Alþýðublaðið - 26.10.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 26.10.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 m e n n i n c Höfdinglegur Kardemommubær Verkefni: Kardemommubærinn Höfundur: Thorbjörn Egner Þýðing: Hulda Valtýsdóttir Þýðing söngtexta: Kristján frá Djúpalæk Dansar: Agnes Kristjónsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir Hljóðstjórn: Sveinn Kjartansson Lýsing: Björn Bergsteinn Guö- mundsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Guörún Auðunsdóttir Leikmynd og búningar eru byggð á hugmyndum Thorbjörns Egners Dýragervi: Katrín Þorvaldsdóttir Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Listrænn ráðunautur: Klemens Jónsson Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið - Stóra sviðið „Segja má að boðskapur verksins sé, að með einlœgri vinsemd megi breyta öllu til betri vegar og meira að segja rœningjar geti orðið heiðarlegt fólk. Enginn er bara hetja og enginn er bara óþokki og allir verða að fá að vera svolítið öðruvísi en hinir. Um- burðarlyndi ísinni einföldustu mynd." Þessa tilvitnun í höfund verksins er að finna í leikskrá sýningarinnar og segir hún allt sem segja þarf um inni- hald og boðskap verksins. Það er svo hins vegar makalaust hversu vel verk- in hans Egners eldast og raunar er löngu sannað að þar er klassík á ferð- inni. Það skiptir engu máli hvað marg- ar uppsetningar maður sér á þessum verkum, það er alltaf jafn gaman og alltaf kemur maður út örlítið bjartari í sálinni, sannfærður um það að öll dýr- in í skóginum eigi að vera vinir. Að þessu sinm er brotið í blað við uppsetningu leikrita Thorbjöms Egn- Umhverfisráðuneytið Sérfrædingur í alþjóda- deild umhverfisráðu- neytisins Laus er til umsóknar staða sérfræðings í alþjóðadeild umhverfisráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. desember nk. til 31. desember 1997. Störf sérfræðings eru m.a. fólgin í vinnu tengdri fram- kvæmd EES-samningsins, samstarfi Norðurlanda og viðfangsefnum tengdum starfsemi Sameinuðu þjóð- anna. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi. Gott vald á ís- lensku, ensku og einu Norðurlandamáli er nauðsyn. Þekking eða reynsla af aðþjóðlegu samstarfi er æskileg. Umsókn ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist ráðuneytinu eigi síðar en 3. nóvember nk. Frekari upplýsingar um starfið fást í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið, 20. október 1995. Alþýðuflokksfélag Kópavogs Fundur verður haldinn í félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hamraborg 14A mánudaginn 30. október klukkan 20.30. Fundarefni: Fjármál Kópavogsbæjar. Áfundinn koma Guðrún Pálsdóttir fjármálastjóri og Ol- afur Briem bæjarritari. | Allir velkomnir Stjórnin. ers í Þjóðleikhúsinu. Frá upphafi hefur leikstjóm þeirra verið í höndum Kle- mensar Jónssonar og án efa á hann sinn þátt í vinsældum þeirra hér á landi, en nú lætur hann sér nægja að vera listrænn ráðunautur. Það er hins vegar Kolbrún Halldórsdóttir sem Leikhús Arnór Benónýsson .%* m skrifar um leiklist leikstýrir þessari sýningu og ferst það afar vel úr hendi. Sýningin er stílhrein, öguð en ólgandi af léttleika og lífi. Unnin af vandvirkni og alúð út í hin smæstu smáatriði. Kolbrún sýnir hér enn einu sinni að hún er með færari leikstjórum okkar þegar kemur að fjölmennum og flóknum sýningum og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Vonandi fær hún næg verkefni til að efla getu sína og list- rænan þroska. Leikmynd Finns Amars er stílhrein og vönduð og þó að hún byggi á hug- myndum höfundarins gengur Finnur heldur lengra og mexíkanskur stíllinn er meira ríkjandi en ráða má af teikn- ingum Thorbjöms og er það vel. Leik- myndin er litrík en hófstillt og allar lausnir einfaldar og þjóna sýningunni vel. Um búninga Guðrúnar Auðunsdótt- ur gildir allt hið sama sem um leik- myndina og ekki varð annað séð en að á allan hátt væm búningamir unnir af smekkvísi og alúð. Lýsing Bjöms er vönduð og á sinn stóra þátt í því að gera þessa sýningu eins glæsilega og raun ber vitni. Það skiptir engu máli hvað margar uppsetn- ingar maður sér á verkum Thorbjörns Egners, það er alltaf jafn gaman og alltaf kemur mað- ur út örlítið bjartari í sálinni, sannfærður um það að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Dansar þeirra Agnesar og Kolbrún- ar virka einfaldir og stílhreinir eins og má raunar segja um allan hinn sjón- ræna þátt sýningarinnar sem er tví- mælalaust höfundunum til mikils sóma. Mikill fjöldi leikara kemur fram í sýningunni og engin leið að geta þeirra allra en um heildina má segja að þar var hvergi veikan hlekk að finna. Burðarhlutverkin. ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan, leika þeir Pálmi A. Gestsson, Öm Arnason og Hjálmar Hjálmarsson og um þá má segja eins og maðurinn forðum, að all- ir léku þeir vel og enginn illa. Leikur þeirra einkenndist af einlægni og hóf- semi, laus við allt agalaust sprell sem stundum hefur sést í þessum hlutverk- um. Soffía frænka Ólafíu Hrannar er listavel sköpuð persóna. ísköld ákveðni hennar og þóttafull umvönd- unarsemi komast vel til skila án þess að því fylgi nokkur óhemju eða bmssugangur. Glæsileg vinna hjá Ól- afíu Hrönn. Það er svo höfðingjarnir Róbert Amfinnsson og Ami Tryggvason sem leika þá Bastían bæjarfógeta og Tobí- as í tuminum. Þeir Árni og Róbert höfðu greinilega gaman af því sem þeir vom að gera og skiluðu sínu með áreynslulausum glæsibrag. Af öðrum leikurum ber að nefna Benedikt Erlingsson en bakarinn hans var verulega vel sköpuð persóna og Benedikt nýtti vel þá skoplegu þætti sem felast í persónunni. Niðurstaða: Giæsileg leiksýning sem er aðstandendum sínum og Þjóðleikhúsinu ti) sóma. Hinsegin fyrirmyndir Samkynhneigð í skugga sögunnar Á unglingsárunum í skólanum las ég um alls konar hetjur, erlendar, ís- lenskar, konur og karla. Um svaka karla sem hjuggu í herðar niður; sjaldnar um konur og aldrei um lesbí- ur og homma. Kennarinn og sagan Hringborðið | * Stefánsson . skrifar þagði yfir hommunum í íslandssög- unni, yfir „fylgisveinum" konunga, yfir skáldunúm og listamönnunum sem elskuðu sitt eigið kyn. Sagan er þannig skrifuð að ég fmn enga fyrir- mynd, enga hetju sem er eins og ég. Engan sem hefur komist á spjöld sög- unnar vegna þess að hann er hommi, ekki þrátt fyrir að hann væri það. Þeir sem réttlæta þetta segja að kyn- hneigð skipti engu máli! Eg er þessu ekki sammála. Maðurinn kemst aldrei frá því að vera sá sem hann er. Ef ég er hommi, þá hugsa ég sem slíkur, ég kann ekkert annað! Ég fékk þessa eig- inleika í vöggugjöf frá Guði. Kirkjan segir vissulega með þögninni að eftir að kynþroskavitundin hóf feril sinn hjá mér hætti hún afskiptum af mér. Eg ætti ef til vill að hætta að borga kirkjugjaldið? Samkynhneigðir þurfa eins og aðrir að eiga „fyrirmyndir"; okkur er nauð- synlegt að geta fundið okkur sjálf í öðrum manneskjum. Við þurfum hetj- ur, lesbíur eða homma sem „meikuðu það“. Einhverja sem geta sýnt okkur hvað við getum sjálf ef við aðeins reynum. í sögubókunum í skólanum var ekkert minnst á lesbíur eða homma. Ætli einhver okkar hafi fengið Nób- elsverðlaun eða staðið á tunglinu? Við þurfum hetjur til að vera stolt af og finna til samkenndar með. Við minn- umst í dag hugrekki þeirra þúsunda sem voru myrtar í gasklefum nasista vegna þess að ást þeirra var Hitler ekki þóknanleg. Heimurinn hefur hinsvegar gleymt þeim. Voru lesbíur og hommar kóngar, drottningar og listamenn af Guðs náð eða voru kóngar, drottningar og lista- menn, lesbíur og hommar af Guðs náð? Um þetta verður alltaf deilt. Sumir fela tilfinningar sínar en aðrir nota þær til að vinna sigra. Samkynhneigðir eiga sögu sem þagað er yfir, litlar og stórar hetjur sem ef til vill vegna kynhneigðar sinn- ar voru hetjur. En sögubókin þegir. Saga lesbía og homma er grunnur- í sögubókunumí skólanum var ekkert minnst á lesbíur eða homma. Ætli einhver okkar hafi fengið Nóbelsverðlaun eða staðið á tunglinu? Við þurfum hetjur til að vera stolt af og finna til samkenndar með. inn að sjálfsvirðingu og lífi með reisn. Fólk sem tilheyrir ininnihlutahópi verður að eiga sína sögu og si'nar hetj- ur til að sameinast um. Af einhveijum ástæðum eiga kaþólskir sínar helgi- myndir, kristnir píslarvotta og þjóðim- ar sinn Jón Sigurðsson - frelsishetju? Þetta er meira en forvitni um nætur- setu, þetta er grundvallaratriði í bar- áttu okkar fyrir lýðréttindum til jafns viðaðra. Ég skora á hæstvirt Alþingi að af- greiða á þessu þingi lög sem gera lesbíur og homma að fslendingum til jafns við aðra íslendinga. Höfundur er varaformaöur Samtakanna '78

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.