Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 ■ Stefán Hrafn Hagalín er sem fyrr á slóðum ódauðlegra tilvitnana og í gær fór hann í gullmolaleit um bókina „Small talk, big names" eftir Myles Palmer; j makalaust rit sem spannar 40 ára tilvitnanasögu rokksins „Eg er afskaplega varfær- inn með dóp og hef aldrei blánað upp í baðherbergi ejnhvers annars" - Ég lít á það sem hámark dónaskaparins, sagði Keith Richards, hinn goðsagnakenndi gítarleikari Rolling Stones, um eftirlætistómstundaiðiu sína. Ég er jafnheimskur og hver annar. Van Morrison, 1989 Þessi Shakespeare var ekkert smá flottur náungi. Hvað œtli honum hefði fundist um plöturnar mínar? Jerry Lee Lewis eftir að hafa leikið Jagó í rokksöngleik, 1966 Það voru þrjú salemi þama til að þjóna hálfri milljón manna. Aspríntöflum var prangað innáfólk sem vímugjafa. Yfirgefnir bílar þöktu fimmtán kílómetra kafla á hraðbrautinni. Bílar lágu á hvolfi 'í ánni. Það var einsog einhver hefði sagt: „Þið hafið tíu sekúndur til að komast útúr borginni áður en hún verður lögð í rúst. Ozzie Ozbourne eftir rokkhátíðina miklu í Indiana, 1972 Sviti er það samafyrir Bruce Springsteen og andlitsfarði fyrir Boy George. The Independent, 1988 Að verða rokkstjama einn góðan veðurdag er einsog að fara í kynskiptiaðgerð. Fólk starir á þig, eltir niður götuna og hrópar athugasemdir: það reynir við þig og þuklar á þér. Nú veit ég hvemig tilfinning það er að vera kona. Bono í U2, 1992 Auðvitað hafa trúbadorar samfarir oftar en aðrir krakkar í menntaskóla... En maður þurfti að vísu að scetta sig við að gera það seinnipart dags — á gólfinu í mötuneytinu. David Crosby ( Crosby, Stills & Nash (& YoUng), 1974 Eg held að kvennafar sé afar heilsusamleg iðja — maður getur aldreifengið ofstóran skammt afdömum. Það er hœgt að sprauta sig til dauða með dópi, en maður getur ekki notið ásta til dauða... Líkaminn hœttir að virka löngu fyrr. Bill Wyman í Rolling Stones Og hvað kynjamisréttið varðar þá skal það tekiðfram, að ég hata kon- ur. Og hversvegna þarfég yfirhöfuð að hafa ástæðu fyrir því? Iggy Pop, 1979 Ég sver það: Ég myndi viðurkenna það efég vœri lesbía... En mér hefur bara aldreifallið við að deila rúminu mínu með annarri konu, ég sver það til guðs. Og hvað varðar Robyn... hún er vinur minn. Eg hefþekkt hana síðan í mennta- skóla. Hún er góður vinur minn. En... nei, ég er ekki lesbía. Eg hefaldrei verið lesbía. Whitney Houston, 1992 Best varðveitta leyndarmálið ítónlistarbransanum? George Michael er ekki hommi! Boy George, 1990 Það er fjögur kyn í þessari borg: Karlar, Konur, Kynhverfir og Söngkonur. Trúbadorinn Judy Henske í samtali við Lindu Ronstadt Ég þarfstöðugt að standa ístríði viðfólk svo það hœtti að senda stóra og áberandi bifreiðar til að sœkja mig. Eg hefekki hugmynd um afhverju þetta lið heldur að ég vilji rúnta um í risastórum lim. Sinead O'Connor, 1990 Hvað varðar sjálfan mig, þá er helsti kosturinn við það að vera svartur Iri, að ég nœ í mér ífleiri gellur en hinir strákamir. Phil Lynott í Thin Lizzy Ég hefmök við 25 þúsund mismun- andi manneskjur þegar ég er uppá sviðinu — og svo fer ég heim. Janis Joplin Býsna mörg lög sem eru í dulbún- ingi vemmilegrar rómantíkur hafa mestmegnis samfarir á bakvið sig. Randy Newman Ég er að spara mér bassaleikarann þangað til í Omaha. Janis Joplin Eg er afskaplega varfœrinn með dóp og aldrei blánað upp í baðherbergi einhvers annars. Ég lít á það sem hámark dónaskaparins. Keith Richards í Rolling Stones Ég er ánægður með að það voru engin eiturlyfi umferð þegar ég var i menntaskóla á sjötta áratugnum. Annars vœri ég vqfalaust ennþá í menntaskóla. Joe Walsh / byrjun sjötta áratugarins - löngu áður en San Francisco svo mikið sem heyrði orðið skynvillulyf - var Jerry Lee handtekinn í bænum Grand Prairie í Texas ásamt hljómsveit sinni, The Memp- his Beat, og ákærðurfyrir að hafa sjöhundruð hylki afamfetamíni ífórum sínum; tvöhundruð vom ætluð fyrir hljómsveitirui, fimm- hundruð fyrir Jerry Lee. NickTosches, 1985 Enskir hippar eru jafii öflug ógnun í augum valdakerfisins og fólk sem setur útlendar myntir í gasmœla á heimilum sínutn. David Widgery Almenning hungrar í að fylgjast rneð hæfileikaríkum ungmennum fremja sjálfsmorð. Paul Simon í Simon & Garfunkel Það er ég sem þarf áð deyja þegar það er tími tilkominn fyrir mig að deyja, svo leyfið mér að lifa lífinu einsog mér sýnist henta best. Jimi Hendrix Eg gefRolling Stones svona tvö ár til viðbótar. Mick Jagger, 1964 Ég er ekki einangraður hellisbúi. Þeir hjá Hortda höfðu samband við mig og báðu mig um að auglýsa bíl- ana stna og ég hugsaði með sjálfutn mér: „ Ojæja, Miles Davis gerði Honda-auglýsingu og ef þetta var nógu gottfyrir Miles þá er það nógu gott fyrir mig. “ Lou Reed, 1989 * Það fyrirfinnst ekki sála í öllum heiminutn sem getur gert betri plötur en ég. Phil Spector Fyrst rífumst við allir og gerutn síðan einsog ég segi. Bono,1987 Hlustið á mig — mann sem veit sínu viti: Joni Mitchell er álíka hógvœr og Benito Mussolini. David Crosby, 1974 Eg vil ekki hljóma einsog ég sé rosalega góður með mig, en í alvöru talað er ég fullkomlega sannfærður utn að við höfum ekki stigið feilspor í tuttugu ár. Mike Rutherford í Genesis, 1989 Eg hef gengið gegnutn þetta allt- saman. Eg hef verið strengjabrúð- an, hálfvitinn, fáráðlingurinn, dóp- istinn og komist alla leið hitigað til að santia að ég er jafningi hvers þess sem þú kærir þig að nefna. Iggy Pop, 1979 Ég held að ég sé alveg á brún þess að slá hrikalega t gegn. Mér finnst ég jafn góður og Beethoven - eða hver sem er afþessum stóru. Hins- vegar verð ég að taka það skýrt fram, að ég ber mig ekki saman við Beethoven. Eg held einfaldlega að ég sé fær um að gera allt það sem hann varfær um. Marvin Gaye, 1973 Efþetta vœru ögn frumstœðari tím- ar þá væri nú þegar búið að brenna tnig á báli. En ég býst svosem við að þaðfinnist nægur tími til þess síðar. Morrissey íThe Smiths, 1989 Mérfinnst lagatextar ekki tiltakan- lega mikilvægir. Ég tnan að þegar ég var mjög ungur — og ég er að tala í alvöru — las ég greiti þarsem Fats Dotnino sagði að maður ætti aldrei að syngja textana mjög skýrt. Þessi orð höfðu mikil áhrifá mig. Mick Jagger, 1968 Mérfinnst ákaflega auðvelt að semja texta. Ég hef alltaf sett tíu prósent ofmikið af orðum ítext- ana þarsem ég er sannfærður um að fólk hlustar ekki nema á þriðja til fjórða hvert orð. Ray Davies, 1989 Ég er eina alvöru kyntáknið í poppheimi samtímans. lan McCulloch í Echo & the Bunnymen „Ég fæddist tneð fætuma á undan og hefrokkað síðan þá,“ segir hann þér ef hann ergóðu skapi. Ættingjar hans og vinir geta sagt þér tneira: Jerry Lee Lewis getur drukkið og dópað hvem einasta mann undir borðið, slegið hvem sem er í rot, bölvað hroðalegar en nokkur annar, gert færustu skyttum skömm til í skotfimi og haft samfarir oftar og lengur en nokkur maður á lífi. Jerry Lee Lewis er síðasti villti Banda- ríkjamaðurinn, homo agrestis atnericanus ultimus. NickTosches, 1985 Strákamir vilja að þú hættir í hljómsveitinni. Bítlaframkvæmdastjórinn Brian Epstein að reka Pete Best Hefur það tekið þá tvö ár að uppgötva að ég er ekki nœgilega góður trommuleikari? Bítlatrommuleikarinn Pete Best Pete Best átti innan skamms eftir að skapa sér tiafn sem lánlausasti trommuleikari gjörvallrar rokksög- unnar. Á nœstu 24 mánuðum höluðu Bítlamir hátt í tvo milljarða króna í kassann. Pete Best gerðist hinsveg- ar bakari eftir að hann var rekinn úr Bítlunum, vann sér inn þúsund- kall á viku og giftist stúlku sem hét Kathy og vann í kexdeildinni í Woolworths-versluninni. Peter Brown Eg hef hitt þá. Yndislegir drengir. Gjörsamlega hæfileikalausir. Noel Coward um Bítlana. John Lennon hafði djúpstœða óþol- inmœði gagnvart bömum... Hann var sjálfúr svo mikið bam, að hann þoldi enga keppinauta. Albert Goldman, 1988 Æðsti draumurflestrafelst t því að aka um í risastórri límósínu, hafa allar þær skvísur sem mann langar í við höndina og verafær um að kaupa hvað sem mann gimist. Svona hefur þetta alltaf verið og svotta mun þetta alltafvera. Hver sá sem segir að lífinu sé einhvemveg- inn öðruvísi háttað er hlandltaus. Mick Jagger New York er New York er New York Maður hefur ekki slegið al- mennilega í gegn fyrren maður hef- ur slegið ígegn þar. Og Rolling Stones laða að sér fleiri fylgjendur- áhorfendur og áheyrendur - en nokkrir aðrir í mannkynssögunni. Aðeins einn annar náungi hefur komist með tærnar þarsem þeir hafa hælana - Ghandi! Bandaríski tónleikahaldarinn Bill Graham, 1972 Eg er orðinn drulluleiður á að spila áfínum stöðum einsog Madisott Square Garden. Eg vil fara spila t smábæjunum. Eg er hundfúll yfir því að þurfa sífellt að spila á stöðum þarsem allir tónleikagestimir lita jafit vel eða betur út en ég. Keith Richards, 1973 Rolling Stones er hin fullkomna rokkhljómsveit — þeim er skítsama um allt og alla. Elton John Ég held að rokkið snúist alltof mikið um hégótna og léttúð. Allra- helst œtti það að snúast utn alvar- lega hluti á borð við bleik satín- jakkaföt og hvíta sokka. Mick Jagger íraun og veru er ég sannfærður um að það sé affarsœlast fyrir tónlistarmenn að vera einir á báti. Fjölskyldulíf er dauði tónlistarmannsins. Mick Jagger, 1974 Égfíla Bítlana ekki. Ég er '. hinsvegar ekki að segja að ég hafi aldreifílað nokkuð sem þeir hafa gert eða að ég hafi ekkert orð- iðfyrir áhrifumfrá þeim, þvt það er ómögulegt að verða ekkifyrir áhrifutnfrá Bítlunum. Mick Jagger, 1974 Þegar yngsta dóttir minfæddist kom fæðingarlœknirinn uppað mér ( myrkrinu - strax eftir fœðinguna - og hélt á lofti fitnm Stones-plötum svo ég gæti áritað þær. Þetta er klikkaður heimur. Keith Richards, 1991 Dylan var, líktog mörg þeirra ungmenna sem dáðust að honum, truflaður, óhefðbundinn, uppreisn- argjam og ringlaður flóttamaður í innanríkisútlegð frá auðlegð sem hann hefði getaðfengið en vildi ekki. „Vinstrifræðingurinn" Lawrence Goldman, 1968 Meira að segja Bob Dylan lemur eiginkonu Sítia. Hugh Cornwell í The Stranglers að verja kynjamisréttishvetjandi texta sina Við lendum í sömu rifrildunum nú og við lentum í þegar við vorutnfá- tœkir. Það eina sem hefur breyst er að „Þetta er minn tómatur sem þú ert að borða!" er orðið að „Þetta er mín límósína, drullaðu þér út!" Alice Cooper Ég er alls ekkert móðguð því ég veit að ég er ekki heimsk Ijóska. Eg veit líka að ég er ekki Ijóska. Dolly Parton Efég á að segja sannleikann þá verð ég að viðurkenna að ífyrsta skiptið sem ég sá Cher þá hélt ég að hún vœri hóra. Ronnie Spector

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.