Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 8
\WEVFILL/ -jóó jj 22 Þridjudagur 29. ágúst 1995 129. tölublað - 76. árgangur \WREVF/ÍZ/ -jó'ó jj 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk I gær kom út ný frönsk-íslensk orðabók sem hefur 25 mannár í vinnu að baki sér ff Fyrst og fremst hjálpartæki if - segir Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri Arnars og Orlygs, í samtali við Alþýðublaðið. „Orðabókin er unnin aðallega með fjárhagslegum stuðningi frá mennta- málaráðuneytinu og franska sendiráð- inu. Okkur þótti við hæfi að mennta- málaráðherra og fulltrúa ffanska ríkis- ins yrðu afhentar bækur á útgáfudeg- inum,“ sagði Páll Bragi Kristjónsson framkvæmdastjóri Arnar og Örlygs Stéttin erfyrsta skrefið inn... Mifaðúrval afhelum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 hf. í samtali við Alþýðublaðið. Frönsk-íslensk orðabók sem hefur verið í vinnslu í íjögur ár kom út hjá Emi og Örlygi í gær. Af því tilefni var efnt til fundar í Rúgbrauðsgerðinni þar sem Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra og Jean-Luc Wertheimer staðgengill franska sendiherrans á ís- landi voru afhent eintök af bókinni. Orðabókin er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, franska bókmenntasjóðsins, frönsku mála- nefndarinnar, franska utanríkisráðu- neytisins og forlagsins og hún var unnin hjá orðabókadeild Amar og Ör- lygs. „Bókin er gmndvölluð á menning- arsamningi íslands og Frakklands ffá 1986, og samningur um útgáfu orða- bókar var undirritaður þegar Mitter- and Frakklandsforseti kom í heim- sókn til íslands árið 1990. Var það gert á fundi hans með forseta Islands. Vinnsla bókarinnar hófst svo í ársbyij- un 1991 og lauk í júní á þessu ári,“ sagði Páll Bragi. Forlagið lenti á verk- tímanum í alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum og var þá verklokum og útgáfu bókarinnar stefnt í voða. Hins vegar tókust nýir samningar, með nýj- um hluthöfum forlagsins, mennta- málaráðuneytinu og ffanska sendiráð- inu, sem leiddu til farsællar lausnar málsins og útgáfu bókarinnar. Síðast var frönsk-íslensk orðabók gefin út fyrir 42 ámm. Ritstjóri bókarinnar er Þór Stefáns- Þór Stefánsson ritstjóri oröabókarinnar, Jean-Luc Wertheimer staðgengill franska sendiherrans, Björn Bjarnason menntamálaráöherra og Páll Bragi Kristjónsson framkvæmdastjóri Arnar og Örlygs með eintak af nýju frönsku orðabókinni. son frönskukennari og orðabókarrit- stjóri forlagsins er Dóra Hafsteins- dóttir. Ritstjóra bókarinnar telst svo til að varlega megi áætla að 25 mann- ámm hafí verið í verkið. Fransk- ís- lenska orðabókin er tæpar 1.200 blað- síður og telur 35.000 orð. Bókin er í veglegu bandi, með hlífðarkápu og kostar 9.790 krónur. Bókin er byggð á orðabók frá franska forlaginu Le Robert: Micro- Robert, sem til er á tölvudiskum. í þessari íslensku útgáfú orðabókarinnar A- mynd: E.ÓI. er nokkuð aukið við orðaforða Micro- Robert, einkum skammstöfunum, landaheitum, orðum úr viðskipta- og tæknimáli og orðum sem varða ís- lenska náttúm. „Það er mjög vel til bókarinnar vandað og hún er vel upp byggð, með hljóðritunum, málfræðileiðbeiningum og öllu slílcu. Bókin er auðvitað fyrst og fremst hjálpartæki fyrir þá sem vilja skrifa og tala, og gagnast bæði í viðskiptum og menntun," sagði Páll Bragi að lokum. ■ Óháð listahátíð í kvöld „Maður var auðvitað poppari í gamla daga a - „Þetta eru fjörug lög sem eiga það sameiginlegt að vera ekki mikið torf, eins og fólk er kannski vant að nútímatónlist sé," segir Lárus Halldór Grímsson tónskáld í samtali við Alþýðublaðið. „Fjögur verk af átta sem em á dag- skrá í kvöld em eftir mig,“ sagði Lár- us Halldór Grímsson tónskáld í sam- tali við Alþýðublaðið. Eitt verk er eftir Báru Grímsdóttur og svo em þrjú erlend verk, eftir Paul Smadbeck, David Ellis og Alice Gomez. Mín verk em öll svo til ný, og eitt þeirra verður frumflutt; The mission. Þetta em fjörug lög, tónlistin er mjög rytm- ísk og kraftmikil. Allt em þetta nú- tímaverk, en þau eiga það sameigin- legt að vera ekki mikið torf, eins og fólk er kannski vant að nútímtónlist sé. Ég hef verið að semja tónlist síð- ustu 10 til 15 ár; ég hef samið fyrir leikhús og sjónvarp og svona allra handa, svo spilaði ég djass með Súld- inni - og maður var auðvitað poppari í gamla daga, ég var í hljómsveitinni Eik. Fyrir þremur ámm gaf Tónverka- miðstöðin út geisladisk með verkum mínum, en það var aðallega leikhús- músík; úr Koss köngulóarkonunnar, Þórir Jóhann'sson, Geir Rafnsson, Arna Kristín Einarsdóttir og Helga Bryndís Magn- úsdóttir. Tónleikarnir hefjast i Iðnó klukkan 20:30 i kvöld. A-mynd: E.ÓI. Hótel Þingvellir, svo eitthvað sé nefnt. Þijú verka minna sem flutt verða í kvöld em fyrir hljóðfæri og segulband og eitt er fyrir sólópíanó. Það er al- gengt form að semja fyrir hljóðfæri og segulband, þá hafa menn elektrónísk hljóð eða sömpluð á segulbandinu. Ég Vinningstölur 26. ágúst 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆ< Á HVERN VINNING Qj Saf 5 0 13.339.440 g+4af5 3 319.600 3 4af 5 216 7.650 El 3af 5 7.106 540 A>altölur: @©@ BÓNUSTALA: Heildarupphæ> flessa viku: kr.19.787.880 UPPI4SINGAR, SfMSVARt 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 lærði elektróníska músík í. Hollandi á sínum tíma og þá datt ég niður á þetta form, þó ég noti það ekki eins mikið í seinni tíð. Óll verkin em samin á síð- ustu þremur til fjómm árum og eitt verður frumflutt. Bragðlauka og Boom Boom at Berklee samdi ég fyrir hljóðfæraleikara í Hollandi. The mission er einnig tilkomið vegna beiðni erlendis frá. Fyrst gerði ég verk fyrir tvo sembala og rafmagnsbassa, en svo tók ég verkið til endurskoðunar og endurvann það og þetta nýja verk, sem er fyrir tvö píanó og segulband, er byggt á því fyrra. Farvegi samdi ég sérstaklega fyrir Þorstein Gauta Sig- urðsson píanóleikara fyrir nokkmm ámm. Hann spilaði verkið í Tónvaka- keppni Ríkisútvarpsins, sem hann vann 1993.“ Hljóðfæraleikaramir á tónleikunum í kvöld eru: Arna Kristín Einars- dóttir flautuleikari, Geir Rafnsson slagverksleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Danícl Þorsteinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikarar og Þórir Jóhannsson bassa- leikari. Tónleikarnir hefjast í Iðnó klukkan 20:30. ■ Góð afkoma Skeljungs Hagnaður 80 milljónir Samkvæmt árshlutauppgjöri Skeljungs fyrri hluta ársins nam hagnaður félagsins 80 milljónum króna á því tímabili. Allt árið í fýrra var hagnaðurinn um 125 milljónir króna. Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu samtals liðlega þremur milljörðum króna en rekstrargjöld tæpum 2,9 milljörðum. Hagnaður fyrir fjánnagnsliði og skatta var 126 milljónir en sambærileg tala í fyrra var 217 milljónir króna. Til að mæta harðnandi samkeppni hefur Skelj- ungur opnað tvær nýjar bensín- stöðvar og unnið við endurbætur og endurbyggingar á fimm bensín- stöðvum. Fjárfestingar á fyrri hluta ársins námu samtals 337 milljónum. Eigið fé félagsins nemur nær 2,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin f)ái fýrstu sex mánuðina nemur um 6% en var 5% í fýrra. Heildareignir nema 5,7 milljörðum en voru í árs- lok 1994 liðlega 5,1 milljarður. Síðustu þriðjudagstónleikar sum- arsins í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar verða í kvöld klukkan 20:30. Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grimsdóttir pí- anóleikari flytja verk eftir Beethoven, Clöru Schumann og L. Janácek Margrét hefur verið fastráðin hjá Sin- fóníuhljómsveit íslands frá 1993 og hún kennirviðTónlistarskóla Kópa- vogs. Nína Margrét er í doktorsnámi í píanóleik í New York og starfar auk þess við tónlistarskóla þar í borg. Þær Margrét og Nína Margrét hafa starfað saman um árabil og haldið tónleika bæði í Reykjavík og New York... Þriðjudagsgöngur í Viðey hafa ver- ið vinsælar í sumar. í kvöld verður gengið um norðurströndina frá eystri túngarðinum sem er rétt austan við Stofuna og yfir að þeim vestari en hann liggur þvert yfir Eiðið sem teng- ir Vesturey og Austurey. Farið verður með Viðeyjarferjunni klukkan 20:00 og komið afturfyrir klukkan 20:30. Nóg er af kúmenplöntum í Viðey sem eru nú að þroska fræ og er fólki bent á að taka með sér skæri til að klippa sveipina af og þá er hægt að afla kúmens í bakstur... A rangursrík námstækni sem bætir /\árangur í prófum heitir handbók sem íslenska hugmyndasamsteypan hefur gefið út. Bókin er eftir Michéle Brown, Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Bókin er um þau atriði sem eru öllum námsmönnum sameiginleg; það er að ná betri árangri í náminu. Á 95 blaðsíðum er fjallað um val á rétt- um námsgreinum, skipulagðar náms- venjur, einbeitingu, hraðlestur, glósu- tækni, próftækni, prófkvíða, upprifj- unartækni, ritgerðavinnu, heimildaleit og fleira... Kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Á köldum kiaka deildi fyrsta sætinu með The Yong Poison- ers Handbook eftir Benjamin Ross í keppni um Rosebud- verðlaunin á al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Edinborg. Verðlaunin draga nafn sitt af frægu kvikmyndasögulegu tákni í Citizen Kane eftir Orson Welles, en þetta er í fyrsta skipti sem þau eru veitt. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Edinborg- arhátíðinni er verðlaununum ætlað að verða „meðal þeirra eftirsóttustu í heiminum." Á annað hundrað kvik- myndir í fullri lengd og fjöldi stutt- mynda hvaðanæva úr heiminum tóku þátt i keppninni. Rosebud-verð- launin eru veitt leikstjóra sem þykir hafa „sýnt framúrskarandi hæfileika í beitingu myndmiðilsins" með kvik- mynd sem er „óvenjuleg nýsköpun og utan alfaraleiðar"...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.