Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 s k o ð a n i r MfflllBLtÐIÐ 20971. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Utgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Stefán Hrafn Hagalín Ámundi Ámundason Gagarín hf.' ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Svavar og fortíðin Einn valinkunnasti húmoristi Alþingis heitir Svavar Gestssön, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins. Á föstudaginn skrif- aði hann grein í Vikublaðið, hið lítt kunna en stórlega vanmetna málgagn flokksins, þarsem hann viðrar skoðanir sínar á samein- ingu vinstrimanna. Það er skemmst frá því að segja að Svavar fer á kostum, einsog hans er von og vísa, og er full ástæða til þess að benda mönnum á ritsmíð hans, þótt efalaust eigi hún eftir að birt- ast í næsta grundvallarriti sem þessi helsti hugsuður vinstriafl- anna sendir ífá sér. Svavar Gestsson telur öll tormerki á því að unnt sé að mynda hinn langþráða, stóra jafnaðarmannaflokk vegna þess að ákveðinn stjómmálaflokkur þurfí fyrst að gera upp hina háskalegu fortíð sína. Nú kynni einhver að halda að Svavar Gestsson hafi skyndilega komið sér upp þeirri skoðun að Alþýðubandalagið hans ætti að skoða lítillega sögu sína: til að mynda tengsl þess merka flokks og einræðisríkja Austur-Evrópu í tíð kommúnismans. Sem kunn- ugt er hafa öðru hvoru, innan Alþýðubandalagsins og utan, kviknað umræður um nauðsyn þess að flokkurinn geri hreint fýrir sínum dyrum og losi sig við líkin í lestinni. Svavar Gestsson, sem í eina tíð stundaði náfn í Austur-Berlín og var hinn smurði krón- prins Einars Olgeirssonar, hefur jafnan af tilhlýðilegri einurð beitt sér gegn hverskyns umræðum um fortíð flokksins: og því vekur það óneitanlega nokkra furðu að hann skuli nú orðinn áhugamað- ur um uppgjör við fortíðina. í áðumefndri grein segir Svavar að ekki sé unnt að efna til sameiningar á vinstrivæng, fyrren Al- þýðuflokkurinn hafi gert upp fortíð sína! Ef gengið er útfrá því að prentvillupúkinn hafi látið skrif Svavars óáreitt, og að maðurinn meini virkilega það sem hann er að segja, þá er freistandi að álykta að þessi fyrrum námsmaður frá Austur-Berlín hafi orðið illilega viðskila við dómgreind sína. Rökstuðningur Svavars fyrir því að Alþýðuflokkurinn þurfi að gera upp fortíðina er eftirfar- andi: Alþýðuflokkurinn stóð fyrir stórfelldum árásum á velferðar- kerfið, hann gerði íslenskar fjölskyldur að skuldaþrælum gegnum húsbréfakerfið, rústaði Lánasjóði íslenskra námsmanna og beitti sér aukþess fýrir uppbyggingu nýs álvers á íslandi. Svavar Gests- son gefúr sterklega til kynna í grein sinni að honum sé annt um velferðarkerfið og Lánasjóðinn, en hann er sama skapi fremur andvígur álverum. Nú má Svavar Gestsson, einsog aðrir menn, Um kvenfælni sósíal- demókratískra ungherra „Nú skilst mér að pennavinur minn, Magnús Árni, ætli sér frama í pólitík. Þá má hann búast við að fá mun verri einkunn en þá að hann sé uppskafningur af kalkúnakynslóð sem ekki hafi vit á þeim málefnum sem hann tjáir sig um. Texti minn var því einungis forsmekkur af því sem koma skal." Lítið er tilhugalífið í Alþýðuflokkn- um. Við Magnús Ámi vorum rétt að hefja forleikinn og nokkur hiti hlaup- inn í okkur bæði þegar ungherranum þótti ég harðhent og vældi undan mér. Um leið varð vonlítið um frekari fundi. Verð ég þá að orna mér við aðra elda. Á undanfömum dögum hafa orðið á vegi mínum góðar sálir sem segjast hvorki fá botn í málefni Júgóslavíu sálugu né ágreining okkar Magnúsar Pallborðið | nKolbrún Bergþórsdóttir skrifar Ama. Um báðar deilumar má segja að skilning öðlist menn ekki nema þeir átti sig á hinum sögulegu forsendum sem þar liggja að baki. Að þessu sinni held ég mig heima við í fréttaskýringum mínum, það er að segja hjá flokknum mínum. Nú er vart ofmælt þegar sagt er að lánið hafi ekki leikið við Alþýðuflokkinn í kvennamálum. Um langt skeið bjó hann við ofiríki, sem lauk með því að húsvargurinn hvarf á dyr og skellti hurðum. Heimilisfólkið óttast fátt meir en endurkomuna. Því er það hvekkt og á varðbergi, lítur jafnvel homauga blíðlyndar konur sem valsað hafa inn um dyr og dyttað að ýmsu í þeim einu erindagjörðum að gera heimilið að óaðfinnanlegri vistarvem. Eins og skiljanlegt er, á áðumefnd tor- tryggni einkum við um yngri fjöl- skyldumeðlimi, en vegna viðkvæmni sinnar og reynslujeysis taka þeir heimiliserjur mun nær sér en reyndari heimilismenn, sem vita að náið sam- neyti kann að kalla á einhver áföll, jafnvel skilnaði. Þessi sögulegi skilningur á hinu kratíska sambýli var mér fjarri þegar ég svaraði Magnúsi Áma í fyrra sinn- ið. Hið kvenlega innsæi hefur nú rankað við sér og skil ég mál hans nú öðmm skilningi en áður. Umburðar- lyndi mitt hefur að sama skapi vaxið, þó ég geri ráð fyrir að tortryggni Magnúsar Áma sé enn söm við sig. En eins og góðri stjúpu sæmir mun ég vinna traust ungliðans og félaga hans. Til þess þarf að vísu þrotlausa stað- festu og sambland af móðurlegri ákveðni og blíðu, en ég tel ekki eftir mér að framvísa þeim eiginleikum. I framhaldi er ekki vonlaust að Alþýðu- flokkurinn verði að lokum það pólit- íska kærleiksheimili sem flestir vilji eiga vist í. í þeirri byggingu felst hin pólitíska hugsjón mín. Því eins og segir í kínversku spakmæli: „Hundrað karlar geta myndað herbúðir en það þarf konu til að skapa heimili.“ Rétt er að benda á, að kona sem velur sér það fómfúsa og vísast vanþakkláta hlut- verk, að sinna heimilishaldi Alþýðu- flokks, mun aldrei gera kveðjur sínar að hurðarskellum. Jafnvel þótt erind- um hennar sé misvel tekið. Þetta verð- ur jafhaðarmönnum að vera Ijóst. Víkjum aftur að liðinni heimilis- ógæfu en hún virðist hafa markað ör í sálarlíf hins kratíska ungviðis. Taug- arnar eru þandar til hins ítrasta. Það endurspeglast einna best í þeirri sér- kennilegu hugmynd að takmarka beri málfrelsi kvenna og sækja þær til saka leyfi þær sér að hafa skoðanir. Þetta álit ber vott um viðamikia kvenfælni og viðkvæmni sem beija þarf úr ung- viðinu ætli það sér framtíð á pólitíska sviðinu. Víst er að hugmyndin er ekki líkleg til að afla Alþýðuflokknum fjöldafylgis. Einnig verður þess vart að ungviði Alþýðuflokksins óttast að almennings- álitið hafi sig að háði og spotti vegna þeirra skoðanaskipta sem orðið hafa á síðum Alþýðublaðsins undanfarna daga. Þá er rétt að benda á að menn sem em viðkvæmir fyrir áliti annarra ættu allra síst að snúa sér að pólitísku starfi á vegum Alþýðuflokksins. Ástæðan er einföld. Aralöng hefð er fyrir því að forystusveit Alþýðuflokks og liðsmenn hennar séu skammaðir og svívirtir meir en aðrir stjórnmála- menn. Þeir hafa verið sagðir hraðvirk- ir lygarar, siðlausir loddarar og þraut- þjálfuð illmenni. Eðalkratar hafa ekki kippt sér upp við það níð, heldur hald- ið áfram að vinna þjóð sinni og jafn- aðarstefnunni gagn. Nú skilst mér að pennavinur minn, Magnús Ami, ætli sér frama í pólitík. Þá má hann búast við að fá mun verri einkunn en þá að hann sé uppskafhingur af kalkúnakyn- slóð sem ekki hafí vit á þeim málefn- um sem hann tjáir sig um. Texti minn var því einungis forsmekkur af því sem koma skal. M___________________ Höfundur er bókmenntafræöingur og jafnaöarmaöur. hafa hverja þá skoðun í pólitík sem honum sýnist - en þegar hann heimtar fortíðaruppgjör Alþýðuflokksins, þá er nú moldin farin að rjúka í logninu. Það vill svo til, að velferðarkerfið íslenska var skapað og þróað að frumkvæði jafnaðarmanna: og allt tal um að Alþýðuflokkurinn hafi á einn eða annan hátt grafið undan vel- ferðarkerfinu er haldlaust geip. Kannski er það rétt hjá Svavari Gestssyni að Alþýðuflokkurinn ætti að gera upp fortíð sína. Efalaust væri flokknum hollt að horf- ast í augu við þær staðreyndir að íslenskir jafnaðarmenn eru brautryðjendur og höfundar velferðarkerfisins. En á meðan Al- þýðuflokkurinn getur með hæfilegu stolti litið yfir sögu sína - þá ætti Svavar Gestsson að líta í eigin barm og riija upp tengsl Al- þýðubandalagsins við hið auðvirðilega glæpahyski kommún- ismans. ■ 2 2. á ú s t Atburðir dagsins 1485 Rlkharður III fellur í or- ustu, þarmeð er leiðin greið í hásæti Englands fyrir Hinrik VII. 1809 Jörgen Jörgensen hundadagakóngur hrakinn frá völdum. 1911 Málverki Leon- ardo da Vincis, Mona Lisa, er stolið af Louvre-safninu í París. 1968 Skriðdrekar Varsjár- bandalagsins valta yfir „flau- elsbyltingu" Alexanders Dubc- eks í Tékkóslóvakíu. Afmælisbörn dagsins Claude Debussy 1862, franskt tónskáld. Jacques Lipchitz 1891, bandarískur myndhöggv- ari, ættaður frá Litháen. Henri Cartier-Bresson 1908, fransk- ur Ijósmyndari. Ray Bradbury 1920, bandarískur rithöfundur. Steve Davis 1957, breskur snókermeistari. Annálsbrot dagsins Drengur hengdi kú með hár- bandsflétting af höfði sér. Stúlka í Landeyjum fannst dauð í fjörunni; hún hafði fyrir nokkrum tíma stolið sauð. Hjá Homi í Skorradal fannst dauð- ur piltur. Hryggbrotnaði maður í Húsavík. Mann rak dauðan upp úr Héraðsvötnum; þekkti enginn deili á. Grfmsstaöaannáll 1701. Skoðun dagsins Eg hef nýverið ferðast um alla veröldina, og hef komið mér upp fremur lítilfjörlegri skoðun á henni. Thomas Beecham, 1946. Málsháttur dagsins Leiður kjaftur heldur sér aldrei aftur. Orð dagsins Það er ekki nema eitt til að segja um þessa fágætu snót: Dœmalaus lifandi óttaleg ósköp er það hvað skepnan er Ijót. Hannes Hafstein Skák dagsins Skjótt skipast veður í lofti, sem kunnugt er, og það fékk Za- pata - sem er ágætur stór- meistari - að reyna gegn fima- sterkum Gurevich. Zapata hef- ur hvítt og á leik, og á undra- verðan hátt tekst honum að klúðra vinningsstöðu. Semsagt: Hvað gerir hvítur? //vítur á leik. 1. Hlh7! Góð byrjun, en síðan versnar í þvf. 1. ... Dxb2 2. Dg3?! Hc8 3. Dxg6+? Kd7 4. Df7? De5?? 5. Dxd5?? Þetta lítur út einsog keppni í afleikj- um. 5. ... Dxd5 Hvítur gafst upp enda fátt annað að gera.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.