæðisyfirlýsingar. Serbar, undir forystu Radovans Karadzic, snið- gengu atkvæðagreiðsluna og gerðu öllum ljóst, að þeir myndu ekki una

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.