Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 nilljónir noténda hugbúnaðar í arftakann: hið öfluga, þægilega n: fá þér uppfærslu, neyðast til að tæki sem ræðurvið nýjungarnar? jgt peningaflæði í áttina að þeim, gjast af ró með þróuninni reynslu. „Brennt bam forðast eldinn," segir Norman Gibons sem stjómar stómm samskiptahópi PC-notenda í Hlinois. Hávær tmmbusláttur og lúðraþytur tölvurisans Microsoft hefur gert það að verkum að tugmilljónir tölvunot- enda vita ekki sitt rjúkandi ráð og meðan þeir velta fyrir sér í hvom fót- inn skuli stíga færist æðið í aukana ef eitthvað er. Hér á eftir fylgir snaggara- legur leiðarvísir fyrir ráðvillta: Svör við nokkrum grundvallarspumingum: Þarfnast ég Windows 95 aiveg bráðnauösynlega? Ef þú ert nú þegar með Windows 3.1 á DOS-gmnninum (einsog raunin er með flestalla PC-notendur) þá kemstu vel af án Windows 95. En það verður ekki auðvelt að forðast nýju undratækin frekar en endranær. Það verður vafalaust mögulegt um ófyrirsjáanlega framtíð að kaupa tölv- ur með uppsettu Windows 3.1. Á næsm mánuðum munu hinsvegar allir tölvuframleiðendur og -endurseljend- ur skipta yfir í tölvur sem seldar era með uppsettu Windows 95 og þarmeð myndast á einu andartaki markaður í fjötrum; ijötmm Microsoft og undra- bamsins: Windows 95. Einnig skaltu athuga það, að sífellt fleiri forrit munu vera sérhönnuð íyrir Windows 95 og eftir því sem mánuð- imir líða fækkar þeim sem hönnuð em fyrir Windows 3.1 og sá gallaði gaml- ingi gefur því að lokum upp öndina á markaðnum þótt hann lifi enn um stund góðu lffi inná þeim heimilum sem dirfast eða þráast við af heimsku sinni að skipta yfir. En mörg nýju forritanna fyrir Windows 95 em geysilega mögnuð í stórfengleika nýrrar tækni. ,,Ef þú vilt fylgjast almennilega með og eiga nýj- ustu forritin og hugbúnaðinn þá er það auðvitað í góðu lagi,“ segir Bob Metcalfe, dálkahöfundur tímaritsins Infoworld. „En sértu hinsvegar ánægður með gamla dótið og sáttur þá er ekki nokkur einasta ástæða til að ganga af göflunum." Mun Windows 95 virkilega auðvelda líf mitt? Ef þú lítur þannig á hlutina — væntanlega eftir að hafa kynnst Mac- intosh — að með Windows 3.1 hafi líf þitt verið helvíti líkast þá mun Windows 95 sannarlega gera það létt- bærara. Windows breytir í sjálfu sér ekki gmndvallarstarfsemi tölvunnar, en gerir hana afturámóti alla auðveldari viðfangs. Bölvun stuttu skráanafnanna heyrir nú sögunni til. Forritastjóraqum eða Program Windows 95 býður ennfremur uppá að á því sé starfrækt nokkuð sem kall- að er Tengdu og Tjúttaðu eða Plug and Play og þýðir einfaldlega að þú getur tengt geisladiskadrif, prentara, síma og hvað sem er við tölvuna þína ánþess að þurfa fara gegnum gríðar- lega tímaffekt og flókið uppsetningar- ferh. Næstum hver einasti stóri tölvu- framleiðandi framleiðir nú Tengdu og Tjúttaðu-tæki og slík þarftu að fá þér ætlirðu að nýta kosti Windows 95 til fulls. Einn af mestu kostum nýja hugbún- aðarins er síðan sá, að neðst á skjánum er svokölluð verkefnastöng eða task- bar þarsem fram kemur hvaða forrit em í gangi í hvert skipti og til þess að skipta á milli smellirðu bara á viðeig- andi táknmynd. Virkar allur gamli hugbúnað- urinn minn á Windows 95? Já. David Cole er yfirmaður allra próf- ana og tilrauna Windows 95 hjá Microsoft og hann brá sér við upphaf þeirra á risavaxna tölvumarkaðinn Egghead Software og keypti eina út- gáfu af hvetju einasta forrit sem þar var á boðstólum. Síðan þá hafa Cole og félagar prófað um 2.600 forrit og öll nema hundrað eða svo eru sam- hæfanleg og virk með Windows 95. Vinsælustu ritvinnsluforritin og töflu- reiknamir stóðust prófin með glans. En vitaskuld virka forrit sem sér- staklega em hönnuð fyrir Windows 95 best og öfugt. Fjölkeyrslan (multi- tasking) er til að mynda einungis því að uppfæra ekki gamla dótið í hvelli. Ef ég ákveð að endurnýja... Hvenær á ég að gera það? Ef tölvan þín er kraftmikill, knár og fótfrár fákur (486-tölva með 12 mega- bæta vinnsluminni og 500 megabæta. geymsluminni) þá skaltu bara láta verða af því og smella þér á Windows 95. Hafðu þó hugfast, að hvað sem Microsoft kallar forritið, 95 eða eitt- hvað annað, þá er þetta einungis fyrsta útgáfa — og útgáfúr númer 1 af öllum tölvuforritum em líklegar til að inni- halda þónokkrar óþægilegar ójöfnur og lfldegt er þannig að tölvan hrynji frekar en ella. Flestar ójöfnumar munu þó verða sléttaðar út með einhverskonar „þjón- ustupökkum" frá Microsoft á nokk- urra mánaða fresti og einhverja ábyrgð bera endurseljendur einnig. Þau ykkar sem sjáið framá að þurfa skipta um tölvu fyrir Windows 95 ætt- uð því að doka við og fylgjast með þróuninni — sjá hvort einhver hrika- lega vandamál fylgja þessum fyrstu útsendingum hugbúnaðarins. Hverskonar tól og tæki þarf ég fyrir Windows 95? Microsoft segir að „lágmarkskraf- an“ fyrir Windows 95 sé 386DX-tölva með 4 megabæta vinnsluminni, en það er einsog að segja að lágmarks- klæðnaður sé undirföt. Hver sem er getur mætt í vinnuna á nærbuxunum einum saman (og kannski bijóstahald- „Það skal því engan furða þótt mark- aðsdeild Microsoft áætli að setja tæp- lega sex og hálfan milljarð króna í að kynna Windows 95. Þetta er sannkölluð bylting í tölvuheiminum og markmiðið erl vitaskuld að sannfæra þessa sjö tugi milljóna um að það sé þónokkuð á sig leggjandi til að fara útí þær dramatísku breytingar að koma sér upp Windows 95 og kveðja DOS-ið og Windows 3.1." „Og það er vissulega rétt hjá Microsoft að nýi hugbúnaðurinn mun gera alla vinnu við PC-tölvurnar þægilegri — og skemmtilegri. En sé gægst bakvið tjöld- in og allt havaríið skoðað í nærmynd er ekki ólíklegt að vísari sannfærist um að affarsælast sé að staldra við í nokkra mánuði til að sjá hversu hreinn „gullk- óði" Windows 95 er í raun og veru." fáar markaðsvörur á síðustu ár- um [hafa] lent í jafn öflugri háðs- hakkavél: Hvað stendur talan 95 fyrir? Gallana sem þú uppgötvar á fyrsta hálftímanum; Klukku- stundirnar sem það tekur að læra á kerfið; Fjölda disk- framtíðina að gera. Geisladrifm em síðan ósniðug innkaups nema þau séu með fjórfaldan (4x) „qaud-hraða“ svo menn geti nýtt sér tæknina til fulls og lágmarkað bjögun og önnur leiðinleg- heit. Vídeóspjaldið sem tengir tölvuna og skjáinn er vanalega eitt megabæt en með einu til viðbótar fæst tvöfaldur hraði og um slíkt munar. Þeim mun stærri skjár sem fylgir svo tölvunni..., þeim mun betra. Helst ættu menn að stefna að 15 tommu skjám og stærri. Hátalarar em orðnir nauðsyn fyrir for- ritin sem tölvuséníin unga út fyrir okkur og hljóðkort tölvunnar ætti að vera Soundblaster-samhæft með 16 bæta upplausn. Og loksins komum við að módemum. Þau em í aðalatriðum tvennskonar og þar eiga menn að smella sér á 28.800 bauda því 14.400 bauda módemin (þrátt fyrir að kosta tíu þúsund kalli minna) em hægvirkari og taka því upp lengri tíma á símalín- unum. Mismunurinn borgar sig upp á stuttum tíma í símakostnaði. Prentari á að vera til að hverju tölvuvæddu heimili og geislaprentarar með góðri upplausn em eina vitið í dag. — Emð þið ekki farin að svitna við tilhugsun- ina um allar þessar tilfæringar (og fjárútlát)? En hvað kostar það mig að fá mér bara Windows 95? Windows 95-uppfærsla mun senni- lega kosta kringum sex þúsund krónur (sé miðað við Bandarfldn) og allt þar fyrir ofan og utan telst eðlilegt og vafalaust mun ævintýrið kosta mun meira á endanum en þig hafði nokk- um tíma órað fyrir. Það er afskap- lega vel mögulegt að heildarkostnað- urinn við að útbúa núverandi tölvu þína með aukningu vinnslu- og geymsluminnis — þannig að hún geti keyrt Windows 95 skammarlaust — fari langleiðina með að kosta svip- að og ný tölva. Og þá er jafngott að smella sér á nýja grip. Það finnst tölvuframleiðendur að minnsta kosti. Til að hvetja tölvu- notendur til að fá sér nýja tölvu uppá 150 til 200 þúsund krónur (nota bene: til að geta keyrt sex þúsund króna hug- búnað...) em mörg tilboð í gangi — og býsna mörg girni- leg. Tölvubúnaður- inn sem rakinn var hér í kaflanum á undan kostar kring- um 200 þúsund krónur í Bandaríkj- unum og rúllar í flestum tilfellum yfir 300 þúsundin hér heima. anna sem hugbúnaðurinn kemur á; Blaðsíðurnar í hand- bókinni sem fylgir búnaðinum; Heimsóknirnar á tölvuverk- stæðið." Manager, hinum andlausa hugbúnað- arstjóra Windows 3.1, hefur verið skipt út fyrir líflegan ræsihnapp er leiðir þig til runu af „valmyndum" sem síðan aðstoða þig á einfaldan hátt gegnum forritin. Myndræna viðmótið — hvernig þetta lítur alltsaman út á tölvuskjánum þínum — er einnig mun vinalegra en hjá Windows 3.1 og er meira og meira farið að líkjast skrifborði þarsem ríkir þægilega skipulögð óreiða. möguleg með sérstökum Windows 95-forrimm og sömu sögu er að segja af mörgum öðmm spennandi nýjung- um sem hugbúnaðurinn felur í sér. Hinn formlegi innrásardagur Windows 95 á tölvumarkaðinn er fimmtudagurinn 24. ágúst og þá verða ekki nema fáein af þessum sérhönn- uðu forrimm komin í búðimar, en þau eiga eftir að seytla inn, eitt á eftir öðru, framtil jóla og þaðanífrá. Og þama er komin enn ein ástæðan fyrir „Ef þú lítur þannig á hlutina — væntanlega eftir að hafa kynnst Macintosh — að með Windows 3.1 hafi líf þitt verið helvíti líkast þá mun Windows 95 sannarlega gera það léttbærara. Windows breytir í sjálfu sér ekki grundvallarstarf- semi tölvunnar, en gerir hana aftu- rámóti alla auðveldari viðfangs." ara — fer eftir smekk) en viðkomandi er ekki fullklæddur þarmeð. Microsoft „mælir með“ 486-tölvu með 8 megabæta vinnsluminni, en vænlegast er að mæta Windows 95 með 75 eða 90 megaherza tölvu (en Pentium-tölvurnar eru náttúrlega langæskilegastar) og helst 16 mega- bæta vinnsluminni. Varðandi geymsluminnið þá er gáfulegast að smella sér á eitt gígabæt, eða 1.000 megabæt til að vera öruggur uppá Kostnaðurinn er óumflýjanlegur fyr- ir tæknisinnaða. Tímasetningin skiptir hinsvegar öllu máli og til hvers skal nota gripinn. Þau ykkar sem enn eiga 286- tölvur þurfa hvort eð er að fá sér nýjar og sömuleiðis 386- notendumir. Meiri- hluti 486-notenda þarf síðan að bæta annaðhvort eða bæði: vinnslu- og/eða geymslu- minnið. Það er auðséð að byltingin sem nú mun eiga sér stað á næstu mánuðum vegna tilkomu Windows 95 er ekki eingöngu hvað varðar hugbúnaðinn sjálfan heldur emm við að sjá tvær tölvukynslóðir (286 & 386) verða úr- sérgengnar á augnabliki og 486-not- endur í vandræðum. Nú væri gaman að eiga svosem einsog eitt tölvufyrir- tæki. Peningar. Peningar. Peningar. ■ shh / Byggt á Newsweek, Net & Wired

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.