Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 29. ágúst 1995 Stofnað 1919 129. tölublað - 76. árgangur ■ íbúum á Neskaupstað hefur fækkað um 200 á síðustu árum í kjölfar kvótakerfisins w Astæðan erfækkun smábáta ■ Sambandsstjórnar- fundur SUJ „Hægt er að útiloka aðild - segir Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri á Neskaup- stað. Trillum hefur fækkað úr 100 niðurí30. „Það fer ekki milli mála að um- skipti urðu með kvótakerfínu. Hér var mesta smábátaúterð landsins á ára- tugnum frá 1980 til 1990. Síðan fóru smábátaeigendur að selja kvóta sinn og því fylgdi brottflutningur fólks. Héðan hafa flutt um 200 manns á síð- ustu fimm árum og íbúum heldur áfram að fækka ár frá ári,“ sagði Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri á Neskaupstað í samtali við Alþýðu- blaðið. Eftir að kvótakerfinu var komið á hefur sífellt þrengt meira og meira að ■ Hrun smábáta- útgerðar vegna kvótakerfisins Menn seinir að áttasig - segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smá- bátaeigenda og vísar þar meðal annars til ástandsins á Neskaupstað. „Það eru ekki mörg dæmi um svona mikil umskipti vegna kvóta- kerfisins eins og á Neskaupstað enda var þetta stærsta smábáta- pláss landsins. Hins vegar er ég mjög undrandi á því hvað sveitar- stjórnarmenn almennt hafa verið seinir að átta sig á þvi hve mikil vinna fylgir smábátaútgerð en vona að þessi ólög sem samþykkt voru í vor verði til að hrista upp í þeim,“ sagði Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábáta- eigenda, í samtali við Alþýðublað- ið. Arthur var spurður hvort finna mætti dæmi um jafn mikið hrun í smábátaútgerð og á Neskaupstað í kjölfar kvótakerfisins. Hann sagði svo ekki vera en benti jafnframt á að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt mikið af kvóta smá- bátanna til að halda honum á staðnum sem væri útaf fyrir sig jákvætt fyrir bæinn. En fólksflótt- inn frá Neskaupstað samfara samdrætti í útgerð smábáta kæmi ekki á óvart. „Sveitarstjórnarmenn verða að átta sig á því að með því að standa vörð um útgerð smábáta eru þeir að treysta byggðina. Einstakling- arnir á landsbyggðinni verða að hafa einhverja möguleika til sjálfsbjargar. Sveitarstjórnar- menn hafa almennt ekki viljað hlusta á það sem við höfum verið að segja þegar við tölum um mik- ilvægi smábátanna. Það er eins og þeir hafi frekar litið á viðvaranir okkar sem eitthvert áróðurs- bragð. En við höfum bara sagt sannleikann með því að benda á þá atvinnusköpun sem fyigir smá- bátunum. Nú er kannski komið að því að þeir fari að kveikja á þess- um sannindum,“ sagði Arthur Bogason. Albýðublaðið í daq • „Vaxtaflónið" og garp- urinn frá Brúnastöðum Leiðari 2 • Þegnréttur fanga Einsog gengur 2 • Er Hallgrímur Helgason miðaldra? Pallborðið 3 smábátaútgerð í landinu. Stærri út- gerðir hafa keypt upp aflaheimildir smábátanna á útgerðarstöðurh vítt og breytt um landið en trillukarlar flutt á brott með fjölskyldur sínar. Þessi þró- un hefur komið greinilega í ljós á Neskaupstað eins og bæjarstjórinn staðfestir í samtali við blaðið. „Um eða eftir miðjan síðasta áratug þegar kvótakerfinu var komið á voru gerðar héðan út um 100 trillur en núna ég hugsa að fjöldi þeirra sé kominn niður í um 30. Meginskýring- in á þeirri fólksfækkun sem hefur orð- ið hér í Neskaupstað er niðurskurður- inn á smábátaútgerðinni. Þetta er dap- urleg staðreynd,“ sagði Guðmundur. ,,Menn hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað það var afskaplega mikil at- vinna í kringum smábátaútgerðina. Fólksfækkun samfara samdrætti í út- gerð smábáta hefur haft margvísleg áhrif og til dæmis hefur fasteignaverð lækkað. Hins vegar hafa tekjur íbúa á Neskaupstað hækkað á sama tíma og fólki fækkar sem er svolítið merki- legt. Það hefur orðið veruleg breyting á útgerðarmynstri og frystiskip komið til sögunnar. Það var mjög mikið verkað hér í salt en nú er það orðið sáralítið. Frystihúsið er hins vegar rekið á svipuðum afköstum og áður en það er einn ísfisktogara sem sér því fyrir hráefni ásamt trillunum sem eftir eru. En það hefur bæst ífystiskip í flotann sem hefur gert það að verk- um að staðgreiðslutekjurnar hafa hækkað," sagði Guðmundur Bjama- son. Eftir sameihingu Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps eru íbúar nú 1.638 samkvæmt síðasta manntali. Aður en brottflutningurinn hófst voru um 1.740 íbúar á Neskaupstað einum og um 80 í Norðfjarðarhreppi. Guð- mundur bæjarstjóri sagði að hins veg- ar hefði það verið svo, að nokkuð af fólki hefði átt lögheimili í Neskaup- stað en búið annars staðar á landinu. Á móti kæmi að þá hefði verið mikið af farandverkafólki í bænum en nú væri það fátt. „Vissulega veldur það okkur áhyggjum að íbúum skuli halda áfram að fækka ár frá ári. Maður heldur allt- af að þetta fari að stöðvast en því miður hefur raunin ekki orðið sú enn- þá,“ sagði Guðmundur Bjamason. að Sjálfstæð- isflokknum" „Hægt er að útiloka aðild að Sjálf- stæðisflokknum. Einnig er hægt að útiloka aðild Sjálfstæðisflokksins að rfkisstjóm íslands. Ýmislegt fleira er mögulegt, þar með talið að útiloka að- ild Islands að Evrópusambandinu, en það er óráðlegt að svo stöddu og ber vott um heimóttarskap og vantrú á getu íslendinga til að taka þátt í sam- starfi Evrópuþjóða á jafnréttisgrund- velli,“ segir í ályktun sem sambands- stjómarfundur Sambands ungra jafn- aðarmanna samþykkti síðastliðinn sunnudag, 27. ágúst. I niðurlagi ályktunarinnar segir: „Ungir jafnaðarmenn bera mikið traust til íslensku þjóðarinnar og hafa fyllstu trú á að henni geti famast vel í samstarfi við þær þjóðir sem næstar henni standa í menningarlegu, sögu- legu og efnahagslegu tilliti. - Ungir jafnaðarmenn útiloka ekki aðild Is- lands að Evrópusambandinu.“ Getgámm hefur verið leitt að því að þessi ályktun Sambands ungra jafiiað- armanna sé tilkomin vegna umtalaðrar Evrópuályktunar sem kollegar þeirra í Sambandi ungra sjálfstæðismanna samþykktu á þingi sínu fyrir skemmstu. I upphafi þeiiTar ályktunar var einmitt sagt, að hægt væri að úh- loka aðild Islands að Evrópusamband- inu, en kostum og göllum aðildar og hugsanlegri tímasetningu á skoðun á henni var hinsvegar velt upp síðar í plagginu. Hálf öld í blaðamennsku og pólitík „Það síðasta sem ég kom til leið- ar í Sósíalistaflokknum var samþykkt sem þar var gerð í miðstjórn um að slíta öll flokksleg tengsl við þá flokka sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968," segir Magnús Torfi Ólafsson fyrrum menntamálaráðherra meðal annars í ítarlega viðtali við Alþýðublaðið í dag. Margt ber á góma: nú í haust er hálf öld liðin síðan Magnús Torfi hóf störf í blaðamennsku á Þjóðviljanum, hann starfaði innan Alþýðubandalagsins, fylgdi Hannibal þaðan og átti þátt í stofnun Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, sat í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-74 - og var fundarritari á ríkisstjórnarfundum í heilan áratug, 1979-89. - Siá miðopnu. • Krónprins gömlu komm- anna Jón Baldvin skrifar um Svavar 6 • Hallgerði langbrók sem forsætisráðherra! Umfjöllun 7 I Steingrímur J. Sigfússon vill samvinnu vinstri flokka í útgáfumálum Slíkt blað yrði afskaplega mikill geðklofi // n - segir Össur Skarphéðins- son, þingmaður Alþýðuflokks- ins, og Mörður Árnason, varaþingmaður Þjóðvaka, telur að flokkar eigi ekki að standa í blaðaútgáfu. „Eg hef verið hálf hræddur við allar hugmyndir um að sameina hina svo- kölluðu vinstri pressu frá því fyrir nokkrum árum þegar menn voru komnir með módel af slflcri útgáfu. Eg held að slíkt blað yrði afskaplega mik- ill geðklofi," sagði Össur Skarphéð- insson, þingmaður Alþýðuflokksins, í saintali við Alþýðublaðið. I Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag sagðist Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubandalags- ins, leggja áherslu á að stjórnarand- stöðuflokkamir reyndu að samræma málflutning sinn í stjómarandstöðu. Mestu skipti að koma á stað þróun í átt til meira samstarfs flokkanna. Þar ætti hann við málefnalega samvinnu og samvinnu um tiltekin pólitísk verk- eftii og tiltók útgáfumál sem dæmi um slíkt verkefni. Það kæmi til greina að flokkamir stuðluðu að því að félagsleg og vinstri sinnuð viðhorf eignuðust öflugri málsvara. ,A sínum tíma var rætt um sameig- inlegt blað þar sem flokkamir áttu að vera með puttana inn í kviku þessa nýja miðils. Jafnvel að settar yrðu upp tvær eða þrjár leiðarasíður þar sem mismunandi stjómmálaviðhorf kæmu fram gagnvart sömu málum. Slflct blað yrði afskaplega mikill geðklofi. Ég tel ekki æskilegt að stjómmálaflokkamir standi að slflcri útgáfu,“ sagði Össur. „Ég er hins vegar sammála Stein- grími J. Sigfússyni að því leyti til að það er pláss á markaðnum fyrir ein- hvers konar blað sem fylgir viðhorftun frjálslyndra jafnaðarmanna. En það þarf frumkvæði einstaklinga fremur en flokka til að hrinda því úr vör. Ef menn em að velta fyrir sér sameiningu flokka, sem ég tel af hinu góða, eiga menn frekar að tala sig saman um hugmyndir og aðferðir en láta mæta afgangi að eyða tíma og peningum í að búa til fjölmiðil. Þar að auki er ég afskaplega sáttur við Alþýðublaðið eins og það er nú,“ sagði Össur Skarp- héðinsson. „Fylgi hér hugur máli hlýtur maður að fagna þessum áhuga Steingríms og þeirra Alþýðubandalagsmanna. Það er þeim mun ánægjulegra að sjá þetta frá honum vegna þess að ummæli Al- þýðubandalagsmanna um sameining- armál hafa verið ákaflega þokukennd og véfréttaleg í vor og sumar," sagði Mörður Árnason, varaþingmaður Þjóðvaka. „Um málefnið sjálft er það að segja að ég hef ekki trú á að flokkar eigi að standa að blaðaútgáfu. Ég hef nokkra reynslu af slflcri útgáfu og hún er ekki mjög ánægjuleg en ég tek eftir því að Steingrímur orðar sína hugsun ekki í þessa átt. Hins vegar geta flokk- ar haft mikið hlutverk við að búa til aðstæður fyrir frjálsa fjölmiðla. Mér fyndist ekki út í hött að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna ræddu saman um hvemig þeir gætu skapað þær aðstæður að hér verði til stór fjöl- miðill sem gæti vegið upp á móti veldi Morgunblaðsins og DVþ sagði Mörð- ur Ámason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.