Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 ó r n m á I ■ Guðrún Vilmundardóttir lenti í þeim skelfilegu hremmingum síðastliðna miðviku- dagsnótt að dreyma íslenska ríkisstjórn sem Egill Skalla-Grímsson veitti forsæti. Andstutt sagði hún frá draumnum á ritstjórnarfundi og fékk samstundis það verkefni að hringja í nokkra valinkunna einstaklinga... Spurt var: Hvaða sögupersóna íslenskra bóRmennta yrði góður forsætisráðherra? ■ Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmadur Lffið er (léleg) skáldsaga , J3r Davíð Oddsson ekki persóna í skáldsögu? Ég man ekki nafnið á skáldsögunni, og ekki eftir hvem hún er, hann varð nú aldrei metsöluhöfúnd- ur blessaður. Það var einhver einnar bókar maður sem skrifaði skáldsöguna sem Davíð Oddsson er aðalpersónan í. Líklega er hann þá bestur fyrir íslensku þjóðina." ■ Guðrún Helgadóttir rithöfundur Að fara vel með sitt fé , Jvlér dettur helst í hug Bjöm í Brekkukoti, hann er svo skynugur og skynsamur maður. Ég held að Bjöm í Brekkukoti hafi aldrei látið annað en gott af sér leiða, auk þess sem hann fór vel með það sem honum var falið. Ég held samt að hann Bjöm gæti ekki verið í neinum flokki, en hann myndi vinna að hag allra manna og þjóðarinnar allrar væri honum falið þetta verkefhi. Auk þess var hann vandaður maður og fór vel með það fé sem honum var falið.“ ■ Drífa Kristjánsdóttir starfskona Jafnréttisráðs Fyrsti fslenski femfnistinn „Hallgerður langbrók. Af íslenskum kvenkyns sögupersónum er hún sú eina sem hefur næga pólitíska hörku til að bera til að vera forsætisráðherra. Ég er náttúrlega að leita að konu; ég held að það sé mjög nauðsynlegt að við fáum almennilega konu í forsætisráðherra- stólinn. Og Hallgerður er auðvitað fyrsti íslenski femínistinn sem sögur fara af. Hallgerður myndi taka afstöðu út frá kvennapólitískum sjónarmiðum, að hún beri hag kvenna fyrir bijósti og láti þessa karla ekki segja sér fyrir verkum. Hennar forgangsverkefni í ríkisstjóm væri auðvitað að eyða launamun karla og kvenna svo konur geti lifað sjálf- stæðu lrfi. Svona skvísa eins og Hall- gerður gæti náttúrlega verið í ýmsum flokkum - þó ég efist um að hún myndi ná langt í Sjálfstæðisflokknum, og lrk- lega væri hún heldur ekki í Framsókn- arflokknum. Ætli Kvennalistinn sé ekki líklegastur?“ ■ Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs Móðurleg og vfðsýn „Þóra í Hvammi, í bókinni Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Þóra var vemlega skynsöm kona sem vildi hafa þræðina í sínum höndum. Ef hún væri færð inn í tuttugustu öldina held ég að hún myndi vera víðsýn. Þóra í Hvammi stóð frammi fýrir verulegum breyting- um á samfélagi sinnar tíðar og það ger- um við líka í dag, að öðm leyti en því að samfélagið okkar er heimurinn. Hún yrði ekki róttæk en ég held að hún yrði traust. Ég sé hana ekki fyrir mér í nein- uin flokki. En það er alveg sláandi með kvenpersónur í íslenskum bókmennt- um, hvað þær em mæðulegar. Salka Valka er líka mjög sterk, Þóra er móð- urlegri og ég held ég myndi treysta henni betur til að vera víðsýn.“ ■ Sigfús Bjartmarsson rithöfundur Ævintýralegar vitleysur „Úr því að kapítalisminn er nú einu sinni orðinn svona kyrfilega ofaná, þá held ég að það væri bót að því að skipta út þessu hægra hugleysi og fá í staðinn Íslands-Bersa; það yrði þá alla vega gaman af fréttunum. Islands-Bersi var síldarspekúlant Islands; sá yrði ekk- ert ragur við nýjungar, heldur myndi koma ansi mörgu í verk. Hann myndi varla gera neitt fleiri vitleysur en hinir, þær yrðu hins vegar stórkostlegar og ævintýralegar. Hann færi á höfuðið með stæl; það er ekkert volæði á hon- um, það yrði hressilegt andrúmsloft í landinu svona einu sinni. fslands-Bersi hefði ffekar átt samleið með Albert Guðmundssyni heldur en Sjálfstæðis- flokknum - nema hvað hann hefði auð- vitað kveðið Albert í kútinn á einni kvöldstund. Hann hefði líklega verið með eigin flokk.“ ■ Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Sætt frjálslyndi og fhaldssemi „Þorgeir Ljósvetningagoði er náttúr- lega skáldsagnapersóna Ara fróða og hann væri ágætur. En ég vil líka nefha persónu úr smásögunni Feðgar eflir Gunnar Gunnarsson en sú persóna er Snjólfur litli. Kjörorð Snjólfs var: „Um að gera að standa í skilunt og skulda aldrei neinum neitt og treysta á forsjónina.“ Þorgeir var mannasættir og vitur maður, en Snjólfur var skilvís og áreiðanlegur. Svo má nefna þriðja manninn: Snorra goða Þorgrímsson eins og honum er lýst í Eyrbyggju. Hann var ráðagóður og raunsær en að vísu dálítið kaldlyndur, ef ég man rétt var lýsingin sú að fólki þótti kuldi stafa af ráðum hans. Það er ekki heppilegt að hafa menn sem gefa tilfmningum laus- an tauminn á valdastóli. Þorgeir myndi reyna að halda ffið og leyfa mönnum að sinna sínum óviðurkenndu málum ef þeir færu vel með það; þetta er sætt frjálslyndi og íhaldssemi. Snjólfur myndi koma ríkisfjármálunum í lag. Snonri goði myndi sigla raunsær og kaldrifjaður inn í ffamtíðina og gæti reiknað út hveijir hagsmunir okkar væru. Sennilega myndi ég gera Bárð á Búrfelli að menntamálaráðherra og Búa Árland að menntamálaráðherra. Þetta eru auðvitað allt sjálfstæðismenn - nema Bárður á Búrfelli, ég held að hann hafi verið Framsóknarmaður." ■ Mörður Árnason íslenskufræðingur Er húsfreyjan forsætis- ráðherra? „Húsfreyjan á Útirauðsmýri í Sjdlfstœðufólki. Er hún ekki annars forsætisráðherra núna?“ ■ Össur Skarphéðinsson alþingismaður Gjörvuleiki en pólitfsk ógæfa „Ég er nú maður hefðarinnar og lít þess vegna langt aftur, en ég vil líka við- halda þeirri hefð sem hefur komist á og segi þess vegna Grettir Ásmundar- son. Ég segi ekki að hann yrði góður forsætisráðherra, en hann yrði í stíl við tvo síðustu forsætisráðherra: Hann hef- ur gjörvuleikann en ekki mikla pólit- íska gæfu. Hann stendur reyndar síð- ustu forsætisráðherrum mun ffamar að gjörvuleika; hvorugur þeirra hefði leik- ið það eftir að synda fyrst úr Drangey og eiga síðan legorð við griðkonu á næsta bæ. Hans helsta baráttumál yrði að ffiða Drangey. Hann hefði án ef ver- ið í Þjóðvaka ef hann væri uppi í dag, þvf það er svo mikil söguleg tragedía í honum.“ ■ Sigurður A. Magnússon rithöfundur Einhvers konar krati ,Ætli maður gæti ekki vel sætt sig við Njál. Þó hann væri misvitur og honum mislagðar hendur var hann réttsýnn og réttlátur og óeigingjam - allt þetta sem maður vill nú að leiðtogar séu. Ég held að Njáll myndi stefna að meira réttlæti og meiri jöfnuði, og leggja meiri áherslu á menningarleg verðmæti og andleg efni heldur en það sem hér ríður ölluin húsum í dag. Njáll væri auðvitað einhvers konar krati, en ég veit ekki hvort hann væri í Alþýðuflokknum. Hann væri kannski svona krati eins og ég sem er aðeins vinstra megin við Al- þýðuflokkinn, já ætli hatrn væri ekki í Álþýðubandalaginu. Hann fengi auð- vitað ekki inni í Kvennalistanum en hann væri örugglega hliðhollur þcim.“ ■ Siv Friðleifsdóttir alþingiskona Skynsemdar- menn og Framsóknar- flokkurinn „Njáll á Bergþórshvoli. Hann er skynsamur maður, ffiðarsinni og djúp- hygginn að mínu viti. Og ekki veitti af slfkum forsætisráðherra í dag; þó ég sé ekki að segja að sá sem við höfúm sé slæmur. Hann myndi reyna að koma málum þannig fyrir að sem flestum og helst öllum Islendingum gæti liðið vel hér í landinu, hann myndi nota þessi tækifæri sem við höfum upp á að bjóða. Njáll var skynsamur maður og ég held að það þurfi mjög skynsamt fólk við stjómvölinn núna því það þarf að taka margar erfiðar ákvarðanir. Hann væri auðvitað í Framsóknar- flokknum, það er engin spuming. Svona skynsemdarmenn passa vel þar - og em þar í dag.“ ■ Sigurður Þálsson rithöfundur Thor við borðsendann „Fyrst flýgur mér í hug tiltölulega aug- ljós kostur: Njáll á Bergþórshvoli. Hann er ákaflega snjall að samrýnta sjónarmið, en hefur samt ákveðnar hugmyndir um hvað sé rétt. Af 20. öld- inni dettur mér Ásmundur sýslumað- ur í hug, aðalpersóna Grómosans eftir Thor Vilhjálmsson. Hann hefur svo skemmtilegt innra líf. En Thor þyrfti eiginlega að vera þama með honum; það væri upplagt ef Thor væri ritari rík- isstjómarinnar og gæti hvíslað að Ás- mundi. Báðar persónumar yrðu góðar í að skrifa stjómarsáttmála; en um hvað veit ég ekki. En ég vil endilega hafa Thor við borðsendann til þess að hvísla að Ásmundi - og jafhvel að Njáli líka. Ekki síst til þess að fundimir yrðu ekki allt of leiðinlegir. Svo datt mér í hug spákonan á Holtinu í Eyjabókum Einars Kárasonar. Hún myndi halda uppi vemlegu Ijöri í landinu, það yrði óvenjuleg ríkisstjóm og allar ffam- kvæmdir á óeðlilegu nómnum - sem myndu vekja athygli erlendis. Þetta yrði ákaflega mikil Islandskynning; ekki endilega góð, en mikil.“ ■ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi Kvenskörungur f karlmannsheimi „Guðrún Ósvífursdóttir sem var kvenskörungur í karlmannsheimi. Hún myndi pluma sig mjög vel sem forsæt- isráðherra og ekki láta vaða neitt yfir sig. Ég myndi kannski ekki mæla með þeim aðferðum sem hún beitti f sam- skiptum sínum við karlmenn - að drepa þá [tegar hún fékk ekki sitt ffam - en ég held að manneskja gædd sömu staðfestu og hennar karakter var gædd- ur myndi standa sig vel sem forsætis- ráðherra. Að sjálfsögðu væri hún í Kvennalistanum, það kemur ekkert annað til greina." ■ Emilíana Torrini söngkona Frekian hún Hallgerður „Hallgerður langbrók. Hún er svo mikil ffekja. Hennar helsm steftiumál yrðu þau að verða forseti - og það myndi henni örugglega takast ef hún beitir bara sömu brögðum og hún er vön. Hún væri örugglega ekki í neinum stjómmálaflokki, hún væri löngu búin að stofna eigin baráttuhóp; sem berðist fyrir því að fólk fengi að beija hvem sem það vildi.“ ■ Helgi Skúlason leikari Réttlæti og húmanismi „Ég held ég myndi treysta Róbert Belford í Marmara best. Vegna mikillar mannúðarstefhu. Hann er mik- ill húmanisti, það er hans aðal eigind að sjá í gegn um og beijast, til síðasta blóðdropa síns, fyrir réttlæti og mann- úð í heiminum. Hans stefnumál yrðu réttlæti og húmanismi gagnvart fólkinu." ■ Laus staða á skrifstofu Dagvistar barna Starf fjármálastjóra á skrifstofu Dagvistar barna er laust til umsóknar. Starfið felst í daglegri stjórnun fjármála- og rekstrar- sviðs. Umsækjandi þarf að hafa: • Menntun á sviði viðskipta og/eða hagfræði. • Reynslu í fjárhagsáætlanagerð og skildum verk- efnum. • Þekking og reynsla í stjórnun og samskiptum. • Áhuga til að takast á við ábyrgðarmikið starf í stofnun þar sem fram fer viðamikil endurskipulagning. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Dagvistar barna, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergur Felixson framkvæmdastjóri kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur um starfið ertil 18. september.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.