Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 8
>!* 'wsmu/ 4 - 8 farþega og hjólastólabflar mUBLffll 'mwFiu/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 22. ágúst 1995 125. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Glöggt er gests augað Við erum þjóðin sem tekur vonda heimspekinga framyfir góða pípara Englendingurinn Richard Sale hefur heimsótt ísland nokkrum sinnum og er afskaplega hrifinn af landi og þjóð. Hann hefur skrifað nokkrar ferðabækur, meðal annars bókina Xenophobes guide to the lcelanders - íslendingahandbók fyrir útiendingahatara, þar sem hann miðlar þekkingu sinni á íslendingum. Guðrún Vilmundardóttirglöggvaði sig í gær á nokkrum stuttum úrvalsköflum úr bókinni. „í mörg ár horfðu íslendingar á þessa [Evrópusöngvalkeppni fullir öfund- ar og afbrýði. Þeir vildu fá að vera með en gerðu sér grein fyrir að þeirra lög væru svo miklu betri að þeir hlytu að vinna ... Ósigurinn var menn- ingarlegt áfall, sem tók nokkur ár (og margar samsæriskenningar) að komast yfir." Sjálfsmyndin fslendingar eru afskaplega ánægðir með sig. Þeir eru afkomendur víkinga, sem voru rómaðir fyrir styrk, auð, feg- urð og karlmennsku. Sú staðreynd að víkingar eru líka frægir fyrir nauðgan- ir og ofstopa er ekki í hávegum höfð, frekar en undarleg viðhorf þeirra til kvenna. Sem sönnun fyrir yfirburðum sínum benda íslendingar gjaman á að ísland sé jú nafli alheimsins. Ef þú dregur þá fullyrðingu í efa þarftu ekki annað en að líta í íslendingasögumar, mestu bókmenntaafrek allra tíma, þar sem þessu sjónarmiði er stöðugt haldið á lofti í bland við langar hetjulegar ffá- sagnir af morðum og hefndum. Islendingar líta á sig sem menntaða og siðaða þjóð og em afskaplega stolt- ir af listrænni arfleifð sinni og sjálf- stæðisþrá - þessi atriði koma alltaf fram í ræðum Vigdísar Finnboga- dóttur kvenforseta fslands. EðH íslendingsins íslendingur hefur unnið titilinn Sterkasti maður heims, og það hafa verið tvær íslenskar Ungfrú alheimur. Frá þessu litla landi hafa líka komið kostulega margir stórmeistarar í skák. Þessar staðreyndir efla þá trú Islend- inga að þeir séu sterkir, fallegir og gáfaðir. Stéttaskipting Þar sem konungar íslands voru danskir er ekki til neinn aðall á ís- landi. Eftir að íslendingar áttuðu sig á því að í öllum samfélögum Evrópu er stéttaskipting, tóku nokkrar „stéttir“ að myndast á íslandi. Áhugaverð er stéttin sem styður sig við ættgöfgi. Fáar fjölskyldur geta rakið ættir sínar lengra en nokkrar' kynslóðir aftur í tímann en það kemur ekki í veg fyrir vaxandi vinsældir ætt- artrjáa sem ná allt aftur til farþega fyrstu langskipanna sem rak á syðstu íjörur íslands. Menntastéttin er vaxandi; orðið „ómenntaður" fær sífellt neikvæðari merkingu. Það er undarlegt í ljósi þess að íslendingar em mjög tortryggnir í garð menntunar. Sérstaklega em hag- nýtar námsgreinar eins og raunvísindi, verkffæði og tungumál hmar illu auga. Hins vegar em Islendingar hrifnir af læknum og lögfræðingum, en heim- spekingar em þó í mestu uppáhaldi. Vondur heimspekingur er hærra settur í þjóðfélaginu heldur en góður pípari - það ætti því ekki að koma á óvart að íslenskar kenningar em oft jafn hrip- lekar og íslenskar pípur. Still íslendingar hafa stfl. Þeir búa við loftslag sem er best lýst sem ömur- legu; en þeir láta það ekki hindra sig í að klæða sig upp í nýjustu tísku. Ef tískan heimtar opna sandala skulu þeir settir á fætuma; jafnvel í metradjúpum snjó. Islendingar em uppteknir af híbýl- um sínum. Þeir eiga alltaf nýjustu tækin og tólin - þó er það kannski frekar spuming um að vera ekki eftir- bátur nágrannans en spuming um stíl. Fjármál íslendingar lifa á kreditkortum og lánsfé. Næst á eftir bílnum og raf- magnstækjunum er kreditkortið ís- lendingnum kærast. Kortin er hægt að nota á öllum hótelum, í öllum verslun- um og jafnvel í litlum sjoppum. Ef þú býður afgreiðslumanni reiðufé - þó það sé tU að borga eina tannkremstúpu - gengur hann út frá því að þú hafir hvergi lánstraust. Hann vekur athygli annarra afgreiðslumanna á þér og þeir fylgjast grannt með þér - ef ske kynni að þú hnuplaðir einhveiju. Stjórnmál Núverandi forsætisráðherra [1994] er draumur skopteiknarans. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins, flokks- ins sem hefur flest þingsæti og situr í hóflega hægrisinnaðri ríkisstjóm með Jafnaðarmannaflokknum. Hann er lít- ill og hnöttóttur með brúsk af kmlluðu hári. Nýleg villimannaárás lét að því liggja að hárið og visst dökkt yfirlit væri hægt að rekja til áhrifa frá Karab- íahafmu. Þessu var harðlega mótmælt og ættartré sem náði aftur til 9. aldar var opinberað til að kveða niður orð- róminn. Júróvisjón Annars staðar í Evrópu er í besta falli litið á söngvakeppni sjónvarps- stöðvanna sem brandara - í versta fafli vondan brandara. í mörg ár horfðu fs- lendingar á þessa keppni fullir öfundar og afbrýði. Þeir vildu fá að vera með en gerðu sér grein fyrir að þeirra lög væm svo miklu betri að þeir hlytu að vinna - þess vegna vildu hinir ekki leyfa þeim að vera með fyrr en eftir dúk og disk. Allir vom vissir um að ísland myndi sigra keppnina; dagblöð gerðu sér mat úr því og kvöldið sem keppnin fór ffam vom allar götur auð- ar; fólk var fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með óumflýjanlegum sigr- inum. Ósigurinn var menningarlegt áfall, sem tók nokkur ár (og margar samsæriskenningar) að komast yfir. Nú hafa íslendingar sama álit á keppninni og aðrir Evrópubúar. Ef Norðmenn einokuðu ekki síðasta sæt- ið myndu íslendingar ömgglega telja að það væri eina góða sætið í jafn lág- kúrulegri keppni. Kvenréttindi íslenskar konur em viljasterkar og sjálfstæðar. Þessir eiginleikar eiga ræt- ur að rekja til veiðimenningarinnar, þegar konur ráku búið og stjórnuðu með harðri hendi á meðan þær biðu eftir að mennimir kæmu af sjónum; og oft komu þeir ekki. Úr því að konur hafa haldið styrk sínum og sjálfstæði er htið á kvenrétt- indabaráttu sem skref aftur á bak; af hverju að tala um jafnrétti þegar þú nýtur yfirburða? Næturlíf íslendingar em mikið fyrir það að skemmta sér. Eftir að hafa þurft að hafa ofan af fyrir sér í aldaraðir inni- lokaðir í torfbæjum langa dimma vet- ur hafa þeir stöðugt þörf fyrir félags- skap. Fyrir þá sem á annað borð drekka áfengi byrjar helgin heima á föstudagseftirmiðdegi. Heima, vegna þess að það er ódýrara að drekka þar heldur en á barnum. Reglan er þess vegna sú að heila í sig heima við og líta svo út til að ljúka þessu af í hópi nokkurra vina. Áfengi íslendingar drekka í þeim eina ásetningi að verða fullir - og það vilja þeir gera með sem minnstum fjárútlát- um. Ef það er 10% ódýrara að drekka sig fullan á gini en viskíi, drekka þeir gin. Ef þú spyrð hvort bragðið skipti einhveiju máli líta þeir á þig eins og þú sért bilaður; hvað kemur það mál- inu við? Það er erfitt að ímynda sér hvað gerðist ef til dæmis bjórinn væri ódýrari - er hægt að sjá mun á því þegar einhver hefúr drukkið of mikið af bjór á fimmhundmðkall og því að hann hafi dmkkið of mikið af bjór á þijúhundmðkall? Dans Dans var bannaður á íslandi undir stjóm Dana sem trúðu því að mikinn fjölda óskilgetinna bama mætti rekja til dansskemmtana. Heimastjómin af- létti banninu því Islendingar, sem em gáfaðri en Danir, höfðu komist að því að dansinn væri ekki ástæðan... Glæpur og refsing Sú saga er sögð að hópur manna hafi setið að snæðingi á veitingahúsi í Reykjavík þegar fyllibytta stal frakka eins þeirra úr fatahenginu. Mennimir sáu til bvttunnar og eltu hana út, náðu þjófinum og frakkanum, stoppuðu næsta lögreglubíl og sá sem átti frakk- ann fór með á stöðina til að fylla út viðeigandi eyðublöð. Þegar því var lokið spurði maðurinn hvað yrði um fyllibyttuna. „Ja,“ sagði lögreglu- þjónninn, „vilt þú fara inn í klefann og lúskra á honum?“ „Ertu ffá þér,“ svar- aði frakkaeigandinn, „hann er helm- ingi stærri en ég!“ „Það er rétt,“ segir lögregluþjónninn, „viltu að við fömm inn og þreytum hann svolítið fyrst?“ Allir íslendingar myndu auðvitað segja söguna ósanna - þó aðeins þegar þeir væm búnir að segja hana. En hún lýsir þó íslensku réttlæti sem á rætur sínar að rekja í gömlu víkingahug- myndina um að enginn fái umflúið ör- lög sín. Leikir í þekktri íslenskri leikjabók er talað um skemmtilegan fjölskylduleik sem felst í því að einn leggst á gólfið með tíkall á nefinu en hinir standa í kring og hlæja að grettunum þegar hann reynir að koma peningnum burt án þess að nota hendumar. Annar frægur leikur er boðhlaup þar sem fólk skipt- ist á eggjum sem það heldur á í skeið í munninum. Engin fúrða að íslendingar hafi ver- ið hamingjusamir þegar sjónvarpið kom til sögunnar. ■ Einar Már Guðmundsson og Birgitta Jónsdóttir koma fram á Öháðri listahátíð í Iðnó í kvöld. A-myndir: E.ÓI. Óháð listahátíð í kvöld Einar Már, Anna Borg og Geir Rafnsson... - bókmennta og tónlistarkvöld hefst klukkan 20:30 í Iðnó. Óháð listahátíð opnaði á föstudag- inn, á afmælisdegi Reykjavíkurborg- ar, með myndlistarsýningum í Iðnó og í galleríum víðsvegar um miðbæ- inn. I kvöld klukkan 20:30 verður bókmennta og tónlistarkvöld í Iðnó. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur les upp úr verkum sínum, Lár- us Már flytur ffumsamin ljóð og les upp úr þýðingum sínum úr finnsku og sænsku. Þórarinn Torfason og Omar Sigurjónsson lesa eigin ljóð, Anna Elísabet Borg leikkona les upp úr Hringadróttins sögu og Birg- itta Jónsdóttir upp úr Snorra-Eddu. Geir Rafnsson og Einar Kristján Einarsson flytja tónverk fyrir gítar og slagverk eftir Áskel Másson og söngkonan Rannveig Sif Sigurðar- dóttir frumflytur Bamalög í gamni og alvöru eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.