Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 mmm . ■ r. * t*' ■ V V ~rí! mi'nfl ævi hefég bara viljað vera bítnikki, hitta allaflottu gœj- ana, komast stöðugt í vímu, sofa hjá eins mörgum körlum og ég kemst yf- ir og skemmta mér útí eitt. Þetta var það eina sem ég vildi. Afturámóti vissi ég að mér var gefin fiári góð rödd og með því að syngja gat ég alltafunnið mér inn nokkra bjóra. Svo gerðist það allt í einu, að ein- hver henti mér inní þessa rokk- hljómsveit — og ég ákvað strax að þetta vœri málið. Rokkið. Ég hafði aldrei viljað gera annað. Þú skil- ur... Þetta var svo miklu betra en að vera með nokkrum karlmanni. Janis Joplin Ég er ekki geðsjúkur brjálœðingur. Eg er ofsafengin og ástríðufull kona sem lœtur sig atburði umheimsins varða. Sinead O'Connor - — ... — i - ,p ^ ■ i i i ■ i Sýndu mér einhvem sem gefur út nýja plötu á hverju einasta ári og ég skal sýna þér mann sem ekki á tvö böm, býr ekki heima með þeim og þarfekki að koma þeim í skólann á hverjum einasta morgni. Guð minn góður, eiginkona er algjör nauðsynfyrir hvem þann sem lifir og hrœrist íþessíim bransa. Ég vildi ég cetti eiginkonu. Chrissie Hynde í The Pretenders Ég spila tennis í sjö tíma á dag og er stanslaust í megrun. Vonandi verð ég goðum líkastur þegar tón- leikaferðalagið um Bandaríkin hefst. Gítarleikarinn minn er með botnlausan maga einsog David Bowie. Méryerður óglatt við til- hugsunina. Ég má ekki líta kleinu- hring augum ánþess að þyngjast samstundis um þrjú kíló. Elton John, 1974 Stundum líður mér einsog ég sé yfirhöfuð ekki manneskja, heldur bara samansafn af hugmyndum annarra. David Bowie Það eina sem ég veit að ég ætla verða einn góðan veðurdag er for- sœtisráðherra Bretlands. David Bowie, 1976 Mér stendur á sama um hvortfólk skrifi bœkur um mig eða ekki, svo framarlega sem þœr eru skemmti- legar aflestrar og að einhverju leyti sannar. Ég myndi aldrei í lífinu stöðva nokkra manneskju í að skrifa bók um mig nema þar væri eitthvað sérstaklega svívirðilegt á ferðinni. Það er bjargföst skoðun mín að hver sá sem heldur sig í sviðsljósinu sé ófriðuð villibráð. Rod Stewart, 1986 Eg ætla hœtta að spila á píanóið. tg œtla verða sjálfseyðingarhvattur rokkari, taka út á mér litla vininn og míga yfir fremstu sœtaraðimar - allt til þess að losna við staðnaða og gamla ímynd mína. Elton John, 1974 Hendrix var snillingur um þriggja ára skeið, þaðanífrá lá leið- in niður vegna eiturlyfianeyslu. Ritchie Blackmore í Deep Purple, 1975 Það var risastórt. Á þessum tíma varþað eina ástæðan fyrir því að ég gerði það sem ég gerði. Ég spila á gítar í dag vegna nefsins á mér. Ég sem lög í dag vegna nefsins á mér. Pete Townshend í The Who, 1968 Þetta varfyrsta hljómplatan sem ég gerði algjörlega edrú. Eric Clapton um Journeyman, 1991 Hugrekki hans var sprottið af þeirri stórkostlegu sannfæringu að allt sem hann gerði væri rétt. Eric Clapton um Jimi Hendrix Frábær tónlistarmaður, en viðurstyggileg manneskja. Bill Wyman um Steve Stills í Crosby, Stills 8i Nash (& Young), 1974 Eg er orðinn dauðþreyttur á að heyra stöðugt talað um þessa „göfugu villimem". Mérþœtti gaman að heyra í pönkurum sem geta sett saman skiljanlega setningu. Lou Reed The Clash er ein af þessum bílskúrs- hljómsveitum sem ætti að skila hið snarasta aftur inní bílskúrinn - helst með vélina enn í gangi. Án nokkurs vafa myndu vinir þeirra og œttingj- ar syrgja fráfall bandsins sárar en bæði rokkið og rólið. Charles Shaar Murray um The Clash, 1976 Johnny Rotten [í The Sex Pistols] braut úr sér falska framtönn þegar hann lenti í samstuði við míkrafón- inn og sendi fólkið ífremstu sœta- röðunum umsvifalaust á hnén inn- anum ruslið að leita hennar. Johnny hélt síðan áfram að röfla umfram- tannarmissinn alla tónleikana. Iggy Pop hefði ekki tekið eftir smámunum einsog að missa framtönn. Charles Shaar Murray, 1976 Stœrsta vandamálið sem rokkið hef- ur átt við að etja undanfarin fimm- tán ár er að fólk leyfir sér að halda þvífram að þetta sé list. Elvis Costello Þetta er nú ekkert átakanlega erfiður lífsstíll: að dvelja ávallt á bestu hótelunum og þurfa aldrei að vakna fyrr en síðdegis. Sannarlega er þetta ekki harðræði. Ég skil hvorki upp né niður í hljómsveitum sem kvarta útafþessu. Rod Stewart, 1986 Þegar ég er að hljóðrita lög í stúdíói viðheld ég ákveðnum venjum sem ég hefkomið mér upp: ég renn- bleyti á mér hárið, sný jakkanum á rönguna og hneppi frá efstu skyrtu- tölunni. Ég varpa grjóti gegnum gler, ég rífhöfuð af brúðu, drekk flösku afviskýi og - ehemm - þá er til íslaginn. Tom Waits Plötuupptökur? Níu mánuðir af stanslausri hlustun á The Stones ér nú ekki beinlínis einsog ég hafði ímyndað mér Himnaríki. Mick Jagger Svo framarlega sem myndin af mér er á forsíðu er mér fiandans sama hvað þeir hafa skrifað um mig á blaðsíðu 96. Mick Jagger Eg reyndi að skapa sýninguna þannig að hún væri í samræmi við skammvinna athyglisgáfu mína. Madonna Þetta var lífhans í hnotskum: hann reifst við mig, barði mig, hafði við mig mök — og síðanfór hann út að spila tónlistina sína. Tina Turner Eg var staðrúðin í að verða leikkona — og fræðimaður. Fyrsta skref mitt í áttina að þessum markmiðum var að ná mér í kœrasta i'ir Rolling Stones. Ég svafhjá þremur og komst að þeirri niður- stöðu að vænlegast væri að veðja á söngvarinn. Marianne Faithfull Þegar við hittumst vorum við að sofa hjá sama náungann. David Bowie um vélritunarlærlinginn Angie sem hann giftist áriö 1970 Öll veröldin var steinhissa þegar Elton gifti sig. Rod Stewart, 1986 Að sjá fæðingu hennar var einsog að sjá Skotland skora mark: það kemur sjaldanfyrir og maður getur aldrei vanist því. Rod Stewart um fæðingú Renee, dóttur sinnar og Rachel Hunter, árið 1992

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.