Alþýðublaðið - 26.10.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.10.1995, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 list & landbúnaður ■ Laxness og landbúnaðurinn Landbúnaður - sambland af meinlætalifnaði og sporti Halldór Kiljan Laxness skrifaði greinaröð um landbúnaðarmál á fimmta áratugnum þar- sem hann skilgreindi vanda bænda, gerði stólpagrín að framsóknar- mönnum og benti á leiðir útúr úreltu kerfi. Auðvitað var ekki hlustað á skáldið: Bændur eru enn hnepptir í fjötra fátæktar og kerfið er á sínum stað með til- heyrandi offramleiðslu, kjötfjalli og sjóðasukki. Hrafn Jökulsson fór í gegnum hálfrar aldar gömul skrif Laxness um landbúnaðarmál og komst að þeirri niður- stöðu að þau ættu fullt er- indi við samtímann. „Landbúnaður á íslandi er þannig stundaður, að það eru áhöld um fyrir hvors þörfum hann sé miður, fram- leiðendanna eða markaðarins," sagði Halldór Kiljan Laxness í grein í Tíma- riti Mák og menningar árið 1942. Halldór, sem stóð á fertugu, var um það leyti að skrifa söguna um Jón Hreggviðsson, Snæffíði Islandssól og Amas Amæus en hann taldi ekki eftir sér að líta öðmhvom uppúr handriti íslandsklukkunnar til að segja íslend- ingum til í landbúnaðarmálum. Einsog flestir vita lét Halldór Kiljan Laxness sér ekkert mannlegt óviðkomandi; hann hafði skoðanir á öllu milli him- ins og jarðar og var algerlega ófeim- inn við að viðra sjónarmið sín, hvort heldur þau snemst um drykkjusiði Is- lendinga, pólitík, ræskingar - eða landbúnaðarmál. Blaðaskrif skáldsins hafa vitaskuld elst misvel, og ein- hveijir kunna að líta svo á að greinar hans um pólitík séu flestar hverjar löngu úreltar og geti í hæsta lagi borið vitni um stílfimi ódrepandi baráttu- manns. Öðru máli gegnir hinsvegar um hálfrar aldar skrif Halldórs um landbúnaðarmál. Ekki þyrfti að gera á þeim vemlegar breytingar til að hægt væri að endurbirta þau sem innlegg í landbúnaðammræðu nútímans. Það er ekki fyrst og ffernst til marks um spá- dómsgáfu Halldórs Laxness, heldur raunalegur vitnisburður um að lítið hefur gengið í öll þessi ári að tosa ís- lenskan landbúnað til móts við vem- leika 20. aldar. í þessari samantekt er rifjað upp hvað Halldór Kiljan Lax- néss hafði til landbúnaðarmála að leggja fyrir 50 ámm. Landbúnaður og siðferðisþrek Halldór Kiljan Laxness hafði lagt sitt af mörkum til að tæta niður hina rómantísku ímynd íslenska einyrkjans í sögunni af Bjarti í Sumarhúsum. í upphafi greinarinnar Landbúnaðarmál (TMM 2. hefti 1942) hæddist hann að þeim sem héldu því ffam að það kost- aði sérstakan „hetjuskap“ að stunda búskap. Halldór skrifaði: „Á síðari ámm má sjá þeim skoð- unum mjög haldið fram í dagblöðum sumra stjórnmálaflokka, að landbún- aðarstörf á íslandi útheimti meira sið- ferðisþrek en önnur störf manna. Þess- ar kenningar um ,,hetjuskap“, „sjálfs- afneitun", „skapfestu" og aðrar dyggðir í sambandi við landbúnað em ævinlega, eins og allur hálf-yfirskilvit- legur málflutningur, ffam bomar í við- kvæmum, allt að því grátklökkum tóni. Maður skyldi næstum halda að þetta væri guðsorð. [...] Sjómenn eiga sér einn dag á ári, börnin líka, mæður þeirra slíkt hið sama, en það er athyglisvert að ekkert starf er á hveijum degi allt árið tala vitna um siðferðisþrek á jafn háu stigi og landbúnaðarstörf, jafnvel ekki tundurduflaveiðar.“ Þegar Halldór skrifaði þessi orð var ísland hemumið. Hemám Breta, og síðar Bandaríkjamanna, útrýmdi í einni svipan atvinnuleysi kreppuár- anna og hafði auk þess í för með sér stórfellda fólksflutninga úr stijálbýli í þéttbýli. Halldór segir: „Bændum og búaliði á íslandi fækkar með degi hverjum, skýrslur sýna, að jarðrækt á landinu dregst saman á síðustu ámm og ræktað land fellur aftur í órækt. Síðasti útreikningur dagblaðanna er sá, að níunda hvern dag leggist eitt bændabýli í eyði í sveitum landsins. Á máli þjóðsögunnar mundi svo heita, að forynja legið hramm sinn yfir einn bæ á níu nátta fresti og eyddi honum." Landbúnadur heyrir ef til vill helzt undir sport eins og þolhlaup eða í bezta falli stangaveiði. íslenskt kindakjöt yfirleitt slæm vara Halldór fer ófögmm orðum um af- urðir íslensk landbúnaðar og hæðist að þeim sem gera sér í hugarlund að hægt sé að gera íslenskt kindakjöt sam- keppnishæft á erlendum mörkuðum. Til þess séu engar forsendur og komi hvorttveggja til, kjötið sé alltof dýrt í framleiðslu og standist engan gæða- samanburð við erlent kjöt. Hann segir: „íslenzkt kindakjöt er, jafhvel þótt sleppt sé allskonar óverkun þess, yfir- leitt heldur slæm vara. Tiltölulega lítill hluti þess er markaðshæft erlendis á venjulegum tímum, að minnsta kosti til átu. Orsökin er sú, að íslenzkt fé er yfirleitt ekki alið til holda, heldur látið horast nokkum hluta ársins og safna fitu á öðmm tímum. Fitulögin, sem af þessu myndast í kjötinu, telja útlend- ingar óþverra. En jafnvel þótt kinda- kjöt okkar gæti á venjulegum tímum keppt við annað kindakjöt að gæðum, til dæmis á Bretlandi, mundi fram- leiðsla þess verða of dýr til þess að við gætum orðið samkeppnishæfir um verð á þessari vöru.“ Þessu til sönnunar segir Halldór að líklega sé hvergi á byggðu bóli jafn miklu vinnuafli sólundað til að ala litl- ar hjarðir og á fslandi: „Hjá okkar bis- ar bóndi og skyldulið hans við, allan ársins hring, stundum ásamt aðkeypt- um vinnukrafti, að framfleyta nokkr- um tugum kinda, og ársframleiðsla búsins er síðan kannski innan við tonn - af ósamkeppnishæfri vöru.“ Halldór telur að væru heimsvið- skipti nokkumveginn skapleg - þetta var í miðju heimsstríði - mundi ef- laust vera ódýrara að flytja inn í landið útlent kjöt til neyslu. í þessu sambandi benti hann á, að veturinn á undan hafði verið flutt til landsins smjör frá Bandaríkjunum. Það reyndist hingað komið með tollum allt að því 40% ódýrara en íslenskt smjör - þótt út- söluverð þess hefði síðan verið ákveð- ið hið sama og innlends smjörs „og verðmuninum sjálfsagt úthlutað í ein- hvers konar styrki eða verðjöfnunar- gjöld handa ölmusufyrirtækjum hér innan lands.“ Lýsingin gæti sem best átt við útfærslu núverandi ríkisstjómar á GATT-samningnum. Halldór færir mörg og veigamikil rök fyrir því að búskapur á íslandi sé þjóðhagslega óhagkvæmur, enda var honum þá einsog nú að verulegu leyti haldið uppi á ríkisstyrkjum. Bændur vom þá einsog nú hnepptir í fjötra rík- isafskipta og miðstýringar. Vandinn í hnotskum var þessi, að mati Halldórs: „Mein íslenzka sveitabúskaparins er það, að hann er almennt rekinn á gmndvelli, sem lítið á skylt við land- búnað og enn minna við iðjurekstur í nútímaskilningi og getur í rauninni varla kallazt atvinnuvegur í sannri merkingu þess orðs. Ef ætti að flokka hann, heyrir hann ef til vill helzt undir . sport eins og þolhiaup eða í bezta falli stangaveiði." Bændur gerðir að ölmusumönnum Og hver skyldi nú einkum hafa bor- ið ábyrgð á þeirri niðurlægingu land- búnaðarins fyrir 53 ámm að hann var orðinn einsog hvert annað sport? Svarið vefst ekki fyrir Halldóri - eftir- farandi orð em enn í fullu gildi: „Landbúnaðarstefna þess stjórn- málaflokks, sem haft hefur tögl og hagldir í sveitunum undanfama ára- tugi, Framsóknarflokksins, hefur ofur einfaldlega verið sú, að gera sveitabú- skap á Islandi að atvinnuvegi fyrir ölmusumenn. Viðleitni þessa flokks hefur miðað öll í þá átt að reyna að skapa sér sem mest kjósendalið í strjálbýlinu á gmndvelli kjördæma- skipunar, sem á sér hvergi stoð lengur, nema ef vera skyldi í landafræði. í þessum tilgangi hefur flokkurinn kappkostað að eyða sem mestu opin- bem fjármagni til smáframleiðenda í sveitum, hvetja sem flesta einyrkja til bolloka sem víðast og dreifðast á út- skæklum og óræktarlöndum, án tillits fil þess, hvort viðleitni þeirra uppfyllti þær kröfúr, sem þjóðarhagur hlýtur að gera til nytsamlegs atvinnuvegar; og án tillits fil þess, hvort nokkur vemleg lífsvon væri í þessari starfsemi fyrir mennina sjálfa. Endalausum „lánum“ og ríkisstyrkjum hefur verið úthlutað í þessu skyni. Að vísu er látið svo heita, sem styrkimir séu til þess ætlaðir að hjálpa mönnum að standa undir ýms- um kostnaðarliðum rekstursins á víxl, sínu sinnið hvað, - jarðræktarstyrkir, húsabyggingastyrkir, verkfærakaupa- styrkir, safnþrórstyrkir, iðnaðaráhalda- styrkir (prjónavélar og því um líkt), fjársjúkdómastyrkir, allskonar verð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.