Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 Stettin erfyrsta skrefið MiMðúival afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHOFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701 ■ Tölvurisinn Microsoft ætlar á næstu mánuðum að sannfæra 70 r fyrirtækisins um ágæti þess að skipta úr Windows 3.1 og DOS yfir og skemmtilega Windows 95. Ættir þú að láta undan þrýstingnur efla gömlu tölvuna með ærnum tilkostnaði eða fjárfesta í nýju trylii Tölvufyrirtækin núa saman lófunum við tilhugsunina um væntanle en á meðan segja sérfræðingarnir heppilegast að staldra við og fyl nw* Það var helst hægt að lýsa atburðin- um sem magnaðri nálgun tölvufram- leiðenda við vinnubrögð sem viðhöfð eru í kringum risarokktónleika: Það gerðist í síðasta mánuði að stórar hjarðir aðdáenda komu sér makinda- lega fyrir við innganginn að háskóla- hölhnni í San Antonio löngu lyrir sýn- ingaropnun. Andrúmsloftið var bland- að eftirvæntingu og óvissu og þegar dymar að höllinni voru loksins opnað- ar stormuðu nær þijú þúsund mann- eskjur inn og fundu sér sæti eða stæði. En í stað þess að á sviðinu væm gítar- ar, bassar, trommur, hljómborð, míkrafónar og magnarar mátti sjá þar ábúðarmiklar tölvur, lyklaborð, skjái og geisladiskadrif. Sýningin hófst með því, að tveir snyrtilega klæddir og klipptir ungir menn stigu uppá sviðið, tóku umsvifa- laust til handanna og leiddu tölvubún- aðinum gegnum fyrstu stigin. Annar þeirra dró síðan fram geisladiskadrif og tilkynnti hróðugur, að nú ætlaði hann að tengja tækið við eina af PC- tölvunum á örskotsstundu með aðeins fáeinum músarsmellum. Loftið var rafmagnað spennu og vitaskuld stóð ungi maðurinn við orð sín. Áhorfend- ur tiylltust af æsingi — og undmn. fyrir bæði DOS og Windows 3.1 sem saman státa af um það bil 70 milljón- um notenda og bera uppi grundvallar- starfsemi mikils meirihluta PC-tölva veraldar. Það skal því engan furða þótt mark- aðsdeild Microsoft áætli að setja tæp- lega sex og hálfan milljarð króna í að kynna Windows 95. Þetta er sannköll- uð bylting í tölvuheiminum og mark- miðið er vitaskuld að sannfæra þessa sjö tugi milljóna um að það sé þó- nokkuð á sig leggjandi til að fara útí þær dramatísku breytingar að koma sér upp Windows 95 og kveðja DOS- ið og Windows 3.1. Hvert skyldi svo vera helsta sölumannsbragðið? Jú, Windows 95 mun gera þér lífið mikl- um mun léttara. Og það er vissulega rétt hjá Micro- soft að nýi hugbúnaðurinn mun gera alla vinnu við PC-tölvumar þægilegri — og skemmtilegri. En sé gægst bak- við tjöldin og allt havaríið skoðað í nærmynd er ekki ólíklegt að vísari sannfærist um að affarsælast sé að staldra við í nokkra mánuði til að sjá hversu hreinn „gullkóði" Windows 95 er í raun og vem. Kostnaður tölvunot- enda er síðan annar handleggur sem klórað verður síðar í þessari umfjöll- Windows 95 mun örugglega gera þér Iffið léttara San Antonio var síðasti viðkomu- staðurinn á 23-borga sýningaferðalagi bandariska tölvurisans Microsoft með hugbúnaðinn Windows 95 sem nýtur þess heiðurs að vera í langsamlega umtalaðasta notendaviðmót og stýri- kerfi sem enn hefur komið fram á sjónarsviðið fyrir PC-tölvur; hugbún- aður sem settur verður á markað um allan heim í þessari viku. Windows 95 er stýrikerfi — kerfi skipana sem stjómar gmndvallarstarfsemí tölvunn- ar — og kemur algjörlega í staðinn Aðaltölur: Vinníngstölur 19. ágúst 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 0 7.826.277 a+4af5 5 117.330 04af5 109 9.280 HT.,b 4.321 540 BÓNUSTALA: 34 Heildarupphæð þessa viku kr. 11.757.787 UPPLÝSINGAB, SlMSVARI 91- 6815 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 4S1 Windows 95 mun slá í gegn, hvað sem hver segir Hvað svosem þið ákveðið að gera eftir að hafa lesið þessi orð —- og í kjölfarið kynnt ykkur málið nánar á öðmm vígstöðvum — þá er það ör- uggt mál að Windows 95 slær í gegn. I árslok mun Microsoft þannig hafa lokið við að senda frá sér að minnsta kosti tuttugu milljónir eintaka af nýja hugbúnaðinum. Nokkuð sem kalla má „forsýningu“ að hætti kvikmyndamógúla hefur þeg- ar átt sér stað á risavaxinn skala og heil milljón manna er nú þegar með eintök af Windows 95 sér undurs og dundurs — í boði markaðs- og kynn- ingardeildar Microsoft — og sjálfsagt hafa tugir ef ekki hundruð þúsunda til viðbótar nælt sér í eintök eftir vafa- sömum leiðum: ræningjaútgáfur dúkka jafnt upp í Kópavogi sem Köln þessar vikumar. Sem dæmi um hversu gríðarleg að vöxtum þessi milljón manna forsýning er, þá skal það nefnt í framhjáhlaupi að fáir ef einhveijir hugbúnaðarfram- leiðendur öðlast nokkum tíma þá gleði að sjá afurðir sínar seljast í svo miklu magni á hinum fijálsa markaði. Jesse Berst, yfirritstjóri tölvuiðnaðarfrétta- bréfsins Windows Watcher, segir um Windows 95-æðið: „Þetta er jafngildi tölvuiðnaðarins við réttarhöldin yfir O J. Simpson." Windows 95 er aðlaðandi, einfalt og auðskilið Windows 95 ber í dag með sér and- blæ sigurvegarans, en ferðalagið að þessum tímapunkti hefur verið langt, erfitt og þreytandi fyrir Microsoft. Fyrst var það MS-DOS sem kynnt var til sögunnar í upphafi síðasta ára- tugar: þungbúið, hægfara og leyndar- dómsfúllar skipanir sem stjómuðu for- ritum. Síðan gerðist það árið 1985 að Microsoft sendi frá sér fyrstu útgáfu Windows sem var lyrsta klórið í áttina að því að skapa myndrænt notenda- viðmót — viðmót sem notar myndir frekar en orð og var byggt beint ofaná DOS-gmnninn. Þessi útgáfa var stór- slys frá upphafi til enda — illa hönn- uð, hmndi í sífellu og eyðilagði þarm- eð alla vinnu sem var í gangi ásamt þeim leiðindaágalla að þvísem næst enginn hugbúnaður var fáanlegur til að vinna með í þessu nýja umhverfi. Eftir 1985-slysið gerðist síðan ósköp fátt fyrren árið 1990 að Windows 3.0 kom á markaðinn og steig nokkur skref í áttina til hins myndræna notendaviðmóts sem Mac- intosh-tölvan frá Apple hafði þá lengi státað af. Windows 3.1 kom stuttu seinna og gekk ögn lengra. Windows 95 er svo líknar- eða náð- arhöggið sem Microsoft greiðir keppi- nautum sínum og það næsta sem nokkurt annað tölvufyrirtæki — að frátöidu Apple — hefur komist í því að skapa hugvitsamt, þægilegt, skil- virkt og skemmtilegt notendaviðmót. Windows 95 er aðlaðandi, einfalt og auðskilið. hátt verið hægt að ráðskast til og með táknmyndir í stað þess að leggja flóknar orðaskipanir á minnið; tákn- myndimar er hægt að draga til og frá, skipuleggja í möppur, myndræn skjalasöfn eða fleygja í ruslið; nöfti á skjölum geta ennfremur verið óendan- lega löng og flókin á Mac-anum á meðan armir Windows-notendur verða láta sér átta-stafa-nöfrdn duga. Enn eitt sem PC-notendum verður gert kleift með Windows 95 er að vera með nokkur forrit í gangi samtímis á skjánum — þetta er það sem kallað er fjölkeyrsla eða multitasking og Mac- inn hefur boðið uppá óralengi. Ofaná alltsaman er búið að lofa okkur því að uppsetning til dæmis prentara og geisladiskadrifa við tölvur sem keyra Windows 95 muni taka nokkrar mín- útur og örfáa músarsmelli í stað heillar helgar eða viku sem fer til ónýtis f hvert skipti sem maður þarf að gera slíkt með Windows 3.1. Windows 95 er tröllvaxinn hugbúnaður í öllum skilningi Já, Windows 95 er tröllvaxinn hug- búnaður í öllum skilningi. Það tók vel á sjötta hundrað manns rúmlega þrjú ár að byggja það og prófa. Til viðbótar þeim þúsundum stunda sem Microsoft hefur eytt í að reyna búnaðinn og losa hann við alla hugsanlega galla hefur fyrirtækið sett hartnær tvöþúsund stundir í búnaðinn í svokölluðum „notendasölum" sínum. Þar sátu til- raunadýr af homo sapiens stofni í nokkurskonar yfirheyrsluherbergi með gegnsæjum speglum, fiktuðu í búnað- inum, prófuðu sig áfram og allt var þetta samviskusamlega skráð niður af tæknimönnum. Frá þessum raunum lærðu Microsoft-séníin dýrmæta lexíu: Fólk hefur „sterka tilhneigingu" til að falla vel við notendaviðmót einsog þau sem Macintosh býður uppá — en það var fyrsta velheppnaða almenn- ingstölvan með mús er maður ýtir áfram, bendir með og smellir á tákn- myndir til að ræsa forrit. Á Mac-anum hefur þannig um langt árabil á beinan Hafa of margir sætt sig við Windows 3.1, eða... En munu allir verða viljugir til að skipta yfir til Windows 95? Spádómar um það eru beggja blands. Til að bregðast við æðinu og hugs- anlegum skorti á eintökum hefur fólk um allan heim til dæmis brugðið á það ráð að panta hugbúnaðinn fyrirfram; það sama og gerist þegar vinsælar kvikmyndir em væntanlegar á mynd- bandaleigur. Nýverið var þannig hald- in tveggja klukkustunda kynning á Windows 95 á QVC sjónvarpsmark- aðsrásinni og inn streymdu rúmlega tuttugu þúsund pantanir. En efasemdaraddirnar eru sömu- leiðis háværar og vegna — að því er virtist á tímabili — nær óyfirstígan- legra framleiðsluörðugleika Microsoft hafa fáar markaðsvörur á síðustu árum lent í jafn öflugri háðshakkavél: Hvað stendur talan 95 fyrir? Gallana sem þú uppgötvar á fyrsta hálftímanum; Klukkustundirnar sem það tekur að læra á kerfið; Fjölda diskanna sem hugbúnaðurinn kemur á; Blaðsíðumar í handbókinni sem fylgir búnaðinum; Heimsóknimar á tölvuverkstæðið. Ennfremur ber ekki að vanmeta þá staðreynd að eftir áralangt streð, púl og pirring sem fylgir slagnum við hina fjölmörgu ágalla Windows 3.1 hafa býsna margir samið fúllyndislegan frið við guð, menn og hugbúnað: ein- faldlega sætt sig við draslið. Þarafleið- andi eru ófáir PC-notendur eldri Windows-útgáfa ekki allskostar sáttir við að þurfa að skipta um hugbúnað og fá sér Windows 95 — loksins þeg- ar þeir höfðu lært á þann gamla. Fyrstu útgáfur nýs hugbúnaðar eru aukþess ávallt varasamar. Það vita margir tölvunotendur af biturri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.