Alþýðublaðið - 26.10.1995, Síða 3
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn ?
Margir höfðu á orði á síðasta kjör-
tímabili, að svo virtist með köflum að
aðeins einn stjómmálaflokkur stæði
að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Og
það væri ekki flokkur sjálfs forsætis-
ráðherrans, heldur þvert á móti Al-
þýðuflokkurinn, sem hafði þó aðeins
10 þingmgnn innanborðs á móti 26
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Astæðan fyrir þessum viðhorfum á
liðnu kjörtímabili var fyrst og fremst
sú, að þegar í haróbakkann sló og stór
mál komu upp, sem ríkisstjórnin var
Háborðið
að fást við, þá vom það oftar en ekki
forystumenn Alþýðuflokksins sem
stóðu í eldlínunni, en minna fór fyrir
forystu Sjálfstæðisflokksins. Einkan-
lega átti þetta við þegar viðkomandi
mál vom umdeild og vart var við and-
stöðu hér og þar í þjóðfélaginu, oftast
hjá hagsmunahópum.
Sjálfstæðisflokkurinn sigldi lygnan
sjó, en á erfiðum tímurn, kreppu-
ástandi í atvinnu- og efnahagslífi, var
það Alþýðuflokkurinn sem bar hita
og þunga dagsins.
Við jafnaðarmenn kvörtuðum ekki
undan þessu. Við viljum láta til okkar
taka, en ekki hrökkva undan þó að
blási tímabundið á móti.
En þetta var á síðasta kjörtímabili.
Nú er mnnið upp nýtt kjörtímabil og
ný ríkisstjóm hefur setið að völdum í
um sex mánuði, Ennþá er Sjálfstæðis-
flokkurinn aðili að ríkisstjórninni.
Enn er forsætisráðherrann. Davíð
Oddsson, fonnaður þess flokks.
Og ennþá er ástæða til að auglýsa
eftir Sjálfstæðisflokknum. Hvar er
hann? Hver er stefna hans? Hvað er
hann að gera? Hvar eru ráðherrarnir
og forystumennimir?
Eðlilega hefur Framsóknarflokkur-
inn, hinn nýi ríkisstjórnarflokkur.
þurft að standa til svara fyrir kosn-
ingaloforðin frá í vor, sem sýnilega á
að svíkja. Og Framsóknarflokkurinn
hefur veikan málstað að verja. Ekki
óeðlilegt þótt kaldir vindar næði um
forystumenn flokksins.
Það breytir því þó ekki. að Sjálf-
stæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og
ekki nokkur ástæða til þess að hann
sé stikkfrí þegar kemur að hverju
klúðrinu á fætur öðm við ríkisstjóm-
arborðið.
Friðrik í feium
Það er varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, fjármálaráðherrann, sem
leggur fram fmmvarp til fjárlaga. Það
er hins vegar að litlu leyti hann sem
svarar þeirri.hörðu gagnrýni sem fram
hefur komið á ýmsa þætti frumvarps-
ins. Skulu hér tilgreind nokkur dæmi.
Fjármálaráðherra hefur sett nafn
sitt undir fjölmarga samninga við
sveitarfélög um uppbyggingu á vett-
vangi heilbrigðisþjónustu víða um
land, meðal annars byggingu nýrra
heilsugæslustöðva. I frumvarpinu er
hreinlega gert ráð fyrir því að brjóta
þessa samninga, því aðeins eru 27
milljónir króna settar í stofnkostnað á
vettvangi heilsugæslu, en samkvæmt
gildandi samningum, sem þessi sami
fjármálaráðherra hefur undirritað, em
skuldbindingarnar á næsta ári upp á
um 90 milljónir.
Fagráðherrann í þessu tilfelli, heil-
brigðisráðherrann, Ingibjörg Pálma-
dóttir, hefur auðvitað engu getað
svarað, heldur hallar undir flatt og
brosir. En fjármálaráðherrann hefur
hins vegar komist hjá því fram að
þessu að svara fyrir þessi samnings-
brot. Hvað er hann að hugsa? Hvað
með þingmenn Sjálfstæðisflokksins?
Hafa þeir samþykkt það að brjóta
gerða samninga fyrir norðan. austan,
sunnan og hér á höfuðborgarsvæð-
inu? Hvað em þeir að hugsa?
Þessi sami fjármálaráðherra hefur
einnig skrifað undir samninga við
heimamenn um byggingu hjúkmnar-
heimilis á Fáskrúðsftrði. Heilbrigðis-
ráðherrann brosandi hefur sagt að
þann samning eigi að brjóta. Hvað
segir fjármálaráðherrann? Hvað segir
Jón Kristjánsson núverandi formaður
fjárlaganefndar og Egill Jónsson?
Hver eru þeirra svör þegar kemur að
Fáskrúðsfirði?
Eins og frægt er fór heilbrigðisráð-
herrann brosandi á fund Suðumesja-
manna og sagði þeim, að hún hygðist
bijóta samning um byggingu svokall-
aðrar D-álmu í Reykjanesbæ. Þeim
var hins vegar ekki hlátur í huga
sveitarstjórnarmönnunum á Suður-
nesjamönnum og hún fékk kaldar
kveðjur.
En hvar er fjármálaráðherrann sem
skrifaði undir samning um uppbygg-
ingu D-álmu í apríl síðastliðnum,
skömmu fyrir þingkosningar? Hver er
hans afstaða? Er ekkert að marka
hans undirskrift? Eða veit Friðrik ekki
af þessum uppákomum hjá henni
Ingibjörgu?
Þetta em aðeins nokkur dæmi um
fjármálaráðherrann sem aðeins kynnir
fjárlagafmmvarpið en lætur aðra um
að svara fyrir það. Þetta er verklagið
hjá Sjálfstæðisflokknum í hnotskum.
Afstaða óljós
Fleiri dæmi mætti nefna. Hver er í
raun afstaða Sjálfstæðisflokksins til
landbúnaðarmála þegar allt kemur til
alls? I umræðum um nýjan búvöru-
samning eru þingmenn flokksins út
og suður. Einn þeirra, Egill Jónsson,
segir bændur fá of lítið. Annar, Krist-
ján Pálsson, segir bændur fá of mikið
en neytendur of lítið. Ungliðar flokks-
ins segja samninginn handónýtt
plagg. Einhvers staðar mitt á milli í
mjög óljósum hlutverkum eru svo
svífandi forystumenn flokksins. Láta
þó Framsóknarflokkinn í aðalatriðum
svara fyrir gjöminginn.
Hver er afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins til smábátanna? Út og suður. Öll
sjónarmið reifuð hjá fjölda þing-
manna flokksins með ólfk viðhorf.
Hver er afstaða flokksins til einka-
væðingar ríkisbanka? Hver til hús-
næðismálanna? Er það til dæmis af-
staða þingmanna flokksins, sem íjár-
málaráðherra hefur reifað, að flytja
eigi húsnæðislánakerfið út úr Hús-
riæðisstofnun og til bankanna (sem þá
sennilega eiga allir að verað komnir í
einkaeigu)?
Það var eiginlega undirstrikun á af-
stöðuleysi Sjálfstæðisflokksins í öll-
um meginmálum. að í daglöngum
umræðum um íjölskyldumál í þinginu
nú í haust taldi ekki einn einasti Sjálf-
stæðisflokksins ástæðu til að leggja
þar orð í belg. Þeir höfðu ekki einu
sinni áhuga á því að sitja undir um-
ræðunni og hlusta og reyna að læra.
Þeir voru einfaldlega ekki með.
Flokkur allra um ekki neitt
Annars er fullkomlega ástæðulaust
að tíunda dæmi í þessa veru. Allir
sem nenna ða leggja sig eftir því,
verða þess áþreifanlega varir að Sjálf-
stæðisflokkurinn er til hlés. Hann tek-
ur ekki af skarið í nokkru máli. Þetta
er ekkert nýtt í íslenskri pólitík.
Það er hins vegar umhugsunarefni,
hvers vegna þessi flokkur afstöðu-
leysis sé um leið stærsti flokkur þjóð-
arinnar. Hann setur að sönnu upp
spariandlitið rétt fyrir kosningar og
segist flokkur allra stétta, mannúðar
og mildis og allt það. Og uppsker
ríkulega.
Það er verkefni íslenskra stjórn-
málamanna að draga Sjálfstæðis-
flokkinn fram á sjónarsviðið og sýna
hann, afhjúpa hann, láta hann svara
áleitnum spumingum sem uppi eru í
samfélagi okkar.
Af hverju skyldu nýju fötin keisar-
ans koma upp í hugann, þegar þetta
verkefni er nefnt til sögunnar?
Höfundur er alþingismaður og varafor-
maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Ekkert viðhald í 35 ár.
Fyrirsögn forsíðufréttar Alþýöublaösins í gaer.
Fréttin snerist reyndar um viðhald gatna.
Áfrýjunardómstóll á Spáni
úrskurðaði í gær að lagalega séð
dygði hjónum ekki að bera því
við að ástin væri horfin til að
fá skilnað.
Frétt í Morgunblaöinu i gær.
Geislavirkari en
tilraunir Frakka.
Jacques Santer forseti framkvæmdastjórnar
ESB um nýja bók Ritt Bjerregaard fulltrúa Dana
i framkvæmdastjórninni, þarsem hún segir
ýmsum þjóöarleiötogum og stórmennum til
syndanna. DV í gær.
Þegar ég held veislu
vil ég ekki hafa einhvern
viðstaddan sem hefur átt þátt í
morðum á Ameríkönum.
Rudolph Guiliani borgarstjóri New Vork sem lét
fleygja Yasser Arafat útaf tónleikum í borginni.
Níunda sinfónía Beethovens var á efnisskránni.
DV í gær.
Borgarsjóður hefur greitt
rúmlega 21 þúsund krónur fyrir
hreinlætisvörur og snyrtivörur,
svo sem hárblásara og púður,
sem ákveðið hefur verið að hafa til-
tækar á snyrtingu borgarstjóra
í Ráðhúsinu.
Frétt í DV í gær.
Hvíldarlaus ferð inní
drauminn er margbrotið verk
og stundum stórbrotið...
Stundum eru vinnubrögð skáldsins
svo markviss að engu er líkara
en það sé að greina eigið verk.
Það ásamt ljóðrænum krafti,
upphöfnu málfari, meðvitaðri
notkun tákna og tilvísana gerir
bók þessa að mínu mati að
einhverju merkasta smásagna-
safni seinni ára.
Ritdómur Skafta Þ. Halldórssonar
um nýtt smásagnasafn Matthíasar
Johannessens. Morgunblaöiö í gær.
fréttaskot úr fortfð
Orðskýringar
Vegna þeirra alþýðumanna og annara
lesenda, sem skilja ekki útlendu orðin
í grein þessari, skal þess getið, að
, jómantískur" þýðir bæði skáldlegur
°gjJarlœgur, „húmor" gamansemi,
,jealisti“ raunsceis eða veruleika-
skáld, „rómantíker" hugsœis eða firð-
arstefnuskáld, (er laðast sérstaklega
að hinu fjarlæga í hug og heimi óg
gerir sér það að yrkisefni, - liðnar
aldir, háar hugsjónir, fjarlæg lönd og
þjóðir, himinblámann o.s.frv.) „estet-
iskur“ (eða: æstetiskur) þýðir fegurð-
aifrœðiiegur.
Ritstj.
Orðskýringar ritstjóra Alþýðublaðsins,
Hallbjörns Halldórssonar, við grein
Brynjólfs Bjarnasonar um Bréftil Láru
eftir Þórberg Þórðarson. Birtist i blaðinu
24. mars 1925.
h i n u m e g i n
Vesturbæingar eru
mjög uggandi um
sinn hag eftir upp-
gangstíma KR síð-
ustu árin. Guðjón
Þórðarson er far-
inn heim á Skag-
ann og tekur að
minnsta kosti
hinn sókndjarfa
Bibercic með
sér. Annars hef-
ur vakið mesta
athygli að eftir
að Lúkas Kost-
ic var ráðinn
nýr þjálfari KR
hefur örlítil
borgarastyrjöld í
anda Júgóslavíu
blossað upp í
Vesturbænum.
Daði Dervic og
Heimir Porca,
sem verið hafa
máttarstólpar
liðsins, voru í
reynd flæmdir
í burtu. Þeir
eru báðir mús-
limar en Kostic er Serbi frá
Króatíu. Daða og Heimi þykir
framkoma KR-inga fyrir neð-
an allar hellur, enda þau lið
líklega vandfundin sem
myndu segja þeim að
taka pokann sinn uppúr
þurru. Vesturbæingar
hviskra því um að
„þjóðhreinsanir"
eigi sér stað, og
geðjast víst fæstum
að aðförurtum...
\/firlýsingagleði
Y Finns Ingólfs-
sonar uppá síð-
kastið hefur vak-
ið mikla athygli,
einkum í álmál-
inu. Taisverður titr-
ingurfylgdi í kjöl-
farið og því mun
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra og formaður
Framsóknarflokks-
ins hafa tekið Finn
á teppið og
beðið hann
að stilla opin-
berum yfirlýs-
ingum í hóf...
Einn af þeim sem nu spnd-
ir frá sér bók er sjálfur
biskupinn, Ólafur Skúla-
son. Hann hefur safnað ritn-
ingargreinum fyrir hvern
dag ársins, og kemur bókin
út hjá Hörpu á Akranesi og
ber titilinn Ord dagsins úr
biblíunni...
Lögreglan á Suðurlandi
hefur að undanförnu
staðið fyrir ýmsum aðgerð-
um til að kanna ökuhæfni
bifreiða og ganga úr skugga
um að allt sé einsog vera
ber. Við heyrum að eitt
fyrsta „fórnarlamb" lögregl-
unnar hafi verið einn kunn-
asti sjónvarpsfréttamaður
landsins. Eitthvað mun bif-
reið hans hafa verið áfátt,
alltjent dró löggan snarlega
upp klippur og fjarlægði
númerin. Hinum annáluðu
gárungum er skemmt: enda
hefur téður fréttamaður flutt
marga pistla um öryggi í
umferðinni...
FarSide" eftir Gary Larson
fimm á förnum vegi
Hvaða bók last þú síðast?
Ragnhitdur Baldursdóttir
starfsstúlka: Falsarann eftir
Björn Th. Björnsson. Hún er
þung í byrjun en kemst á skrið.
Edda Sigríður Oddsdóttir
líffræðingur: Ég er að glugga
í Einkalíf plantnanna eftir At-
tenbourogh.
Guðbjörg Birna Gunn- Rúnar Freyr Sævarsson
laugsdóttir húsmóðir: sölumaður: Ég er að lesa
Bókina um Bryndísi Schram Nightmare... eftir Stephen
las ég fyrir nokkru. King.
Ásta Sigríður Einarsdóttir
hagfræðingur, flugfreyja
og fyrrum fegurðardrottn-
ing: The Chamber eftir John
Grisham.