Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 ■ Hálf öld er síðan Magnús Torfi Olafsson fyrrum menntamálaráðherra steig sín fyrstu skref sem blaðamaður. Hrafn Jökulsson ræddi við Magnús Torfa um blaðamennsku, pólitík, samferðamenn - og þrautagöngu vinstrimanna Flokksleg eigingirni hamlar sameiningu Það er fallegur sunnudagur í Reykja- vík: leigubílstjórinn færir mér þau hörmulegu tíðindi að KR sé yfir í hálf- leik gegn Fram. Ég prísa mig sælan yf- ir því að vera ekki á Laugardalsvelli þegar bíllinn rennir uppað blokk í Safa- mýri. Magnús Torfi ðlafsson tekur á móti mér: hann hefur fas og fágun heimsborgarans og kippir sér greini- lega ekkert upp við hálfleikstölur af LaugardalsvelU. „Ég hef nú alltaf hald- ið dáh'tið með Val,“ segir hann um leið og hann býður mér sæti við dúkað borð, „í ræktarskyni við Frímann Helgason, íþróttaíféttaritara á Þjóðvilj- anum.“ Eftir dáUtlar umræður um sam- eiginlegt skipbrot okkar liða finnum við önnur umræðuefni. Nóg af þeim. Nú í haust er hálf öld sfðan Magnús Torfi hóf störf í blaðamennsku. Hann hefur verið ritstjóri Þjóðviljans, starfs- maður Máls og menningar, alþingis- maður, menntamálaráðherra, ritari rík- isstjórna r' áratug... Við tölum ekki meira um fótbolta, svo mikið er víst. ,Jú, ég bytjaði að starfa við Þjóðvilj- ann haustið 1945,“ segir Magnús Torfi þegar ég spyr hvort ekki fari t' hönd 50 ára starfsafmæU hans sem blaðamanns. Hann hafði útskrifast ffá Menntaskól- anum á Akureyri árið áður - hvers- vegna fór hann út í blaðamennsku? „Til að afla tekna!“ svarar hann ein- sog hann sé eilítið hissa á spuming- unni. „Ég var þá innritaður r' lækna- deild Háskólans, þó ég yrði þar nú stutt, og ég varð einsog aðrir náms- menn t' þann tíma að afla mér tekna. Enginn var þá lánasjóðurinn. Ég hafði lengi haft áhuga á læknisstarfinu. Kannski var það eftir fordæmi frá afa mínum, Sverni Magnússyni ffá Lamba- vatni á Rauðasandi. Hann var ólærður en hafði takmarkað lækningaleyfi, og var „yfirsétukona" í sínu umdæmi um tíma. Ég býst nú við að hans fordæmi haft ýtt undir það, að mig bar þama niður. En ég var orðinn fjölskyldumað- ur, og það kom fljótlega í ljós að ég reis ekki undir þvt' að sjá heimiU farborða og stunda læknanám samhliða: ég hafði beinlínis ekki heilsu til þess og þá varð námið að víkja.“ Magnús Torfr var við menntaskóla- nám á hemámsárunum. Var mikil og hörð pólitr'sk umræða t' skólanum á þeim tr'ma? ,Já, nokkuð svo. Ástandið í þjóðfé- laginu endurspeglaðist innan skólans. Þetta var á þeim tr'ma þegar Sósr'aiista- flokkurinn var að rífa sig upp, og ýmsir námsmenn vom honum hlynntir, og svo auðvitað öðmm flokkum einsog gengur. En Akureyrarskóli hafði þá sérstöðu, að þar var t' reglugerð ákvæði sem Jónas Jónsson setti á sínum tíma t' samráði við Sigurð Guðmundsson skólameistara, um að nemendum væri óheimilt að taka opinberan þátt í stjóm- málastarfsemi. Þetta var sett á kreppu- árunum eftir að nokkrir námsmenn höfðu gerst mjög atkvæðamiklir r' Kommúnistaflokknum gamla, og end- aði reyndar með því að nokkrum þeirra var vikið úr skóla.“ „Frumstæð" fréttaöflun -Hafðir þú starfað eitthvað innan Sósíalistaflokksins þegar þú hófst störf á Þjóðviljanum? „Nei, ég hafði ekki gert það. Ég hafði starfað r' Félagi róttækra stúdenta t' Háskólanum og setið fyrir það r stúd- entaráði. Einnig hafði ég staifað nokk- uð innan Æskulýðsfylkingarinnar." -Hver voru þín fyrstu verkefni í blaðamennsku? „Þau fólust strax í þvr' að sinna er- lendum fréttum, og það var aðalverkið lengstaf, þangað til ég gerðist frétta- stjóri og ritstjóri. Ástæðan fyrir því að ég kem þarna var sú, að ég hafði kynnst Sigurði Guðmundssyni, sem þá var ritstjóri, og sömuleiðis Asmundi Sigurjónssyni sem var á undan mér með erlendu fféttimar en var horfinn til náms t' Kaupmannahöfn." Hvemig var hagað öflun erlendra frétta á þessum tíma? langar tiltölulega ungan blaðamann á tölvuöld að vita. „Hún var afskaplega fmmstæð: úr útvarpi nær eingöngu. Það var hlustað á erlent útvarp, fyrst og fremst BBC, sem þá einsog enn þann dag r' dag ber af hliðstæðum fféttastofum að mínum dómi. Þegar fjær dró stríðslokum komu öflugri stöðvar upp á Norðurlöndum, útsending á stuttbylgju jókst sem ná mátti hér með öflugum viðtökutækjum. Þá hlustaði maður líka mikið á Stokk- hólm, Osló og Kaupmannahöfn." NATO í Ijósi sögunnar Þegar Magnús Torfi hóf blaða- mennsku sat Nýsköpunarstjómin við völd, samstjóm Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Sósr'alistaflokks undir forsæti Ólafs Thors. Hver vom helstu pólitísku deilumálin á þessum tíma? ,Á þessum tíma var fyrst og ffemst tekist á um ffamkvæmd þeirra verkefna sem Nýsköpunarstjómin hafði sett sér, sérstaklega við eflingu sjávarútvegs. Fljótlega kom herstöðvamálið upp, ein- mitt þetta haust berst vitneskja um beiðni Bandaríkjastjómar um herstöðv- ar til 99 ára sem Nýsköpunarstjómin hafnaði. Síðan kom Keflavíkursamn- ingurinn til sögunnar, og hann varð til þess að stjómin sprakk. Þetta vom mik- il átakamál." -f kjölfarið fylgdu ár átaka sem einkum snemst um herstöðvamálið, er ekki svo? , Já, það var lengi mikið hitamál sér- staklega inngangan í Atlantshafsbanda- lagið 1949, þegar átök urðu við Al- þingishúsið.“ -í ljósi sögunnar, frnnst þér þá að rangt hafi verið staðið að inngöngu og þátttöku íslands í Atlantshafsbandalag- inu? „Ég var í hópi þeirra sem vom and- vígir inngöngunni, einkum með tilliti til þess hverja ósk Bandaríkjastjóm hafði sett ffam áður, sem í raun og veru var um varanlega hemaðaraðstöðu á ís- landi. Það hefði falið í sér fullveldisrétt Bandaríkjanna á ákveðnum stöðum og við töldum að í Ijósi þessa væri inn- gangan í Atlantshafsbandalagið mjög varhugaverð. Svo hefur reynslan sýnt að mínum dómi, að vegna þess hvemig mál gengu, og að andstaða við banda- rísk ítök kom svona berlega í ljós, þá hafa Bandaríkin síðan gætt þess mjög vandlega að fara effir þeim samningum sem gerðir hafa verið.“ Ritstjóri á viðreisnarárum Þjóðviljinn var á þessum tíma, eins- og önnur dagblöð, málgagn ákveðins stjórnmálaflokks. Fannst Magnúsi Torfa aldrei þrúgandi að þurfa að taka mið af, Jlokláh'nunni"? „Það mæddi nú ekki mikið á þeim störíúm sem ég sinnti, erlendu fféttun- um. En það sem reyndar á endanum varð til þess að ég sagði upp á Þjóðvilj- anum var ágreiningur við útgáfustjóm- ina; að vísu ekki beinlínis um málefni heldur hvernig stjóma ætti blaðinu, sér- staklega mannaráðningum. Ég taldi að ritstjórar ættu að hafa til þess ffjálsar hendur að ráða þá menn sem þeir töldu hæfasta, en þyrftu ekki að sæta því að taka við mönnum til starfa sem skipað- ir vom af einhveiju flokksvaldi." Magnús Torfi varð ritstjóri 1959, þegar Viðreisnarstjómin var að hefja sinn langa valdaferil. Ég spyr hvort hann hafi þá snúið sér meira að pólit- ískum skrifúm. „Nei, þau voru fyrst og fremst í höndum Magnúsar Kjartanssonar og Sigurðar Guðmundssonar. Ég sá frekar um hið almenna efni sem ég tel að hvert blað verði að sinna: segja almenn tíðindi og birta efni sem getur verið les- endum bæði til ffóðleiks og skemmtun- ar.“ -Nú leikur nokkuð goðsagnakennd- ur ljómi um Magnús Kjartansson: hann þótti hárbeittur penni og vígfimur... „Hann var ákaf- lega skeleggur og gat verið meinhæð- inn í deiluskrifum sínum sem birtust í sérstökum dálki. Auk þess skrifaði hann ritstjórnar- greinar, en þá í öðr- um tón.“ -Meinhæðni Magnúsar, var hún líka einkennandi í daglegu fari hans? „Hann gat verið snöggur upp á lagið en hann var ekki erf- iður í umgengni," segir Magnús og hlær. Það er eitthvað ósagt í þessum hlátri en ég ákveð að láta málið niður falla og spyr um hvemig hafi gengið að reka stjómarandstöðublað á viðreisnarárum. „Það var einsog ætíð hjá þessum litlu blöðum: rekstur þeirra var borinn uppi af flokksframlögum, söfnunum, happdrættum og öðm slíku. Það varð ævinlega að horfa í allan kostnað, og því ákaflega erfitt að keppa við keppi- naut einsog Morgunblaðið sem hafði miklu rýmri fjárráð." Þjóðviljinn og „Rússagullið" Fjárráð, já: Því hefúr óft verið haldið fram, bæði fyrr og síðar, að rekstur Þjóðviljans hafi verið kostaður af sov- éska kommúnistaflokksins. Hvað segir Magnús Torfi um þessar lífseigu fúll- yrðingar? „Ég varð þess aldrei var. Það eina sem ég vissi til þess að erlend fyrir- greiðsla ætti sér stað, var við kaup á pressu. Hún var keypt frá Danmörku og þar mun hafa komið að minnsta kosti lánsfyrirgreiðsla erlendis ffá. En beinlúiis hvaðan hún kom - það hef ég ekki hugmynd um. Ég var ekkert við það riðinn. En ég held að það hefði varla farið ffamhjá okkur, sem unnum þama árum eða áratugum saman, ef um hefði verið að ræða firamlög ftá útlönd- um.“ -Þú sagðir mér áðan að þú hafir hætt sem ritstjóri vegna deilna við útgáfu- stjóm. Hverjir vom það sem þú deildir einkum við? ,Ja, ég held að hvössust orðaskipti um þetta mál hafi orðið milli okkar Brynjólfs Bjamasonar." Er ekki óhætt að orða það svo, spyr ég, að Brynjólfur hafi þótt ffekar ein- þykkur og ákveðinn? „Hann var ákaflega fylgúm sér, mik- ill málafylgjumaður," svarar Magnús Torfi. „Þar að auki hafði hann þá af- stöðu að flokksvaldið skyldi vera sterkt - á þessu sviði einsog öðrum.“ Hvað með Einar Olgeirsson, hafði hann mikil afskipti af blaðinu? , Jíann hafði veruleg afskipti af því. Hann skrifaði stundum forystugreinar þótt hann væri ekki lengur ritstjóri. Sér- staklega hljóp hann í skarðið í fríum eða fjarvistum hinna ritstjóranna. Sömuleiðis kom hann nokkuð að fjár- öflunarmálum fyrir Þjóðviljann, skipu- lagði safnanir og slíkt.“ Brynjólfur Bjamason og Einar Ol- geirsson vom mestir leiðtogar komm- únista og síðar sósíalista. Ég bið Magn- ús Torfa að lýsa þessu tvíeyki. „Þeir koma úr Kommúnistaflokki ís- lands og vom nú í sjálfu sér mjög ólík- ir, en töluvert markaðir af þeim svipt- ingum sem þar höfðu farið fram - á svokölluðu réttlínu- tímabih þegar menn ráku hver annan úr flokksdeildum og sellum fyrir hinar furðulegustu sakir, og málum var skot- ið til Komintern í Moskvu til úrskurð- ar, ef í harðbakkann sló. f þessum erjum vom þeir ekki mjög samstíga, en eftir að þeim slotaði og sú ákvörðun var tekin að reyna að gera samfylkingarstefn- una virka með því að sameinast hluta af Alþýðuflokkn- um, þá lögðu þeir sig bersýnilega í framkróka við að vera sem mest sam- stíga. Þeir höfðu líka úr hópi fylgis- manna Héðins Valdimarssonar mjög dýrmætan samstarfsmann, sem var Sig- fús heitinn Sigurhjartarson. Hann var ákaflega áhrifamikill í Sósíalistaflokkn- um og út í frá líka meðan hans naut við.“ Fyrir þá lesendur sem ekki em alveg með á nótunum: Árið 1938 stofnaði Héðinn Valdimarsson varaformaður Alþýðuflokksins til samíylkingar með Kommúnistaflokknum svo úr varð Sósíalistaflokkurinn. Leiðú Héðins og kommúnista skildu hinsvegar skömmu síðar, þegar kommúnistar tóku afstöðu með Rússum í miskunnarlausu stríði þeirra gegn Finnum. Eftir þetta dró Héðinn sig í hlé ffá stjómmálum. Hvað finnst Magnúsi Torfa um pólitísk örlög Héðins Valdimarssonar - eins glæsi- legasta foringja vinstrihreyfingarinnar? ,Æg held að þau hafi að ýmsu leyti verið harmsaga íyrir þann málstað sem Héðinn bar fyrir bijósti. Ég skal ekki segja hvort hann hafi tekið þau nærri sér persónulega; ég kynntist Héðni aldrei." Hannibal kemur til sögunnar -Næst klofnaði Alþýðuflokkurinn þegar Hannibal fór, 1954. Þið áttuð nú eftir að kynnast vel síðar, en hvenær bar fundum ykkar fyrst saman? ,Æg kynntist Hannibal íyrst vemlega þegar hann var forseti Álþýðusam- bandsins. Við hittumst þá æði oft og hann fékk mig til að vúma ýmis viðvik, þýðingar og fleira. Þá urðum við mál- kunnugir.“ -Nú var Alþýðubandalagið lengi framan af kosningabandalag Hannibals og félaga í Málfundafélagi jafnaðar- manna annarsvegar og sósíalistanna hinsvegar. Hvemig fannst þér að sam- starf Hannibals gengi við gömlu kommúnistaforingjana? „Það gekk nú svona...“ Magnús Torfi hugsar sig vandlega um áðuren hann finnur rétta orðið: „Misjafnlega. Það gekk allvel í verkalýðshreyfing- unni og Alþýðusambandinu. Þar bar ekki mikið á skoðanamun. En það var aftur á móti greinilegt að oft vom skipt- ar skoðanir í þingflokknum, og alveg sérstaklega var tekist mjög hart á um ffamboðsmál. Hvort velja ætti til fram- boðs, sem liklegt var að skilaði þing- sæti, mann sem kom úr Málfundafélagi jaffiaðarmanna eða Sósíalistaflokknum. En þama vom nú ekki alveg skýrar lín- ur á milli: Einatt áttu þeú Hannibal og Alffeð Gíslason samherji hans úr Mál- fundafélaginu, sem einnig sat í þing- flokknum, samleið með mönnum úr Sósíalistaflokknum; sérstaklega Lúðvík Jósefssyni og Bimi Jónssyni.“ -En um hvað snerist hinn málefna- legi ágreiningur? „Hann snerist aðallega um það, hversu mikla áherslu ætti að leggja á að gera Alþýðubandalagið að afli fyrir víðtækari vinstri sameiningu. Og þar vildu Hannibal, og þeú sem lögðust á sömu sveif, ganga miklu lengra en þeir úr Sósíahstaflokknum sem lögðu meg- ináherslu á að halda þeirri stefnu sem þeú töldu hina réttu, sósíalistísku leið.“ -Náðu átök þessara arma inná rit- stjóm Þjóðviljans? „Þetta gerist nú aðallega eftír að ég hætti á Þjóðviljanum [1963], en þeir sem þar stýrðu penna vom nú ætíð úr þeim hópnum sem tilheyrði gamla kjamanum í Sósíalistaflokknum." Mál og menning og Kristinn E. -Þegar þú hættir á Þjóðviljanum ferðu til Máls og menningar. , Já, ég gerist bóksali," segir Magnús Torfi tvfræður. -Kristinn E. Andrésson útgáfustjóri var um langt skeið einn mestur áhrifa- maður í rslenskum bókmenntum, og maður les í endurminningum sumra höfunda að hann hafi ráðið hver var settur á vetur og hver ekki, segi ég. Svar Magnúsar Torfa er afdráttar- laust: „Það er að mínum dómi hreinn heilaspuni. Höfundar hljóta sín örlög vegna eigin verðleika eða vöntunar á þeim, en ekki vegna þess að þeú hafi einhvern auglýsingamann eða hug- sjónalegan læriföður á bakvið sig. Og ég varð aldrei var við slíka ffamkomu af Kristins hálfu, hvorki við rithöfunda né aðra, einsog honum er eignuð; nú þegar hann er löngu látinn og getur ekki svarað fyrú sig.“ -Þannig að þér þykir ómaklega að honum vegið? „Ákaflega. En hitt skal ég fúslega viðurkenna, að í pólitíkinni sjálffi gat Kristinn verið ákaflega þröngsýnn, og ég vil segja glámskyggn, sérstaklega á síðustu árunum." Magnús Torfi talar af miklum hlý- hug og vúðúigu um Sigfús skáld Daða- son, sem á þessum árum var ritstjóri Tímarits Máls og menningar. „Starf Sigfúsar við Tímaritið var ákaflega vel unnið, og hefði hans ekki notið við hefði það aldrei náð þeirri vúðingu og áhrifum sem það hafði.“ Fundarstjóri í Tónabíó Aftur r póhtíkina. Magnús Torfi var fyrsti formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavfk, um miðjan sjöunda áratug- inn. Vaxandi spenna var millum Hannibals og samherja hans og sósral- istanna, og í aðdraganda þingkosninga 1967 var haldinn fundur í Tónabíó þar- sem ákveða átti framboðslista Alþýðu- bandalagsúis. Fundurinn í Tónabíó var örlagaríkur í meúa lagi. Magnús Torfi Ólafsson var fundarstjóri. Ég segi: Þetta er einn sögufrægasti fundur vinstrihreyfingarinnar. „Já, ætli það ekki,“ segir Magnús Torfi. Ég er greinilega ekki að segja honum nein tíðindi. En segi: Gætirðu sagt mér hvemig þessi fundur gekk fyr- úsig? ,Ja, ég hef ekki rifjað það upp svo Við sögu koma Frímann Helgason Sveúm Magnússon Sigurður Guðmundsson ritstjórí Sigurður Guðmundsson skólameistari Ásmundur Sigurjónsson Ólafur Thors Magnús Kjartansson Brynjólfur Bjamason Einar Olgeirsson Héðinn Valdimarsson Sigfns Sigurhjartarson Hannibal Valdimarsson Alfreð Gíslason Lúðvik Jósefsson Sigfús Daðason Ragnar Arnalds Ólafur Jóhannesson Bjami Guðnason Karvel Pálmason Einar Ágústsson Jón Baldvin Hannibalsson Ólafur Ragnar Grímsson Geir Hallgrímsson Gunnar Thoroddsen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.