Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n 77/ miðaldra myndlistarmanna I Alþýðublaðinu síðastliðinn föstu- dag skrifar annar Vikupilta blaðsins, Hallgrímur Helgason, fína grein þar sem mér hlotnast sá heiður að fá nokkur umvöndunarorð frá barna- kennaranum. Pallborðið Það er rýmið sem er Hallgrími hugleikið eins og „evrópskum list- heimi í dag“. Hann er semsagt að skamma mig fyrir að nota klisjur um rýmið uppi í Gerðubergi í texta í sýn- ingarskrá fyrir sýningu mína, sem stendur þar yfrr. Hallgrímur heldur að ég, sem ung- ur myndlistarmaður, hafi ekki gert mér grein fyrir því að það sé búið að gera allt í myndlist og það oft. Og sem „listsjúklingur" vilji ég gera eitt- hvað nýtt, sem í sjálfu sér sé vonlaust markmið. Ég vil nota tækifærið og þakka Hallgrími ábendingarnar til mín og „listaáhugamanna hér uppá heims- hjara“, svo notuð séu urð skáldsins. Leiðinlegra finnst mér þó að Hall- grímur skuli skipa sér á bekk með Braga Ásgeirs í sífelldu nöldri yfir því að of margir myndlistamemar út- skrifist úr „listaskólum heimsins". Miðaldra myndlistarmenn virðast alltaf hafa áhyggjur af því að of margir nýir keppinautar skáki veldi þeirra gömlu á myndlistarsviðinu og að hátt hlutfall myndlistarnema standi sem bein ógnun við lífsviður- væri þeirra. Mér þykir líka sorglegt að Hall- grími hafi aðeins þótt „um stund“ að frétt Alþýðublaðsins hafi verið „með- vitaður brandari af hálfu listamanns- ins“ (það er undirritaðs). Það að Hallgrímur kalli þá Richard Long, Donald Judd og Roni Horn „æðstupresta meinlætalegrar, and- lausrar, sexlausar, ískrandi þurrk- untustefnu" kemur mér hins vegar ekki á óvart. Nýjungamar sem Hallgrímur sting- ur uppá fengu mig hins vegar til að halda um stund að hér væri um með- vitaðan brandara af hálfu miðaldra myndlistarmanns að ræða. Því það að fjalla um sýningarskrána hafa Dada- istar fyrir löngu gert og Piero Manz- oni er fyrir löngu búinn að kúka í niðursuðudósir svo Hallgrímur þarf ekki að bíða við klósettskálina öllu lengur. Vikupilturinn Hallgrímur hittir ennfremur sjálfan sig í þumalputtann þegar hann bendir ungum myndlist- armönnum á „nokkur þemu“ sem vinna ætti með. Tillögur Hallgríms em þessar: Kynlíf, ást, dauði, atriði eins og „að reyna við kvenmann", „baráttan við áfengisbölið“ og „að alast upp í ljótu umhverfi". Þreytulegri klisjur er ekki hægt að finna í vestrænum menningarheimi og að allt sé betra en rýmið hlýtur að lýsa hugarástandi Hallgríms um þess- ar mundir betur en vandamálum ungra myndlistarmanna yfirleitt. Líkingin um „barnlausan barna- skólakennara" á því sennilega ekki illa við eins og hann bendir sjálfur á. Þó ég gangi út frá sýningarrýminu sjálfu upp í Gerðubergi þar það ekki að þýða að sýningin sé ekki um neitt annað. Þessar flísar sem em á gólfinu buðu hins vegar upp á að vera notað- ar eins og Hallgrímur mun komast að ef hann les allan textann í sýningar- skránni en ekki bara þann hluta sem birtist í Alþýðublaðinu. Nú hvet ég því Hallgrím til að taka strætó númer 12 upp í Breiðholt og skoða sýninguna. Við miðaldra myndlistarmenn vil ég svo að lokum segja: Rímið. ■ Höfundur er myndlistarmaður „Vikupilturinn Hallgrímur hittir ennfremur sjálf- an sig í þumalputtann þegar hann bendir ungum myndlistarmönnum á „nokkur þemu" sem vinna ætti með ... Þreytulegri klisjur er ekki hægt að finna í vestrænum menningarheimi og að allt sé betra en rýmið hlýtur að lýsa hugarástandi Hallgríms um þessar mundir betur en vandamál- um ungra myndlistarmanna yfirleitt." Kunnugir í leikhúsheiminum teija fullvíst að Þórhildur Þorleifsdóttir verði næsti leikhússtjóri Borgarleikhúss- ins. Tíu sóttu um stöðuna en tveir óskuðu nafnleyndar. Af þeim átta sem vitað er um, er aðeins talið að Guðjón Peter- sen geti skákað Þórhildi. Hún sótti hinsvegar um á síðustu stundu, sem þykir benda til að hún hafi fengið vilyrði flokks- systur sinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrir stöðunni. Leikfélagsmenn telja að Þórhildur sé eini umsækj- andinn sem geti fengið Reykjavíkurborg til að auka framlög til Borgarleikhússins en það er í grafalvarlegri fjárþröng... Ein stutt en ánægjuleg bóka- frétt: Steinunn Sigurðar- dóttir sendir í haust frá sér nýja skáldsögu hjá Iðunni. Steinunn hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti höf- undur landsins og verður þvi áreiðanlega í toppbaráttu metsölulistanna fyrir jólin... Skákáhugamenn bíða nú af- mælismóts Friðriks Ólafssonar með mikilli eftir- væntingu, en það hefst form- lega í Þjóðarbókhlöðunni 1. september. Þar leiða saman hesta sína gamalreyndir refir á borð við Friðrik, Bent Larsen og Smyslov fyrrum heims- meistara og nánast gervöll stórmeistarasveitin íslenska. Á dögunum heltust hinsvegar tveir erlendir skákmenn úr lestinni, Bandarikjamaðurinn Robert Byrne og Ungverjinn Peter Leko. Byrne er gamall í hettunni en má muna sinn fífil fegurri: hann bar því við að hann þyrfti að skýra skákir Kasparovs og Anands í heimsmeistaraeinvígi þeirra í IMew York í september. Leko, sem er 15 ára og yngsti stór- meistari heims, forfallast hins- vegar af öðrum ástæðum. Honum hefur sumsé gengið allt í haginn uppá siðkastið og hefur í framhaldi af því tileink- að sér prímadonnustæla af ýmsu tagi. Skáksambandið hafði samþykkt að kosta ferðir og uppihald móður Lekos, sem í Ijósi aldurs stórmeistar- ans er ekki tiltökumál, en á dögunum setti hann fram kröfu um að fá þrefalt hærri þóknun en um var samið, þrjú- þúsund dollara í stað þúsund. Það fannst Guðmundi G. Þórarinssyni og liðsmönnum hans hjá Skáksambandinu full mikið af því góða og báðu Leko litla vel að lifa. Þrátt fyrir þetta er efalaust að skák- áhugamenn munu flykkjast í Þjóðarbókhlöðu í september... Doktor Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni fellur aldrei verk úr hendi. Hinir fornu fjendur hans í Háskólan- um verða nú að sætta sig við að Hannes er vinsæll kennari, en aukþess fer vitanlega tals- veröur tími hans í að gefa Davíð Oddssyni holl og stað- góð ráð. Og ekki nóg með þetta: síðustu ár hefur Hannes sent frá sér hverja bókina á fætur annarri, stundum fleiri en eina á ári. Við heýrðum af að minnsta kosti einni bók sem Hannes er að taka saman: það munu vera fleyg orð af ís- lensku bergi brotin. Bók- menntir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda en hingað til hefur ekki verið fáanleg ítarleg alíslensk tilvitnanabók. Við leyfum okkur að veðja á, að þeir félagar Jón Þorláksson og Davíð eigi nokkur fleyg orð í safni Hannesar- hins- vegar er ekki áhættulaust að veðja á hlutdeild Þorsteins Pálssonar... "FarSido" eftir Gary Larson „Shhhh... Grafarþögn, takk. Sæmundur Guð- vinsson ætlar að gera malarengil fyrir okkur!!! © 1984 FarWorks. Inc /Dist by Universal Press Syndicate /*/S (^<^7 Hefur þú eitthvað fylgst með atburðum á Óháðri listahátíð í Reykjavík? Sverrir Einarsson, Fram- ari: Nei, ég hef engan tíma haft í svoleiðis. Vilborg Guðbjartsdóttir, nemi: Já, ég fór á lokatónleik- ana. Ólafur Þórðarson, nemi: Nei, ég hef lítinn áhuga á henni. Rakel Garðarsdóttir, nemi: Nei, ég var að koma til lands- ins. Ingibjörg Gréta, flugfreyja: Nei, ég hef ekki verið á land- inu. Er alltaf á ferð og flugi. v i t i m e n n ísland - vemdaður vinnustaður. Haraldur Jónsson rithöfundur og myndlistarmaður hefur formað í slagorð stefnu Höllustaða-Páls gagnvart útlendu vinnuafli. Kaffileikhúsið á laugardagskvöldið. Ef maður hins vegar horfir á hvað sé vænlegt til fylgis fyrir flokka; einhver upp-poppuð ímynd eða eitthvað annað, viðurkenni ég að ég hef ekki á mér yfirbragð einhvers poppara í stjómmálum. Steingrímur J. Sigfússon formannskandídat í pólitískri sálgreiningu í Degi. Sjálfur nenni ég ekki að taka þátt í stjórnmálum ef þau eiga að snúast um eitthvað annað, ef þetta á að verða einhver fegurðarsamkeppni eða slík vinsældasamkoma. Steingrímur aftur. Hver bóndi lánaði 20-25 þúsund. Tíminn á laugardag upplýsti að bændur eru - þrátt fyrir allt - vel aflögufærir: lífeyrissjóður þeirra lánaði flugfélaginu Emerald Air 90 milljónir. Lánatöp bankanna samsvara 400 þúsund krónum á fjölskyldu. Tíminn - með tölfræðina á hreinu. Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hefur lengi verið talin táknræn fyrir nánast sovéskt skrifræðiskerfi, gífurlega sóun verðmæta og fjársvik í stórum stíl. Elías Snæland Jónsson aöstoðarritstjóri var skýr og skorinorður í DV á laugardaginn. Vmtirá Vefnum ■ Stefán Jón Hafstein, þetta er fyrir þig! - Tímaritum fjölgar ört á Netinu, en þrátt fyrir síaukna þekkingu á eðli miðilsins hefur ekki nema örfáum tek- ist að viðhalda ákveðnum gæðastaðli; það er að segja að versna allavega ekki við yfirfærsluna. Eftirtalin fjögur tímarit verða að teljast alveg sérstak- lega velheppnuð: ■ íhaldsblaðið Daily Telegraph er besta netdagblaðið og treður hér upp undir hliðarnefninu The Electronic Telegraph. Á http:// www.telegraph.co.uk/ fá fréttafíkl- ar sannarlega sitthvað fyrir sinn snúð, en hinsvegar verður það að teljast stór galli að myndir fylgja ekki frá- sögnum - að vísu hraðast lesturinn enn fremur við það... ■ Alþjóðlega fréttatímaritið Time lætur heldur ekki sitt eftir liggja og á http://www. pathfinder.com/ time/ timehom epage.html gefur á að líta besta net- tímaritið. Myndirnar hefur það fram- yfir The Daily Telegraph og hlýtur því hæstu einkunn. Mögnuð heimasiða atarna... ■ Time Out er síðan fyrir samkvæmisljón hvort heldur í Lond- on, París, Róm, Madríd, Reykjavík, Amsterdam eða New York; kúl staðir, kvikmyndir, tónleikar, veitingahús, barir, söfn, sýningar... Smelltu þér á http://www.timeout. co.uk/ og finndu þér eitthvað menningarlegra að gera en að hanga fyrir framan tölv- una og sjónvarpið... ■ Að lokum skal sagt frá heimasíðu Life, en á http://www.pathfinder.com/life /lifehomepage.html er eitt áreiðan- legasta slúðurblað veraldar búið að hreiðra um sig. Hvað er að frétta af Michael Jackson og Lisu Mariu og hvernig hafa börn O.J. Simpson það ári eftir aftöku móður þeirra fyrir utan villuna í Beverly Hills... ataffanifcentrum.is veröld ísaks Ýmis undratæki hafa verið hönnuð og fiamleidd svo mennimir fái litið fiirður undirdjúpanna á skýran og greinilegan hátt. Flotaaðmírállinn R.J. Galanson varð þannig fyrstur manna til að líta ákveðna hluta Kyrrahafsbotnsins íyrir nokkrum árum úr þartilgerðu köfunartæki. Á tæplega sjöhundruð metra dýpi gægðist hann til botns með aðstoð tækisins, en sér til mikilla vonbrigða uppgötvaði hann að eitt af sköpunar- verkum mannsins hafði komið þangað á undan honum: á botninum velktist bjórdós í sakleysi sínu. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.