Alþýðublaðið - 29.09.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 ■ Stjórn Dagsbrúnar Samningar Á stjómarfundi Dagsbrúnar í gær var samþykkt ályktun þar sem Dags- brún lýsir yfir þeirri skoðun sinni að kjarasamningar séu lausir. Skorað er á verkalýðsfélög láglaunafólks í Verka- mannasambandinu að hafa samstarf um að stöðva ranglætið og knýja ffam breytingar. I ályktuninni segir að nær allir samningar sem gerðir hafa verið eru lausir eftir febrúarsamningana hafi falið í sér meiri kauphækkanir. Því til viðbótar komi svo ráðstafanir svokallaðs kjara- dóms. „Verði ranglætið ekki stöðvað mun Dagsbrún ásamt öðmm láglauna- félögum í Verkamannasambandi ís- lands gera þær ráðstafanir sem duga og hvorki ríkisstjórn né Vinnuveit- endasamband getur stöðvað," segir Dagsbrún. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur ákveðið að veita fyrirtækjum og þjónustuaðilum um land allt viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra. Viðurkenningarnar verða veittar árlega á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, í fyrsta skipti nú í vetur. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði til verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörgu, L.s.f., fyrir 1. október 1995. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími 552 9133. MARKAÐSSETNING ERLENDIS Ríkisstjórnin veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sértækra markaðsaðgerða á eftirfarandi sviðum: ATAKSYERKtFNI OG RAÐGJOF MARKAÐSRANN$.OKNIR OG ÞEKKINGAROFLUN FRAMKVÆMD MARKAÐSAÆTLUNAR Um styrki geta sótt fyrirtæki og einstaklingar með skráð lögheimili á íslandi. Umsækjendur skulu leggja ffam umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Útflutningsráði íslands. Gert er ráð fyrir að styrkimir geti að jafnaði numið um þriðjungi af skilgreindum kostnaði hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi. Umsækjendum ber að gera grein „ S X fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. > 3 >■ Nánari upplýsingar um reglur vegna markaðsstyrkja fylgja £ s umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 25. október S n.k. og umsóknum skal skilað til Útflutningsráðs íslands, Hallveigastíg 1, sími!54000, bréfasími 511 4040. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ÚTFLUTHHf GS RÁ < ÍSLAHDS Erling Kristinsson, Sæmundur Stefánsson og Halldór Árni Sveinsson eigendur Hafnfirskrar fjölmiðlunar hafa haslað sér völl á sjónvarps-útvarps og blaðamarkaði. Líflegt fjölmiðlastarf í Hafnarfirði Sérstakt hafnfirskt útvarp, sjónvarp og dagblað Erling Kristinsson, Halldór Árni Sveinsson, Lúðvík Geirsson og Sæ- mundur Stefánsson eiga og reka fyr- irtækið Hafnfirska fjölmiðlun sem þeir stofnuðu fyrir einu og hálfu ári. Fyrir- tækið sér um útvarps-og sjónvarps- sendingar í Hafnarfírði og gefur auk þess út vikublað. „Það má segja að þetta sé þverpólit- ískt samstarf því við félagamir kom- um hver úr sinni áttinni í þeim efnum og þrír okkar ritstýrðu áður flokksmál- gögnum í Hafnarfirði. Við ákváðum að fara í samstarf og gefum nú út vikublað og emm einnig með útvarps- og sjónvarpssendingar," segir Sæ- mundur Stefánsson. „Blaðaútgáfan lá niðri í sumar, enda er það slakur tími til bæjarblaðaútgáfu, en nú er útgáfan um það bil að byrja aftur af fullum krafti. Af útvarpsstöðinni er það að segja að frá áramótum höfum við útvarpað fundum bæjarstjórnar. Við höfum einnig verið með reglulega dagskrá milli 17 og 19 á daginn. Sú dagskrá byggir að töluverður leyti á tónlist, en þar á milli em viðtöl ásamt umfjöllun- um um eitt og annað. I apríl hófum við sjónvarpsútsend- ingar. Sjónvarpað er fjóra daga vik- unnar, hálftíma í senn, fyrst og ffemst bæjarefni, fréttum og fréttatengdu efni. Sjónvarpsútsendingamar em bæði nýjung og ákveðin tilraun, sem við vitum ekki enn hvort komin er til að vera til langframa, en það er stefnt að því. Við lítum svo á að við séum á ákveðnu reynslutímabili." Handagangur í öskjunni við útskipun í Hafnarfjarðarhöfn. A-mynd. E. Ól. §Alþýðuflokkskonur í Hafnarfirði Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur aðalfund miðvikudaginn 4. okt, kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strand- götu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Steinunn Þorsteinsdóttir, sagnfræðingur, les valda kafla úr óútkominni sögu kvenfélagsins. 3. Önnur mál. 4. Kaffiveitingar. Mætum allar, takið með ykkur gesti. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin. Nokkur ár eru síðan Norræna húsið tók upp þann sið að sýna norrænar kvikmyndir fyrir börn og unglinga á sunnudögum kl. 14 yfir vetrartímann. Næstkomandi sunnudag verður fyrsta sýning þessa vetrar, en þá verða sýnd- ar tvær sænskar teiknimyndir Lilla syst- er kanin og Kalle stropp och Grodan Boll. Fyrri myndin fjallar um vinalega kanínufjölskyldu og sú seinni Kalle frosk og Grodan halakörtu og leit þeirra að vinkonu sinni hænunni sem var rænt. Myndirnar eru samtals 55 mínútur að lengd og eru með sænsku tali. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeyp- is. Kvikmyndasýningar verða svo alla sunnudaga fram í miðjan desember... Næstkomandi laugardag klukkan 17.15 flytur Erling Zanchetta, framkvæmdastjóri Arhus Stiftstidende fyrirlestur í Norræna húsinu. Zanchetta mun meðal annars ræða hlutverk og stöðu dagblaða og aðferðir til að tryggja stöðu dagblaða sem menning- ar- og upplýsingarmiðils, en ýmislegt bendir til að dagblöð eigi undir högg að sækja í nútímaþjóðfélagi. Ný rann- sókn á vegum Félagsvísindastofnunar í Danmörku sýnir til dæmis fram á að einungis 50% ungs fólks í Danmörku les daglega dagblað, en það eru 30% afturför á síðustu sex árum... Meðal þess sem í boði verður á vetrardagskrá Norræna hússins er dagskrárröð undir heitinu Orkanens öje og verður á dagskrá á sunnudög- um kl. 16. Tónlist, myndlist, leikhús og málefni líðandi stundarfá sinn sess auk fyrirlestra um málefni líðandi stundar. Sunnudaginn 1. október verða tónleikar þar sem koma fram Blásarak- vintett Reykjavikur og tónlistarmaður- inn Herman D. Koppei. Átónleikun- um verða flutt verk eftir W.A. Mozart, Carl Nielsen og Herman D. Koppel. Aðgangur að tónleikunum er 800 krón- ur...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.