Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 1
MPmun Þriðjudagur 21. ágúst 1995 Stofnað 1919 125. tölublað - 76. árgangur Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Alþýðubandalagsins „í mínum flokki eru það mestu kariremb- umar sem mest hafa talað um kvenfvelsi" -„þannig að ég tek nú ekki mikið mark á kvenfrelsinu og jafnréttinu hjá mínum mönnum," segir Guðrún í hringborðsumræðum í nýjasta tölublaði 19. júní. í hringborðsumræðum um jafnrétt- ismál á Islandi í síðasta hefti 19. júní, rits Kvenréttindafélags íslands, fer Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingkona Alþýðubanda- lagsins, mikinn þegar hún talar um flokkinn sinn Alþýðubandalagið og jafnréttismál. „Ég hef setið á þingi í 16 ár,“ segir Guðrún, „og hefði alveg viljað vera þar áfram og tel mig eiga þar fullt er- indi. Eg hef alltaf komist á þing í gegnum forval í mínum flokki og ég get ekki gert að því þó ég hafi eitt- hvert fylgi, en það hafa líka alltaf ver- ið á eftir mér konur sem langaði líka. Og í staðinn fyrir að styðja við þær konur sem hafa fengið eitthvert fylgi þá hefur þetta alltaf verið hálfgert stríð í raun og veru. Það var ljóst þeg- ar Alþýðubandalagið var að setja upp lista núna að það yrði ósköp lítil breyting og allra síst fjölgaði konum. Ég fór að kjánast til að bjóðast til að færa mig neðar á listann, nú og það gerðist auðvitað ekkert annað en það að við skiptum um konu, það kom önnur kona í staðinn fyrir mig. Þetta er engin jafnréttisbarátta þessi ósköp.“ Og Guðrún heldur áfram: .Jafnrétt- isbaráttan hefur verið háð af nokkurs konar lúxusklúbbi, miðstéttarklúbbi. Konunum sem eru að vinna í fiski úti á landi kemur þessi barátta ekkert við. Þær vinna bara vinnuna sína og hugsa um heimilin eins og þær hafa alltaf gert.“ Síðar í umræðunum bendir Guðrún á að 10 þúsund böm í þessu landi ahst nú upp hjá einstæðu foreldri: „.. .aðal- lega mæðrum sínum, og þær deila ekki ábyrgð með neinum. Maður lítur alltaf út fyrir að vera svo afturhalds- samur þegar maður fer að ræða þessi mál. Eg tel æskilegt að konur geti verið heima hjá börnunum, að minnsta kosti fyrsta árið, það getur til dæmis ekki nema annað foreldrið fóðrað barnið. Ég vorkenni konum ekkert að taka nokkur ár í það að eignast börn. Ég sé ekki neina aðra lausn nema við viljum að þjóðinni snarfækki. Frá þjóðhagslegu sjónar- miði verðum við að halda áfram að eignast böm, fyrir nú utan hversu in- dælt það er. Það sem ég held að við höfum gert rangt allan tímann, kven- fólkið, er að horfast ekki í augu við þessar staðreyndir. Það er ekkert að því að vera kona. En við þurfúm bara að fá að vera það í friði. Við getum farið á þing og gert hvað sem er, en við verðum að gera það á okkar eigin forsendum. Það sem skiptir máli er að við bemm ábyrgð á bömunum okkar, ég treysti ekki körlunum, ekki enn.“ Guðrún er ekki parhrifin af jafn- réttisumræðunni í Alþýðubandalag- inu: „í mínum flokki em það mestu karlremburnar sem mest hafa talað um kvenfrelsi þannig að ég tek nú ekki mikið mark á kvenfrelsinu og jafnréttinu hjá mínum mönnum og ég held það sé álíka í öðrum flokkum." Og frambjóðendur verða fyrir barð- ■ Alltfrá Sunnanvinditil Hljóðferðarí Nýlistasafninu í meðförum Dorisar, Marks, ^ Birgittu og Baldurs Island úr 3.142 eggjum og tvinna Á laugardaginn opnuðu fjórar sýn- ingar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Sýnendur í aðalsölum em Doris Half- mann frá Þýskalandi, Mark de Weij- er frá Hollandi og Birgitta Silfverhi- elm frá Svíþjóð. I setustofu sýnir Baldur Helgason Doris Halfmann sýnir innsetningar i neðri sölum safnsins. Sýning hennar ber heitið Sunnanvindur, í verkum sínum vinnur Doris með tímahugtak- ið, áhrif tímans á náttúruleg efni og at- burðarás. Mark de Weijer dvaldi sum- arlangt á Snæfellsnesi árið 1994 og sýnir afrakstur þeirrar vinnu á 2. hæð safnsins. Birgitta Silverhielm sýnir Hljóðferð í Súmsal. Viðfangsefni hennar er íslenskt landslag, hvemig það breytist þegar maður ferðast um það og hvernig það breytir manni í leiðinni. Baldur Helgason sýnir Myiul- ir af tilfinningum, oh'umálverk, í Setu- stofunni. Sýningamar em opnar daglega frá klukkan 14 til 18 og þeim lýkur sunnudaginn 3. september. Baldur Helgason og Doris Halfmann við verk Dorisar i tvinna. Gryfjunni. Verki sem er án titils er gert úr 3.142 eggjum og A-mynd: E.ÓI. Umdeildur fangelsismálastjóri „Haraldur Johannessen virðist vera einvaldur um málefni fanga - segir Jón Þór Grímsson fangi í bréfi til Alþýðublaðsinsr. „Ungur nemur gamall temur; en sá sem temur er ekki hjálparhönd samfélagsins til betrunar, heldursíbrotamaðurinn í næsta klefa." JJ I bréfi til Alþýðublaðsins vekur Jón Þór Grímsson athygli á að fangar hafi búið við áralanga niðurlægingu á ís- landi og að nauðsynlegt sé að hefja umræðu um fangasamfélagið sem er „einangraðasti og kúgaðasti minni- hlutahópur á landinu." Jón Þór talar um að íslensk fangelsi séu föngum ekki til betrunar, heldur forherði þau einstaklinginn og afmyndi persónu hans. Jón Þór bendir á að mikið sé til af gögnum í fómm fanga sem sýna fram á „forkastanlega frammistöðu Fangels- ismálastofnunnar sem beitir fyrir sig vinnureglum, skrifuðum eftir þörfum, til þess eins að ala á ótta og sundra sameiningu og trausti fanga á milli“. „Betri líðan er sama og breytt ástand," segir Jón Þór í bréfi sínu. „í fangasamfélaginu, þar sem fíkniefni og áhorf ofbeldismynda em einasta af- þreying fangans sem aftur óg ítrekað finnur sjálfan sig bak við lás og slá, með þyngri og harðari dóma sem for- herða einstaklinginn og afmynda per- sónu hans þar til harrn verður fullmót- að viðúndur þessarar stefhu." Jón Þór veltir fyrir sér spumingunni hvort það sé einlæg ósk yfirvalda að menn iðrist afbrota sinna og komi úr fangelsinu betri menn tilbúnir að axla ábyrgð í samfélaginu. „Það hefur því miður mjög sjaldan gerst þó mörgum okkar hafi tekist það tímabundið vegna ótta við fangelsið, en ekki vegna við- horfsbreytinga, sem ekki gátu átt sér stað frekar en að rækta rósir í myrkri. Langflestir viðurkennum við brot okk- ar afdráttarlaust, en vandinn margfald- ast þegar í fangelsi kemur. Ungur nemur gamall temur; en sá sem temur er ekki hjálparhönd samfélagsins til betrunar, heldur síbrotamaðurinn í næsta klefa.“ Jón Þór segist vona að brodð verði blað í sögu fangelsismála hér á landi þegar kæra Ólafs Gunnarssonar, höf- Guðrún Helgadóttir: Jafnréttisbar- áttan hefur verið háð af nokkurs konar lúxusklúbbi, miðstéttar- klúbbi. Konunum sem eru að vinna í fiski úti á landi kemur þessi bar- átta ekkert við. A-mynd: E.ÓI. inu á flokknum á ýmsa vegu: „Þessi flokkakosning er auðvitað löngu úrelt. Þar er verið að kjósa her af fólki sem margir hafa hreint engan áhuga á. Og aðrir ná ekki kosningu vegna flokksins," segir Guðrún Helgadóttir í hringborðsumræðum í tímaritinu 19. júní. uðpaurs í Stóra fíkniefhamálinu, vegna heimsóknar og símabanns sem hann varð fyrir í kjölfar viðtals á Stöð 2 í fyrra, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. ,,[í því málij var á ferðinni stjómsýslulagabrot Har- aldar fangelsismálastjóra, en Þor- steinn Pálsson [þáverandi dómsmála- ráðherra] bakkaði hann upp í því máli.“ „Haraldur Johannessen [fangels- ismálastjóri] virðist vera einvaldur um málefni fanga," segir Jón Þór í niður- lagi bréfsins. „Hann vegur og metur, dæmir og refsar; og tímabært að hann sjái sæng sína útbreidda." I Akureyringurinn Hlynur Hallsson sýnir í Breiðholtinu „Rýmið sjálft er útgangs- punWursýn- ingarinnar" - „og um leið inntak hennar," segir Hlynur í sýningarskránni. Á föstudaginn var sýning Hlyns Hallssonar opnuð í Gerðubergi. Hlynur er fæddur á Akureyri 1968 og nam við Myndlistaskólann á Ak- ureyri og Myndlista- og handíða- skóla íslands og útskrifaðist úr fjöl- tæknideild árið 1993. Hann stundar nú framhaldsnám í Þýskalandi. Þetta er hans fjórða einkasýning en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum og framkvæmt gjöm- inga. Hlynur hefur ummyndað sýning- arrýmið í Gerðubergi með því að ljósmynda gólfflísar hússins og flísaleggja síðan með myndunum. í sýningarskrá segir Hlynur: „Hlut- laust rými er ekki til frekar en hlut- laus myndlist. í flestum tilfellum em eiginleikar góðs sýningarrýmis þó fyrst og fremst þeir að það virki hlutlaust - dragi ekki athyghna um of frá sýningunni sjálfri. Sýningar- rýmið í Gerðubergi er langt frá því að geta talist hlutlaust rými. En það getur líka verið spennandi að fást við rými sem er ekki hlutlaust og hefur einhver sterk einkenni. Það skiptir því máli hverskonar verk em sett inn í rými sem kemur jafnvel til með að stela athyglinni frá verkun- um. Eða þá að rýmið virkar þannig á verkin að þau virðast vera líkt og aðskotahlutir. Það var þetta sem vakti áhuga minn. Rýmið sjálft er útgangspunktur sýningarinnar og um leið inntak hennar." Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 13 til 19 og fimmtudaga til sunnudaga frá klukk- an 13 til 16 og stendur til 15. októ- ber.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.