Alþýðublaðið - 26.10.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.10.1995, Síða 1
■ Opinn fundur í kvöld um vinstra samstarf ■ Útsala hefst í dag Ágreiningur í mörg- um stórum málum - segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður. „Fólk stofnar stjómmálaflokka um ákveðnar skoðanir og ekki eðlilegt að gera ráð fyrir því að fólk sem hefur mjög ólíkar skoðanir eigi mjög auð- velt með að sameinast í einum flokki. Það em engar tilviljanir sem skilja að Alþýðuflokk og Alþýðubandalag eða duttlungar forystumanna heldur er um málefnaágreining að ræða í mörgum stómm málum,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson alþingismaður í samtali við blaðið. f kvöld efnir Alþýðubandalagið í Reykjavík til opins fundar umræðu- fundar um vinstra samstarf og verður fundurinn haldinn á Hótel Sögu. Sig- hvatur á að vera meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á fundinum. Þeg- ar Alþýðublaðið ræddi við hann í gær var hann hins vegar staddur á Pat- reksfirði og óvíst hvort hann kæmist suður í dag vegna óveðurs. „Sá málefnaágreiningur sem er milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hveríur ekki á einni nóttu eða á einum fundi. Þar fyrir utan er ekki loku fyrir það skotið að þessir flokkar geti unnið saman. En það hefur ekk- ert sérstakt gerst í þeim málum eftir landsfund Alþýðubandalagsins. Ég var beðinn um að mæta á þessum fundi í kvöld og mér finnst það sjálf- sagt enda grundvallaratriði að fólk ræði saman,“ sagði Sighvatur. „Þó svo að mörg gömul ágrein- ingsmál hafi gufað upp eins og að hluta til í utanríkismálum þá hafa önnur komið í þeirra stað. Þrátt fyrir Sighvatur: Ágreiningurinn hverfur ekki á einni nóttu. allt endurtaka flokkarnir að sumu leyti sínar gömlu áherslur. Eitt af því sem Alþýðubandalagið samþykkti á sínum landsfundi var gamla slagorð- ið ísland úr NATO - herinn burt. Þetta skýtur auðvitað skökku við ástandið eins og það er í dag því margir af fyrrverandi skoðanabræðr- um Alþýðubandalagsins í löndum Evrópu eiga enga ósk heitari en þá að fá aðild að NATO. Meira að segja þessi gömlu ágreiningsmál virðast því ekki úr sögunni ennþá. Þar fyrir verða þessir flokkar að sýna að þeir geti unnið saman um þau mál sem ekki er ágreiningur um. En náið sam- starf þeirra þarf að eiga sér talsverðan aðdraganda," sagði Sighvatur Björg- A-mynd: E. Ól. VmSSOn. Mfa Laxness: Stefna Framsóknar ein- faldlega að gera sveitabúskap að atvinnuvegi fyrir ölmusumenn. ■ Laxness og landbúnaðurinn Sport og meinlæta- lifnaður Átök í Kaffileikhúsinu Föstudagskvöldið 27. október frum$ýnir Kaffileikhúsið Sápu þrjú og hálftí leikstjórn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur. Hér má sjá þá Kjartan Bjargmundsson og Þröst Leó takast á með tilþrifum svo ekki virðist lognmollan ráða ríkjum í verkinu. ■ Jafnrétti kynjanna verður aðalefni landsfundar Sjálfstæðisflokksins Gengið á kjötfjallið I dag hefst sérstök útsala á um eða yfir eitt þúsund tonnum af dilkakjöti. Með því móti vonast menn til að hægt verði að minnka miklar birgðir dilka- kjöts sem til eru í landinu. Um er að ræða fyrsta flokks dilka- kjöt og verður kjötið selt í hálfum skrokkum í tvenns konar pakkningum. Annars vegar er boðið upp á hlutað kjöt þar sem hámarkssmásöluverð er 349 krónur kílóið. Hins vegar er boðið upp á pakkningar þar sem kjötið er meira unnið og snyrt og er hámarks- verð á því kjöti 399 krónur kílóið. Þá hefur verið ákveðið að ffá næstu mán- aðamótum verði allt annað kindakjöt af birgðum frá í fyrra selt með 15% verðlækkun frá heildsöluverði. ■ Percy B. Stefánsson Engir hommar eða lesbíur í sögubókunum „I sögubókunum í skólanum var ekkert minnst á lesbíur eða homma. Ætli einhver okkar hafi fengið Nób- elsverðlaun eða staðið á tunglinu? Við þurfum hetjur til að vera stolt af og finna til samkenndar með,“ segir Percy B. Stefánsson varaformaður Samtakanna ’78 í athyglisverðri grein í Alþýðublaðinu í dag. „Kenn- arinn og sagan þagði yfir hommun- um í íslandssögunni, yfir „fylgi- sveinum" konunga, yfir skáldunum og listamönnunum sem elskuðu sitt eigið kyn. Sagan er þannig skrifuð að ég finn enga fyrirmynd, enga hetju sem er eins og ég. Engan sem hefur komist á spjöld sögunnar vegna þess að hann er hommi, ekki þrátt fyrir að hann væri það,“ segir Percy sem jafnframt skorar á alþing- ismenn að afgreiða á yfirstandandi þingi lög „sem gera lesbíur og homma að íslendingum til jafns við aðra Islendinga." Siá blaðsíðu 6. „Landbúnaður á íslandi er þannig stundaður, að það eru áhöld um fyrir hvors þörfum hann sé miður, fram- leiðendanna eða markaðarins,“ sagði Halldór Kiljan Laxness í grein í Tíma- riti Máls og mermingar árið 1942. Al- þýðublaðið rifjar í dag upp skrif skáldsins mikla um landbúnaðarmál. Halldór lét þau mikið til sín taka og skrifaði nokkrar greinar þarsem hann úthúðaði ríkjandi kerfi. Ástandinu lýsti Halldór með þessum orðum: „Landbúnað á að stunda sem fagra en óarðgæfa list, og ef bændur hafa hvorki í sig né á, þá skal fá þeim hundrað miljón krónur af almannafé undir allskonar yfirskyni, svo þeir geti haldið áffam í lengstu lcg þessu sam- blandi af meinlætalifnaði og sporti." Framsóknarmenn fengu það óþveg- ið hjá skáldinu fyrir hálfri öld: „Land- búnaðarstefna Framsóknarflokksins hefur ofur einfaldlega verið sú, að gera sveitabúskap á íslandi að at- vinnuvegi fyrir ölmusumenn." Sjá miðopnu. Gef áfram - segir Friðrik Sophusson varaformaður flokksins. ,,Ég mun áfrarn gefa kost á mér til varaformennsku í Sjálfstæðisflokkn- um. Hvað varðar umræðu um að breikka forystu flokksins þá er það landsfundarins að ákveða slíkt, hvort af því verður og þá hvenær. Einnig er hugsanlegt að ákveðið verði að endur- skoða skipulagsreglumar fyrir lands- fundinn 1997,“ sagði Friðrik Sop- husson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Alþýðublaðið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudaginn í næstu viku og lýkur sunnudaginn 5. nóvember. Búist er við að um 1.600 manns sæki fund- inn. Ymsar konur innan flokksins telja að konur hafi verið afskiptar við röðun á framboðslista og þær eigi erfitt með að komast til áhrifa innan Sjálfstæðis- flokksins. Þær vildu að stofnað yrði embætti ritara til að breikka forystu flokksins og kona yrði valin í starf rit- ara. Einnig kom upp sú hugmynd að hafa tvo varaformenn og annar þeirra væri kona. „Það eru engar kosningar fyrirsjá- anlegar á næstu tveimur árum eða fram til landsfundarins 1997. Það er því gott lag til að skoða þessi skipu- lagsmál bæði með tilliti til umræðunn- ar um breikkun á forystunni og eins ef menn vilja breyta skipulaginu eitthvað í takt við nýja tíma,“ sagði Friðrik. ,,Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á landsfundinum. Inn í þær um- ræður blandast hugmyndir um hlut kvenna og þá ekki bara hvað varðar formlegar stöður innan flokksins held- ur einnig flokkinn sem vettvang fyrir hugmyndir kvenna. Sumir telja að kost á mér Friðrik: Rætt verður sérstaklega um hlut kvenna. vettvangur íslenskra stjómmálaflokka, utan Kvennalistans, sé ekki sniðinn al- veg við hæfi kvenna. Það sé erfitt fyrir konur að koma sínum hugmyndum og áhugamálum á framfæri á vettvangi flokkanria. Á landsfundinum verður sérstak- lega rætt um jafnrétti og frelsi einslak- lingsins. Það verður lögð mikil áhersla á þau mál á fundinum sjálfum og þau verða sérstaklega tekin upp. Við telj- um að stór stjómmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn verði að ræða á sínum æðsta vettvangi þessi mál sem em afar mikilvæg fyrir framvinduna hér á landi. Ég á von á því að umræð- an um jafnrétti kynjanna, launamál, fjölskyldumál og feminisma verði að- alefni landsfundarins," sagði Friðrik Sophusson. Leiðarinn Kristín Ástgeirsdóttir Guðmundur Árni Stefánsson Eyvindur Erlendsson um Kasper og um sameiningu umtýndan um Gorbatsjov Jesper og Jónatan jafnaðarmanna Sjálfstæðisflokk forseta íslands

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.