Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 5
ÞFílÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 æ ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k a n 5 ■ Árið 1898 gaf Hið íslenzka þjóðvinafélag út bókina Fullorðinsárin eftir Hollendinginn doktor Ritter og Ólafur Ólafsson, prestur að Arnarbæli, sá um að þýða bókina af stakri snilld og laga að íslenskum aðstæðum. Það var hinsvegar ekki fyrr en 97 árum síðar sem Guðrún Vilmundardóttirtók sig til og kynnti sér hvernig bókin gæti orðið henni og öðrum ungmennum „vegurtil auðnu og hamingju í lífinu"... Farsældin er það hnoss sem allir vilja höndla Hvert er það mark og mið, sem allir menn stefna að? Hvert er það hnoss sem allir vilja höndla? Það er farsœld- in. Allir undantekningarlaust eru að leita að farsæld sinni. Einn hyggst að sjá hana í þessari átt og þá þessum stað, en annar í annarri átt og á öðrum stað. Einn sjer hana í mannvirðingum og metorðum, annar í auðsafni, þriðji í munaði og sællífi; en flestir leita hennar í öfuga átt; flestir miða við sjálfa sig, flestir byrja þar, sem þeir eiga að enda. Hvernig verður farsældin efld? í fyrsta lagi: Þú dtt að búa þig með alúð og kostgœfni undir störf þín, helzt í kyrrlátu nœði. Vjer getum bú- izt við, að einhveijum finnist lítilsvert um þetta. Sumir eru þeir, sem hrósa sjer af því, að þeir hafi ekkert þurft að læra, í engu þurft að taka sjer fram eða æfa sig; þeir hafi verið fullnuma í öllu frá upphafi vega sinna, kunnað allt og vitað allt frá upphafi; en þetta er sjálfstál og lítilsvert um þessa menn. Meira er vert uni hina, sem með iðni, elju og ástundun hafa orðið fullnuma í list sinni, hver sem hún er. Það verk, sem ekki er þess vert, að gengið sje að því með alúð, er heldur ekki þess vert, að það sje unnið; og ekkert verk er svo lítilmótlegt, að það ekki „lofi meistarann", ef vel gjört, og lasti hann ef illa er gjört. Bú þú þig því undir störf þín með alúð og kostgæfni, og það því betur sem þú veizt eða fmnur, að meira er í þau varið og meira undir þeim komið. Taktu þér til þess stund á morgnana eða á kveldin; en ef þú getur það hvorugt, þá sofðu einni stundu minna á nóttunni. Þú mundt fá þá stund borgaða bæði með því að sjá gagn vinnu þinnar tvöfaldast og með þeirri ánægju, sem jafnan er samfara sann- arlegri trúmennsku og skyldurækni. Þennan sannleik hafa beztu menn á öllum tímum fundið og játað. En allir þeir, sem ekki hafa viljað rækja þetta boðorð, hafa undantekningarlaust lið- ið skipbrot gæfu sinnar. Vanræksla þess hefir stcypt mörgum efnilegum unglingi i eymd og ógæfu, þótt hann væri mörgum góðum kostum búinn. En ef þú vilt vera einskisnýtur sjálfur og að verk þín sjeu talið lítt nýt, þá gakk þú að þeim undirbúnings- og umhugsunarlaust. I öðru lagi: Þú átt að deyða gimdir þt'nar. Það er opt lítið hrós í því, þó sagt sje um einhvern mann að hann sje „heiðarlegur maður“. Samt sem áður vilja allir heita heiðarlegir og heiðvirðir menn, og ætti það ekki að vera láandi; en orsökin er stundum aðeins sú, að skaði getur verið að því að missa þennan „titil“; menn eru þá ekki gjaldgengir í hverja stöðu og til hverra starfa, sem gefa af sjer krónu eða krónuvirði. Þetta sjest meðal ann- ars bezt á því, þegar á endanum kemst upp um menn, sem í mörg ár hafa legið í löstum. En það eru ekki þessi „heiðarlegheit" sem hjer er um að ræða; hjer er ekkert um það að tala, að hafa á sjer heiðarlegt yfirskin, að sýna útvortis hlýðni borgaralegum lögum og helztu kröfum hms almenna siðgæðislögmáls; hjer er um það að ræða, hvernig maðurinn á að vera, svo að hann sje sannur sómamaður, virðingarverður í raun og sannleika, engu síður að hugsunarhætti en að ytri breytni og framkomu. En það er maðurinn ekki, nema hann deyði hjá sjer allar vondar girndir og spilltar fýsnir. Með fullorðinsárunum dofna og deyja margar gimdir og fýsnir; en sá dauði og dofi gimdanna er opt engrar þakkar verður. Þessi dauði kemur opt af sljóleika þeim, andlegum og líkam- legum, sem árafjöldanum fylgir; eða hann kemur af því, að maðurinn er orðinn þreyttur á nautn holdlegs mun- aðar. Með gamalsaldrinum slokknar eldur gimdanna, af því að eldsneytið vantar; en af þeirri ösku sprettur ekk- ert andlegt líf. Þjer er því ekkert hrós- unarefni í dauða gimda þinna, þó þær deyi af elli eða ofnautn, heldur í hinu, að þú deyðir þær sjálfur með stað- festu og sjálfsafneitun. I þriðja lagi: Þú átt að vera sjálf- steeður maður. Það má segja margt og mikið um það, hvemig mennimir láta leiðast sinn af hveiju og sína stundina af hverju. Þeir snúast margir sem vindhanar á bæjarburst fyrir vindi úr þessari áttinni í dag og úr hinni áttinni á morgun. Einkum em það 4 öfl, stór- veldi mætti kalla þau, sem mestu ráða hjá öllum þorra manna; þau em: ótti fyrir mönnunum, ágirnd, hégóma- skapur og metorðagimd. Auk þessara stórvelda má og nefna eitt enn, sem er ríkara en allt annað; það er vald van- ans og þeirrar kenningar, sem vjer höfum tekið að erfðum. Vjer tölum og gjömm margt einungis af gömlum vana, en hyggjum þó, að vjer breytum sem sjálfstæðir menn, já, þá stundum helzt, er vjer göngum í sterkasta tjóð- urbandinu. I fjórða lagi: Þú átt að samþýða sál og sinni við örlög þín. Þetta er þungt og erfitt boðorð fyrir hold og blóð; en þó er manninum hin mesta nauðsyn á að rækja það, ef vel á að fara. Sárar sorgir beygja manninn til jarðar sem visið strá, ef hann finnur ekki huggun og styrk í trúnni. Trúarsterkum manni verður aptur hvert böl til betmnar og blessunar; hann skírist í hreinsunar- eldi hörmunganna, eins og gullið í deiglunni; honum vex þrek við þraut hveija. En þetta þrek birtist í iðjusemi og starfsemi, en iðjusemin mýkir meinin; það birtist í kærleikanum, en kærleikurinn sigrar hatrið; það birtist í hógværð, en hógværði heptir reiðina; það birtist í stillingu, en sti'Iingin ljettir byrðina. í fimmta lagi: Þú átt að láta líf þitt bera eðlilega ávexti. Það er stór minnkun að því, að heita maður, en vinna þó ekkert gagn í heiminum. Dugnaðar- og nytsemdarmaðurinn ber lifandi ávexti, eins og tijeð á jörð- unni. Við jólatijeð með dauðu ávöxt- unum má líkja amlóðunum, sem skreyttir eru annarra fjöðrum, sem stæra sig af ættgöfgi, en vinna ekkert sjálfir sjer eða öðmm til nytsemdar, sem stæra sig af arfinum sínum, en vinna sjer varla sjálfir inn eina krónu, sem stæra sig af kvonfangi sínu, sem þeir hlutu einungis fyrir þá sök, að þeir vom synir feðra sinna. Þeir litlu ávextir, sem þessir menn bera, eru sem ávextir jólatrjesins; þeir eru hengdir á þau af annarra höndum. í sjötta lagi: Þú átt að vera sjálfum þjer satnkvœmur. Þú átt að vera sann- ur, þú átt að vera það sem þú sýnist. Þetta boðorð táknar líka það, að þú átt að setja þjer hátt og göfuglegt tak- mark, sem þú síðan missir aldrei sjón- ar á og beitir öllum kröítum og hæfi- leikum til að ná. Allt þetta kostar niikla baráttu og sjálfsafneitun; en á hitt ber fremur að líta, að „þar sem við ekkert er að stríða, er ekki sigur neinn að fá.“ Heimilið Sumir em þeir menn, sem beinlínis lifa fyrir allt mannkynið; svo er um alla heimsfræga lækna, sem fundið hafa ráð við skæðum sjúkdómum, er áður vom lítt læknandi - eða ólækn- andi, og um heimsfræga vísindamenn, sem með þarflegum uppgötvunum hafa unnið öllu mannkyninu gagn. Með þvf að vjer fæstir getum náð til allra, en eigum þó að vinna fyrir alla, þá er náttúrlegast og skynsam- legast, að vjer einkum snúum oss að þeim mönnum og vinnum fyrir þá, sem næstir oss standa, og vjer getum auðveldlegast náð til, og þessum mönnum verðum vjer að vinna það gagn, sem vjer vitum, að vjer emm öllu mannkyninu skyldugir. Vjer eigum að leggja allt í sölumar fyrir heimili vort; þetta játa allir með orði og tungu, en ekki nærri allir í verki og sannleika. Vjer ætlum hjer ekki að tilgreina hin dökkustu dæmi, sem staðfesta þetta; vjer ætlum ekki að gera þá vandræðahörmung að um- talsefni þegár eiginmaðurinn og faðir- inn eyðir meginhluta þess, sem hann aflar, i svalli og drabbi, en konan og bömin sitja heima svöng og klæðalít- il. Vjer ætlum heldur ekki að gera að umtalsefni þá löngu tíma og mörgu stundir, sem margir hyllast til að eyðu utan heimilis og stela frá konu og bömum. Nei! Það er annað, sem vjer ætlum að drepa á, og það er það hvemig sumir menn em taldir „kátir“, „íjömgir“, „upplífgandi" og „gaman- samir" hvar sem þeir em staddir ann- arstaðar en heima hjá sjer. En þegar þeir em heima hjá konu, bömurn og heimilisfólki, þá em þeir fúllyndir og kaldlyndir, duttlungasamir og stirð- lyndir. Það er undarlegt, að brosa við öllum utan heimilis, en setja upp fylu- svip, þegar komið er heim til kon- unna, bamanna og hjúanna! Og þessi dæmi er þó því miður ekki fá. Hjúskapurinn Hjónaefnin eiga að verða og hjónin þá að vera „einn maður"; en þau verða það ekki á brúðkaupsdaginn; það þarf enginn maður að ætla, [...] en þau eiga að upp frá þeim degi að ástunda alvarlega og kappsamlega að verða „einn maður". Ef þeirn tekst að ná takmarkinu, þá fylgir hjúskapnum meiri blessun en auðið er að lýsa með mannlegum orðum. Eldurinn kulnar út og deyr að lykt- um, ef eldsneytið brestur; en bezt og jafnast logar hann, ef smábætt er í hann. Skilurðu hvert við stefnum? Meðan þú varst í tilhugalífinu, þá varstu hvorki pennalatur nje sporlatur, þá varstu lipur, ljettur og kátur við kærustuna. Og það manstu víst sjálf- ur, að meðan þú varst að bíða óþolin- móður eptir svari frá henni, þá var efst í þjer að heita á Strandakirkju þessu litla, sem þú áttir þá, ef hún hryggbiyti þig ekki. Þegar svo bijefið kom með „já“-ið, sem við giptu mennirnir þekkjum, hvað hefir að þýða, þá varstu frá þjer numinn af kæti og ánægju. Og frá því fram að giptingardegi var víst varla sá hlutur til, sem þú vildir ekki gjöra fyrir unn- ustuna. Þetta var nú allt gott. En skyldirðu verða eins stimamjúkur við konuna þína og unnustuna þá! Ertu eins reiðubúinn nú til að gjöra henni allt til geðs og ánægju? Ertu eins við- feldinn, þýður og skemmtilegur við hana og forðum? Vjer erum vissir um að þú ert „góður við konuna", sem menn kalla; en vjer efumst um, að þú sjert samur og í tilhugalífinu. Einn sið viljum vjer benda hjónum á að taka upp; hanu er að vísu æði- óvanalegur hjá alþýðu hjer á landi; en hvað um það, hann er góður og margt gott gæti af honum hlotist. Hjónin ættu að nota tómstundir sínar, svo sem helgidaga og helgidagakveld, til að lesa saman góðar og nytsamar bækur. Alveg eins getur farið mjög vel á því, að bóndinn lesi upphátt fyrir konunni sinni nytsamar bækur, með- an hún situr við sauma sína, prjóna si'na eða rokkinn sinn, eða rneðan hún situr með eitthvert bamið þeirra við bijóst sjer. Við þetta verða þau bæði fróðari um margt. Efni bókanna verð- ur sameiginlegur fjársjóður; þetta virðist oss vera annað og betra en það, sem opt á sjer stað, að konan situr sjer með rokkinn sinn, saumana sína, eða með krakkana, en bóndinn liggur endilangur uppi í einhveiju rúnúnu. „Já, bækumar. Þær kosta nú pen- inga,“ munu menn segja. Já, satt er það; þær kosta peninga. Allar Þjóð- vinafjelagsbækurnar kosta 3 flöskur af brennivíni og 1 pela. Hvorí skyldi konunum vera geðþekkara, að menn- imir þeirra kaupi þessar bækur og lesi þær síðan fyrir þeim, eða að þeir kaupi brennivínið og hreyti síðan í þær ónotum? ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.