Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MÞYÐUBIISIÐ 20975. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Svipu Framsóknar beitt á ,,Vaxtaflónið“ Guðni Ágústsson, hinn einarði leiðtogi Framsóknar á Suðurlandi, hefur nú skorið. upp herör gegn áformum ríkisstjómarinnar um að breyta ríkis- bönkunum í almenningshlutafélög. Fáir framsóknarmenn þekkja betur en Guðni innviði ríkisbankanna. Hann hefur um árabil setið í bankaráði Bún- aðarbankans og taldi á sínum tíma ekki eftir sér að kenna Steingrími Her- mannssyni, þáverandi flokksformanni, dálitla lexíu í vaxtamálum. Guðni hefur nú fengið nýjan lærisvein í bankamálum: Finn Ingólfsson viðskipta- ráðherra. Einsog flestum er í fersku minni hóf Finnur ráðherraferil sinn helstil ólánlega í vor þegar hann ætlaði með einu saman handafli að beija niður vexti. Það eina sem ráðherrann ungi hafði uppúr því krafsi var riafn- bót frá Landsbankastjóra - „Vaxtaflónið". Lítið hefur spurst til Finns Ingólfssonar síðan í vor. Reyndar hafa ráðherr- amir látið Höllustaða-Páli eftir að marka stefnu ríkisstjómarinnar, og það hefur hann gert refjalaust. En nú er Finnur semsagt vaknaður til Kfsins og ætlar að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Því miður íyrir Finn em ýmis teikn á lofti um að hann eigi nú jafnvel örðugri snerrn í vændum en þegar hann sagði vöxtum svo eftirminnilega stríð á hendur. Guðni Ágústsson er albúinn að láta ,Jirikta í stoðum Framsóknarflokksins" til þess að passa rík- isbankakerfið og er fráleitt einn um þá skoðun að peningastofnunum sé best borgið í höndum framsóknarmanna allra flokka. Nú hefur hann fengið öfl- ugan stuðning til þess að koma í veg fyrir bankarán Finns Ingólfssonar: Samband ungra framsóknarmanna hefur á formlegan hátt tekið undir sjón- armið hans. I útvarpsviðtali í fyrradag var ungmennafélagsleiðtoginn frá Brúnastöðum inntur álits á samþykkt ungra framsóknarmanna. Guðni Ágústsson var harla kátur: ,,Enn er unga fólkið samviska og svipa Fram- sóknarílokksins.“ í sama útvarpsviðtali setti Guðni fram þá afdráttarlausu kröfu að ekkert yrði aðhafst í málinu fyrren það hefði verið rætt í þaula í stofnunum Fram- sóknarflokksins - og á flokksþingi. Nú er það svo, að heilt ár er þangað til framsóknarmenn blása til næsta flokksþings. Finnur Ingólfsson á tveggja kosta völ: Að salta málið í eitt ár að minnsta kosti - eða halda því til streitu og efna þarmeð til stórfellds ófriðar í Framsóknarflokknum. Og reyndar ekki bara þar: Guðni lýsti yfir því, að hann ætti marga skoðanabræður í Sjálfstæðisflokknum. Menn hljóta því að fylgjast spenntir með framvindu mála: Hvort „Vaxtaflónið" rekur af sér slyðruorðið eða lætur bugast undan „svipuhöggum" sjálfrar „samvisku" flokksins. Þar er eflnn. „ Aumingj arnir“ Kynleg ritdeila stendur nú yfir á síðum Morgunblaðsins, þarsem takast á ungir sjálfstæðismenn. Reyndar væri nær lagi að segja að deilan snerist um textagreiningu, sér í lagi merkingu orðsins ekki. Þannig er mál með vexti að ungir sjálfstæðismenn héldu nýverið þing þarsem samþykktar voru ályktan- ir af öllu tagi. Utanríkisnefnd Sambandsins lagði fram tillögu að ályktun sem hófst á þessum orðum: „Ekki er hægt að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu." í þessari setningu virðast ekki felast nein sérstök tíð- indi en hún varð eigi að síður tilefni deilna millum hinna sjálfstæðu ungliða: kannski ekki síst af því sjálfur Davfð Oddsson mætti á staðinn og tilkynnti að það væri til marks um „aumingjahátt" að vilja sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Ummæli Davíðs voru vitaskuld nokkur áfellisdómur yfir þeim helmingi kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem samkvæmt könnunum vill sækja um aðild. Breytingartillaga við fyrmefnda setningu var því borin upp og samþykkt með 44 atkvæðum gegn 32, en alls munu þingfulltrúar hafa verið 170. Með því að fella út eitt orð - ekki - varð niðurstaða ungra sjálfstæðismanna: „Hægt er að útiloka aðild íslands að Evrópusamband- inu.“ Nú er það svo, að minnsta kosti þegar fagurbókmenntir eru annarsvegar, að menn greinir oft á um raunverulega merkingu orðanna og boðskap verksins. Ungir sjálfstæðismenn hafa í stórum stíl gerst bókmenntafræðing- ar uppá síðkastið og deila af kappi um það hvort þeir hafí raunverulega úti- lokað aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Ályktanir ungra sjálfstæðismanna eru því miður engar bókmenntir. Sam- band ungra sjálfstæðismanna hefur markað kristaltæra stefnu í Evrópumál- um: Aðild að ESB er útilokuð. Nei þýðir nei. Eftir stendur að verulegur hluti ungra sjálfstæðismanna er hlynntur aðild- arumsókn Islands að Evrópusambandinu. Ætlar þetta unga fólk að sitja und- ir því af hálfú formannsins að vera ásakað um „aumingjahátf‘? Ætlar unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum að láta skikka sig til þess að skipta um skoð- un? Væri ekki einfaldlega nær að skipta um formann? Eða, og það væri jafnvel enn skynsamlegra: Að skipta hreinlega um stjómmálaflokk. ■ Og allir komu þeir aftur „Efsta hæðin á Litla-Hrauni er kölluð Harlem. Þar var föngum holað niður í örlitlar skonsur. Innanstokksmunir: Rúm og borð. Gólfpláss: Ekkert. Vatn seytlaði innum gluggana, rafmagnssnúrur lágu á kuldalegum stein- steyptum veggjum. Það var kalt." Lesendur góðir, stund sannleikans er runnin upp: ég ætla að segja ykkur frá þvf þegar ég var á Litla-Hrauni. Það var ömurlegt. Síðan ég var á Hrauninu hef ég haft svotítinn áhuga á aðbúnaði fanga, og ekki síður þeirri hugmyndafræði sem er lögð til grundvallar ffelsissviptingu manna. Að vísu var ég bara í tvo dag- parta innanbúðarmaður á Litla- Hrauni: fór þangað sem blaðamaður að skrafla við þá sem vom svo ólán- samir að geta ekki tekið rútuna í bæ- inn þegar þeir vildu. Tveir góðlegir risar lóðsuðu mig um fangelsið. Ris- amir höfðu hlotið þunga dóma fyrir hrottalegar líkamsárásir. Þá höfðu þeir verið á sveppum eða einhveiju álíka, en virtust ekki líklegir til stórræða þar- sem þeir sátu með mér inni í fanga- klefa - sem var rækilega veggfóðrað- ur með ákveðinni tegund ljósmynda - og sögðu mér hvernig væri að vera fangi. Það var skítt. Þeir sögðu mér að flestir fanganna hefðu verið þama áður, og nær allir kæmu þeir aftur, þrátt fyrir fróm og fögur fyrirheit um nýtt og betra líf ut- an múrsins. Sjálfir vom þeir ákveðnir í því að spjara sig: þeir höfðu plön um borgaralega tilveru, fasta vinnu, Ijöl- skyldu, áhugamál - í stuttu máli sagt: líf en ekki hundalíf. Þetta var fyrir þremur ámm. Efsta hæðin á Litla-Hrauni er köll- uð Harlem. Þar var föngum holað nið- ur í örlitlar skonsur. Innanstokksmun- ir: Rúm og borð. Gólfpláss: Ekkert. Vatn seytlaði innum gluggana, raf- magnssnúrur lágu á kuldalegum stein- steyptum veggjum. Það var kalt. Risamir kynntu mig fyrir strák sem hafði komið fyrr um dagirrn. Hann var sautján eða átján ára, hafði aldrei setið í fangelsi áður og sat núna ráðleysis- legur og umkomulaus inni í einhveiju sem flestir hefðu skilgreint sem skáp en átti að vera heimili hans næstu mánuði. Þegar þessi unglingur yrði ekki inni í skápnum að horfa á regn- vatnið safnast saman í gluggakistunni, þá myndi hann ganga í akademíu þeirra íslendinga sem næst komast því að vera forhertir glæpamenn. Og þeg- ar hann losnaði yrði hann margs vísari um undirheimana. Hann hefði lært trikkin. Líkur á því að hann kæmi aft- ur: Yfirgnæfandi. Nú er Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra búinn að byggja nýtt fangelsi (plús í kladdann fyrir það) svo bráð- lega verða rottuholumar í „Harlem" aðeins minnismerki um hrottaskap og miskunnarleysi. En málið snýst ekki bara um aðbún- aðinn, það snýst ekki bara um að hver fangi hafi til umráða m'u fermetra (eða hvað það nú er) - málið, lesendur góðir, snýst um eitt og aðeins eitt: til hvers eru fangelsi? Á vist á Litla-Hrauni - og öðmm fangelsum - að vera til þess fyrst og ffemst að refsa þeim þegnum samfé- lagsins sem brjóta lögin? Eða á að nota frelsissviptingu til þess að reyna að fá menn ofan af því að hafa í frammi sífellda glæpamennsku? Með öðmm orðum: Refsivist eða betmnar- vist? Um það snýst málið. Litla-Hraun er staður þarsem menn taka út refsingu. En hin opinbera stefria felur í sér víðtækari refsingu en yfir einum smákrimma: þessi stefna felur í sér framleiðslu á glæpamönn- um. Þeir koma allir aftur - eftir að hafa brotist inn á 30 stöðum til viðbót- ar eða lamið einhvem til óbóta. Þetta er vítahringur. Eg veigra mér við að nota orðalagið að það sé „þjóðhagslega hagkvæmt", en eigi að síður hlýtur það fremur að vera keppikefli að fækka afbrotum á íslandi en hitt. Það er ekki náttúmlög- mál að sá sem í æsku villist útá ís- lenska glæpabraut eigi ekki aftur- kvæmt. Að hann fremji sína glæpi, sitji inni, og fari svo og fremji fáeina glæpi til viðbótar. Eitt sinn bófi, ávallt bófi - þetta er hin opinbera Stefria gagnvart föngum. Þessvegna em fangelsi geymslustofn- un fyrir gamla bófa sem kenna litlu bófunum. Svo fara gömlu bófamir og litlu bófamir út í lífið og halda áfram að vera í bófahasar. Það er ekki nema sjálfsagt að taka þá menn úr umferð sem em hættulegir eða til ama vegna sífelldrar glæpaár- áttu. En tímann sem þeir em lokaðir inni á að nota til þess að reyna að venja þá af ótilhlýðilegri framkomu. Flestir fóm þeir sannanlega á mis við uppeldi af einhveiju tagi, hafa frá önd- verðu verið útlagar í mannfélaginu; uppburðarlitlir drengir sem brynja sig hörku til þess hreinlega að fara ekki að skæla yfir vonsku heimsins. Umfram allt: Þeir eru mannlegar vemr. Og það er semsagt hvorki meira né minna en þjóðhagslega hagkvæmt að keppa að því að þeir verði hlut- gengir í mannfélaginu. ■ a Atburðir dagsins 1688 Stefán Ólafsson prestur og skáld í Vallanesi deyr, 69 ára. 1910 Keisaraskurður gerð- ur í Reykjavík, sá fyrsti hér á landi þarsem bæði móðir og barn lifðu. 1918 Sexþúsund breskir lögreglumenn fara í verkfall. 1944 Túnfiskur veidd- ist í ísafjarðardjúpi. 1982 Ingrid Bergman deyr: ein dáð- asta leikkona allra tíma. Afmælisbörn dagsins Maurice Maeterlink 1862, belgískt Ijóðskáld. Elliot Gould 1938, bandarískur leik- ari, Richard Gere 1949, bandarískur leikari. Michael Jackson 1958, bandarísk ofur- poppstjama og bamavinur. 2 9. á Annálsbrot dagsins Tveir feðgar ffugust á í Eyja- firði, og lemstraði sonurinn föður sinn ófæran. Lýsti svo faðirinn soninn banamann sinn. Sjávarborgarannáll 1635. Dómur dagsins Oftast er talað um að bækur komi á óvart þegar þær eru góðar, um þessa verður að segja að hún komi á óvart fyrir hið gagnstæða. Ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar(l) um Ijóðabók Sigurðar A. Magnús- sonar, Krotad ísand. Dómurinn birt- ist í skammlífu menningarblaði ungra listamanna, Forspili, öðru og síðasta eintaki, 1958. Málsháttur dagsins Allir vilja guðir vera, ef þeir gætu. Ú S t Lokaorð dagsins Verið kát, bömin mín, það am- ar ekkert að mér. Hinstu orð tónskáldsins Franz Josephs Haydns (1732-1809). Ord dagsins Vandfarið er með vœnan grip, votta eg það með sanni, siðuga konu, sjálegt skip og samvizkuna í manni. Stefán Ólafsson. í dag eru 307 árfrá andláti hans. Skák dagsins Nú bregðum við okkur alla leið suður til Ástralíu. Þarlendir em annálaðir flóðhestar í skák, þótt þeir eigi einn þokkalegan stór- meistara, Ian Rogers. Skák dagsins er samt snotur þótt hún sé frá meistaramóti Ástralíu 1994. West hefur hvítt gegn Stewart og einsog lesendur sjá er mjög sorfið að svarta kóng- inum: skjaldborg peðanna horf- in út í veður og vind en hvíta droltningin leiðir banvæna sókn. West mátar nú í tveimur leikjum. Hvítur mátar í tveimur leikj- um. 1. DF7+! Bxf7 2. Rf6 mát! Einfalt og snyrtilegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.