Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐID 5 , J>ær gengu nú treglega fyrst í stað. Sumir í okkar hópi voru nokkuð óráðn- ir í því hvort rétt væri að mynda þessa stjóm, og vildu ffemur ganga tii stjóm- armyndunar með þeim sem staðið höfðu að Viðreisnarstjóminni." -Hveijir vom þessarar skoðunar inn- an þingflokksins? „Þessa viðhorfs gætti íyrst og ffemst hjá Bimi Jónssyni.“ Ágreiningur og stjórnarslit En vinstristjóm varð semsagt uppá teningnum: Framsókn, Alþýðubanda- lag og Samtök ffjálslyndra og vinstri- manna. Magnús Torfi Ólafsson varð menntamálaráðherra. Nafhi hans Kjart- ansson - fymrm pólitískur samheiji og samritstjóri á Þjóðviljanum - átti sæti í stjóminni fyrir Alþýðubandalagið. Ég hef orð á þessu: Hvernig var ykkar samstarf, var engin heift vegna þessa pólitíska hjónaskilnaðar sem hafði orð- ið? „Nei, við héldum þeim ýfingi og ágreiningi utan við okkar samskipti í ríkisstjóminni,“ svarar Magnús Torfi. Kankvís. -Næst langar mig að vita hvernig samstarf flokkanna þriggja hafi gengið: sagan segir að það hafi verið storma- samt, eða hvað? , Jú, það gekk á ýmsu, sérstaklega út- af efhahagsmálum einsog svo oft áður. Þessi ágreiningur olli því að það tók að kvamast utanúr Samtökunum. Fyrst sagði Bjami Guðnason [alþingismaður] skilið við þau, og síðan verða skil milli mín annarsvegar og Hannibals, Bjöms og Karvels [Pálmasonar] hinsvegar þegar þeir vilja að Samtökin sh'ti stjóm- arsamstarfmu útaf efnahagsmálaffum- varpi sem Ólafur Jóhannesson hafði lagt ffam.“ Stjómin sprakk 1974. En það hafði verið deilt um fleira á kjörtímabilinu en efnahagsmál. Ætlaði ekki stjómin að reka herinn? „Það var ákvæði í stjómarsáttmálan- um um að herinn skyldi fara af landi brott í áföngum. Um það var fjallað eft- ir að landhelgismáhð var komið á rek- spöl. Þar hafði Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra [Framsóknarflokki] að sjálfsögðu forystu, en ásamt honum fjölluðum við Magnús Kjartansson um málið. Skömmu áður en stjómarsam- starfið slitnaði höfðum við komist að sameiginlegri niðurstöðu, sem ekki hafði verið rædd að gagni í ríkisstjóm- inni en fengið þar að minnsta kosti grænt ljós.“ -Hvað fól sú niðurstaða í sér? „Hún fól í sér að skyldum íslands við Atlantshafsbandalagið, samkvæmt aðild landsins að því, skyldi gegnt en að það gerðist þannig að störf færðust að mestu úr höndum bandarískra her- manna til Islendinga. En á það reyndi semsagt aldrei, hvort um þetta næðist samkomulag við Bandaríkjamenn." Þegar Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru í sama flokki Alþingiskosningar fóm fram 1974. Þá hafði Hannibal dregið sig í hlé og Magnús Torfi orðinn leiðtogi Samtak- anna: þeim hafði bæst nokkur liðsauki ffá Möðmvellingunum, sem svo vom kallaðir. Þar var á ferð blómi ungra ffamsóknarmanna sem sagt hafði skilið við flokk sinn. Möðmvellingar settu víða svip á ffamboðslista Samtakanna: á Austurlandi leiddþ listann glókollur að nafni Ólafur Ragnar Grímsson. Hinumegin á landinu var annar ungur maður - sem var fráleitt ættaður úr Framsókn - í öðm sæti ffamboðslistans á Vestfjörðum: Jón Baldvin Hannibals- son. En þrátt fyrir vasklega framgöngu hinna nýju liðsmanna reyndust kosn- ingarnar Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna erfiðar. Aðeins tveir menn náðu á þing, Magnús Torfi og Karvel. Sjálfstæðisflokkurinn vann hinsvegar stærsta sigur sinn fyrr og síð- ar undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Samtökin vom ekki ein um að gjalda afhroð, Alþýðuflokkurinn hafði næst- um þurrkast út og fékk aðeins fimm þingmenn: Gylfi Þ. Gíslason var eini kjördæmakjörni þingmaðurinn. Ég spyr Magnús Torfa: Hvað olh þessari miklu hægrisveiflu - var það sundmng vinstrimanna? „Tvímælalaust var hún mestur or- sakavaldur í þessu. Einsog ég sagði áð- an, þá hafði sameiningarboðskapurinn átt töluverðan hljómgrunn. Sundrungin sem varð í Samtökunum olh hinsvegar afturhvarfi og bakslag. Fólk var von- svikið.“ Geir Hallgrímsson myndaði ríkis- „Það síðasta sem ég kom til leiðar í Sósíalistaflokkn- um var samþykkt sem þar var gerð í miðstjórn um að slíta öll flokksleg tengsl við þá flokka sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968." lengi... En meginmálið var það, að þama vom greidd atkvæði um tillögu frá uppstillingamefnd, sem sfðan var breytt á þann veg sem harði kjaminn í Sósíalistafélaginu vildi. Uppúr því spratt I- listaframboð Hannibals í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1967. Ég og fleiri sem höfðu verið í hinu nýmyndaða Alþýðubandalagsfé- lagi Reykjavíkur snerumst á sveif með Hannibal, þótt við tækjum ekki allir sæti á lista hans.“ -Meira um Tónabíó: Hvernig var andrúmsloftið á fundinum? „Það var svona einsog á harðsóttum fundum sem hefur verið rækilega smal- að á. MikiU móður í mönnum, en ekki mikið um hmfilyrði eða iUskeyttar um- ræður.“ -Þér hefúr semsagt tekist að halda aga á fundinum. „Það held ég. Að minnsta kosti kom hvorki Ul pústra né hnippinga." Magn- ús Toifi bregður ekki svip. „Flokksleg eigingirni" veldur klofningi Alþýðubandalagið var loks gert að formlegum stjórnmálaflokki 1968 (Ragnar Amalds, komungur lögftæð- ingur, var valinn formaður) en Magnús Torfi segir að aldrei hafi til greina komið af hans hálfu að ganga í hinn nýja flokk. Hann átti hinsvegar þátt í því, ásamt mörgum félögum úr Al- þýðubandalagsfélaginu, að stofha Sam- tök frjálslyndra og vinstrimanna. Hannibal var kjörinn formaður Sam- takanna - en hafði áður verið fonnaður bæði Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Hvað lá til grundvallar hinum nýja flokki? Magnús Torfi velur orðin vandlega. „Okkur, sem komum úr Alþýðubanda- laginu, fannst sýnt að í flokknum fæm með úrslitavöld þau öfl sem stæðu í vegi fyrir því að stærri vinstrisameining gæti átt sér stað. Þar væri það sem við kölluðum „flokksleg eigingirni" úr Sósíalistaflokknum gamla í fyrirrúmi.“ -Heldur þú að leiðtogar Alþýðu- bandalagsins, sern komu úr Sósíalista- flokknum, hafl á þessum ámm ennþá ráðfært sig við Kommúnistaflokk Sov- étríkjanna? ,Æg skal ekki fullyrða um hveija þeir hittu, menn einsog Éinar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson, sem fóm oft til Sovétríkjanna og annarra ríkja á sov- éska svæðinu. Eg get ekkert sagt um það, hvað fór manna á milli. En á þeim samkomum sem ég sótti, til dæmis í miðstjóm Sósíalistaflokksins þarsem ég átti sæti um tíma, þangað barst aldrei neinn boðskapur að austan eftir heimkomu þessara manna. Það síðasta sem ég kom til leiðar í Sósíalista- flokknum var samþykkt sem þar var gerð í miðstjóm um að slíta öll flokks- leg tengsl við þá flokka sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968“ -Þetta var söguleg tillaga í meira lagi: hvemig var henni tekið? „Sumir fögnuðu henni, aðrir tóku henni mjög þunglega og reyndu að fá mig til að taka hana aftur og vildu ekki þuifa að taka afstöðu til hennar.“ Ég spyr hvort Einar Olgeirsson og Brynjólfur hafi reynt að hafa áhrif á Magnús í þessa vem. „Ég var ekki kallaður á eintal eða neitt slíkt. Tillagan var samþykkt." Kosningasigur og vinstristjórn Sem fyrr sagði skildu leiðir Magnús- ar Torfa og Alþýðubandalagsins end- anlega þegar Samtök frjálslyndra og vinstrimanna voru stofnuð, 1969. Kosningar fóm fram tveimur ámm síð- ar. Ég spyr hvemig nýr flokkur hafi bú- ið sig undir kosningar - Samtökin unnu góðan sigur og fengu fimm þingmenn kjöma. „Öll tilhögun var af vanefnum. Til að mynda tókst nú ekki, fyrir hönd- vömm, að koma fram ffamboði í einu kjördæmi, Norðurlandi vestra. Sigurinn byggðist svo annarsvegar á því, að kjósendur vom orðnir afar þreyttir á langri setu Viðreisnarstjórnarinnar; hinsvegar fékk málflutningur okkar um vinstri sameiningu töluverðan hljóm- grunn." Magnús Torfi Ólafsson skipaði 1. sætið í Reykjavík: hver vom tildrög þess? „Fyrst ber að nefna, að gert hafði verið ráð fyrir því að Hannibal Valdi- marsson yrði í efsta sæti framboðsins í Reykjavík, en hann tók þá ákvörðun að fara til Vestfjarða og beijast þar til ríkis einsog honum var lagið. Þá kom upp- stillingamefhd til mín og fór þess á leit, að ég tæki þetta fyrsta sæti í Reykjavík. Ég samþykkti það eftir skamman um- hugsunarfrest. Niðurstaðan var síðan fimm manna þingflokkur." Viðreisn fallin og vinstri stjórn mynduð undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar formanns Framsóknar: Þetta var sögulegt. Ég spyr Magnús Torfa hvem- ig stjómarmyndunarviðræðumar hafi gengið. stjóm með Framsókn 1974 en fjórum ámm síðar var komið að glæsilegasta kosningasigri Alþýðuflokksins: hann vann hvorki meira né minna en níu þingsæti og fékk alls 14 menn kjöma. Þingsaga Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna var hinsvegar öll. „Já, þá þurrkuðust Samtökin út,“ segir Magnús Torfi. Beiskjulaust. Gunnar Thoroddsen eftirminnilegastur -Þarna kemur að tímamótum hjá þér: Þingmennsku lokið og þú gerist blaðafulltrúi rfkisstjómarinnar. „Já, ég gerðist blaðafulltrúi rfkis- stjómarinnar að beiðni Ólafs Jóhannes- sonar, sem þama myndaði aðra ríkis- stjóm sína.“ Magnús Torfi gegndi starfinu í 11 ár. og var fundarritari á ríkisstjómarfúnd- um 1979-89, þegar hann lét af störfum. Ég segi: Nú geri ég ráð fyrir því, að það sem fram fer á ríkisstjómarfúndum sé trúnaðarmál... „Það er það,“ segir Magnús Torfi ákveðinn, „fundargerðir em merktar trúnaðarmál og þannig með þær farið.“ -En værirðu nokkuð að ljóstra upp leyndarmáli, þótt þú segðir mér hver væri eftirminnilegasti ráðherrann? ,JÞað er ekkert trúnaðarmál hvert er mitt persónulega álit,“ segir Magnús. Hann hugsar sig lengi um. „Ég á erfitt með að gera upp á milli manna, sem flestir hafa til síns ágætis nokkuð. En ég held þó, að Gunnar heitinn Thor- oddsen verði mér eftirminnilegastur af þeim sem setið hafa við ríkisstjómar- borðið meðan ég skrifaði þar fundar- gerðir.“ -Hversvegna? „Hann hafði sérstaka framkomu og kom þannig fyrir sig orði að það varð oft minnisstætt “ „Ósjálfráð" skrif Hálf öld er liðin síðan Magnús Torfi Ólafsson skrifaði fyrstu grein sína um erlend málefúi í Þjóðviljann. Og hann er ekki hættur, einsog lesendur DV vita. Fréttaskýringar Magnúsar Torfa bera vott um innsæi og yfirburðaþekk- ingu þegar alþjóðamál em annarsvegar. „Það er orðið næsmm ósjálfrátt að ég haldi úti föstum skrifum um það sem er að gerast úti í heimi, og hef skrifað fyr- ir þijú blöð. Ég hef alltaf verið þannig gerður að ég hef fylgst af áhuga með framvindu heimsmála. Og meðan þó- nokkrum lesendahóp finnst einhver fengur í því sem ég læt ftá mér fara - þá held ég ótrauður áffam" -Örlítið rneiri pólitík á endasprettin- um. Þú tókst þátt í einni tilraun til að sameina vinstrimenn. Áður hafði það verið reynt í tvígang og eftir að þú hættir í stjómmálum hefur verið stofú- að til tveggja flokka í þessu skyni. All- ar hafa tilraunimar mnnið út í sandinn. Er alveg borin von að hægt að sé efna til sameiningar, eiga menn bara að gleyma þessu? „Ég held nú ekki, þrátt fyrir þessa dapurlegu reynslu, að þetta sé endan- lega unnið fýrir gýg. Það geta skapast þær aðstæður að unnt sé að efna til sameiningar á víðtækari gmndvelli en hingað til hefur verið reynt. Hverjar þær aðstæður em - því verður fram- vindan að svara." -Hver heldurðu að sé ástæðan fýrir því að vinstrimönnum, jafnaðarmönn- um, félagshyggjufólki - hvaða heiti sem á nú að nota - gengur svona illa að vinna saman? Em þetta eintómar pólit- ískar prímadonnur kannski? „Það er margt sem þar kemur til. Það geta verið persónuleg viðhorf og ekki síður það sem ég kalla flokkslega eigin- gimi - hveijum þykir vænt um sitt pól- itíska heimkynni og finnst að ekki eigi að skella því saman við önnur. Þá er það og svo, að því rækilegar sem hlut- fallskosningakerfið er útfært, er lík- legra að flokkar verði margir og smáir. Mér þykir trúlegt að flokkum fækkaði skjótt ef hér yrðu tekin upp einmenn- ingskjördæmi." Það sem mestu skiptir Bikarúrslitaleikurinn er búinn. Þetta viðtal er líka að renna sitt skeið. Ég spyr að lokum: Þegar þú lítur núna yfir farinn veg, hvað er minnisstæðast: blaðamennskan, pólitíkin eða kannski eitthvað allt annað? „Það sem er minnisstæðast er auðvitað hversu reiðir af í einkalífinu, fjölskylda, börn, barnabörn: Þetta met ég mest. En varðandi störfin, þá ber nú störfin í menntamálaráðuneytinu hæst.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.